10.9.2025 | 16:03
Lokamót. Mosó og Bakkakot, 9.september 2025
Tólf spilarar mættu gallvaskir til leiks í nokkuð þægilegu veðri framan af á Hlíðarvelli en ansi blautu og hvössu í Bakkakoti síðar um daginn.
Fyrir mótið lá fyrir að staðan var ansi jöfn og allt að 7 spilarar gátu hampað bikarnum í enda dagsins. Fyrirkomulag keppninnar var sú að um morguninn voru spilaðar 18 holur á Hlíðarvellinum, stórmót með tvöfaldri stigagjöf. Þau stig lögðust hreint ofan á stigatöfluna fyrir lokamótið. 24 voru þannig í boði fyrir sigurvegara, 20 fyrir annað sætið, 16 fyrir þriðja sætið og svo tveimur stigum minna fyrir hvert sæti þar fyrir neðan. Síðar um daginn yrði svo spiluð liðakeppni sex 6x2ja manna liðum í Bakkakoti, 9 holur, þar sem 12 stig voru í boði fyrir sigurliðið, 10 stig fyrir lið nr. 2 og svo koll af kolli.
Ef sigurvegari risamótsins kæmi úr röðum efstu manna var ljóst að sá hinn sami væri með sterka stöðu fyrir liðakeppnina.
Viktor, sem var í 5. sæti fyrir lokadaginn, en samt aðeins 5 stigum frá efstu mönnum, reyndist vera í fantaformi þennan morguninn og sigraði risamótið næsta örugglega með 42 punkta. Það er 3ja hæsta punktasöfnun sumarsins á 18 holum. Aðeins Siggi (43 punktar þann 14.7) og Viktor sjálfur (45 punktar þann 19. Maí) skákuðu þessum árangi í sumar á mótaröðinni. Frábærlega gert hjá Viktori. Hergeir kom inn í öðru sæti með 37 punkta, Tóti í 3ja með 36 punkta og Gauti í 4. sætinu með 35 punkta.
Fyrir lokamótið var Viktor kominn í bílstjórasætið með 6 stiga forystu á Tóta og Gauta og sjö stiga forystu á Haffa. Það lá því ljóst fyrir liðakeppnina að einhver þessara fjögurra myndi standa uppi sem meistari. Það lá ennfremur fyrir að Viktor bjó við þann lúxus að geta verið allt að tveimur sætum neðan við helstu keppinauta sína í liðakeppninni en samt hampað titlinum.
En á lokamóti gerist oft eitthvað óvænt og viti menn Viktor sem var paraður með Sigga í liðakeppninni missti allt Mójó í Bakkakoti og spilaði afleitlega. Siggi barðist hetjulega að ná einhverjum stigum í hús fyrir makker sinn og enduðu þeir með 14 stig. Þar reyndist duga í fimmta og næst neðsta sætið í liðakeppninni. Einungis Haffi og Jói voru neðar með 13 stig. Þessi árangur þýddi að dyrnar stóðu opnar fyrir keppinauta Viktors, Tóta og Gauta að næla sér í meistaratitilinn með því að landa 1. Eða 2. Sætinu í liðakeppninni. Tvö holl í liðakeppninni höfðu ekki að neinu sérstöku að keppa, annarsvegar Tryggvi og Tommi og hinsvegar Eggert og Hanna. Pressulaus spiluðu þessi tvö holll langbest á Bakkakoti með 21 punkt (T&T) og svo 20 punkta (E&H). Frábær árangur í ljósi erfiðra veðuraðstæðna (rigning og rok). Tóti og Haukur komu svo í 3ja sætinu með 18 punkta og Gauti og Hergeir í því 4. með 15 punkta. Þessi árangur jafnaði leikinn á toppnum en dugði Tóta og Gauta ekki til að ná Viktori.
Viktor stendur því uppi sem sigurvegari Fram mánudags mótaraðarinnar 2025. Verðskuldaður sigurvegari ef horft er til frammistöðu hans í sumar, hæsta punktaskor sumarsins (45 punktar 19. maí) og sigurvegari á Fram Open á Flúðum. Við óskum Viktori innilega til hamingju með sigurinn.
Í ræðu Haffa við mótslok minntist hann á góðan árangur margra í hópnum í sumar, Hergeir komst í einherjaklúbbinn, Viktor sigraði Fram Open punktakeppnina og Írunn sigraði höggleik kvenna á Fram Open. Þá var ótrúlegur fugl Jóa Fel beint af klettasyllu á 11. Braut á Hlíðarvelli valið atvik mótaraðarinnar 2025.
Hér að neðan eru úrslit lokamótsins og nokkrar myndir frá lokakvöldinu m.a. þar sem Haffi fráfarandi meistari klæddi Viktor sigurjakkanum góða.
Tíðindamaður þakkar fyrir sig í ár og hlakkar til keppninnar á næsta ári.
Meistari 2025: VIKTOR Guðmundsson
Úrslit dagsins:
LOKASTAÐAN:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. september 2025
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 22
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 68847
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar