Mót-7. Brautarholt. 1. júlí.

Vegna meistaramótsviku á Hlíðarvelli var spilað í Brautarholtinu í þetta skiptið. Að venju gildir einnig hringur spilaður í meistaramóti á spiladegi. Það átti við í einu tilviki.
Það var blés hressilega á spilara þennan mánudaginn í Brautarholtinu, sérstaklega á fyrri níu en aðeins skaplegri aðstæður voru á seinni níu. Það sést líka vel á skorinu að flestir bættu og jafnvel stórbættu punktaskorið á seinni níu.
 
Eggert "El Chapo" lét þó vindinn ekki á sig fá og skilaði hreint ótrúlegum hring á 37 punktum. Frábærlega gert í krefjandi aðstæðum. Haukur spilaði einnig mjög vel á 33 punktum sem skilaði öðru sæti. Þriðja sætið náðist á 28 punktum og var það Haffi sem spilaði í rokinu á Hlíðarvelli í meistaramótinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem 3ja sætið fer undir 30 punkta, en hingað til hefur þurft hið minnsta 33 punkta til að landa 3ja sætinu. Þetta skor endurspeglar vel þær krefjandi aðstæður sem spilað var við þennan mánudag.
 
Hér að neðan má sjá úrslit 7. spilaviku. Haffi leiðir í heildarstigakeppninni aðra vikuna í röð, en hann er einn tveggja spilara sem hafa spilað allar sjö spilavikurnar og fleiri mót telja því hjá honum en flestum öðrum. 
 
mot-7-amot-7-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-7-c
 
 
 

Mót-6. Mosó. 24. júní.

Það gekk á með hressilegum skúrum í Mósó í gær þar sem 13 spilarar kepptu um stigin í boði.

Skorið var óvenju jafnt og þurfti að grípa til skrifstofu-bráðabana í allnokkrum tilvikum.
Mótið vannst á 37 punktum og var það doktorinn geðþekki G Laxdal sem landaði sigrinum. Samspilarar Gauta sögðu hann hafa verið hreint magnaðan í sandinum og afrekaði að ná svokölluðu "sandsave í fjögur skipti á hringnum. 
Geri aðrir betur! Gauti hlýtur tilnefninguna sandmeistari og mætir næst í doppóttum bol (ala fjallameistarinn í Tour de France) og fær að sjálfsögðu aukastig að launum.
tour
Haffi spilaði solid golf og skilaði sér á 36 punktum í öðru sæti og Haukur í þriðja með 35 punkta.
Þrír spilarar voru svo jafnir í 4-6 sæti með 34 punkta, Hanna, Írunn og Tóti og þar þurfti að grípa til skrifstofu bráðabana til að úrskurða um röðun.
Hanna og Írunn voru báðar með 17 p á seinni níu en Hanna hafði betur með 6p (vs. 5p.) á síðustu 3 holunum. 
Tóti spilaði fantavel á fyrri níu (22 p.) en mun síður á seinni níu, sem nota bene voru fyrri níu holurnar í gær þar sem ræst var út á 10. holu.
 
Í heildarstigakeppninni hafa þau tíðindi gerst að Hergeir er ekki lengur í toppsætinu en hann hefur haldið í það síðan í annarri spilaviku. Haffi hefur nú tyllt sér í toppsætið og kuð það vera í fyrsta sinn sem hann vermir það sæti á öllum þeim fjölmörgu árum síðan hann hóf keppni í mótaröðinni. Sumir læra seint en læra þó. Minnt skal á að það er aðeins búið að spila 6 mót og enn eru fjölmörg mót eftir á mótaröðinni (amk 10). 
 
Í næstu viku verður meistaramót GM í gangi á Hlíðavelli og færist keppnin því líklega á annan völl af þeim sökum. Mótanefnd vinnur í málinu.
mot-6-a
mot-6-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-6-c

Bloggfærslur 4. júlí 2024

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • mot-18-c
  • mot-18-b
  • mot-18-a
  • mot-17-c
  • mot-17-b
  • mot-17-a
  • mot-16-c
  • mot-16-b
  • mot-16-a
  • La Sella 2024

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 68171

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband