Mót-18. LOKAMÓTIÐ í Mosó. 22. september.

 

Lokamót Fram mótaraðarinnar fór fram í geggjuðu veðri sunnudaginn 22. september.
Líklega eitt besta spilaverður sumarsins, nánast logn 9-10 stiga hiti og sólríkt.
 
Fyrirkomulag lokadagsins sem bauð upp á fjölmörgum stig, þýddi að allnokkrir spilarar áttu góða möguleika á sigri. 
Spilað var risamót á 18 holum en auk þess var liða keppni með betri bolta þar sem tveir voru saman í liði (valið saman fyrirfram).

 

Liðakeppnin reyndist mjög jöfn og voru 3 lið jöfn í 2-4 sæti með  42 punkta. 
Efsta liðið voru Eggert og Hanna en þau skiluðu saman 43 punktum. Þar munaði talsvert um tvo fugla hjá Hönnu.
 
 
 Liðakeppni - lokamótpunktarröð
Lið 1HergeirJói Fel386
Lið 2EggertHanna431
Lið 3GautiSiggi423
Lið 4HaffiViktor424
Lið 5HaukurTómas415
Lið 6TótiTryggvi422
 
Einstaklingskeppnin reyndist einnig fremur jöfn. Aðeins munaði 6 punktum á fyrsta sætinu (37 p.)  og 10. sæti (31 p.). Haffi spilaði ansi stöðugt golf og landaði 37 punktum og varð eftur í lokamótinu. Tryggvi Tryggva var nýlentur frá Ameríku en lét það ekki aftra sér að koma beint á Mósó og spilaði fantavel á 36 punktum. Siggi Ás kom svo í þriðja sætinu með 35 punkta.
 
Heildarstigakeppnin
Þegar útkoma lokamótsins var lögð saman við stigastöðu 10 bestu hringja sumarsins var niðurstaðan eftirfarandi;
Haffi varð efstur með 133 stig. Hann náði 30 stigum í lokadeginum og fór úr 4. sætinu í það fyrsta.
Eggert hóf daginn í öðru sæti og hélt því sæti með 126 stig í heildina og 17 stig á lokadeginum.
Hergeir, sem var í forystusætinu fyrir lokadaginn, átti óvenju rólegan dag og bætti aðeins 5 stigum í sarpinn og endaði með 120 stig.
Af öðrum áhugaverðum úrslítum má nefna að Tryggvi átti mjög góðan dag og bætti við sig 30 stigum og endaði í 4-5 sæti ásamt Gauta.
 
Í töflunni hér að neðan sjást úrslit og stigagjöf á lokadeginum:
mot-18-a
mot-18-b
mot-18-c

 

       RO L E X         
  W E  P 
   HAFFI     
       
      A      
  HLÍÐAVÖLLUR 
  M Æ  
         

Mót-17. Mosó. 2. september.

Spilavika 17 var haldin í smá blæstri en annars þokkalegasta veðri annan dag september mánaðar. Spilaðar voru seinni níu holurnar. 
 
Hergeir sem leiddi Fram mótaröðina áður en hann fór í hjólafrí til Króatíu sýndi að hann hafði engu gleymt á þessum tveimur vikum sem duttu út og spilaði hreint frábærlega. 22 punktar á kappann og efsta sætið tryggt. Tryggvi var einnig á flugi með 21 punkt og aðra vikuna í röð með 20+ punkta. Haffi nældi sér í þriðja sætið með 18 punkta.
 
Röðun manna í efstu sætum í heildarstigakeppninni breyttist ekki við þessi úrslit en Hergeir jók aftur við forystuna á topnnum. Eggert er í öðru sæti og Gauti í því þriðja.
 
Vegna slæmra veðurskilyrða í september duttu tvær spilavikur út, 9. sept og 16. sept.
Þetta er því síðasta spilavikan sem telur fyrir lokamótið sem haldið er á sunnudaginn næstkomandi, 22. september.
mot-17-amot-17-bmot-17-c

Mót-16. Mosó. 26. ágúst.

Hér kemur síðbúin samantekt á spilaviku 16 sem leikin var 26. ágúst.
Vegna þess hve seinir rástímar náðust fyrir tvö hollana var tekin ákvörðun um að láta aðeins fyrri níu holurnar gilda í mótaröðinni sökum birtuskilyrða. Eitt hollið fór fyrr af stað og kláraði allar 18 holurnar en aðeins fyrri níu töldu hjá þeim í mótaröðinni líkt og hjá öðrum.
 
Tryggerinn var í stuði og landaði 20 punktum á fyrri níu og vann með yfirburðum. Málarinn síkáti (nema þegar hann er ósáttur með spilamennsku sína) skilaði einnig góðum fyrri níu með 17 punkta. Ríkjandi meistari, Jói Fel, minnti loks á sig í sumar með solid 16 punktum og var þriðji.
 
Í heildarstigakeppninni gerðust þau tíðindi helst að Eggert þjarmar nú verulega að Hergeiri í efsta sætinu og aðeins munar einum punkti. Svokallaður suðupunktur! 
mot-16-amot-16-bmot-16-c

La Sella 2024 dagskrá

Jæja þá er bara vika í golfferð til La Sella. Allir orðnir spenntir. Það er komin dagskrá og keppnisfyrirkomulag. Það á liklega eftir að breytast eitthvað en það á bara eftir að koma í ljós. Kærufrestur er til hádegis í dag.

Það verður keppt í einstaklingskeppni þar sem 200 euro verða í boði ásamt montrétti í ár í ungir vs. gamlir.

La Sella 2024


Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • mot-18-c
  • mot-18-b
  • mot-18-a
  • mot-17-c
  • mot-17-b
  • mot-17-a
  • mot-16-c
  • mot-16-b
  • mot-16-a
  • La Sella 2024

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 68171

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband