Leikmaður númer 4 á HOS Florida 2014

Næstur til leiks er enginn annar en Retro Stefsson.  Þessi er sko alls enginn nýliði og er rótgróinn meðlimur í Snuddum, Haren og HOS.  Hann hefur verið að spila gríðarlega vel í ár og komin með nokkrar lækkanir í forgjöfina.  Þessi er líklegur á Florida.  Reynir kemur úr Snuddu hópnum , einn 5 meðlima þar.  Hann er alinn upp í Framhverfinu og eins og flestir okkar. 

Ég las síðustu kynningu á Reyni þegar við fórum til Spánar og ég læt hana flakka hér, enda mjög áhugaverð lesning.

Næstum kynnum við til leiks Reynir Stefánsson eða Gorgeir Loftsson eins og hann er oft kallaður.  Þessi piltur er meðlimur í Snuddunum og einnig ofvirkur formaður þess félags.  Hann er sá sem hefur haldið félaginu gangandi og verið drifkraftur félagsins.  Reynir er fæddur 1972 í Framhverfinu og er alinn þar upp.  Hann á langan og farsælan handboltaferil að baki sem varamaður á bekknum í yngri flokkum Fram.  Eftir þann feril snéri hann sér að þjálfun og náði góðum árangri þar og þjálfaði meðal annars Þór og KA fyrir norðan en hann flutti þangað og bjó þar í nokkur ár, en er nú kominn í bæinn og eyðir flestum sínum frístundum í svefnherberginu og afrekaði það að eignast 2 börn á innan við einu ári.  Reynir hefur gert það gott í tölvuheiminum en hann byrjaði hjá Nett á Akureyri en starfar nú sem yfirmaður hjá Advania og sér um að koma öllum vírusum í umferð.  Reynir er þekktur fyrir að eiga „gullnar setningar“ eins og ég kem bara hvítur heim, þegar hann var rekinn í bolinn á Spáni eftir að hafa sofnað á maganum í nokkrar tíma í sólbaði.  Blöðrurnar á bakinu á honum voru eins og hólarnir í Vatnsdal um kvöldið.  Fræg setning er einnig „hvað svo“ þegar við voru komnir niður á strönd á Spáni en hann vissi ekkert hvað átti að gera á strönd.   Nokkrum mínútum seinna kom hann æðandi á fjórhjóli fram hjá öllum sem voru í sólbaði.   Margir kannast við setningar úr golfinu, þegar einhver á slæm högg, þessi er týndur, þessi er out of bounds, þetta er bara víti.

Ég hitti Reyni fyrir helgi áður en hann fór til London að hitta golf þjálfara sinn til að setja lokahnykkinn fyrir golfferðina til Florida.  Þess ber að geta að hann var hálf slappur í bakinu þegar ég hitti hann.  Hann hafði enga skýringu á þessum bakverkjum.

 

Fullt nafn: Reynir Stefánsson

Gælunafn: Reynsi, Roy, Retro, Goggi

Hæð: 179cm

Þyngd: of þungur

Áhugamál: Golf og margt fleira

Skóstærð: hvaða spurningar eru þetta eiginlega

Limastærð: Breytilegt

Mottó: Lífið er yndislegt!

Uppáhaldsfélagslið í ensku: Liverpool

Uppáhaldsfélagslið á Íslandi Fram

Golfklúbbur: GA og GKJ

Forgjöf, 21,7

Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft: 21,4

Besta skor á hring 90 högg meistaramót á 2013.

Flestir punktar á hring 43 punktar tvisvar, Spánn 2011 og Mosó 2013

Vandræðalegasta golfmómentið: Þegar Hilmar henti mér út úr golfbílnum á Spáni 2012

Uppáhaldsgolfvöllur: Jaðar Akureyri

Tegund járnasett Ping G25

Tegund driver: Taylor Made (var þó að kaupa G25 sem býður mín úti)

Tegund pútter Ping B60

Uppáhaldskylfan í pokanum: PW

Lægsta skor á eina holu: 2

Hvernig gekk á HOS mótaröðinni 2014, upp og niður, gekk vel nema á þessum risamótum, klikkaði svakalega á þeim, en sigur á tveimur mótum og svo á lokadeginum í Texas scramble

 

Uppáhaldsleikmaður á HOS mótaröðinni: Tilvonandi herbergisfélagi

Tommi eða Jenni: Jenni

Væntingar fyrir Florida 2014: Já

Veistu hver er Tíðindamaður HOS mótaraðarinnar: Hinn eini sanni H. Bragason

Ertu með langan innkaupalista frá frúnni fyrir Florida ferðina: nei

Þínar hugmyndir hvernig mótið muni þróast erlendis: Ég vinn það

Finnst þér að það eigi að leggja rassaboltarefsinguna niður: uuuuu nei

Hrýtur þú: Aldrei

Hefur þú verið slæmur í baki: Nei aldrei, þetta snýst bara um að gera þetta allt rétt og nóg.

Ef já, veistu ástæðuna fyrir því

Ertu hræddur við krókódíla: já

Mun Hemmi Haukss fara út fyrir rammann í ferðinni: Ertu að meina Crocodile Dundee ?

Fararstjórinn óskar Reyni góðs gengis og skemmtunar á Florida


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 67551

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband