29.7.2024 | 09:56
Mót-10. Grindavík. 22. júlí.
Tíunda vika mótaraðarinnar var spiluð í Grindavík. Tíðindamaður var ekki á staðnum en völlurinn kuð vera í frábæru standi, líklega mikill áburður í öskunni. Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum voru sumar holurnar stærri en hefðbundið er á golfvöllum, nokkrar þeirra afar djúpar og rauk gufa úr sumum. En níu garpar mótaraðarinnar létu ekki gosóróa á sig fá og kláruðu góðan hring.
Þar spilaði Siggi best allra, með 36 punkta. Gárungar segja að þetta sé nánast heimavöllur Sigga í ár en hann bæði vinnur í nágrenninu og ferðast um svæðið til og frá flugvellinum, sem er ósjaldan. Halli kom í öðru sæti með 35 punkta, ferskur eftir góða endurheimt í sumarbússtaðnum og Viktor í þriðja með 34 punkta.
Haukur afrekaði það að vera fyrstur til að spila 10x mót. Hann hefur ekki minnst út einn mánudag það sem af er í ár og hlýtur að sjálfsögðu aukastig fyrir það.
Í heildarstigakeppninni jafnaðist leikur talsvert þar sem Haffi spilaði ekki. Hann leiðir þó ennþá með fimm stiga mun á Hergeir og er með 10 stiga forystu á Eggert sem er í þriðja sæti.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 29. júlí 2024
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar