11. mót. -Mosó- 24. júlí

Veðrið lék við spilarana í 11. móti sumarsins þegar leikið var samkvæmt venju í Mosó.

Júlímánuðuðr hefur verið fínn veðurfarslega séð. Ótrúlegt samt að þurfa að hafa orð á því lok júlí að vallaraðstæður séu að verða góðar, en svona lék nú kalda vorið völlinn.

Skorið var allgott hjá flestum og að lokum stóð uppi nokkuð óvæntur sigurvegari sem hefur lítið látið að sér kveða í sumar. Í stuttu spjalli við Tíðindamanninn þá taldi sigurvegarinn sig búinn að leysa gátuna...enn og aftur. Tíðindamaðurinn er eldri en tvævetra í faginu og hefur fylgst með viðkomandi nokkuð lengi og veit að ekkert er fjarri sannleikanum.

Jói og Tryggvi halda sig í nokkuð öruggri fjarlægð frá öðrum á stöðulistanum. Hópurinn á eftir er nokkuð þéttur.

Nú hefst síðasti þriðjungur mótsins og ef menn ætla gera atlögu að toppnum þá er þetta rétti tíminn til að láta til sín taka.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Haukur41 40
2Gauti40 36
3Tommi38 32
4Tryggvi37 30
5Jói36 28
6Tóti34 26
7Beggi31 24
8Haffi30 22
9Hergeir28 20
10Sig.Egill26 18

 

STAÐAN:

SætiNafnSamtals Stig
1Jói388
2Tryggvi346
3Hergeir320
4Sig.Egill304
5Gauti294
6Haukur276
7Tommi258
8-9Tóti246
8-9Viktor246
10Haffi212
11Eggert206
12Halli176
13Hanna170
14Beggi104
15Ingvar86
16Reynir78
17Viðar36
18Hilmar26

10. mót. -Mosó- 17. júlí

Það voru 12 mættir í Mosann til að berjast um stiginn dýrmætu.

Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið hörkugóð mæting í allt sumar. Menn greinilega tilbúnir að fórna miklu eins t.d að fresta sumarfríum með fjölskyldunni til að keppa á mótaröðinni.

Það var þó einn sem blés á þetta og mætti heldur betur ferskur eftir 3 vikna frí í hitanum á Ítalíu.

Stórsöngvarinn og CITY-maðurinn, Haffi frændi, var heldur betur sjóðheitur á mánudagskvöldið og skellti í 39 pkt. eftir fríið.

Kæra barst innan tilskilins frests eftir að móti lauk og var hún tekin til greina af mótstjórn enda var Mótstjórinn sjálfur sakamaður í því máli. Almennt séð er Mótstjórinn tæknisinnaður maður en er þó alfarið á móti rafrænum skorkortum og vill helst af öllu taka upp aftur gamla góða blýantinn og þykkan pappír. Hann hefur nú sagt sig frá öllu rafrænum ritarastörfum út leiktíðina. Þá er nú gott að eiga tæknitröllið og litla málarann á kantinum til að taka við sem Aðalritari. Sá hefur nú gaman af snjalltækinu.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Haffi39 40
2Hergeir3819 p. á seinni 936
3Gauti3818 p. á seinni 932
4Hanna37 30
5Tommi36 28
6Viktor35 26
7Eggert32 24
8Tryggvi3118 p. á seinni 922
9Sig.Egill3116 p. á seinni 920
10Halli30 18
11Jói2614 p. á seinni 916
12Haukur2612 p. á seinni 914

 

STAÐAN:

SætiNafnSamtals Stig
1Jói360
2Tryggvi316
3Hergeir300
4Sig.Egill286
5Gauti258
6-7Tóti246
6-7Viktor246
8Haukur236
9Tommi226
10Eggert206
11Haffi190
12Halli176
13Hanna170
14Beggi104
15Ingvar86
16Reynir78
17Viðar36
18Hilmar26

9. mót. -Öndverðarnes- 10. júlí, RISA-mót

Til að varpa ljósi að þau vandamál sem horfa við mótanefnd , þessara  saklausu mánudagsmóta, þá var staðan þannig fyrir 9unda mótið að eftirspurnin var meiri en framboðið þ.e. af rástímum.

Þá er gott að eiga Hauk í horni og gríðarlegan öflugan sponsor sem er í okkar tilviki er Reynir Stefáns aka Retro Stefan.

Kappinn sá, sem hefur alltof sjaldan sést á mánudögum í gengum tíðina, gengur alltaf í málin þegar á þarf að halda. 

Reynir reddaði rástímum fyrir sirkusinn á heimavelli sínum í Öndverðarnesi og úr varð enn eitt risamótið.

Það er gaman frá því að segja að mánudags FRAM-mótaröðin er í raun sambland af tveimur vinarhópum, eldri og yngri.

Báðir hóparnir  eiga rætur sínar að rekja í FRAM. 

Ekki má samt gleyma frábærum félögum, afleggjurum, sem eiga sínar rætur t.d. í KR, Víking og jafnvel langt út á land (Garðabæ).

Eldri hópurinn samanstendur af mannskap er fæddur á sjöunda áratug síðustu aldar en sá yngri er fæddur á áttunda áratugnum.

Yngri hópurinn kallar sig "Snuddurnar" en sá eldri kennir sig við "Þórorm" en golfarmur þess hóps er þó mest þekktur sem "HAREN-hópurinn". 

Golfstíll- og leikur þessar hópa er gerólíkur.

Eldri spila almennt, fágaðan, agaðan og mjög lipran leik á meðan þeir yngri leika eitthvað sambland af rúbbý og skvassi.

Það var því var virkilega gaman að sjá atvinnumanninn frá Þýsklandi, Hilmar aka Skotta,  mættan með þeim ungum. Lyfti þeim sannarlega á hærra plan.

Vertu ávallt velkominn Herr Hilmar.

Af mótinu sjálfu er það helst að frétta að nýbakaður Meistaramóts-sigurvegari í flokki 50+ hjá GM m/forgjöf mætti heldur betur sperrtur til leiks og sigraði á glæsilegur 43 punkta skori.

Heimamaðurinn á Öndinni Beggi Fló, lék sinn besta hring á árinu og kom annar í mark.  Aðrir voru síðri.

Við Þökkum Reyni kærlega fyrir golfhringinn á flottum velli. Þú átt 14 bjóra inni á barnum. 

Baráttan heldur áfram næsta mánudag.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Jói43 60
2Beggi38 52
3Hanna3721 p. á seinni 946
4Haukur3717 p. á seinni 944
5Gauti36 42
6Tommi3517 p. á seinni 940
7Halli3514 p. á seinni 938
8Hilmar33 36
9Tóti31 34
10Viktor28 32
11Sig.Egill2717 p. á seinni 930
12Eggert2712 p. á seinni 928
13Hergeir2616 p. á seinni 926
14Ingvar2615 p. á seinni 924
15Reynir25 22

 

STAÐAN:

SætiNafn15.mai22.mai29.maí5.jún12.jún19.jún26.jún3.júl10.júlSamtals Stig
1Jói302224406030384060344
2Tryggvi3626403052246026 294
3Sig.Egill1832 284440522230266
4Hergeir3230 364236342826264
5Tóti4024 242828323634246
6Gauti 402822301846 42226
7Haukur  30144612443244222
8Viktor263632323210 2032220
9Tommi20 36203826 1840198
10Eggert22  26343240 28182
11Halli2820 16 2036 38158
12Haffi242826184014   150
13Hanna     22423046140
14Beggi    24 28 52104
15Ingvar    2216 242486
16Reynir    26 30 2278
17Viðar    36    36
18Hilmar        2626

8. mót. -Mosó- 3. júlí

Það var dálítið sérstakt mótið sem leikið var s.l. mánudagskvöld. Þrír leikmenn voru við leik fyrr um daginn í meistaramóti klúbbsins.

Síðla á sunnudagskvöldi barst mótanefnd FRAM-túrsins erindi þar sem óskað var eftir því að skor meistaramóts-manna myndi telja á mánudagskvöldinu á FRAM-túrnum. Sannarlega óvenjuleg beiðni sem sýnir að FRAM-túrinn er eftirsóttur staður til að vera á.  Mótanefnd fundaði stíft aðfaranótt mánudags og komst að þeirri niðurstöðu undir morgun að verða við beiðni leikmannanna.  Í kjölfarið komu allskonar skrýtnar fyrirspurnir og vildi t.d. einn leikmaður leika Ólafsvíkurvöll, einsamall á mánudegi, og skila inn skori á FRAM-túrnum. Þeirri beiðni var vísað frá. Í framhaldinu ætlar viðkomandi leikmaður að fara með málið til Alþjóða-íþróttadómstólsins í Haag.

Það blés úr öllum áttum þetta kvöldið og gerði það mönnum erfitt fyrir að ná góðu skori. Eftir barning í mótvindi er gott að fá Kára í bakið til að bjarga málunum á næstu holu. 

Það fór svo að lokum að Tóti náði að setja 36 pkt. og var sigurvegari kvöldsins eða allt þar til utankjörfundar-atkvæðin voru talin.  Þá kom í ljós feikna-gott skor Jóa frá því fyrr um daginn og hafði hann nælt sér í heila 42 pkt. með frábæru höggleiksskori (91 högg) í meistaramótinu. 

Þegar þetta er skrifað þá er það ljóst að Jói er klúbbmeistari GM í flokki 50+ karla með forgjöf.  Aldeilis glæsilegt og óskum við kappanum innilega til hamingju með það.

TT situr þó enn á toppnum en er nú kominn með verðlaunaðan Klúbbmeistara í hælana á sér. Ekki eru Ásarnir heldur fjarri. Þetta verður barátta allt til enda og heill hellingur eftir af mótinu.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Jói42 40
2Tóti36 36
3Haukur3319 p. á seinni 932
4Hanna3316 p. á seinni 930
5Hergeir3112 p. á seinni 928
6Tryggvi3111 p. á seinni 926
7Ingvar3018 p. á seinni 924
8Sig.Egill3017 p. á seinni 922
9Viktor3013 p. á seinni 920
10Tommi1223 missed call á seinni 918

 

STAÐAN:

SætiNafnSamtals Stig
1Tryggvi294
2Jói284
3Hergeir238
4Sig.Egill236
5Tóti212
6Viktor188
7Gauti184
8Haukur178
9Tommi158
10Eggert154
11Haffi150
12Halli120
13Hanna94
14Ingvar62
15Reynir56
16Beggi52
17Viðar36

 


7. mót. -Akranes- 26. júní, RISA-mót

Mótstjóri kom með óvænt útspil og blés til RISAmóts stuttu eftir að öðru slíku lauk.

Leikstaðurinn var Garðavöllur á Skipaskaga. Völlurinn er í svipaðu ástandi og aðrir vellir á s-vesturhorni landsisns, hvorki verri né betri. Hinsvegar er alveg ljóst að hann mun ekki verða gróðureldum að bráð a.m.k. ekki næstu vikur og mánuði svo blautur var hann.  

Flestir voru að spila og skora undir væntingum þennan mánudaginn. Kannski má kenna vallaraðstæðum um þar sem Garðavöllur er með nokkrar langar brautir sem getur verið erfitt að ná inná í tilsettum höggafjölda ef rúllið er ekkert á brautum.

Tveir snillingar létu þó aðstæðurnar engin áhrif hafa á sig og komu inná flottu skori.  Tryggvi lætur engan bilbug á sér finna og vinnur hvert mótið af fætur öðru.

Ef rýnt er í stöðu mótisins þá má sjá að að hinn geðþekki leiðtogi, Sig.Egill, er hægt að rólega að fikra sig upp stöðutöfluna.

Skyldi Ásinn vera með ás upp í erminni ?

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Tryggvi36 60
2Sig.Egill35 52
3Gauti31 46
4Haukur29 44
5Hanna2814 p. á seinni 942
6Eggert2813 p. á seinni 940
7Jói27 38
8Halli2613 p. á seinni 936
9Hergeir2612 p. á seinni 934
10Tóti2611 p. á seinni 932
11Reynir25 30
12Beggi24 28

 

 

STAÐAN:

SætiNafnSamtals Stig
1Tryggvi268
2Jói244
3Sig.Egill214
4Hergeir210
5Gauti184
6Tóti176
7Viktor168
8Eggert154
9Haffi150
10Haukur146
11Tommi140
12Halli64
13Hanna64
14Ingvar38
15Viðar36
16Reynir26
17Beggi24

 


6. mót. -Mosó- 19. júní

Það var hart barist í sjötta móti FRAM-mótaraðarinnar s.l. mánudagskvöld. Aðstæður voru mjög góðar í þetta skiptið. Logn og að hluta til smárigning sem kom þá beint niður, sem er kostur ef það rignir á annað borð.

Skorið var frábært hjá allflestum. Fremstur meðal jafningja var okkar besti Sig.Egill sem kom inná glæsilegum 42 pkt.

Sigurður er klókur spilari og leggur leikinn þannig upp að pútterinn sé aðalkylfan í pokanum, sem hún réttilega er. Þessu má helst likja við þegar Þjóðverjar komu fram með "Libero" í fótboltanum árið 1974 - og aðrar þjóðir vissu ekkert hvernig skyldi bregðast við því þegar Beckenbauer óð upp völlinn, algjörlega ódekkaður, einskonar svarti-Pétur í leiknum.

Pútterinn hans Sigga er klárlega svarti-Pétur. 

Tíðindamaður hefur einmitt þó séð til manna á æfingasvæðinu farna að æfa þetta bragð - pútta af 30 - 60 mtr. færi og þá helst á þýfðu svæði.

Staðan í mótinu er spennandi og skilja bara 2 stig eftstu menn að. Aðrir bíða með óþreyju eftir því að þessir tveir eftstu fari langþráða tjald-útilegu sem teygir sig helst fram á þriðjudag laughing

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Sig.Egill42 40
2Hergeir38 36
3Eggert37 32
4Jói36 30
5Tóti35 28
6Tommi34 26
7Tryggvi3313 p. á seinni 924
8Hanna3310 p. á seinni 922
9Halli318 p. á síðustu 320
10Gauti316 p. á síðustu 318
11Ingvar3021 p. á seinni 916
12Haffi3017 p. á seinni 914
13Haukur27 12
14Viktor26 10

 

STAÐAN:

SætiNafnSamtals Stig
1Tryggvi208
2Jói206
3Hergeir176
4Viktor168
5Sig.Egill162
6Haffi150
7Tóti144
8Tommi140
9Gauti138
10Eggert114
11Haukur102
12Halli64
13Ingvar38
14Viðar36
15Reynir26
16Beggi24
17Hanna22

5. mót. -Grindavík- 12. júní, RISA-mót

Það var hörkugóð mæting í fyrsta RISA-mót ársins. Ekki sveik lognið og blíðan í Grindavík frekar en fyrri daginn.  Þarna voru nokkrir að sjá sólina í fyrsta skiptið í nokkrar vikur. Aðstæður voru semsagt allgóðar, gott veður og völlurinn í fínu standi.

Húsatóftavöllur er lúmskur golfvöllur, kannski ekki mjög langur en getur verið brögðóttur og þá sérstaklega fyrri partur hans. Brautirnar eru oft frekar mjóar og auðvelt að missa boltann í eitthvað bull t.d. ofan í einhverjar sprungur þar sem skrattinn býr og borðar golfkúlur í öll mál, rekur við og skýtur þeim út í loftið í næsta eldgosi í Fagradal eða breytir þeim í hvítt leirkennt efni sem fólk ber framan í sig Bláa lóninu.

En að mótinu.  

Efstu menn gefa ekkert eftir og raða inn stigunum eins enginn sé morgundagurinn. Jói stóðst pressuna og sigraði annan mánudaginn í röð og skaust við það upp í annað sætið á mótaröðinni.  Tryggvi er rosalega stabíll í sinni spilamennsku og skilar alltaf góðu skori.  Annars bar það til tíðinda að Stefánssynir mættu til leiks í fyrsta skipti á árinu og mátti heyra af og til í þeim yngri kyrja; "þetta er svo létt sport" og "þessi er out" þegar meðspilarnir tóku upphafshögg. Síðaðstur en ekki sístur var mættur Vilbergur Flóvent. Beggi hefur miklar taugar til Grindavíkur enda réri hann frá Grindavík á aflaskipinu Alberti GK og lét sig ekki muna að verja mark Grindarvíkur í landlegum.

  

 ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Jói36 60
2Tryggvi35 52
3Haukur32 46
4Sig.Egill31 44
5Hergeir3017 p. á seinni 942
6Haffi3015 p. á seinni 940
7Tommi29 38
8Viðar28 36
9Eggert27 34
10Viktor26 32
11Gauti2416 p. á seinni 930
12Tóti2415 p. a seinni 928
13Reynir22 26
14Beggi21 24
15Ingvar15 22

 

STAÐAN:

SætiNafnSamtals Stig
1Tryggvi184
2Jói176
3Viktor158
4Hergeir140
5Haffi136
6Sig.Egill122
7Gauti120
8Tóti116
9Tommi114
10Haukur90
11Eggert82
12Halli64
13Viðar36
14Reynir26
15Beggi24
16Ingvar22

4. mót. -Mosó- 5. júní

Aðstæður í 4. móti sumarsins voru loksins allgóðar. Þrátt fyrir lítisháttar rigningu var nánast blankalogn og ekkert því til fyrirstöðu að leika gott golf. Enda fór það svo að skor  allflestra var mjög gott.

Jói fór fremstur meðal jafningja og kom inná frábæru skori.  Ekki langt undan var svo "definding champion" H.Elíasson. 

Staðan er viðkvæm og allt getur gerst. TT situr þó enn á toppnum og en skólabróðir hans úr Verzló er ekki langt undan. Síðan koma nokkrir iðnaðarmenn, læknar og lögfræðingar. Allt eins og það á að vera á þessum árstíma.

Næsta mót verður haldið í Grindavík og verður slegið upp RISA-móti af því tilefni.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Jói42 40
2Hergeir39 36
3Viktor37 32
4Tryggvi36 30
5Sig.Egill35 28
6Eggert34 26
7Tóti336 p. á síðustu 324
8Gauti335 p. á síðustu 322
9Tommi32 20
10Haffi30 18
11Halli29 16
12Haukur24 14

 

STAÐAN:

SætiNafnSamtals Stig
1Tryggvi132
2Viktor126
3Jói116
4Hergeir98
5Haffi96
6Gauti90
7Tóti88
8Sig.Egill78
9Tommi76
10Halli64
11Eggert48
12Haukur44

 


3. mót. -Mosó- 29.maí.

Þriðja mót sumarsins fór fram á Hlíðavelli. Loks tókst að leika 18.holu mót á þessu tímabili. Aðstæður voru krefjandi þar sem talsverða rigningu og vind gerði þegar leið á hringinn.

Menn töluðum um að fá sér heitt te og toddý frekar en kaldann á 19ándu holu, þangað sem allir skiluðu sér nema einn sem tók sennilega skynsamlegustu ákvörðunina og hvarf á braut eftir 9 holur laughing

Vallaraðstæður eru í samræmi við það sem vorið hefur haft uppá að bjóða. Lítið gras er á flötum og greinilega talsvert í að þetta komist almennilega í stand.  

Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, allir sitja við sama borð og þurfa að leika við sömu aðstæður. Bara að bretta upp ermar, mæta galvaskir og safna stigum.

Tryggvi gaf náttúröflunum langt nef og kom inná fínu pkt.skori sem tryggði honum efsta sæti í móti kvöldsins og fleytti honum að auki á topp mótaraðarinnar.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Tryggvi34 
2Viðar33 
3Tommi31 
4Viktor28 
5Haukur2712 p. á síðustu 6
6Gauti2710. p. á síðustu 6
7Haffi26 
8Jói89 holur

 

STAÐAN:

SætiNafnSamtals Stig
1Tryggvi102
2Viktor94
3Haffi78
4Jói76
5Gauti68
6Tóti64
7Hergeir62
8Tommi56
9Sig.Egill50
10Halli48
11Haukur30
12Eggert22

2. mót. -Mosó- 22.maí.

Það voru 9 mættir í annað mót FRAM-mótaraðarinnar þetta sumarið. Leiknar voru seinni 9 holurnar í Mosó, þar sem völlurinn hefur ekki opnað að fullu eftir harðan vetur. 

Eins og síðast þá var Tíðindamaðurinn ekki á svæðinu og því frekar tíðindalaust í fréttum af mótinu.  Það er þó ljóst að menn hafa leikið frábært golf og punktaskor í hæstu hæðum. Allt vaðandi í skrifstofubráðabönum í lokin. 

Það var læknirinn og Luton aðdánandinn sem fór fremstur meðal jafningja og saumaði saman 40 stigum á fyrsta móti sínu þetta sumarið.  Það verður ekkert gefið á Kenilworth Road þetta sumarið laughing. Hver man ekki eftir Mick Harford, Ricky Hill, Ashley Grimes og Stein bræðrunum Mark og Brian ?  Læknirinn getur frætt ykkur um þá alla á mánudagskvöldum í sumar cool

 

Úrslit:

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Gauti2015 p. á síðustu 640
2Viktor2014 p. á síðustu 636
3Sig.Egill19 32
4Hergeir1813 p. á síðustu 630
5Haffi186 p. á síðustu 328
6Tryggvi184 p. á síðustu 326
7Tóti1810 p. á síðustu 624
8Jói15 22
9Halli10 20

 

Staðan:

SætiNafnSamtals Stig
1Tóti64
2-4Viktor62
2-4Hergeir62
2-4Tryggvi62
5-6Haffi52
5-6Jói52
7Sig.Egill50
8Halli48
9Gauti40
10Eggert22
11Tommi20

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband