9. september. - LOKAMÓT - .....Hellishólar og Hella

Það var boðið uppá stórkostlega veislu í lokamóti HOS-2017. Leikið var á tveimur frábærum völlum á suðurlandi, Þverárvelli á Hellishólum og Strandarvelli á Hellu. Fyrirkomulagið var tvennskonar; Einstaklings-punktakeppni þar sem 60 stig voru í boði og síðan liðakeppni þar sem hægt var að ná í 30 stig. Baráttan var rosaleg um sigurinn. Það þurfti þriggja manna reikninefnd (þar af 2 alsgáðir) til að fara yfir lokastöðuna.

Eftir Hellishóla sat Jói sem fastast í efsta sæti en þá hafði röðin fyrir neðan hann aðeins breyst og þéttst til muna, Hergeir var kominn í annað sætið en Tryggvi áfram í því þriðja og hafði TT í raun lítið dregið á Jóa en það átti eftir að breytast síðar um daginn.

Tryggvi setti í spólgírinn á Hellu og þá var ekki að sökum að spyrja 39 pkt. steinlágu og 60 stig í hús + önnur 28 stig með traustum vini, Ragnari Lárusi og þar með var sigurinn í höfn.

Það var einmitt Raggi sem sigraði glæsilega á Hellishólum og Binni og Óli í liðakeppninni.  Á Hellu var það títtnefndur Tryggvi sem sigraði í einstaklingskeppninni og aftur sigraði "gamli lurkurinn" Binni í liðakeppninni en þá í slagtogi með hinum kornunga og bráðefnilega Tóta Bjöss.

Af loknu öllu þessu golfi var haldið í stórglæsilegan sumarbústað þeirra Tomma og Írunnar. Þar var ekki í kot vísað, glæsilegur íverustaður sem gaman var að koma í. Boðið var uppá safaríka nautalund, framreidd á pastabeði með trufflusveppasósu og parmesan. Þetta heinlega bráðnaði í munni og á Jói mikinn heiður skilið fyrir þessa matreiðslu. Að snæðingi loknum hófust almenn fagnaðarlæti, þar sem þeir félagar; mótstjóri og formaður afhendingarnefndar voru í miklu stuði. Tryggva var svo afhendur Jakkinn með rúskinssbótunum á olnbogunum og forláta silfurbikar til varveislu í eitt ár.

Að lokum vill tíðindamaður þakka öllum keppendum kærlega fyrir þáttökuna í sumar og hlakkar til að sjá alla í spennandi keppni árið 2018.

 

Úrslit á Hellishólum og Hellu,  LOKASTAÐA:

RöðNafnStaða fyrir lokamótSæti fyrir lokamótHellishólar-einstakl.Hellishólar-liðSamtals stig eftir HellishólaSæti eftir HellishólaHella-einstakl.Hella-liðStig 2017
1Tryggvi4383241848036028568
2Jói4481212048914826563
3Hergeir4145-6482448624220548
4Binni3948543047843930547
5Haffi4107422247474518537
6Viktor444215164755-63324532
7Haukur4145-633284755-63016521
8Tommi358125726441105424519
9Eggert4184272647182118510
10Halli3909452045591822495
11Tóti312133924375135730462
12Sig.Egill360113618414111522451
13Raggi K282146028370143628434
14Hanna364101816398121216426
15Írunn220173022272165126349
16Óli208185130289152420333
17Reynir23615  23617  236
18Ingvar23416  23418  234
19Sig.Óli12419  124192722173
20Frikki9420  9420  94
21Stefán2421  2421  24
22Jón Ari1822  1822  18
23Hemmi1423  1423  14

 

HOS-meistarinn 2017: Tryggvi "Tígull" Tryggvason.

21430122_10155620815803389_8862540507965286327_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og að lokum:

 

       RO L E X         
  W E  P 
    TRYGVI    
       
      A      
  HLÍÐAVÖLLUR 
  M Æ  
         

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

Nýjustu myndböndin

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Halli holu í höggi

Jan. 2018
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • las colinas dagskrá
 • las colinas dagskrá
 • las colinas dagskrá
 • las colinas dagskrá
 • 21430122 10155620815803389 8862540507965286327 n
 • 20160922 103858
 • 20160922 103824
 • 20160922 103820
 • 20160921 164642
 • 20160921 164639

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.1.): 0
 • Sl. sólarhring:
 • Sl. viku: 16
 • Frá upphafi: 0

Annað

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 4
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband