31.7.2025 | 13:03
Mót-9. Brautarholt. 21. júlí, 2025.
Áfram mallar mótaröðin og nú er komið að umfjöllun um níunda mót sumarsins sem var haldið 21. júlí á nývígðum 18 holu velli í Brautarholti.
Áður höfðu 12 holur verið spilaðar á Brautarholti en nú eru 6 nýjar brautir komnar til viðbótar. Og þvílíkar brautir og þvílíkur völlur. Ég held að ég tali fyrir hönd margra að þarna sé kominn flottasti 18 holu völlur landsins. Og í tilefni þess var skellt í Stórmót.
Vallaraðstæður voru góðar; hægviðri, nokkuð hlýtt en þykk gosmóða lá yfir höfuðborgarsvæðinu þennan mánudag. Brautarholtið er engu að síður erfiður völlur og það sást á skorinu því meðalpunktasöfnun spilara var 28,7 p eða tæpum 6 punktum lægri en vikuna áður á Hlíðarvelli.
Þrátt fyrir mismunandi skor þá skemmtu menn sér hið besta þetta fallega sumar síðaftan utan að það fréttist af einum spilara sem flýtti sér af vettvangi eftir hringinn þannig að hann myndi ekki drepa neinn sökum svengdar. Við nefnum engin nöfn en málaranestið hefur greinilega klárast snemma þennan daginn
.

11 spilarar voru mættir til leiks og segja má að úrslitin hafi ráðist á seinni níu holunum og þar með sex nýju holunum. Haffi og Viktor leiddu eftir fyrri níu holurnar með 20 og 18 punkta en skitu rækilega í brók á seinni níu og gáfu eftir toppsætin. Tommi, Gauti og Hergeir héldu hins vegar vel á spöðunum á seinni níu og löndu þremur efstu sætunum. Tómas spilaði fanta vel 35 punktum. Gauti og Hergeir voru jafnir með 33 punkta en Gauti hafði betur á seinni níu.
Þar sem tveir efstu menn mótaraðarinnar eftir átta umferðir voru fjarverandi var viðbúið að leikar myndu jafnast eitthvað eftir þessa keppni. Tryggvi leiðir mótið ennþá en Hergeir er hástökkvari vikunnar og er kominn í annað sætið fast á hæla Tryggva. Haffi og Gauti eru síðan jafnir í 3ja sæti. Enn eru allmörg mót eftir á sumrinu og því næg tækifæri til að blanda sér í baráttuna.
ÚRSLIT:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2025 | 12:43
Mót-8. Mosó. 14. júlí, 2025.
Áttunda keppni sumarsins átti að fara fram 7. júlí á Hlíðarvellinum en þann dag kom gul veðurviðvörun, mikill blástur og gerði hellirigningu seinnipartinn. Keppninni var því blásið af. Þetta er í annað sinn í sumar sem hætt hefur verið við mánudagsgolf vegna veðurs. Það er afar óvanalegt og sér í lagi þar sem verðrið í sumar hefur að mestu leyti verið með miklum ágætum.
Það sannaðist þann 14. Júlí þegar keppnin fór fram á heitasta degi sumarsins. Bongóblíða, 18-20 stig, léttskýjað og lítill vindur, 11 spilarar voru mættir til leiks og árangurinn lét ekki á sér standa.
Spilamennskan var mjög góð. Meðalstigasöfnun spilara á hringnum var 34,4 p en það er næst hæsta punktasöfnun á mótaröðinni í ár og aðeins 0,1 p undir besta meðalskorinu frá 19. maí . Lægsta skorið (Júmbósætið) var 30 punktar en til samanburðar þá dugðu 30 punktar til 3ja sætis í Grindavík 2 vikum áður.
Menn mættu misvel græjaðir til leiks í blíðunni. Fótabúnaður Jóa var þó allsérstakur og lék hann á forláta inniskóm þar sem golfskórnir gleymdust í Hveragerði. Að auki skar hann smá tíma af stórafmæli bróður síns til að mæta á golfvöllinn (alvöru dedication) og fær hann aukastig að launum.
Siggi Ás rústaði keppninni með súperhring og fékk 43 punkta. Þar af fékk hann 23 punkta á átta holum á fyrri níu. Hreint frábær árangur! Haffi og Tryggvi komu næstir með 38 p. Haffi hafði betur í skrifstofubráðabana (betri síðustu 6 holurnar) og hlýtur því 2. Sætið og Tryggvi það þriðja. Tryggvi heldur áfram að spila fantavel og er nú með 10 stiga forskot í heildarkeppninni.
ÚRSLIT:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2025 | 12:38
Mót-7. Grindavík. 30. júní, 2025.
Sjöunda mót sumarsins var fært til Grindavíkur vegna Meistaramóts á Hlíðarvelli. Ekki var um stórmót að ræða þar sem það hafði þegar verið haldið stórmót í júní tveimur vikum áður á Akranesi.
Grindavík tók hressilega á móti níu spilurum og bættust allmörg vindstig í verðið á leiðinni úr bænum. Menn voru því að berjast við hvassan vind allan tímann og komu all veðurbarðir í hús eftir hringinn.
Eiginlega hefðu allir níu átt skilið aukastig fyrir að þrautseigjuna að klára hringinn en Salamónsdómurinn er að enginn fær aukastig í þetta skiptið.
Skor var með lægsta móti (tæplega 28 p að meðaltali) og aðeins þrír náðu 30 punktum eða meira, Tryggvi með 34 p, Halli með 32 p. Og Tóti með 30 punkta. Glæsilega gert í krefjandi aðstæðum.
Tryggvi er kominn á mikið flug og hefur náð forystu í heildarstigakeppninni með 5 stiga forskot á Tóta í 2. sæti.
Beita þurfti skrifstofu bráðabana í tvígang. Gauti hafði Sigga með betri síðustu 6 holurnum. En einna mest spennandi keppnin var milli Hergeirs og Jóa Fel um Jumbósætið. Báðir áttu erfiðan dag með aðeins 24p. Báðir voru með 12 og 12 á fyrri og seinni. Báðir voru með 7 á fyrstu 3 holunum á seinni níu og sama punktafjölda á seinni 6 og seinni þremur. Þurfti því að grípa til þess ráðs að skoða árangur á 18. Holu til að skera úr um sigurvegarann. Báðir spiluðu þar par 3 holu á fimm höggum. Jói átti forgjöf á holuna og fékk einn punkt en Hergeir engan. Þessi æsispennandi Jumbókeppni lauk því með sigri Jóa Fel.
ÚRSLIT:
STAÐAN:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 68641
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar