Mót-6. Mosó. 23. júní, 2025.

Eftir heimsóknina til Akraness var aftur haldinn á heimahaga á Hlíðarvöllinn í Mosó þar sem 6. keppni sumarsins fór fram.
Aðstæður til golfiðkunar voru frábærar, blautt gras til að byrja með, ágætlega hlýtt og nánast logn.  
 
Tíu spilarar reyndu með sér og skorið var allgott. Meðalpunktasöfnun var 31,4 p. sem er tæplega 5 punktum hærra meðalskor en á Akranesi vikuna áður. 8 af 10 spilurum voru með 30 punkta eða meira. Mönnum líður greinilega vel á heimavelli.
 
Enginn spilaði þó betur en málarinn síkáti sem var nýkominn heim ferskur úr æfingabúðum frá K-club, eða Gay club ;-) á Írlandi. Jöfn og góð spilamennska hans (18+18) skilaði honum 36 punktum og toppsætinu. Haffi og Tryggvi komu næstir með 34 punkta hvor en Haffi átti betri seinni níu (20 p.) og hreppir því 2. sætið þessa vikuna. 
 
Í lokahollinu (Haffi, Jói, Viktor og Tommi) komu þrír fuglar fram. Viktor á 4 holu, Jói á 7 holu og Haffi með chip ofaní á 14 holu. Mikil pressa var sett á Tomma að landa líka fugli á síðustu holunum til að fullkomna fernuna en það gekk ekki eftir í þetta sinn. 
 
Afar óvanalegt atvik átti sér stað á 17. Holu þar sem brautarhögg Haffa lagðist klesstur að bolta Viktors ca. 70 metra frá flötinni. Myndin hér meðfylgjandi sýnir stöðu boltanna tveggja. Þessi undur þóttu útheimta aukastig og fá eigendur boltanna sitthvort aukastigið.
2025-boltar
 
Vaskleg framganga Tryggva í undanförnum mótum hefur fleytt honum upp töfluna svo um munar og er hann nú í öðru sæti aðeins einu stigi á eftir Viktori. Tóti kemur svo einu stigi þar á eftir í 3ja sæti. Afar jafnt er á toppnum því Hergeir í 4. Sæti er aðeins 4 stigum frá toppsætinu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
ÚRSLIT:
2025-6-aSTAÐA:
2025-6-b

Mót-5. Skaginn. 16. júní, 2025.

Blásið var til stórmóts í fimmtu keppni sumarsins. Haldið var upp á Skaga og spilað þar við prýðilegar aðstæður.  10 spilarar voru mættir til leiks en einhverjir voru erlendis í æfingabúðum.  Ingvar lét loks sjá sig á mótaröðinni og eru þá allir spilarar á listanum komnir á blað.
 
Spilamennskan var upp og ofan, en heldur meira ofan samt. Meðalstigasöfnun spilara á hringnum var aðeins 26,7 p en það er lægsta punktasöfnun á mótaröðinni í ár. Hæsta meðalpunktasöfnun pr. spilara var 19. Maí sl en þá reyndist hún vera heild 34,5 p.
 
Það hvarflaði að tíðindaritara að ógilda eitt hollið á hringum þar sem þeir skiluðu inn skori á ævafornan hátt, blað og blýant. Bent skal á nú er árið 2025 runnið upp og einungis er tekið við skori á rafrænan hátt. Aðrar skilaaðferðir líkt og skeytasendingar, fax og mors-hnit eru vinsamlegast afþökkuð.
 
Tryggvi lék manna best þetta skiptið og landaði 37 p. og efsta sætinu. Hergeir (33 p) og Gauti (32 p.) komu í næstu sætum þar á eftir. Þessi tíðindi þétta stöðutöfluna talsvert og nú eru fleiri farnir að blanda sér í baráttuna. Tóti velti Viktori af toppnum en það munar aðeins einu stigi á milli þeirra.
 
Lítið var rætt eftur hringinn enda framorðið, miðaldra menn orðnir þreyttir og búið að loka barnum. Heyrðust þó tíðindi af Haraldi víðförla sem sló fallegt innáhögg á flöt og fagnaði um stund þar til honum var bent á að hann ætti reyndar að spila á næstu flöt við hliðina (samliggjandi flatir). Halli hlýtur aukastig fyrir skemmtilegan misskilning og fær aukastig að launum sem tvöfaldast vegna stórmóts.
 
ÚRSLIT:
2025-5-aSTAÐAN:
2025-5-b

Mót-4. Mosó. 9. júní, 2025.

Fjórða keppni sumarsins fór fram við vindasamar og kuldalegar aðstæður þann annan í Hvítasunnu á Mosó sl. mánudag. Keppni vikunnar áður var felld niður vegna storms. Mætingin var með besta móti, 12 spilarar mættir og í fyrsta sinn í sumar fóru einhverjir stigalausir heim , þ.e. utan mætingapunktar. Haukur og Hanna mættu til leiks í fyrsta sinn í sumar og eru þau boðin sérstaklega velkomin. Allir sauðirnir hafa þá skilað sér til húsa utan Ingvar en óvíst er með stöðuna á honum eftir handarbrot í vetur.
 
Blásturinn og aðstæðurnar höfðu sýnileg áhrif á spilamennskuna, því aldrei hafa færri punktar dugað fyrir sigri á mánudagsmótaröðinni í ár. Tveir voru hæstir með 31 punkt, Tóti og Eggert. Skrifstofubráðabaninn var æsispennandi, báðir jafnir á seinni níu, báðir jafnir á síðustu þremur holunum en Tóti hafði betur með hærra skor á síðustu 6 holunum. Púttin hjá Tóta hafa verið með afbrigðum góð í sumar og hann er núna farinn að anda ofan í hálsmálið á Viktori í heildarstigakeppninni. Bæði Viktor og Tóti hafa unnið tvær mánudagskeppnir það sem af er.
 
Spilarar fara misjafnlega hratt af stað í stigasöfnun. Athygli vekur að Ásinn tekur því rólega. Bent skal á að Ásinn getur bæði verið hæsta og lægsta spilið eftir því hvað verið er að spila hverju sinni. Enginn skyldi því afskrifa Ásinn strax. Mögulega einhver sálfræðihernaður í gangi ;-)
 
ÚRSLIT:
2025-4-A
STAÐAN:
2025-4-B

Mót-3. Mosó. 26. maí, 2025.

Þriðja keppni sumarsins fór fram í eins góðu golfveðri og hægt er að biðja um og því ákveðin synd að aðeins átta spilarar mættu til leiks. Hlýtt og dúnalogn, smá væta á vellinum. Til að vega upp á móti frábærum spilaaðstæðum þá ákvað einhver vallarstarfsmaður (líklega í vondu skapi) að setja holustaðsetningar á vellinum á eins andstyggilega staði og mögulegt er. Það heppnaðist ágætlega í að halda skorinu lægra en annars hefði orðið.  Annað skiptið í röð hófust leikar á 10. holu. Tryggvi bísnaðist talsvert yfir þessum viðsnúningi áður en leikar hófust en það virtist ekki hafa mikil áhrif á hann því hann spilaði solid golf. Menn í hollinu tóku eftir að TT notaði fjarlægðarmælingar mikið og reiknaði högglengd af slíkri nákvæmi að undrum sætti. Það kom þó aðeins á kappann á seinni níu þegar hann uppgötvaði að hann hafði gleymt að snúa vellinum við í tækjum sínum og mælingar á fyrri níu voru því kannski ekki jafn nákvæmar og hann hafði áætlað laughing TT mælist því með aukastig í þetta sinn.
Tóti spilaði frábært golf á 40 p. og sérstaklega voru púttin ótrúleg. Sullaði flestu ofaní ef hann var annaðborð kominn á flötina.  Gauti spilaði einnig mjög vel og skilaði sér inn á 36p og landaði öðru sætinu. Viktor gefur lítið eftir og landaði 3ja sætinu (sigraði TT á betri seinni 9) og dýrmætum 8 stigum í hús og viðheldur góðri forystu í heildarstigakeppninni.  

ÚRSLIT:

2025-3-ASTAÐA:

2025-3-B


Mót-2. Mosó. 19. maí, 2025.

Önnur keppni sumarsins fór fram í dandalablíðu 19. maí en elstu menn muna ekki aðra eins veðurlíðu í maí á Íslandi frá landnámsöld.  Vellinum hafði verið snúið og hófust leikar á 10. Holu. Veðrið og viðsnúningurinn fór misjafnlega í spilara, sumir þornuðu upp og fengu sólsting en öðrum óx ásmegin. Engum þó meira en Viktori sem er enda nýkomin úr heiðríkjunni a Spáni og kann vel við sig við svona aðstæður. Skipti engum togum að hann hesthúsaði 45 stigum á hringnum (23 á fyrri og 22 á seinni).  Viktor burstaði keppnina annan mánudaginn í röð og hefur tekið afgerandi forystu á mótaröðinni. Ljóst er að aðrir spilarar þurfa að fara að grafa djúpt eftir frammistöðum til að halda í við kappann.
 
Eggert og Halli náðu einnig fínum hringjum með 39 punkta þar sem Eggert hafði betur á seinni níu. 
 
Tveimur tilþrifum var lýst í skálnum sem þóttu bæði verðskulda aukastig. Eggert sló 3ja högg sitt úr glompu á braut eitt (eins og margir hafa lent í) en skipti engum togum að hann þrumaði beint í stöngina sem annars hefði farið vel framyfir holuna og boltinn steindó og datt beint niður en stoppaði á brúninni og var hársbreidd að fara ofaní fyrir fugli. Af mörgum glæsilegum höggum Viktors þennan dag var 4ja höggið á 13. holu þó einkar glæsilegt. Hann hafði verið í smá brasi í brautarhöggunum á holunni og lenti utanbrautar (vinstra megin) í höggi tvö. Náði hann að redda sér vel í 3ja höggi og lá boltinn ofan (hægra megin) við flötina, rétt þar sem gengið er upp á 14. Teig. Skipti engum togum að hann sippaði boltanum þaðan beint í holu fyrir fugli af ca 20-25 metra færi. 
 
Stigaskor umferðarinnar og heildarstaða í keppninni má sjá hér að neðan. Þrír spilarar hafa enn ekki mætt til leiks. 
 
ÚRSLIT:
2025-2-ASTAÐA:
2025-2-B

Mót-1. Mosó. 12. maí, 2025.

Keppnistímabilið er formlega hafið (fagn). Spilað var á Hlíðarvelli þann 12. maí í frekar þokkalegu veðri til að byrja, ca 10 gráður en talsverður blástur. Eftir fáeinar holur snarkólnandi þegar dró fyrir sólu. Komu sumir (lesist Eggert) norpandi í skálann og blésu í kaun. 10 spilarar mættu til leiks en einhverjir voru fjarverandi vegna meiðsla.
 
Viktor lét kalsann ekki á sig fá, enda nýkominn heim úr æfingabúðum frá Spáni og landaði flottum sigri með 39 punkta. Annað árið í röð sigrar Viktor fyrsta mót sumarsins. Í fremsta hollinu voru leikar ansi jafnir því Haffi, Tómas og Jói Fel skiluðu sér allir inn á 36 punktum. Skrifstofubráðabaninn dæmdi Haffa í annað sætið, Tomma í það þriðja og Jóa Fel í fjórða.
Tommi mætir til leiks í vel reimuðum skóm því hann er nú á fyrsta móti sumarsins kominn með fleiri stig (9) en í öllum spiluðum mótum hans í maí og júní í fyrra samanlagt (8 stig). Afslöppuð sveifla Jóa Fel vakti athygli en boltinn sveif gríðarlega langt í upphafshöggunum og á kappinn gott í vændum ef hann heldur þessum stíl áfram. Tíðindamanni er kunnugt um tvo fugla á hringnum, annar hjá Hergeir á 13. holu (par 5) og hinn hjá Írunni á 11. holu (löng par 4). Virkilega vel gert sem skilar þeim sitthvoru aukastiginu.
 
PS. 
Leiðrétting eftir kærur:
Ég sé að tíðindamaður var í ruglinu með fuglana og fékk ekki nándar nærri allar upplýsingar á 19. Holu um fugla á hringnum. Ég treysti því að allir fuglar séu komnir fram.
Ég var sjálfur í brasi með bunker högg á 18. Holu og var ekki að fylgjast náið með Jóa en hann átti vissulega frábært innáhögg á 18. og setti fugl þar.
Varðandi Viktor og hans tvo fugla á 4. Og 5. Braut þá var aukastig í þetta sinn hugsað fyrir þá sem settu fugl á hringnum en ekki aukastig pr. hvern fugl.
Jói Fel og Viktor fá 1 aukastig fyrir að setja fugl á fyrsta hringnum.
Ég vil taka skýrt fram að þessi aukastig fyrir fugla eiga bara við fyrir fyrsta hringinn. Þau eru ekki komin inn sem staðalbúnaður fyrir næstu hringi. 
Aukastig geta verið gefin fyrir ólíka hluti, svo sem góð eða skemmtileg tilþrif, bestu söguna í skálanum, flottasta klæðnaðinn, hrakfallastig ofl. Forsendur aukastiga eru ákveðin með ólíkum hætti í hvert sinn.
 
ÚRSLIT:
2025-1-BSTAÐA:
2025-1-A

Mót-18. LOKAMÓTIÐ í Mosó. 22. september.

 

Lokamót Fram mótaraðarinnar fór fram í geggjuðu veðri sunnudaginn 22. september.
Líklega eitt besta spilaverður sumarsins, nánast logn 9-10 stiga hiti og sólríkt.
 
Fyrirkomulag lokadagsins sem bauð upp á fjölmörgum stig, þýddi að allnokkrir spilarar áttu góða möguleika á sigri. 
Spilað var risamót á 18 holum en auk þess var liða keppni með betri bolta þar sem tveir voru saman í liði (valið saman fyrirfram).

 

Liðakeppnin reyndist mjög jöfn og voru 3 lið jöfn í 2-4 sæti með  42 punkta. 
Efsta liðið voru Eggert og Hanna en þau skiluðu saman 43 punktum. Þar munaði talsvert um tvo fugla hjá Hönnu.
 
 
 Liðakeppni - lokamótpunktarröð
Lið 1HergeirJói Fel386
Lið 2EggertHanna431
Lið 3GautiSiggi423
Lið 4HaffiViktor424
Lið 5HaukurTómas415
Lið 6TótiTryggvi422
 
Einstaklingskeppnin reyndist einnig fremur jöfn. Aðeins munaði 6 punktum á fyrsta sætinu (37 p.)  og 10. sæti (31 p.). Haffi spilaði ansi stöðugt golf og landaði 37 punktum og varð eftur í lokamótinu. Tryggvi Tryggva var nýlentur frá Ameríku en lét það ekki aftra sér að koma beint á Mósó og spilaði fantavel á 36 punktum. Siggi Ás kom svo í þriðja sætinu með 35 punkta.
 
Heildarstigakeppnin
Þegar útkoma lokamótsins var lögð saman við stigastöðu 10 bestu hringja sumarsins var niðurstaðan eftirfarandi;
Haffi varð efstur með 133 stig. Hann náði 30 stigum í lokadeginum og fór úr 4. sætinu í það fyrsta.
Eggert hóf daginn í öðru sæti og hélt því sæti með 126 stig í heildina og 17 stig á lokadeginum.
Hergeir, sem var í forystusætinu fyrir lokadaginn, átti óvenju rólegan dag og bætti aðeins 5 stigum í sarpinn og endaði með 120 stig.
Af öðrum áhugaverðum úrslítum má nefna að Tryggvi átti mjög góðan dag og bætti við sig 30 stigum og endaði í 4-5 sæti ásamt Gauta.
 
Í töflunni hér að neðan sjást úrslit og stigagjöf á lokadeginum:
mot-18-a
mot-18-b
mot-18-c

 

       RO L E X         
  W E  P 
   HAFFI     
       
      A      
  HLÍÐAVÖLLUR 
  M Æ  
         

Mót-17. Mosó. 2. september.

Spilavika 17 var haldin í smá blæstri en annars þokkalegasta veðri annan dag september mánaðar. Spilaðar voru seinni níu holurnar. 
 
Hergeir sem leiddi Fram mótaröðina áður en hann fór í hjólafrí til Króatíu sýndi að hann hafði engu gleymt á þessum tveimur vikum sem duttu út og spilaði hreint frábærlega. 22 punktar á kappann og efsta sætið tryggt. Tryggvi var einnig á flugi með 21 punkt og aðra vikuna í röð með 20+ punkta. Haffi nældi sér í þriðja sætið með 18 punkta.
 
Röðun manna í efstu sætum í heildarstigakeppninni breyttist ekki við þessi úrslit en Hergeir jók aftur við forystuna á topnnum. Eggert er í öðru sæti og Gauti í því þriðja.
 
Vegna slæmra veðurskilyrða í september duttu tvær spilavikur út, 9. sept og 16. sept.
Þetta er því síðasta spilavikan sem telur fyrir lokamótið sem haldið er á sunnudaginn næstkomandi, 22. september.
mot-17-amot-17-bmot-17-c

Mót-16. Mosó. 26. ágúst.

Hér kemur síðbúin samantekt á spilaviku 16 sem leikin var 26. ágúst.
Vegna þess hve seinir rástímar náðust fyrir tvö hollana var tekin ákvörðun um að láta aðeins fyrri níu holurnar gilda í mótaröðinni sökum birtuskilyrða. Eitt hollið fór fyrr af stað og kláraði allar 18 holurnar en aðeins fyrri níu töldu hjá þeim í mótaröðinni líkt og hjá öðrum.
 
Tryggerinn var í stuði og landaði 20 punktum á fyrri níu og vann með yfirburðum. Málarinn síkáti (nema þegar hann er ósáttur með spilamennsku sína) skilaði einnig góðum fyrri níu með 17 punkta. Ríkjandi meistari, Jói Fel, minnti loks á sig í sumar með solid 16 punktum og var þriðji.
 
Í heildarstigakeppninni gerðust þau tíðindi helst að Eggert þjarmar nú verulega að Hergeiri í efsta sætinu og aðeins munar einum punkti. Svokallaður suðupunktur! 
mot-16-amot-16-bmot-16-c

La Sella 2024 dagskrá

Jæja þá er bara vika í golfferð til La Sella. Allir orðnir spenntir. Það er komin dagskrá og keppnisfyrirkomulag. Það á liklega eftir að breytast eitthvað en það á bara eftir að koma í ljós. Kærufrestur er til hádegis í dag.

Það verður keppt í einstaklingskeppni þar sem 200 euro verða í boði ásamt montrétti í ár í ungir vs. gamlir.

La Sella 2024


Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2025-6-b
  • 2025-6-a
  • 2025-boltar
  • 2025-5-b
  • 2025-5-a
  • 2025-4-B
  • 2025-4-A
  • 2025-3-B
  • 2025-3-A
  • 2025-2-B

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 68518

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband