5. september...LOKAMÓT...Brautarholt

Lokamót HOS-2018 fór fram í Brautarholti á Kjalarnesi. Leiktími fyrir lokamótið var óvenjulegur þar sem leikið var á miðvikudegi en ekki um helgi eins og vanalegt er. Allir helstu toppspilarnir mættu að undaskildum Tóta sem átti ekki heimangengt.  Aðstæður voru allgóðar, sól og sæmilegur hiti en aðeins blástur af norðri, svona rétt til að kæla spennta menn niður.

Leiknir voru tveir 9 holur hringir með tveimur aðskildum keppnum. Í boði voru 60 stig í einstaklingskeppni og 30 stig að auki í liðakeppni. Liðum var raðað upp eftir stöðu á HOS-lista. Staðan var síðan endurreiknuð eftir fyrri 9 og endurraðað í lið m.t.t. þess.

Þar sem Tóti mætti ekki í lokamótið, en hann sat í öðru sæti fyrir mótið, þá var Tommi með 18 stiga forskot á næsta mann, Hergeir, og 22 stig á Halla, sem var í 3.sæti. Talsverð spenna hljóp í mótið eftir fyrri leikinn þar sem Halli, með dyggri hjálp Sigga, tók öll 90 stigin sem í boði voru og skaust upp í annað sæti.  Á þeim tímapunkti munaði ekki nema 2 stigum á Tomma og Halla og spennan nánast óbærileg! Þarna voru 9 holur eftir og önnur 90 stig í boði.

Eins og sönnum meistara sæmir lét Tommi enga pressu trufla sig og með dyggri aðstoð Jóa gerði hann sér lítið fyrir og tók fullt hús á seinni 9 holunum, öll 90 stigin. Þetta var glæsileg hjá spilamennska hjá meistaranum þar sem hann tók flotta 20 pkt. á seinni 9 holunum. 

Að loknu móti var haldið á heimaslóðir í Mosó þar sem svangir og glaðir spilarar fengu sér gott að borða og drekka á Blik restaurant. Þar mætti sigurvegari síðasta árs, T.T, og afhenti sigurvegara HOS-2018, Tomma, jakkann góða og silfurbikarinn sem nú fær nýtt nafn áletrað. Samkvæmt venju var farið yfir helstu notkunarreglur jakkans og við hvaða tækifæri má nota hann. TT hefur verið duglegur að nota jakkann við hin ýmsu tilefni á árinu sem hann hafði afnot af honum. Er það von okkar að Tommi haldi uppi heiðrinum og bregði sér í jakkann við ýmis tilefni. Jakki þessi er þeirrar náttúru gæddur að hann passar á alla og fer vel við allt við ýmiss tækifæricool.

Tíðindamaður og mótstjóri þakka fyrir sig þetta sumarið. Veðurfarslega hefur ýmislegt gengið á í sumar en alltaf var mætt á mánudögum og spilað.

Við hittumst svo næst mánudaginn, 6. maí 2019 og sláum í gegn laughing

 

Úrslit dagsins:

   Fyrri leikur Seinni leikur  
  Stig fyrir mótEinstkLiðSamtals EinstkLiðSamtals Afrakstur dagsins
1Halli416603090 562884 174
2Tommi438442670 603090 160
3Eggert266522880 482674 154
4Hergeir420562480 442468 148
5Haukur388482876 402666 142
6Viktor378322456 522880 136
7Jói384362662 363066 128
8Sig.Egill330403070 322456 126

 

Úrslit í HOS-2018:

LOKASTAÐA
SætiNafn7.maí14.maí21.maí28.maí4.jún11.jún18.jún25.jún2.júl9.júl16.júl23.júl30.júl6.ágú10.ágú13.ágú20.ágú3.sep5.sepSamtals11 bestu+Lokamót
1Tommi 3638482026225036344022 3646304034160718598
2Halli323840424038  2232 28 2644363638174666590
3Hergeir3428364032363046 36 4042 32403436148690568
4Haukur283424382828323830 3030483040 38 142638530
5Viktor3640 241620 4828 323234 48282428136574514
6Jói3032223638 40363424262446  323030128608512
7Sig.Egill 22282022322432 26363436   2832126498456
8Tóti26 3444364038424028   2442383240 504426
9Eggert   343418 3026  383228  26 154420420
10Tryggvi40  46263426  3822 503830    350350
11Jón Ari  182630 34 24 34264440 3418  328328
12Hanna38 20 18 3644   36403236    300300
13Haffi 3030301430    20203034  22  260260
14Raggi 241622121620  3028   382620  252252
15Írunn 262628 24  32    2228    186186
16Ingvar      2840  3818       124124
17Binni       3420     50    104104
18Hemmi  32 24       38      9494
19Óli   50     40         9090
20Ingólfur   32    38          7070
21Jónas     22    24        4646
22Reynir              34    3434

 

Að lokum....

       RO L E X         
  W E  P 
    TOMM     
       
      A      
  HLÍÐAVÖLLUR 
  M Æ  
         

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband