6. Mót. -Mosó 15.júní-

Tíðindamaður var fjarverandi þegar 6.mótið fór fram en sem betur fer á hann Hauk í horni sem hljóp í skarðið og skýrði hann frá atburðum á eftirfarandi hátt;

 

Ásarnir á eldi

 

14 kvikindi mættu í fínu veðri þennan mánudaginn.  Ingvar einnig mættur vel tímanlega og með allt meðferðis.  Einn gestur var mættur í mótið en hann varð gríðarlega svekktur strax upp í skála þegar hann sá að Jón Ari var í raun 2 metrar og gráhærður.   Raggi nennti heldur ekki í Tomma og Jenna leikinn við hann.

 

Í fyrsta sinn í sögunni kom upp eineltismál og það barst kæra strax að leik loknum.  Það vildi þannig til að strax á fyrstu holu stal Tóti boltanum hans Eggerts og neitaði að segja honum hvar hann væri.  Jói Fel vildi taka þátt í leiknum og keyrði nýju rafmagnskerrunni beint á Eggert í miðri sveiflu eftir að hann var kominn með nýjan bolta.  Þetta var orðið einskonar hópefli fyrir alla nema Eggert.  Kæran var strax tekin fyrir og vísað frá.  Í eineltisteymi Harenmótaraðarinnar sitja Þór Björnsson og Jóhannes Felixsson.

 

Krían var í stuði á nesinu og sáust margar regnhlífar á lofti og jafnvel 150 metrar á milli þeirra í sama holli.  Tommi ákvað að „snapchata“ kríuna á meðan hún var að ráðast á hann.  Það gekk ljómandi vel þangað til að hann fattaði að hann stóð upp á æðarkollu sem lá á hreiðri sínu.

Setningin „þetta er svo auðvelt sport“ heyrðist óma út um allan völl oft og títt ásamt setningunni „djöfull er ég góður í þessu.  Alvöru Gorgeir.

 

Höfuðpaurar mótaraðarinnar tóku sér frí þennan mánudaginn.  Haraldur var upptekinn að djúpsteikja fish and chips fyrir erlenda ferðamenn á Stapanum og Haukur var með Europris chipnámskeið.

 

Háværar raddir voru um að þetta hafi verið RISAmót.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðab.
1Sig.Egill38 
2Hergeir37 
3Reynir36Last 6. 14 p.
4Viktor36Last 6. 12 p.
5Haffi36 
6Tryggvi35 
7Tommi31Last 6. 12 p.
8Ragnar31Last 6. 10 p.
9Eggert31 
10Jói28 
11Binni27 
12Gauti26Last 9. 18 p.
13Tóti26Last 9. 12 p.
14Ingvar21 

 

STAÐAN:

SætiNafn11.mai18.maí25.maí1.jún8.jún15,júnSamtals
1Viktor423460645048298
2Hergeir505032664054292
3Tryggvi544040604644284
4Haukur4838508054 270
5Sig.Egill604228 6060250
6Ragnar404422543640236
7Tommi36483862 42226
8Jói303248463236224
9Haffi 3644484446218
10Binni 2636723834206
11Halli3854 5648 196
12Eggert32 34523438190
13-14Ingvar34244258 28186
13-14Tóti462854 2830186
15Gauti  30503032142
16Jón Ari446026   130
17Reynir 3046  50126
18Hanna   4442 86
19Óli 4624   70

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2025-6-b
  • 2025-6-a
  • 2025-boltar
  • 2025-5-b
  • 2025-5-a
  • 2025-4-B
  • 2025-4-A
  • 2025-3-B
  • 2025-3-A
  • 2025-2-B

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband