20. júní....mót nr. 8. -Mosó-

Það voru 6 laufléttir mættir á Hlíðavöll í gærkvöldi. Veðrið var flott, skýjað, smávindur og hlýtt. Ekkert til fyrirstöðu til að spila frábært golf.

Þór Björnsson mætti í fyrsta skipti á árinu og átti stórleik á köflum með gamla Ping-eye 2-járnið að vopni. Gamli stórmeistarinn Lee Trevino sagði eitt sinn að Guð gæti ekki einu sinni slegið með 2-járni, en Tóti fór létt með það.

Það var hinsvegar Eggert Sverrisson sem átti frábæran dag við Leirvoginn og skoraði heila 37 pkt. og sigraði loksins H.Bragason eftir 4 ára og 198 daga baráttu við kallinn.  Hlaut Eggert ískaldan Gull að launum. Vel gert Eggert.

Tvö móment standa uppúr eftir gærkvöldið. Eggert var að spila hina lævísu 16.braut og var kominn á góðan stað eftir drive-ið.  Annað höggið hans lenti hinsvegar inn í rósarunnanum við æfingasvæðið þar sem boltinn fannst inn í þyrnigerðinu. Meðspilarnir hvöttu kappann til að taka víti enda lífshættulegt að hætta sér inn í þennan karga og talsverð óvissa með útkomuna.  Eggert skeytti engu um þessi ráð og óð inn og sló boltan 3-4 mtr. tilbaka út úr þessu sem var býsna vel gert.  Hinsvegar kvartaði hann yfir þyrnum sem stóðu fastir í afturendanum á honum. Þá vildu meðspilarar ekkert aðstoða. Þarna lá boltinn 79 mtr frá holu. Ekki þarf að spyrja að leikslokum...Eggert setti hann beint í holu og easy-par niðurstaðan, takk fyrir.

Hitt mómentið átti hinn frábæri leikmaður Binni Stef.  Þegar kappinn hélt útá nesið klæddi hann sig í s.k. Kríu-brynju sem samanstendur af anorakk og hjálm.  Þar barðist hann um í varpinu, kaldsveittur á bakinu og allt snarvitlaust, allar kríurnar gerðu áras á þetta virki sem virkaði eins og segull á þær. Útskitinn og lemstraður komst hann á 10.braut og lauk leik með glæsibrag.

 

IMG_4239

Sökum tæknilegra vandamála birtist myndin á hlið. Binni klár í nesið 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úrslit kvöldsins.

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Eggert37 
2Binni3419
3Haukur3416
4Haffi26 
5Sig. Óli24 
6Tóti20 

 

Staðan.

SætiNafn2.maí9.maí16.maí23.maí30.maí6.júní13.júní20.júníSamtals
1Eggert2927202626272830213
2Haukur30292728 222728191
3Haffi233029232028 27180
4Raggi L.Kr.252125292529  154
5Tommi242624 292126 150
6Binni2228 22  3029131
7Halli2022282528   123
8Sig. Egill2124232421   113
9Sig. Óli26     292681
10Beggi28 21 30   79
11Hergeir27 26 24   77
12Reynir   272225  74
13Hanna 2522  20  67
14Kjartan   30 30  60
15Írunn  30 23   53
16Viktor    2723  50
17Tryggvi    1926  45
18Ingvar   20 24  44
19Tóti       2525
20Óli 23      23
21Raggi Hil.   21    21

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-11-B
  • 2025-11-A
  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A
  • 2025-8-B
  • 2025-8-a
  • 2025-7-B
  • 2025-7-A

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 68661

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband