Mót-18. LOKAMÓTIÐ í Mosó. 22. september.

 

Lokamót Fram mótaraðarinnar fór fram í geggjuðu veðri sunnudaginn 22. september.
Líklega eitt besta spilaverður sumarsins, nánast logn 9-10 stiga hiti og sólríkt.
 
Fyrirkomulag lokadagsins sem bauð upp á fjölmörgum stig, þýddi að allnokkrir spilarar áttu góða möguleika á sigri. 
Spilað var risamót á 18 holum en auk þess var liða keppni með betri bolta þar sem tveir voru saman í liði (valið saman fyrirfram).

 

Liðakeppnin reyndist mjög jöfn og voru 3 lið jöfn í 2-4 sæti með  42 punkta. 
Efsta liðið voru Eggert og Hanna en þau skiluðu saman 43 punktum. Þar munaði talsvert um tvo fugla hjá Hönnu.
 
 
 Liðakeppni - lokamótpunktarröð
Lið 1HergeirJói Fel386
Lið 2EggertHanna431
Lið 3GautiSiggi423
Lið 4HaffiViktor424
Lið 5HaukurTómas415
Lið 6TótiTryggvi422
 
Einstaklingskeppnin reyndist einnig fremur jöfn. Aðeins munaði 6 punktum á fyrsta sætinu (37 p.)  og 10. sæti (31 p.). Haffi spilaði ansi stöðugt golf og landaði 37 punktum og varð eftur í lokamótinu. Tryggvi Tryggva var nýlentur frá Ameríku en lét það ekki aftra sér að koma beint á Mósó og spilaði fantavel á 36 punktum. Siggi Ás kom svo í þriðja sætinu með 35 punkta.
 
Heildarstigakeppnin
Þegar útkoma lokamótsins var lögð saman við stigastöðu 10 bestu hringja sumarsins var niðurstaðan eftirfarandi;
Haffi varð efstur með 133 stig. Hann náði 30 stigum í lokadeginum og fór úr 4. sætinu í það fyrsta.
Eggert hóf daginn í öðru sæti og hélt því sæti með 126 stig í heildina og 17 stig á lokadeginum.
Hergeir, sem var í forystusætinu fyrir lokadaginn, átti óvenju rólegan dag og bætti aðeins 5 stigum í sarpinn og endaði með 120 stig.
Af öðrum áhugaverðum úrslítum má nefna að Tryggvi átti mjög góðan dag og bætti við sig 30 stigum og endaði í 4-5 sæti ásamt Gauta.
 
Í töflunni hér að neðan sjást úrslit og stigagjöf á lokadeginum:
mot-18-a
mot-18-b
mot-18-c

 

       RO L E X         
  W E  P 
   HAFFI     
       
      A      
  HLÍÐAVÖLLUR 
  M Æ  
         

Mót-17. Mosó. 2. september.

Spilavika 17 var haldin í smá blæstri en annars þokkalegasta veðri annan dag september mánaðar. Spilaðar voru seinni níu holurnar. 
 
Hergeir sem leiddi Fram mótaröðina áður en hann fór í hjólafrí til Króatíu sýndi að hann hafði engu gleymt á þessum tveimur vikum sem duttu út og spilaði hreint frábærlega. 22 punktar á kappann og efsta sætið tryggt. Tryggvi var einnig á flugi með 21 punkt og aðra vikuna í röð með 20+ punkta. Haffi nældi sér í þriðja sætið með 18 punkta.
 
Röðun manna í efstu sætum í heildarstigakeppninni breyttist ekki við þessi úrslit en Hergeir jók aftur við forystuna á topnnum. Eggert er í öðru sæti og Gauti í því þriðja.
 
Vegna slæmra veðurskilyrða í september duttu tvær spilavikur út, 9. sept og 16. sept.
Þetta er því síðasta spilavikan sem telur fyrir lokamótið sem haldið er á sunnudaginn næstkomandi, 22. september.
mot-17-amot-17-bmot-17-c

Mót-16. Mosó. 26. ágúst.

Hér kemur síðbúin samantekt á spilaviku 16 sem leikin var 26. ágúst.
Vegna þess hve seinir rástímar náðust fyrir tvö hollana var tekin ákvörðun um að láta aðeins fyrri níu holurnar gilda í mótaröðinni sökum birtuskilyrða. Eitt hollið fór fyrr af stað og kláraði allar 18 holurnar en aðeins fyrri níu töldu hjá þeim í mótaröðinni líkt og hjá öðrum.
 
Tryggerinn var í stuði og landaði 20 punktum á fyrri níu og vann með yfirburðum. Málarinn síkáti (nema þegar hann er ósáttur með spilamennsku sína) skilaði einnig góðum fyrri níu með 17 punkta. Ríkjandi meistari, Jói Fel, minnti loks á sig í sumar með solid 16 punktum og var þriðji.
 
Í heildarstigakeppninni gerðust þau tíðindi helst að Eggert þjarmar nú verulega að Hergeiri í efsta sætinu og aðeins munar einum punkti. Svokallaður suðupunktur! 
mot-16-amot-16-bmot-16-c

La Sella 2024 dagskrá

Jæja þá er bara vika í golfferð til La Sella. Allir orðnir spenntir. Það er komin dagskrá og keppnisfyrirkomulag. Það á liklega eftir að breytast eitthvað en það á bara eftir að koma í ljós. Kærufrestur er til hádegis í dag.

Það verður keppt í einstaklingskeppni þar sem 200 euro verða í boði ásamt montrétti í ár í ungir vs. gamlir.

La Sella 2024


Mót-15. Mosó. 19. ágúst.

Gamalt máltæki segir "Þegar kötturinn er úti leika mýsnar sér". Forystusauður mótaraðarinnar brá sér af landi og þá notuðu mýsnar tækifærið og styttu golfhringinn um helming, spiluðu aðeins fyrri níu holurnar.
Ástæðan var nú samt ærin því spilaaðstæður þennan mánudaginn voru afar krefjandi, hávaðarok og bolar héldust vart á tíum og spilarar flýttu sér að merkja bolta á flötum áður en hann rúllaði aftur af stað, eins og gerðist í einhverjum tilvikum.
Skorið var enda afar dapurt á heildina litið en þó voru tveir spilarar af átta sem komu inn á hreint ótrúlega góðu skori miðað við þessar aðstæður. Tommi skilaði 16 punktum í hús og var efstur og Hanna var á 15 punktum og paraði þar af hina löngu 5 holu. Vel gert Hanna.
Tveir skrifstofu bráðabanar voru haldnir, Jói Fel tók Tóta í slag um 4 sætið en síðan var botnbaráttuslagur á milli Haffa og Eggerts sem málarinn hafði hafði betur. Eggert var ekki mjög sáttur við eigin spilamennsku og sagðist hættur að spila golf! Reyndar í fjórða skiptið í sumra að einhverra sögn :D
Menn lenda í ýmsum þrautum á golfvellinum eins og þessi mynd sýnir, en þar er Haffi að taka annað högg á 6. braut hvar boltinn sat fastur upp í runna.
mot-15-d
mot-15-amot-15-bmot-15-c

Mót-14. Mosó. 12.ágúst.

Fámennur en góðmennur hópur mætti til leiks í Mosó mánudaginn 12. ágúst, alls átta spilarar.
Þar freistuðu menn að fylgja eftir góðum árangri á Fram Open sem haldið var föstudeginum áður. Veðrið var gott framan af en hvessti mjög uppúr kl níu. Það er farið að kólna aðeins og dimma þannig að spilatímar um kl. 18 eins og hjá síðasta hollinu duga illa til að klára 18 holur við eðlileg birtuskilyrði.
Hergeir slær vart feilhögg þessa dagana og lék allra best á 39 punktum og landaði öruggum sigri. Gauti og Eggert voru jafnir á 35 punktum en Gauti með betri seinni níu og tekur því annað sætið. Athygli vekur að bæði Hergeir og Gauti verða erlendis næstu tvær spilavikur og lögðu greinilega extra á sig að tryggja stöðu sína sem best fyrir síðsumarsfríið.
 
Tómas átti högg sumarsins á mótaröðinni (til þessa amk.). Strax á fyrstu braut smellti hann rúmlega 150 metra höggi beint í holu fyrir erni. Hreint glæsilegt högg sem uppskar mikil fagnarlæti meðspilara. Þessi torsótti Örn verðskuldar hámarksaukastig og fær Tómas 3 stig í sarpinn.
 

Í heildarstigakeppninni bætir Hergeir, ríkjandi meistari, stöðu sína lítillega og er nú með 6 stiga forskot á Eggert sem er í öðru sæti og 7 stiga forskot á Gauta í þriðja sæti. 

Allt er að þéttast núna þar sem flestir hafa náð 10 hringja lágmarkinu og spilavikum fer fækkandi.
mot-14-amot-14-b
mot-14-c
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Mót-13. Öndverðarnes. 9. ágúst. -FRAM-open-

Fram Open mótið var haldið í Öndverðarnesi 9. ágúst í eindæma blíðu. Ellefu spilarar úr mótaröðinni mættu til leiks enda til mikils að vinna þar sem um risamót er að ræða og tvöfaldir punktar í boði. Það sýndi sig glöggt að keppnin á Fram mótaröðinni heldur spilurum í góðu formi því tveir í okkar hópi komust á pall í mótinu fyrir hæsta punktaskor; Siggi í 3ja sæti með 40 p. og Haukur í 2. sæti einnig með 40 p. en betri seinni níu. Hergeir var ekki langt undan með 39 p. og þá Tóti með 38 p.
Það er við hæfi að hrópa ferfalt húrra fyrir glæsilegum árangri spilara okkar í Fram mótaröðinni á Fram open mótinu; húrra, húrra, húrra, Húrrra.
 
Það þurfti að grípa til bráðabirgðaskrifstofubana í þremur tilvikum. Haffi og Eggert voru saman á golfbíl á mótinu og spiluðu nánast eins; 18+17 = 35 p. Haffi var þó með frábæran endasprepp á síðustu þremur holunum (9p.) og tekur því bráðabanann. Halli og Tryggvi voru báðir á 33 p. en Halli var með fleiri punkta á seinni níu. Þá var blóðug botnbarátta um síðasta stigið í boði fyrir þetta mót á milli Hönnu og Tomma. Bæði voru þau á 27 punktum en Hanna hafði betur á seinni níu. Tommi situr því eftir í júmbósætinu þetta skiptið.
 
Nú eru 9 spilarar á mótaröðinni (af 15) búnir að leika 10 hringi og því er heildar stigataflan farinn að taka á sig gleggri mynd. Hergeir jók við forystu sína og er nú með 105 stig. Lægsta stigaskorið í heildarskori Hergeirs eru 8 stig og því verðug áskorun fyrir hann að bæta við heildarskorið. Það má segja að hann hafi unnið vel fyrir hjólaferðinni framundan og 2ja vikna fríinu frá golfinu.
Eggert er í 2. sæti með 100 stig og Haffi í 3. sæti með 98 stig. Haukur tók risastökk upp töfluna með sigrinum í Fram open og er nú farinn að blanda sér í toppbaráttuna með 93 stig í 5. sæti.
 
Ekki er öll nótt úti fyrir spilara því enn eru nokkur mót eftir í ágúst til að laga heildarskorið áður en haldið verður veglegt lokamót í september með tilheyrandi punktasprengju. 
mot-13-amot-13-bmot-13-c

Mót-12. Mosó. 5.ágúst.

Tíu spilarar mættu til leiks á frídag verzlunarmanna. Eitt holl (Tommi, Írunn og Haukur) fór snemma af stað og uppskar að sleppa við steypiregn sem síðari hollin lentu í á seinni níu holunum. Tvö bestu skorin komu samt úr rigningarhollum þannig að bleytan virtist ekki hafa mikil áhrif á spilara. Eggert hitaði upp með nokkrum pillum sem dr. Gauti hafði skrifað uppá og nokkur umræða var um að það þyrfti að taka upp lyfjapróf á mótaröðinni :D. Halli sem mætti ferskur til leiks eftir langvarandi dvöl í sumarbústaðnum í sumar aftók að taka að sér það hlutverk að sjá um þvagprufurnar. 
 
Gauti landaði sínum öðrum sigri á mótaröðinni í sumar með 38 punkta og hafði betur í skrifstofubráðabana við Hergeir, sem er að spila fantavel þessa dagana. Haukur kom svo í þriðja sæti með 36 punkta en Haukur hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu eftir rólega byrjun.
 
Miklar breytingar eru í heildarstigtöflunni þar sem Haffi sem hefur leitt mótið síðustu 6 vikur fellur niður í 4 sæti eftir dapurt gengi undanfarnar vikur. Hergeir hefur aftur náð toppsætinu eftir að hafa vermt það í 4 vikur fyrr í sumar og Eggert er kominn í 2. sætið og Gauti í það þriðja. Það er þéttur pakki á toppnum og nú eru nokkrir farnir að fylla upp í 10 spilavikna viðmiðið og því er komin betri heildarmynd á stöðutöfluna.
 
Halli hélt uppi góðri stemningu á 19. holu og fær aukastig að launum.
mot-12-amot-12-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-12-c
 

Mót-11. Mosó. 29. júlí.

Frábær mæting var mánudaginn 29. júlí í vikunni fyrir Verzlunarmannahelgina og þokkalegasta veður. Þar bar helst til tíðinda að litlu munaði að tíðindamaður missti putta þar sem hann var að slá innáhögg á 3 flöt til vinstri við flötina. Bolti frá 2. teig kom á mikilli ferð beint á Haffa, sem leit upp þar hann heyrði kallað "Four". Það var sjokkerandi moment að sjá kúlu koma á fleygiferð aðvífandi að því er virtist beint í haushæð. Ekki var ráðrúmrúm til að bregðast við en Haffi snéri hausnum til hliðar og í sömu anddrá kom hár hvellur þar sem boltinn small á ógnarhraða í mitt haldið á golfkerrunni. Kúlan small í hlið vísifingurs hægri handar og þeyttist af handfanginu upp en sem betur fer ekki í höfuð tíðindamanns. Puttinn bólgnaði upp samstundis og er ennþá verkur til staðar 2 vikum síðar. Þetta var "Trump" heppni í þessu, Haffi slapp með skreppinn og smávægileg meiðsli og bara sentimetra spursmál að mjög illa hefði geta farið. 
Þessi saga er góð áminning fyrir alla að gæta vel að þeim hættum sem leynast á golfvellinum.
 
Hér er samantekt á úrslitum þessa mánudags þar sem Tommi landaði sigri. Alls voru 5 spilarar með 31 punkt og Haffi hafði þar sigur í skrifstofubráðabana.
 
Í heildarkeppninni heldur Haffi naumri forystu á frænda sinn með einu stigi. Allt að þéttast á toppnum núna og spenna framundan.
mot-11-amot-11-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-11-c

Mót-10. Grindavík. 22. júlí.

Tíunda vika mótaraðarinnar var spiluð í Grindavík. Tíðindamaður var ekki á staðnum en völlurinn kuð vera í frábæru standi, líklega mikill áburður í öskunni. Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum voru sumar holurnar stærri en hefðbundið er á golfvöllum, nokkrar þeirra afar djúpar og rauk gufa úr sumum. ðŸ˜¬ En níu garpar mótaraðarinnar létu ekki gosóróa á sig fá og kláruðu góðan hring.
Þar spilaði Siggi best allra, með 36 punkta. Gárungar segja að þetta sé nánast heimavöllur Sigga í ár en hann bæði vinnur í nágrenninu og ferðast um svæðið til og frá flugvellinum, sem er ósjaldan. Halli kom í öðru sæti með 35 punkta, ferskur eftir góða endurheimt í sumarbússtaðnum og Viktor í þriðja með 34 punkta.
 
Haukur afrekaði það að vera fyrstur til að spila 10x mót. Hann hefur ekki minnst út einn mánudag það sem af er í ár og hlýtur að sjálfsögðu aukastig fyrir það.
 
Í heildarstigakeppninni jafnaðist leikur talsvert þar sem Haffi spilaði ekki. Hann leiðir þó ennþá með fimm stiga mun á Hergeir og  er með 10 stiga forystu á Eggert sem er í þriðja sæti. 
mot-10-a
 mot-10-c  mot-10-b

Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • mot-18-c
  • mot-18-b
  • mot-18-a
  • mot-17-c
  • mot-17-b
  • mot-17-a
  • mot-16-c
  • mot-16-b
  • mot-16-a
  • La Sella 2024

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband