Færsluflokkur: Íþróttir

3. mót - Mosó, 16. maí -

Sumarið heilsaði loksins leikmönnum FRAM-mótaraðarinnar þetta mánudagskvöldið. Sól, hlýtt og talsverður austanvindur, sannkallað strandvallarveður. Völlurinn í fínu standi, flatir og brautir að þorna og harðna.

12 mættir; 11 leikmenn mótaraðarinnar og einn gestur. Skor leikmanna var almennt á lægra rófinu en einum tókst þó að sigra aðstæðurnar og var það enginn annar er en ástkær mótastjóri vor, Halli túkall. Halli Hizbolla, eins og JAÓ kallar meistarann, átti afbragðsdag á vellinum og skilaði inn 36 pkt. sem allir gætu verið ánægðir með við hvaða aðstæður sem er. Samkvæmt heimildum Tíðindamanns var það fyrst og fremst leikni kappanns á flötunum sem skóp þetta skor. Haraldur býr við einstakar aðstæður í dagvinnu sinni þar sem 30 mtr teppalagður gangur er fyrir utan skrifstofuna. Hefur heyrst að kappinn hafi skroppið óvenju oft í kaffi og vindil s.l. vetur og ekki skilað sér tilbaka í stólinn fyrr en 2-3 klst síðar, og allar rafmagnsteikningar í rugli en púttstrokan góð.

Staðan í mótinu er gríðarlega spennandi niður alla töfluna og eins gott að ekki komist vírus í sérsmíðaða tölvuforritið sem heldur utan um stöðuna.

Brátt líður að fyrsta RISA-móti sumarsins og spennandi að sjá hverju mótstjórinn stingur uppá.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Halli36 516
2Viktor32 314
3Ingvar3112 p. síðustu 6213
4Haukur319 p. síðustu 6112
5Tommi3116 p. seinni 9 11
6Jói30  11
7Sig.Egill27  11
8Gauti2617 p. seinni 9 11
9Haffi2616 p. seinni 9 11
10Hergeir24  11
11Tóti19  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1-2Haukur9
1-2Halli9
3-4Hergeir8
3-4Haffi8
5-7Tóti5
5-7Jói5
5-7Viktor5
8Sig.Egill4
9Ingvar3
10-11Eggert2
10-11Gauti2
12Tommi1

2. mót - Mosó, 9. maí -

Það voru 8 mættir í annað mót ársins sem fór fram á Hlíðavelli í Mosó. Veðrið var geggjað á fyrri 9 holunum, sól, kyrrt og hlýtt. Svo fór hann að kólna og blása aðeins á seinni 9.

Skor manna var í takt við vorkomuna, aðeins betra en í fyrsta mótinu. 

Sigurvegari kvöldsins var enginn annar en stórsöngvarinn og annar af Man City mönnum hópisins, Haffi frændi. Kappinn spilaði feiknagott golf og sló ekki feilnótu og pitsaði á hárréttum augnablikum eins og í söngnum. Haffi fór fremstur manna í hóp manna sem kallaði eftir aukastigi fyrir mætingu í fyrsta móti sumarsins. Það eru margir sem eru þakklátir fyrir það stig í dag. Ekkert betra en að koma inn í hlýjuna á 19ándu holu eftir erfiðan dag á vellinum, vitandi að stig sé höfn eftir alla fyrirhöfnina.

Staðan er skemmtileg. Tíðindamaður fær ekki betur séð en nýja Monrad-kerfið sé að svínvirka. Allt hnífjafnt niður alla töfluna. Þetta veit á spennandi sumar þar sem hraðar sviptingar gætu átt sér stað og jafnvel mætingin gæti ráðið úrslitum.

 

ÚRSLIT.

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Haffi39 516
2Jói38 314
3Haukur36 213
4Siggi33 112
5Hergeir2816 p. seinni 9 11
6Eggert2814 p. seinni 9 11
7Halli26  11
8Tóti24  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1-3Hergeir7
1-3Haukur7
1-3Haffi7
4-5Tóti4
4-5Jói4
6-7Halli3
6-7Sig.Egill3
8Eggert2
9Viktor1
10Gauti1

1. mót - Mosó, 2. maí -

Hann heilsaði með heimskautalofti og stífum vind þegar leimenn FRAM-mótaraðarinnar valhoppuðu inn í fyrsta mót sumarsins. Níu toppleikmenn mættir í fyrsta mót og það var spenningur í loftinu auk kuldans. Tími síðu nærbuxnanna er klárlega ekki liðinn.

Allir komu þeir aftur eins og segir í kvæðinu og 9 leikmenn skiluðu sér á 19ándu holuna eftir tæplega 4 klst. hressandi útiveru. Við tók spennandi punktaútreikningur og fjörlegar umræður um komandi golfsumar. Ekki allir sáttir við nýtt stigafyrirkomulag og fleira skemmtilegt. Samt ekkert sem harðsnúin mótanefnd gat ekki leyst úr á staðnum og allir sáttir heim að sofa.

Fyrsti sigurvegari sumarsins var gamalkunnugur og margfaldur sigurvegari á mótaröðinni;  kartöflubóndinn H.Elíasson frá Safamýri í Skagafirði. Kom hann inná allgóðu skori m.v. aðstæður og tryggði sér stiginn 5 sem urðu svo 6 um nóttina eftir að mótanefnd hafði setið á rökstólum um hvort bæta eigi einu stigi við vegna mætingar. Var það talið sanngjörn krafa og samþykkt samhljóða.

Annars var það af mótinu sjálfu að frétta að Sig.Egill mætti með spánýjar græjur til leiks utan kerrunnar. Mögulega hefði hann átt að fjárfesta kannski frekar þar en í nýjum kylfum þar sem kerran þoldi illa vindsperringin og valt um alla trissur með nýja settið. Heyrðist talan 30 veltur á hringnum sem er nú talsvert. Sigurður á góða smiðjukalla að í Álverinu og er nú verið að smíða veltibúr, úr áli að sjálfsögðu, á gripinn. Verður fróðlegt að sjá smíðina á næsta mánudag.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Hergeir32 516
2Haukur31 314
3Tóti30 213
4Halli27 112
5Sig.Egill26  11
6Viktor25  11
7Eggert24  11
8Gauti21  11
9Haffi20  11

FRAM-mótaröðin 2022

Þá er komið að því enn eitt árið, FRAM-mótaröðin hefst í kvöld. Þessi árvissi atburður er einn helsti vorboðinn á landinu bláa. Þegar glæsilegir fulltrúar mótaraðarinnar sjást spóka sig á Hlíðavelli við Leirvog í fuglasöngnum þá þýðir það bara eitt eitt í huga þjóðarinnar...sumarið er komið cool.

 

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á stigagjöf mótaraðarinnar og verður hún með eftirfarandi hætti:

 

1. Öll mót telja.

2. Fjögur efstu hverju sinni hljóta stigin sem eru í boði.

3. Mæting gefur 1 stig.

4. Stigagjöfin er einföld og er eftirfarandi:

 Stigagjöf
SætiMánudagsmótRisamót
1510
236
324
412

 

Lokamótið verður svo að öllum líkindum 3. eða 10. sept.

Tíðindamaðurinn óskar öllum keppendum mikillar velgengni og gleði í golfinu í sumar.  

 

FRAM-mótaröðin 2022 er sett !

 

 

 


Úrslitin Las Colinas 2021

Allt tekur enda og hversdagsleikinn tekinn við hjá flestum okkar eftir frábæra viku í golfi á Spáni. Veðrið gott alla daga og 198 holur leiknar á 7 dögum. Það fjölgaði texasleikjum miðað við það sem stefnt var að og margir flottir tveggja manna texas leikir. Þar ber helsta að geta þegar Diggerinn og Málarinn voru saman í liði á Lo Romero og léku á 70 höggum brúttó 64 nettó.

Annar fór svo að lokum að úi liðakeppninni urðu úrslitin óvænt og ungir sem unnu gamla með 13-11. Reikna með að gamlir bjóði ungum út að borða annaðhvort í Reykjavík eða Mulheim.

Einstaklingskeppnin varð aldrei spennandi en það fór þannig að Big Easy vann örugglega. 

Þess má geta að síðasta daginn þegar allar keppnir voru búnar þá small JB í gang og spilaði á 41 punkti og samanlagt 50 í betri bolta með málaranum í liði.

Lokastaðan


Las Colinas - leikmannakynning - mjög mjög aldraðir

Þá er komið að síðastu leikmannakynningunni en sá mikli meistari kemur úr röðum aldraðra og þeirra lið því fullmótað.  Orðið stöðugleiki hlaut nýja merkingu þegar þessi leikmaður byrjaði að spila golf.  Aldraðir geta klárlega treyst á þennan og vita hvað þeir fá frá honum.  Kemur sér einnig vel þegar nokkur Richter slög eru í mannskapnum en þar er hann bestur.  Það vita jú allir hvern verið er að tala um, hann Hergeir Elíasson. 

Við skulum grípa niður í gamla kynningu frá 2012 af þessum meistara.

 

„Leikmaður sem við kynnum númer 2 hjá gömlum er enginn annar en H.Elíasson from Kjölur Mosó.  Hergeir eða Heggi eins og hann er oft kallaður er fæddur í Framhverfinu, fljótlega eftir stríð.  Hergeir er kominn af miklum ökumannsættum, en móðir hans var kjörinn ökumaður ársins frá árunum 1950 til 1970 af Umferðastofnun Ríkisins.  Hergeir hefur komið víða við en hann fluttist til Danmerkur og hóf nám þar.  Eftir námið lág leiðin til Píluskins þar sem hann starfaði við að gefa gömlum verkamönnum bjór og gammel á morgnana og í hádeginu.  Eftir árangursríkt starf í Danaveldi fór hann í útrás (langt á undan öðrum) til Samúa, Færeyja, Noregs og fleiri góðra staða.  Hann komst fljótlega í landslið Samúa í bananaklifri og á nokkur landsmetin þar.

Inni á milli þegar hann er ekki „arfavitlaus“ í garðinum stundar hann golfið.  Hergeir er með þeim sterkari á Snuddu Haren mótaröðinni og endaði í 2.sæti þar í sumar.  Virkilega stabíll kylfingur og fáir með svona mjúka John Daily sveiflu.  Þar verður mikið vænst af honum á Spáni.

 

Við náðum tali af pilti þar sem hann var í vinnunni út á golfvelli í Mosó að rölta á milli holla og biðja um vinnustaðaskírteini.  Fréttaritarinn tók þó eftir að hann var sjálfur með golfsett.“

 

Aldraðir: Keisarinn, Málarinn, Tíðindamaðurinn og Húsasmíðameistarinn

Ungir: Tölvuþrjóturinn, Rafvirkinn, Álfilman og Stuðarinn

 

  1. Fullt nafn : Hergeir Elíasson
  2. Gælunafn : Heggi / Big easy /
  3. Hæð Passin segir 188cm
  4. Ungir eða gamlir : Gamlir
  5. Áhugamál : Golf, skíði, aðrar íþróttir og barnabörnin
  6. Lýstu sjálfum þér í nokkrum orðum : Vinur vina minna
  7. Skemmtileg saga úr þínu lífi : Þegar mér var boðið að verða höfðingi í Vailoa þorpinu á Westen Samoa
  8. Sturta eða bað : Sturta
  9. Uppáhaldsfélagslið í ensku : Arsenal
  10. Uppáhaldsfélagslið á Íslandi : Fram
  11. Forgjöf 14,2
  12. Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft : 10,0
  13. Besta skor á hring 75 högg á Flúðum og 76 högg á Hlíðavelli (2x9holur)
  14. Flestir punktar á hring : 49 p
  15. Vandræðalegasta golfmómentið : Þegar ég misti drævið til vinstri og smallaði framrúðuni á golfbíl í portúgal
  16. Uppáhaldsgolfvöllur : Barseback golf and country club Svíþjóð
  17. Tegund járnasett : Ping i3 árgerð 2000 með svötrum punti.
  18. Tegund driver : Gamli driverin hans Halla, Taylor Made með gráu skafti
  19. Tegund pútter : Ping Ansker
  20. Uppáhaldskylfan í pokanum : 7an
  21. Hefur þú farið holu í höggi : ha
  22. Hver er hæfileg refsing fyrir tapliðið á hverju degi í Las Colinas : Labba heim á hótel
  23. Hrýtur þú : Hef ekki orðið var við það
  24. Hefur þú verið slæmur í baki : Nei aldrei
  25. Ef já, veistu ástæðuna fyrir því :
  26. Passar síðasti golfbolur sem þú fékkst í golfferð erlendis : Nei hann hlítur að hafa minkað í þvotti.
  27. Hvað á að kjósa á laugardaginn : Rétt
  28. Ertu bólusettur : Jebb AZ maður
  29. Ertu með innkaupalista frá konunni : Nei keypti bar ferð fyrir hana út.
  30. Væntingar fyrir Las Colinas 2021 : Vinna og njóta
  31. Hver verður sigurvegari á Las Colinas : Ég og gamlir ekki spurning
  32. Hver mun koma mest á óvart : Jónas með nýju kylfurnar (færri vindhögg)
  33. Annað sem þú vilt kom á framfæri: Njóta, Njóta og Njóta

Las Colinas 2021 - leikmannakynning - síðasti unglingurinn

Jæja þá er það síðasti unglingurinn sem kynntur er til leiks og því unga liðið fullmótað og líklegt til afreka.

Fann þessa lýsingu á kauða frá í gamla daga og gott að rifja hana bara upp.  Lítið breyst enda mjög íhaldssamur maður.

 

"Síðast en alls ekki síst kynnum við fararstjórann til leiks. Sigurður Egill „Vítamín/Mæjó“ Þorvaldsson er síðasta Snuddan sem kynnt er til leiks.  Hann er eins og margir í hópnum uppalinn í Framhverfinu, fyrst á Háaleitisbraut og síðar í Álftamýrinni, þar sem þeir feðgar héldu bestu partýin.  Siggi hóf síðar búskap með Röggu sinni í Álftamýrinni og var heimili þeirra alltaf opið fyrir félaganna, og ekki voru veislur þeirra síðri en feðganna.

Siggi er þeim hæfileikum gæddur að hann er góður í öllum íþróttum sem hann kemur nálægt.  Margfaldur Íslandsmeistari í handbolta með yngri flokkum Fram, unglingalandsliðsmaður í þeirri grein, spilar enn fótbolta í hæsta gæðaflokki í utandeildinni og í enn meiri gæðum á fimmtudagskvöldum í Álftamýrarskóla.  Þá er hann aðaldriffjöðurin í Harlem Globetrotters hópnum sem hittist í körfubolta á þriðjudögum í Árbænum.    Ekki lætur Siggi þar við sitja, heldur stundar golfið af miklum krafti, svo miklum að hann er kallaður Torfi í þröngum vinahóp, en grastorfurnar fá sko sannarlega að finna fyrir því þegar Siggi sveiflar og er uppá sitt besta. Siggi er einmitt frægur fyrir virkilega skemmtilegar sveiflur og verður spennandi að sjá hvaða sveiflu hann mætir með til Spánar.

Siggi er mikill félagsmálafrömuður.  Hann situr í stjórn handknattleiksdeildar Fram þar sem hann sér um alla heimaleiki félagsins, er í foreldraráði bæði hjá HK og Breiðablik – í handbolta, fótbolta og körfu, dansráði hjá djassballetskóla Báru og verður farastjóri með 50 spræka Hkinga í keppnisferð til Svíþjóðar milli jóla og nýárs.  Sigurður er fremstur meðal jafningja í foreldrahóp hjá Breiðablik sem kalla sig „Grænu flíspeysurnar“ og hannaði m.a annars slagorðið „ Ekkert hik Breiðablik“.   Þá má ekki gleyma hans mikilvæga starfi sem ritara Snuddanna, en það starf tekur líklega mestan tíma af öllu fyrrnefndu og heilt ritsafn sem liggur eftir hann á þeim vettvangi.  Þá er hann einnig formaður húsfélagsins Lautasmára 8.

Fyrrgreindu sinnir Siggi af miklum áhuga og eljusemi ásamt því að vera aðalfararstjóri í Snuddu-Haren ferðinni til Spánar, aðstoðarmótastjóri Snuddu-Haren mótaraðarinnar og formaður afhendingar- og afmælisnefndar. 

Ál er hans ær og kýr, en hann hefur starfað í álverinu í Straumsvík frá 17 ára aldri – er leiðtogi þar, slökkviliðstjóri og formaður skemmtinefndar og starfsmannafélagsins.

Sigurður er líklegur til stórafreka á Spáni og líklegur til að vinna verðlaun fyrir flottustu sveifluna og glæsilegustu dressin. Það er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér „Er hans tími kominn“ .  Bjóðum fararstjórann og dugnaðarforkinn Sigga sæta velkominn til leiks:"

 

Ég settist niður með þessum stórfurðulega gaur og tók hann tali:

 

  1. Fullt nafn: Vítamínið
  2. Gælunafn: Skammturinn
  3. Hæð: Tæpur Hemmi og rúmlega Jón Ari
  4. Ungir eða gamlir: Langt þangað til ég kemst í gamla liðið
  5. Áhugamál: Golfferðir og hindrunarhlaup kvenna
  6. Lýstu sjálfum þér í nokkrum orðum: Ginkeyptur
  7. Skemmtileg saga úr þínu lífi: Flest allar flugferðir eru skemmtilegar og óvæntar
  8. Sturta eða bað: Heiti potturinn
  9. Uppáhaldsfélagslið í ensku: You never walk alone
  10. Uppáhaldsfélagslið á Íslandi: Fram og HK
  11. Forgjöf: 16,2
  12. Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft; 12,4
  13. Besta skor á hring; 77 högg í Öndverðarnesi
  14. Flestir punktar á hring: 5 punktar á Costa Ballena
  15. Vandræðalegasta golfmómentið: Þau móment eru nú að nálgast 15.000 talsins en í hvert skipti sem maður nálgast flöt og tekur upp chipper koma þessi móment og er alls ekkert að fækka
  16. Uppáhaldsgolfvöllur: Thracian Cliff – góður á fótinn
  17. Tegund járnasett: Er í pöntun
  18. Tegund driver: Nýr G425 Ping driver – 9 °
  19. Tegund pútter: Oddi frændi
  20. Uppáhaldskylfan í pokanum: Góð spurning
  21. Hefur þú farið holu í höggi: Geri ekki annað
  22. Hver er hæfileg refsing fyrir tapliðið á hverju degi í Las Colinas: Drykkur og bolti í rass
  23. Hrýtur þú: Sagan segir það
  24. Hefur þú verið slæmur í baki: Aldrei
  25. Ef já, veistu ástæðuna fyrir því: Ekki hugmynd
  26. Passar síðasti golfbolur sem þú fékkst í golfferð erlendis: 4 Xum frá því
  27. Hvað á að kjósa á laugardaginn: Er of seint að kjósa ?  Hljóta að opnast dyr í Norðvestur
  28. Ertu bólusettur: Klárlega
  29. Ertu með innkaupalista frá konunni: 20 ár síðan síðasti listi kom
  30. Væntingar fyrir Las Colinas 2021: að þetta verði einhver besta vika sögunnar
  31. Hver verður sigurvegari á Las Colinas: Lömbin eru líkleg
  32. Hver mun koma mest á óvart: Leigubílstjórinn
  33. Annað sem þú vilt kom á framfæri: Já er með spurningu til aldraðra.  „Eru þið líka með frítt í strætó á Spáni ? „

 


Las Colinas - leikmannakynning - mjög aldraðir

Þá er komið að næsta meistara í aldraða liðinu.  Þetta er aldursforsetinn sjálfur from Kjölur Mosfellsbær – MR Hawk Digger Bragason.  Það er ánægjulegt að fá þennan snilling aftur í golfferðar hópinn en hann var þó með okkur í Póllandi fyrir C19.  Öll lið þyrftu að eiga einn Hauk Braga.  Það er mikil ábyrgð á þessum manni í liði aldraðra og ætla ég að tippa á að árangur ellismellana ráðist af frammistöðu hans.  Það gæti þó truflað hann að hann mun kynna alla menn til leiks á 1. teig og getur það verið krefjandi og stressandi.  Spurning hvaða áhrif það hefur á leik hans.  Einnig gæti hann verið lúinn eftir frábæra og mikla vinnu í sumar við að halda utan um Fram mótaröðina þar sem hann stóð sig eins og hetja við utanumhald ásamt því að vinna keppnina.  Einn heitur og one to watch.

 

Ég settist niður með Hauki og Pep og lagði nokkrar spurningar á kappann fyrir ferðina.

 

  1. Fullt nafn:  Haukur Bragason
  2. Gælunafn:  Diggerinn
  3. Hæð:  ca. 1,8 metri fyri ofan sjávarmál...í sokkum
  4. Ungir eða gamlir: Gamlir
  5. Áhugamál:  Íþróttir og listir.
  6. Lýstu sjálfum þér í nokkrum orðum: 
  7. Skemmtileg saga úr þínu lífi: Skrapp einu sinni útá lífið og það var skemmtilegt, Þyrfti að gera það oftar.
  8. Sturta eða bað: Sturtubað.
  9. Uppáhaldsfélagslið í ensku:  Man City
  10. Uppáhaldsfélagslið á Íslandi:  FRAM
  11. Forgjöf: 14,7
  12. Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft: 8,6, það var nú meira ruglið.
  13. Besta skor á hring;  77
  14. Flestir punktar á hring; Man það ekki nákvæmlega en eitthvað á fimmta tuginn einhvern tímann.
  15. Vandræðalegasta golfmómentið:  Braut rúðu í húsi í Súluuhöfða eftir að hafa snapphúkkað á gamla æfingasvæðinu. Var pínu beygður þegar ég bankaði uppá og tilkynnti verknaðinn.
  16. Uppáhaldsgolfvöllur:  Þorlákshöfn kemur alltaf upp í hugann.
  17. Tegund járnasett:  Titleist
  18. Tegund driver: TaulorMade
  19. Tegund pútter: Oddisey
  20. Uppáhaldskylfan í pokanum: Pútterinn á góðum stundum.
  21. Hefur þú farið holu í höggi: Nei, eitthvað verður maður nú að eiga eftir í þessu golfi.  Fór samt holu í höggi á Geysisvellinum í vítishöggi af teig….semsagt gott par.
  22. Hver er hæfileg refsing fyrir tapliðið á hverju degi í Las Colinas: Drykkur á 19ándu
  23. Hrýtur þú: Hef ekki heyrt það sjálfur en mér hefur verið tjáð að það jaðri við jarðskjálfta þegar kallinn er kominn í draumaheiminn.
  24. Hefur þú verið slæmur í baki: Já margoft.
  25. Ef já, veistu ástæðuna fyrir því: Nei hef mikið reynt að finna út úr því og farið í allskonar stellingar.
  26. Passar síðasti golfbolur sem þú fékkst í golfferð erlendis: Já það held ég.
  27. Hvað á að kjósa á laugardaginn: Sósíalista
  28. Ertu bólusettur: Já við berklum, kíghósta, rauðum hundum,barnaveiki og nýverið gegn kórónuveirunni. Semsagt varinn að framan, aftan og til hliðar.
  29. Ertu með innkaupalista frá konunni: ZARA er víst gasalega góð og lekker á Spáni. Erum við ekki örugglega að fara að eyða 1-2 dögum inn í Mollinu ?
  30. Væntingar fyrir Las Colinas 2021: Gott veður og gott golf.
  31. Hver verður sigurvegari á Las Colinas:  Hergeir El. Veit ekki um neinn sem höndlar betur neyslu og golf á sama tíma.  
  32. Hver mun koma mest á óvart: Halli á eftir að starta vel en fær svo brjóstsviða á þriðja degi og þá verður það búið.
  33. Annað sem þú vilt kom á framfæri: Það verður mikið gaman að kúldrast með ykkur köllunum.  Verðum svo að klæða okkur í bikini, fara  á ströndina og fá okkur Sangriu.

Las Colinas 2021 - leikmannakynning - unglingar

Þá er komið að okkar ástsæla leikmanni Roy í liðinu hjá ungum.  Hann er sennilega wild cardið hjá ungum og árangur ungra getur fallið eða dottið með honum.  Hægt væri að skrifa endalausa kynningu á þessum mikla meistara en ég ætla að byrja á því að detta í gamla kynningu á honum frá 2012.

„Næstum kynnum við til leiks Reynir Stefánsson eða Gorgeir Loftsson eins og hann er oft kallaður.  Þessi piltur er meðlimur í Snuddunum og einnig ofvirkur formaður þess félags.  Hann er sá sem hefur haldið félaginu gangandi og verið drifkraftur félagsins.  Reynir er fæddur 1972 í Framhverfinu og er alinn þar upp.  Hann á langan og farsælan handboltaferil að baki sem varamaður á bekknum í yngri flokkum Fram.  Eftir þann feril snéri hann sér að þjálfun og náði góðum árangri þar og þjálfaði meðal annars Þór og KA fyrir norðan en hann flutti þangað og bjó þar í nokkur ár, en er nú kominn í bæinn og eyðir flestum sínum frístundum í svefnherberginu og afrekaði það að eignast 2 börn á innan við einu ári.  Reynir hefur gert það gott í tölvuheiminum en hann byrjaði hjá Nett á Akureyri en starfar nú sem yfirmaður hjá Advania og sér um að koma öllum vírusum í umferð.  Reynir er þekktur fyrir að eiga „gullnar setningar“ eins og ég kem bara hvítur heim, þegar hann var rekinn í bolinn á Spáni eftir að hafa sofnað á maganum í nokkrar tíma í sólbaði.  Blöðrurnar á bakinu á honum voru eins og hólarnir í Vatnsdal um kvöldið.  Fræg setning er einnig „hvað svo“ þegar við voru komnir niður á strönd á Spáni en hann vissi ekkert hvað átti að gera á strönd.   Nokkrum mínútum seinna kom hann æðandi á fjórhjóli fram hjá öllum sem voru í sólbaði.   Margir kannast við setningar úr golfinu, þegar einhver á slæm högg, þessi er týndur, þessi er out of bounds, þetta er bara víti.

Eins og margir í hópnum er Reynir harður Liverpool maður og hefur farið á ófá leikina með þeim.  Á seinni árum hóf Reynir að stunda golfið og hefur náð góðum árangri þó hann vilji hafa forgjöfina lægri.  Ég hef mikla trú á Reyni á Spáni en hann getur verið illviðráðanlegur í punktasöfnun, því hann fær alltaf punkt á hverri holu, sama hver höggafjöldinn er.

Við hittum pilt þar sem hann var að leika í Dressmann auglýsingu og tókum hann tali.“

Nú er hann að koma sér upp sumarhúsi á miðjum golfvelli í Öndverðarnesi og á milli hamarshögga er hann að æfa út á velli.  Vonandi að þetta skili sér.

Náði í skottið á kauða þegar hann var að undirrita nýja frasa bókina sína sem var að koma út.

Out, hvítur heim, gerðu aftur, létt sport, easy, berðu á bakið mitt......

 

  1. Fullt nafn Reynir Stefánsson
  1. Gælunafn: Retro, Roy, Reynsi
  2. Hæð: 192 cm
  3. Ungir eða gamlir: ungir
  4. Áhugamál: Flestar íþróttir
  5. Lýstu sjálfum þér í nokkrum orðum: Rólegur, hæglátur, hógvær og aðgætinn á orð.
  6. Skemmtileg saga úr þínu lífi: Þegar Hilmar fleygði mér út úr golfbílnum þegar fuglinn kom fljúgandi inn í bílinn en golfbíllinn var fleygiferð. Þarna var Hilmar að passa upp á vin sinn en full sterk viðbrögð hjá vini mínum þarna.
  7. Sturta eða bað, Sturta
  8. Uppáhaldsfélagslið í ensku: Liverpool
  9. Uppáhaldsfélagslið á Íslandi: Fram
  10. Forgjöf: 22,6
  11. Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft: 21
  12. Besta skor á hring: 93
  13. Flestir punktar á hring: tvisvar náð 43 punktum
  14. Vandræðalegasta golfmómentið: Þegar ég vann mánudagsgolfið 5. júlí í sumar með 41 punkt, það var samt meira vandræðarlegt fyrir hina alla sem æfa og spila 7-10 sinnum í viku og ég að spila minn 3ja hringinn í sumar.
  15. Uppáhaldsgolfvöllur: Öndverðarnes
  16. Tegund járnasett: Ping
  17. Tegund driver: Ping
  18. Tegund pútter: TaylorMade Spider EX
  19. Uppáhaldskylfan í pokanum: Brautartré nr. 5
  20. Hefur þú farið holu í höggi: á að gera það, er það eitthvað merkilegt ?
  21. Hver er hæfileg refsing fyrir tapliðið á hverju degi í Las Colinas: Borga bjórinn á 19. holu
  22. Hrýtur þú: Nei Siggi og Halli sjá um það
  23. Hefur þú verið slæmur í baki: Aldrei
  24. Ef já, veistu ástæðuna fyrir því: Já ég hef verið að aðstoða menn við að laga þessi bakmeiðsli, búinn að skrifa fræðigreinar og leiðbeina mönnum sem eru slæmir í baki
  25. Passar síðasti golfbolur sem þú fékkst í golfferð erlendis: á eftir að máta
  26. Hvað á að kjósa á laugardaginn Ásmund Einar
  27. Ertu bólusettur Já, nema fyrir tónlistinni hans Halla
  28. Ertu með innkaupalista frá konunni: Nei
  29. Væntingar fyrir Las Colinas 2021: Vinna golfkeppnina en aðalega skemmta mér konunglega.
  30. Hver verður sigurvegari á Las Colinas: Reynsi
  31. Hver mun koma mest á óvart: Jónas með nýja settið
  32. Annað sem þú vilt kom á framfæri: Þið eruð allir fávitar!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband