1.8.2025 | 10:29
Mót-10. Mosó. 28. júlí, 2025.
Tíunda keppni sumarsins fór fram í roki og rigningu á Hlíðarvelli síðasta mánudag (28. Júlí). Þrátt fyrir leiðindaveður mættu níu spilarar til leiks og létu ekki veðrið á sig fá. Hafandi sagt það þá var skorið ansi lágt eða aðeins 26,4 punktar að meðaltali. Það er lægsta meðalskor sumarsins og nokkru verra en í strekkingnum í Grindavík (27,7) fyrr í sumar til samanburðar. Sumir kunna þó vel við sig í roki og rigningu.
Það er óvanalegt að sjá hærra meðalskor á fyrri níu (13,3 p.) vs seinni níu (13,1 p.) eins og reyndin var í þetta skiptið.
Læknirinn kom á óvart og sigraði veðrið og vallaraðstæður og náði 36 punktum. Hrikalega vel gert. Gauti hefur verið að laumast upp töfluna með leynd (svarti hesturinn) og er nú kominn í toppbaráttuna. Hergeir spilar sjaldan betur en í roki og rigningu og skilaði 34 punktum í hús. Viktor var svo með 31 punkt en aðrir voru með undir 30 punktum.
Hergeir átti stórkostlegt innáhögg á holu 1, setti eitt fet frá holu af ca 150 metra færi í hörkuvindi. Auðveldur fugl í höfn og 4 punktar eftir eina holu. Svona glæsihögg verðskuldar aukastig.
Í heildarstigakeppninni er Hergeir núna kominn í forystu, Gauti er kominn í annað sætið og Tryggvi í því þriðja. Þess má geta að nú eru fyrstu menn, frændurnir Haffi og Hergeir, komnir með 10 keppnir undir belti. Heildarstigaskor byggir á 10 bestu keppnunum og því fer pakkinn að þéttast á næstunni. Ef litið er til hæsta meðalskors pr. Keppni breytist röðun efstu manna á þann hátt að TT er efstur (10,1 p), Gauti og Tóti jafnir í öðru (9,1 p) og Hergeir í fjórða (8,7 p.).
ÚRSLIT:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. ágúst 2025
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar