Mót-15. Mosó. 25. ágúst, 2025.

Fimmtánda keppni sumarsins var haldin mánudaginn 25. ágúst á Hlíðavelli. Spilað var í 18 stiga hita en miklum gusti, sérstaklega fyrri níu holurnar (seinni níu þar sem vellinum var snúið). Leifar af hitabylgju í Evrópu sköpuðu þessar veðuraðstæður. Fámennt var þennan dag enda var stór hópur spilara í "veiðiferð" á fljótunum. Þar rann mikill bjór til sjávar ef marka má samfélagsfærslu af hleðslu í bíla í upphafi ferðarinnar.
 
Einungis fimm spilarar mættu þennan mánudag og börðust af hörku við Kára. Meiðsli settu strik sitt í reikninginn. Doktorinn sjálfur meiddist á putta á fyrri níu og þurfti aðhlynningu frá meðspilurum til að geta haldið leik áfram. Þá spilaði Tryggvi með stokkbólgna löpp annan mánudaginn í röð. Aukastig þessarar viku fara til spilara sem fara hringinn á hörkunni, Gauta og Tryggva. 
 
Árangur dagsins var í lægri kantinum enda tók glíman við suðurnesjarokið á og kostaði ófá högg. Einungis einn spilari var með yfir 30 punta. Haffi spilaði stabílt golf þrátt fyrir krefjandi aðstæður og landaði 32 punktum, þrátt fyrir að X-a 3 holur.  Eggert náði 17 punktum á seinni níu (byrjað að spila á 10. holu) í mesta rokinu en náði ekki að fylgja því eftir á fyrri níu þegar á leiðog vindinn lægði og endaði með 29 p. Tryggvi kom einnig inn á 29 p. en Eggert hreppti annað sætið á betri seinni níu.
 
Enn og aftur eru breytingar á efsta sætinu. Haffi og Tóti hafa skipst á að leiða keppnina undanfarnar vikur og nú náði Haffi að komast á toppinn aftur.
Aðeins ein mánudagskeppni er eftir fyrir lokamótið. Líklega verður þar aðeins um 9 holur (seinni níu) að ræða mánudaginn 1. Sept. Það eru síðustu forvöð að bæta stöðu sína í listanum fyrir lokamótið, sem er til skoðunar að halda laugardaginn 20. sept.
 
ÚRSLIT:
2025-15-ASTAÐAN:
2025-15-B

Mót-14. Mosó. 18. ágúst, 2025.

Fjórtánda keppni sumarsins var haldin mánudaginn 18. ágúst á Hlíðavelli við golfaðstæður eins og þær gerast bestar. Frábært verður í kjölfar talsveðrar rigningar, hlýtt og bjart, blautur völlur og flatirnar tóku vel við innáhöggum. Völlurinn sjálfur er í frábæru standi eftir gott sumar og góða vallarhirðu.
Árangur þeirra átta spilara sem mættu til að keppast um stigin létu heldur ekki á sér standa. Niðurstaðan varð ekki bara besta heldur langbesta meðalskor sumarsins, 34,9 punktar að meðaltali. Enginn spilaði undir 30 p. og hæsta skor var 40 p. 
 
Jói Fel mætti til leiks í sérmerktri Fram treyju tileinkaðri minningu Bryndísar Klöru og leit vel út á fyrsta teig. Hann hefur verið að ströggla mikið með bakið í sumar en fékk núna nýjar pillur hjá doksa og þær svínvirkuðu. 40 punktar í hús hjá JF og þar af setti hann einhvern ótrúlegasta fugl sumarsins á 11. Braut þar sem hann sló þriðja högg uppi á klettunum vinstra megin við brautina, ca. 50 metra frá pinna. Boltinn sveif glæsilega að holu, lenti rétt við pinna og beint ofaní. Jói fær aukastig fyrir outfittið og annað aukastig fyrir þennan glæsilega fugl. 
 
Fleiri spiluðu vel þennan dag. Í sætum tvö og þrjú voru Tóti (39 p.) og Hergeir (37 p.) en þeir spiluðu jafnt og flott golf allan hringinn.
 
Enn og aftur eru sviftingar í heildarstigatöflunni. Haffi stoppaði stutt á toppnum og nú tyllir Tóti sér í efsta sætið en stór hópur er þar skammt undan. Það er nokkuð ljóst að það stefnir í spennandi lokamót í ár þar sem fjöldi spilara á góðan sjens á bikarnum og jakkanum eftirsótta.
 
ÚRSLIT:
2025-14-ASTAÐAN:
2025-14-B

Bloggfærslur 27. ágúst 2025

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-15-B
  • 2025-15-A
  • 2025-14-B
  • 2025-14-A
  • 2025-13-B
  • 2025-13-a
  • 2025-12-b
  • 2025-12-a
  • 2025-11-B
  • 2025-11-A

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband