15.7.2024 | 13:51
Mót-8. Mosó. 8. júlí.
Mikiđ var undir í spilaviku 8 í mótaröđinni ţar sem Hergeir hafđi tilkynnt um Risamót. Ţađ er heldur óvanalegt en kćrkomin tilbreyting ađ risamót sé spilađ á heimavellinum.
Margir hugsuđu gott til glóđarinnar og mćttu ţrettán spilarar til leiks. Veđriđ var prýđilegt og skoriđ var bísna gott yfir línuna.
Aldrei hafa jafn mörg úrslit ráđist á skrifstofu bráđabana eins og núna eđa 7 af 10 efstu sćtunum, ţar af 4 spilarar međ 33 punkta (sćti 7-10). Ţetta gilti ţó ekki um tvö efstu sćtin en Viktor náđi heilum 40 punktum međ flottri spilamennsku, ekki síst á fyrri níu. Hanna kom var hársbreidd á eftir eftir stórgóđan hring međ 39 punkta. Ţá komu ţrír spilarar jafnir međ 38 punkta, Gauti, Tommi og Tóti. Ţeir spiluđu allir mjög vel á seinni níu en Gauti sínu best á 22 punktum og tók ţví 3ja sćtiđ. Tommi og Tóti voru jafnir á seinni níu međ 21 punkt, jafnir á 3 síđustu holunum (7 p) en Tóti var međ fleiri punkta á síđustu sex holunum. Tóti hreppir ţví fjórđa sćtiđ en Tommi ţađ fimmta.
Tryggvi sem er ţekktur fyrir ađ tćta í burtu eftir slćma hringi, virđist vera farinn ađ róast nokkuđ međ árunum. Hann byrjađi fyrri níu skelfilega og náđi ađeins 5 punktum en hann gafst ţó ekki upp og náđi 18 punktum á seinni níu. TT gerđi stólpagrín ađ frammistöđu sinni í skálanum eftirá og hlýtur aukastig ađ launum en ţađ er tvöfalt ađ ţessu sinni vegna risamótsins.
Ţar sem forystusauđurinn missteig sig illa í rísamótinu breyttist landslagiđ í heildarstigakeppninni talsvert mikiđ. Nú eru fjölmargir komnir í baráttuna og útlit fyrir harđa keppni framundan. Haffi heldur forystunni 3ju vikuna í röđ, en ţó naumlega. Gauti er komin í annađ sćtiđ eftir góđa frammistöđu undanfariđ.
Hér ađ neđan eru töflur međ úrslitum í spilaviku átta og stađan í heildarkeppninni.
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfćrslur 15. júlí 2024
Um bloggiđ
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 68662
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar