Mót-5. Mosó. 17.júní.

Þjóðhátíðardeginum 17. júní var fagnað með 5. mótinu á Fram mótaröðinni.

Veðrið var ákaflega stillt, 10 gráður og skýjað og hreyfi vart vind. Spila-aðstæður voru því mjög góðar enda skiluðu allir spilarar sér í hús með yfir 30 punkta með einni undantekningu.
Krían sem hefur verið ansi spök í sumar var komin í mikinn ham og eirði engum sem hætti sér út á varplendur þeirra. Sumir urðu þó verr úti en aðrir í þessari baráttu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd :D
mot-5-a
 
TT var í feiknastuði í dag og landaði 40 punktum og þar með sigrinum í annað sinn í sumar. Hanna skilaði 38 punktum í hús, þar af 22 p. á seinni níu og varð í öðru sæti. Ingvar kom á hæla hennar með 37 punkta en hann nagar sig líklega í handarbökin fyrir lakan endasprett (ala Rory Mcllroy á US open) þar sem núllaði tvær síðustu holurnar.
Fyrsti gestaspilari sumarsins mætti með stæl. Þar var hinn knái Jón Ari á ferðinni í golfbíl. Hann er þekktur fyrir fádæma stabila spilamennsku og skilaði að venju fjölmörgum punktum í hús (36) og ennþá fleiri bröndurum.
Það var dómur spilara á 19. holu að Haffi ætti skilið aukastig fyrir hetjulega baráttu við Kríurnar. Þess má geta að hann þurfti að koma við í Nettó á heimleiðinni að kaupa Ariel Ultra. 
 
Í heildarstigakeppninni er toppbaráttan hnífjöfn og spennandi. Hergeir er með 1 stig forystu á Ingvar og 2ja stiga forskot á Haffa í 3ja sætinu. 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-5-b
mot-5-c
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-5-d
 
 
 

Bloggfærslur 18. júní 2024

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2025-6-b
  • 2025-6-a
  • 2025-boltar
  • 2025-5-b
  • 2025-5-a
  • 2025-4-B
  • 2025-4-A
  • 2025-3-B
  • 2025-3-A
  • 2025-2-B

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband