9. mót - Mosó, 27. júní -

Það var metþáttaka í níunda móti sumarsins s.l. mánudagskvöld. 14 spilarar mættir við frábærar aðstæður í sannkallaðri dandalablíðu við Leiruvoginn það kvöld. 

Skorið var í takt við veðrið, allgott hjá langflestum. Nokkrir kenndu þó logninu um ófarir sínar, enda nokkrir góðir rok-spilarar í hópnum og kunna illa við lognið.

Það var gaman að sjá Binnsa mættan í slaginn á tryllitækinu sínu. Tíðindamaðurinn er ekki frá því að einhverjir ungar á Blikastaðanesinu hafi orðið fleygir á mettíma eftir að gamli lurkurinn var búinn að rúnta þar um.

Tóti stóð sig best þetta kvöldið og skilaði inn frábæru skori. Hann myndaði par með Eggerti á hringnum, sem gengur nú um stundir um dimma dali í golfinu. Það var þó ekki fyrr en Tóti barði hann með 7-járninu á 18 holu að litli málarinn hrökk allt í einu allt í gang og sló 3 falleg högg. Málarinn hafði svo orði að Tóti hefði betur lamið hann fyrr á hringnum, þá væri staðan önnur og betri. En svona bara gengur þetta í sportinu, upp og niður.  Eggert heldur nú til fæðingarstaðar leiksins, Skotlands, þar sem til stendur að ná sambandi við golfguðinn (og Bakkus).  Búast má við gríðarlegri endurkomu ef ekki endurfæðingu í næstu mótum hjá kappanum.

Tóti tyllti sér á toppinn með frammistöðunni og er til alls vís þetta sumarið. 

Næsta mánudag stendur til að fara á útivöll, nánar tiltekið Grindavík. Nánar um það síðar frá háttvirtum Mótastjóra.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Tóti39 516
2Tommi37 314
3Haukur36 213
4Hergeir3522 p. á seinni 9112
5Jói3521 p. á seinni 9 11
6Hanna3518 p. á seinni9 11
7Binni34  11
8Ingvar33  11
9Gauti31  11
10Jón Ari30  11
11Haffi2918 p. á seinni 9 11
12Sig.Egill2914 p. á seinni 9 11
13Halli2913 p. á seinni 9 11
14Eggert28  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Tóti28
2Hergeir26
3Viktor24
4Halli21
5Tommi18
6Haffi17
7Haukur15
8Jói12
9Sig.Egill11
10Gauti10
11Eggert9
12Ingvar6
13Jón Ari4
14-15Binni1
14-15Hanna1

8. mót - Mosó, 20. júní -

Það voru 4 höfðingjar mættir í Mosó s.l. mánudagskvöld. Margir fjarverandi, allsgáðir,  við að draga björg í bú cool.

Eftirfarandi skýrsla var fengin frá heimildamanni á vellinum;

 

Veður var með ágætum og vallaraðstæður.

Lítið tíðinda, Tommi þrípúttað átta sinnum og Eggert átti sex punktalausar holur. 

Allir fengu fullt af stigum og eru ánægðir með þau.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Tommi31 516
2Gauti30 314
3Haffi28 213
4Eggert25 112

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1-2Viktor24
1-2Hergeir24
3Tóti22
4Halli20
5Haffi16
6Tommi14
7Haukur12
8Jói11
9Sig.Egill10
10Gauti9
11Eggert8
12Ingvar5
13Jón Ari3

7. mót - Brautarholt, 13. júní- - RISAMÓT -

Það var slegið í RISA-mót í Brautarholti s.l. mánudag. Mótstjóri er í góðu skapi þessa dagana og dælir út RISA-mótum þegar vel hentar. Brautarholt tók á móti mönnum eins og sönnum Kjalnesingi sæmir...með góðu roki en þó ekki rigningu né miklum kulda. Skorið var því frekar í rýrari kantinum þegar mótið var gert upp. 

Einn gamalreyndur spilari lét ekki smávægilegan gust slá sig útaf laginu og kom inná allgóðum 33 pkt. Þar var náttúrulegi hinn eini sanni H.Elíasson á ferð. Alveg magnað að maður sem sem teygir sig tæpa 2 mtr. yfir sjávarmál og notar skónúmer 36 skuli vera svona stöðugur í vindi. Það er sko ekki öllum gefið. Þetta er líklega leyfar af því að standa sterkur í miðri vörn í hand-og fótknattleik og hreyfast sem minnst.

Mótaröðin er alveg galopinn og spennandi. Næsta mót er fyrirhugað á mánudag. Reikna má með fámenni þar sem allnokkrir leikmenn ætla að halda norður í land til að renna fyrir bleikju og urriða, allir allsgáðir að sjálfsögðu.

Minni á að ef 4 skrá sig til leiks þá telst mótafært.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Hergeir33 10111
2Halli31 617
3Sig.Egill27 415
4Haffi2615 p. á seinni 9213
5Tommi2614 p. á seinni 9 11
6Haukur2613 p. á seinni 9 11
7Ingvar23  11
8Eggert22  11
9Tóti21  11
10Gauti18  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1-2Viktor24
1-2Hergeir24
3Tóti22
4Halli20
5Haffi13
6Haukur12
7Jói11
8Sig.Egill10
9Tommi8
10Eggert6
11-12Ingvar5
11-12Gauti5
14Jón Ari3

6. mót - Mosó, 6. júní -

Það voru 8 mættir í Mosann s.l. mánudagskvöld. Samkvæmt heimildarmanni var veður ágætt en rigndi nokkuð duglega á kafla.

Tíðindamaður var fjarverandi og skýrsla heimildarmannsins um mótið var frekar þunn. 

Viktor heldur áfram uppteknum hætti og er að spila manna best þessa dagana. Annað mótið í röð setur hann í 40 pkt. og dugði það til sigurs í þetta skiptið en ekki í annað sætið eins og síðast. Glæsilegur árangur hjá kappanum. Þetta þýðir bara eitt; kallinn er rassfastur í toppsætinu.

En fjörið heldur áfram mánudag eftir mánudag og það þýðir ekkert að halda að eitthvað sé fast í hendi, staðan breytist hratt. 

Mótstjóri hefur gefið út að næsta mót verði leikið á útvelli, nánar tiltekið á hinum frábæra Brautarholtsvelli og sem meira er að það verður slegið í RISA-mót og feit stig í boði fyrir þá sem þora og skora.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Viktor40 516
2Hergeir34 314
3Halli32 213
4Tóti30 112
5Haffi29  11
6Gauti28  11
7Jói27  11
8Eggert23  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Viktor24
2Tóti21
3-4Halli13
3-4Hergeir13
5-6Haukur11
5-6Jói11
7Haffi10
8Tommi7
9-10Sig.Egill5
9-10Eggert5
11-12Ingvar4
11-12Gauti4
13Jón Ari3

 


5. mót - Mosó, 30. maí - - RISAMÓT -

Mr. Wilson þ.e. Harald Wilson eigandi lífstílsbloggsins og glanstímaritsins hallihipp.blog fannst kominn tími til að færa út kvíarnar. Þar sem vaxandi ólga er í heiminum ákvað eigandinn að senda Tíðindamanninn út í heim til að fjalla um stríðið í Úkraníu eða stríðið í Sýrlandi. Þar sem hann gat ekki ákveðið hvort stríðið skyldi valið þá sendi hann Tíðindamanninn, núna Stríðsfréttaritari, á afskekta eyju í Miðjarðarhafi þar sem hann skyldi bíða, frekari fyrirskipina um hvert halda skyldi í leit að stríðsfréttum. Það er ekki tekið út með sældinni að vera fréttasnápur á svona öflugum og metnaðarfullum miðli eins og hallihipp.blog. cool

Á meðan stríðsfréttaritarinn situr og bíður, sveittur á illa loftræstu hótelherbergi vopnaður Remington ritvél og handsnúnu ferða-Telextæki þá var leikið fyrsta RISA-mót ársins á FRAM-mótaröðinni.

Aðstæður voru ákjósanlegar, kyrrviðri og hvorki of heitt né of kalt. Semsagt kjöraðstæður til að leika gott golf og skora vel. Það var líka talsvert í húfi, tvöföld stig og gott tækifæri að koma sér vel fyrir á stöðutöflunni. Það kom líka á daginn að það þurfti að leika vel fyrir ofan gamla gráa svæðið til að komast í toppsætin þrjú. Tóti og Viktor voru menn kvöldisins og settu báðir i risaskor. Einn punktur skar á milli og Tóti hirti gullið. Þetta hendir kappanum úr 7. sæti og alla leið upp í það fyrsta. Glæsilega gert Tóti.

Risamótið gerir það að verkum að Tóti og Viktor hafa slitið sig frá restinni í bili a.m.k.  Nú gildir fyrir aðra að slá i klárinn, mæta og gera vel til að skáka þessum snillingum.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Tóti41 10111
2Viktor40 617
3Tommi38 415
4Jón Ari35 213
5Halli3419 p. á seinni 9 11
6Hergeir3417 p. á seinni 9 11
7Haffi32  11
8Gauti28  11
9Jói2715 p. á seinni 9 11
10Eggert2712 p. á seinni 9 11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1Tóti19
2Viktor18
3Haukur11
4-5Halli10
4-5Jói10
6-7Hergeir9
6-7Haffi9
8Tommi7
9Sig.Egill5
10-11Ingvar4
10-11Eggert4
12-13Gauti3
12-13Jón Ari3

4. mót - Mosó, 23. maí -

Það voru 8 glæsimenni mætt í 4. mót ársins. Aðstæður voru frábærar, hægviðri og völlurinn í toppstandi. 

Flestir voru að spila ágætisgolf og skila inn fínu skori. Talsverð spenna var á 19ándu holu þegar skorið var úr um sætaröðun og nokkrir stórskemmtilegir bráðabanar leiknir.

Það þurfti þó ekki að skera úr neinu með sigurvegara mótsins, Viktor,  sem kom sá og sigraði á flottum 36 pkt. Kappinn var afar stabíll í öllum sínum aðgerðum.

Þessi sigur fleytti Viktori alla leið á toppinn í stigatöflunni. 

Það stefnir í spennandi sumar. Miklar sviptingar eiga sér stað eftir hvert mót og er taflan afar þétt.

Líklega mun Mótstjórinn skella í RISA-mót næst og því til mikils að vinna þegar stigafjöldinn tvöfaldast...en þó ekki mætingarstiginn góðu, þau verða áfram einföld cool.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Viktor36 516
2Jói3518 p. seinni 9314
3Tóti3517 p. seinni 9213
4Haukur34 112
5Tommi3216 p. seinni 9 11
6Sig.Egill3215 p. seinni 9 11
7Eggert27  11
8Ingvar23  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1-2Haukur11
1-2Viktor11
3-4Halli9
3-4Jói9
5-7Hergeir8
5-7Haffi8
5-7Tóti8
8Sig.Egill5
9Ingvar4
10Eggert3
11-12Gauti2
11-12Tommi2

 


3. mót - Mosó, 16. maí -

Sumarið heilsaði loksins leikmönnum FRAM-mótaraðarinnar þetta mánudagskvöldið. Sól, hlýtt og talsverður austanvindur, sannkallað strandvallarveður. Völlurinn í fínu standi, flatir og brautir að þorna og harðna.

12 mættir; 11 leikmenn mótaraðarinnar og einn gestur. Skor leikmanna var almennt á lægra rófinu en einum tókst þó að sigra aðstæðurnar og var það enginn annar er en ástkær mótastjóri vor, Halli túkall. Halli Hizbolla, eins og JAÓ kallar meistarann, átti afbragðsdag á vellinum og skilaði inn 36 pkt. sem allir gætu verið ánægðir með við hvaða aðstæður sem er. Samkvæmt heimildum Tíðindamanns var það fyrst og fremst leikni kappanns á flötunum sem skóp þetta skor. Haraldur býr við einstakar aðstæður í dagvinnu sinni þar sem 30 mtr teppalagður gangur er fyrir utan skrifstofuna. Hefur heyrst að kappinn hafi skroppið óvenju oft í kaffi og vindil s.l. vetur og ekki skilað sér tilbaka í stólinn fyrr en 2-3 klst síðar, og allar rafmagnsteikningar í rugli en púttstrokan góð.

Staðan í mótinu er gríðarlega spennandi niður alla töfluna og eins gott að ekki komist vírus í sérsmíðaða tölvuforritið sem heldur utan um stöðuna.

Brátt líður að fyrsta RISA-móti sumarsins og spennandi að sjá hverju mótstjórinn stingur uppá.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Halli36 516
2Viktor32 314
3Ingvar3112 p. síðustu 6213
4Haukur319 p. síðustu 6112
5Tommi3116 p. seinni 9 11
6Jói30  11
7Sig.Egill27  11
8Gauti2617 p. seinni 9 11
9Haffi2616 p. seinni 9 11
10Hergeir24  11
11Tóti19  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1-2Haukur9
1-2Halli9
3-4Hergeir8
3-4Haffi8
5-7Tóti5
5-7Jói5
5-7Viktor5
8Sig.Egill4
9Ingvar3
10-11Eggert2
10-11Gauti2
12Tommi1

2. mót - Mosó, 9. maí -

Það voru 8 mættir í annað mót ársins sem fór fram á Hlíðavelli í Mosó. Veðrið var geggjað á fyrri 9 holunum, sól, kyrrt og hlýtt. Svo fór hann að kólna og blása aðeins á seinni 9.

Skor manna var í takt við vorkomuna, aðeins betra en í fyrsta mótinu. 

Sigurvegari kvöldsins var enginn annar en stórsöngvarinn og annar af Man City mönnum hópisins, Haffi frændi. Kappinn spilaði feiknagott golf og sló ekki feilnótu og pitsaði á hárréttum augnablikum eins og í söngnum. Haffi fór fremstur manna í hóp manna sem kallaði eftir aukastigi fyrir mætingu í fyrsta móti sumarsins. Það eru margir sem eru þakklátir fyrir það stig í dag. Ekkert betra en að koma inn í hlýjuna á 19ándu holu eftir erfiðan dag á vellinum, vitandi að stig sé höfn eftir alla fyrirhöfnina.

Staðan er skemmtileg. Tíðindamaður fær ekki betur séð en nýja Monrad-kerfið sé að svínvirka. Allt hnífjafnt niður alla töfluna. Þetta veit á spennandi sumar þar sem hraðar sviptingar gætu átt sér stað og jafnvel mætingin gæti ráðið úrslitum.

 

ÚRSLIT.

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Haffi39 516
2Jói38 314
3Haukur36 213
4Siggi33 112
5Hergeir2816 p. seinni 9 11
6Eggert2814 p. seinni 9 11
7Halli26  11
8Tóti24  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1-3Hergeir7
1-3Haukur7
1-3Haffi7
4-5Tóti4
4-5Jói4
6-7Halli3
6-7Sig.Egill3
8Eggert2
9Viktor1
10Gauti1

1. mót - Mosó, 2. maí -

Hann heilsaði með heimskautalofti og stífum vind þegar leimenn FRAM-mótaraðarinnar valhoppuðu inn í fyrsta mót sumarsins. Níu toppleikmenn mættir í fyrsta mót og það var spenningur í loftinu auk kuldans. Tími síðu nærbuxnanna er klárlega ekki liðinn.

Allir komu þeir aftur eins og segir í kvæðinu og 9 leikmenn skiluðu sér á 19ándu holuna eftir tæplega 4 klst. hressandi útiveru. Við tók spennandi punktaútreikningur og fjörlegar umræður um komandi golfsumar. Ekki allir sáttir við nýtt stigafyrirkomulag og fleira skemmtilegt. Samt ekkert sem harðsnúin mótanefnd gat ekki leyst úr á staðnum og allir sáttir heim að sofa.

Fyrsti sigurvegari sumarsins var gamalkunnugur og margfaldur sigurvegari á mótaröðinni;  kartöflubóndinn H.Elíasson frá Safamýri í Skagafirði. Kom hann inná allgóðu skori m.v. aðstæður og tryggði sér stiginn 5 sem urðu svo 6 um nóttina eftir að mótanefnd hafði setið á rökstólum um hvort bæta eigi einu stigi við vegna mætingar. Var það talið sanngjörn krafa og samþykkt samhljóða.

Annars var það af mótinu sjálfu að frétta að Sig.Egill mætti með spánýjar græjur til leiks utan kerrunnar. Mögulega hefði hann átt að fjárfesta kannski frekar þar en í nýjum kylfum þar sem kerran þoldi illa vindsperringin og valt um alla trissur með nýja settið. Heyrðist talan 30 veltur á hringnum sem er nú talsvert. Sigurður á góða smiðjukalla að í Álverinu og er nú verið að smíða veltibúr, úr áli að sjálfsögðu, á gripinn. Verður fróðlegt að sjá smíðina á næsta mánudag.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Hergeir32 516
2Haukur31 314
3Tóti30 213
4Halli27 112
5Sig.Egill26  11
6Viktor25  11
7Eggert24  11
8Gauti21  11
9Haffi20  11

FRAM-mótaröðin 2022

Þá er komið að því enn eitt árið, FRAM-mótaröðin hefst í kvöld. Þessi árvissi atburður er einn helsti vorboðinn á landinu bláa. Þegar glæsilegir fulltrúar mótaraðarinnar sjást spóka sig á Hlíðavelli við Leirvog í fuglasöngnum þá þýðir það bara eitt eitt í huga þjóðarinnar...sumarið er komið cool.

 

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á stigagjöf mótaraðarinnar og verður hún með eftirfarandi hætti:

 

1. Öll mót telja.

2. Fjögur efstu hverju sinni hljóta stigin sem eru í boði.

3. Mæting gefur 1 stig.

4. Stigagjöfin er einföld og er eftirfarandi:

 Stigagjöf
SætiMánudagsmótRisamót
1510
236
324
412

 

Lokamótið verður svo að öllum líkindum 3. eða 10. sept.

Tíðindamaðurinn óskar öllum keppendum mikillar velgengni og gleði í golfinu í sumar.  

 

FRAM-mótaröðin 2022 er sett !

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Júní 2022
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629
  • 20190908 204552
  • Safari Sören frá Samóa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.6.): 24
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 64593

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband