13. mót - Mosó, 25. júlí -

Það var óvenjuleg sjón sem mætti tíðindamanninum þegar hann kom á svæðið til að fylgjast með 13. mótinu í sumar. Um helmingur leikmanna var mættur á æfingasvæðið vel fyrir rástíma til að slá sig í gang. Ljóst er að spennan er að ná til manna og allt gert til að reyna ná í stiginn dýrmætu áður en lokamótið skellur á. Kannski var það þessari upphitun að þakka að punktaskor manna var í hæstu hæðum þegar komið var inn að leik loknum. Það skyldi þó aldrei vera að æfingin skapi meistarann ? En frábær frammistaða og frábært skor.

Enginn var þó betri þetta kvöldið en ManCity-maðurinn og verkalýðsforingi mótaraðarinnar Haffi frændi. Haffi skellti í 41 pkt. með rjóma og sigraði með þessari glæsilegu frammistöðu.

Það eiga margir tilveru sína á stigalistanum Haffa að þakka. Í upphafi mótaraðarinnar hafði Haffi það í gegn, að hætti gamalla verkalýðsforingja, að stig fengist fyrir mætingu enda væri það í anda jafnréttis, frelsis og bræðralags.

Þannig að þegar menn hafa gert í buxurnar á vellinum og eru með Haffa í holli, þá skulu menn láta í ljós þakklæti sitt með því að skella koss á báðar kinnar kappans, að hætti foringjanna í gamla Sovét, og láta þar með ljós þakklæti sitt fyrir baráttu hans fyrir lítilmagnanum cool.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Haffi41 516
2Viktor39 314
3Gauti38 213
4Sig.Egill3716 p.á síðustu 6112
5Tóti3714 p. á síðustu 6 11
6Hanna3519 p. á seinni 9 11
7Eggert3516 p. á seinni 9 11
8Haukur34  11
9Tommi33   11
10Hergeir31   11
11Jói28   11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir51
2Viktor32
3Tóti29
4-5Haukur27
4-5Haffi27
6Halli26
7Jói25
8Tommi21
9-10Sig.Egill20
9-10Gauti19
11Eggert12
12Ingvar6
13Jón Ari4
14Hanna3
15Hemmi2
16Binni1

 


12. mót - Mosó, 18. júlí -

Það var góð mæting s.l. mánudagskvöld þegar leikið var á FRAM mótaröðinni í 12. skipti þetta sumarið. Aðstæður voru FRAMúrskarandi, völlurinn góður og veðrið með eindæmum gott til golfboltaleiks. Skýjað, þurrt og logn.  Það verður ekki betra.

Enda fór svo að flestir létu þessar aðstæður ekki ganga sér úr greipum og léku gott golf og skoruðu vel.

Enginn lék þó betur en forystusauður mótaraðarinnar, H.Elíasson. Það halda honum engin bönd þessa dagana. Þetta kvöldið lét hann sér ekki nægja að koma inná 45 pkt. heldur einnig á 75 höggum ! Þetta er náttúrulega alveg galið svo ekki sé meira sagt. Glæsilegt er það og innilega til hamingju með þetta Meistari Hergeir. Þess bera að geta að kappinn sýndi þó meðspilurum þá virðingu að að mæta með fullt sett til leiks í þetta skiptið eftir að hafa rústað hverju mótinu á fætur öðru með hálfu setti. 

Tíðindamaðurinn náði tali af núverandi meistara mótaraðarinnar og sagði sá að ekkert nema stórslys gæti komið í veg fyrir sigur H.Elíassonar þetta árið. Téður meistari hefur þegar sett sig í samband við klæðskera sinn til að láta víkka köflótta jakkann góða, fyrir komandi sigurvegara, svo viss er hann um sigur H.Elíassonar í haust laughing.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Hergeir4575 högg - Takk.516
2Haffi38 314
3Haukur37 213
4Halli3622 p. á seinni 9112
5Eggert3615 p. á seinni 9 11
6Gauti3419 p. á seinni 9 11
7Jói3417 p. á seinni 9 11
8Viktor33  11
9Sig.Egill31   1
10Hemmi3017 p. á seinni 9  1
11Tommi3016 p. á seinni 9  1
12Hanna3014 p. á seinni 9  1

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir50
2Tóti28
3Viktor28
4-5Halli26
4-5Haukur26
6Jói24
7Haffi21
8Tommi20
9Sig.Egill18
10Gauti16
11Eggert11
12Ingvar6
13Jón Ari4
14-15Hanna2
14-15Hemmi2
16Binni1

 


11. mót - Akranes, 11. júlí- - RISAMÓT -

Það er skammt stórra högga á milli, enn eitt RISA-mótið fór fram s.l. mánudag. Leikvangurinn var Garðavöllur á Akranesi í fínu veðri og á flottum velli.

Sigurvegari dagsins var veitingamaðurinn í hópnum, Jói Felinó. Kappinn kom inná glæsilegun 36 pkt. og hirti aðal verðlaun kvöldsins. 11 stig í sarpinn takk fyrir. Jói flaug einkagolfkennara sínum uppá klakann beint frá Spáni fyrir mótið og gaf það þessa líku fínu útkomu. Glæsilega gert Dr. Feelgood.

Talandi um doktora þá mætti hinn eini sanni doktor til leiks og hirti 3ja sætið. Doktorinn hefur haft frekar hljótt um sig í sumar en er kannski að vakna til lífsins og tekur góðann endasprett eins og hann var vanur í fótboltanum hérna fyrir nokkrum áratugum.

Annað sætið kom svo í hlut efsta manns mótaraðarinnar, H.Elísasonar. Meistarinn slær ekki feilpúst og mokar inn stigunum og er búinn að festa sig rækilega á toppnum. 

Hergeir hefur uppá síðkastið tekið uppá því að mæta einungis með hálft sett til leiks sem að sama skapi lætur þetta líta enn verr út fyrir hina sem mæta með fullan útbúnað.

Eins og honum er þó einum lagið þá skiptir hann hálfa settinu út annann hvern dag, sléttar tölur fyrri daginn og oddatölur hinn daginn.  Þetta kerfi gerir það að verkum að hið 25 ára gamla PING sett jafnslitnar og mun væntanlega duga í ca. 50 ár til viðbótar.

Það er ekki verið eyða í neina vitleysu þarna cool

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Jói36 10111
2Hergeir35 617
3Gauti34 415
4Halli33 213
5Hemmi31  11
6Eggert28  11
7Haukur26  11
8Sig.Egill21  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir44
2Tóti28
3Viktor27
4Halli24
5-6Haukur23
5-6Jói23
7Tommi19
8-9Haffi17
8-9Sig.Egill17
10Gauti15
11Eggert10
12Ingvar6
13Jón Ari4
14-16Binni1
14-16Hanna1
14-16Hemmi1

10. mót - Grindavík, 4. júlí- - RISAMÓT -

Það var blásið til RISA-móts s.l. mánudagskvöld þegar leikið var á Húsatóftavelli í Grindavík. Talsverð afföll voru á leikmönnum þar sem sumarleyfitíminn er að hefjast hjá mörgum. Það voru því einungis 5 mættir til að berjast um feit stig sem í boði voru. Það var því ljóst frá upphafi að einn þyrfti að taka reykspólið á planinu að leik loknum.

Veðrið var með ágætum, lítill vindur og þurrt. Það gæti klárlega verið verra á þessum slóðum en þetta mánudagskvöld. Húsatóftavöllur er frekar fjölbreyttur völlur þar sem leikið er annarsvegar um hraunlendi en seinni hlutinn er hreinn og klár linksvöllur, vel sandaður eftir sjávarflóð í vetur. Ástandið á vellinum var fínt. Gæta þarf að spilamennskunni ef skora á vel á þessu velli. Það er stutt í bullið ef menn eru ekki á kylfunni þarna. Það fór þó svo að lokum að allflestir gátu svona nokkurnveginn unað við sitt.

Hörkubráðabanar voru leiknir yfir hammaranum á 19ándu holu en það var hinn gamalreyndi og afar stabíli H.Elíasson, Spaðaás, sem tók stærstu verðlaunin þetta kvöldið og um leið hlammaði kappinn sér á toppinn á FRAM-túrnum.

RISA-mótin eru að gefa vel og fleyta mönnum hátt upp skortöfluna. Nú hefur Spaðaásinn tekið góða forystu þ.a. það er verk að vinna fyrir aðra að halda í við meistarann. 

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Hergeir3619 p. á seinni 910111
2Haukur3618 p. á seinni 9617
3Sig.Egill3218 p. á seinni 9415
4Viktor3212 p. á seinni 9213
5Tommi28  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Hergeir37
2Tóti28
3Viktor27
4Haukur22
5Halli21
6Tommi19
7Haffi17
8Sig.Egill16
9Jói12
10Gauti10
11Eggert9
12Ingvar6
13Jón Ari4
14-15Binni1
14-15Hanna1

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Júlí 2022
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 67530

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband