17.6.2020 | 23:16
6. Mót. -Mosó 15.júní-
Tíðindamaður var fjarverandi þegar 6.mótið fór fram en sem betur fer á hann Hauk í horni sem hljóp í skarðið og skýrði hann frá atburðum á eftirfarandi hátt;
Ásarnir á eldi
14 kvikindi mættu í fínu veðri þennan mánudaginn. Ingvar einnig mættur vel tímanlega og með allt meðferðis. Einn gestur var mættur í mótið en hann varð gríðarlega svekktur strax upp í skála þegar hann sá að Jón Ari var í raun 2 metrar og gráhærður. Raggi nennti heldur ekki í Tomma og Jenna leikinn við hann.
Í fyrsta sinn í sögunni kom upp eineltismál og það barst kæra strax að leik loknum. Það vildi þannig til að strax á fyrstu holu stal Tóti boltanum hans Eggerts og neitaði að segja honum hvar hann væri. Jói Fel vildi taka þátt í leiknum og keyrði nýju rafmagnskerrunni beint á Eggert í miðri sveiflu eftir að hann var kominn með nýjan bolta. Þetta var orðið einskonar hópefli fyrir alla nema Eggert. Kæran var strax tekin fyrir og vísað frá. Í eineltisteymi Harenmótaraðarinnar sitja Þór Björnsson og Jóhannes Felixsson.
Krían var í stuði á nesinu og sáust margar regnhlífar á lofti og jafnvel 150 metrar á milli þeirra í sama holli. Tommi ákvað að snapchata kríuna á meðan hún var að ráðast á hann. Það gekk ljómandi vel þangað til að hann fattaði að hann stóð upp á æðarkollu sem lá á hreiðri sínu.
Setningin þetta er svo auðvelt sport heyrðist óma út um allan völl oft og títt ásamt setningunni djöfull er ég góður í þessu. Alvöru Gorgeir.
Höfuðpaurar mótaraðarinnar tóku sér frí þennan mánudaginn. Haraldur var upptekinn að djúpsteikja fish and chips fyrir erlenda ferðamenn á Stapanum og Haukur var með Europris chipnámskeið.
Háværar raddir voru um að þetta hafi verið RISAmót.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Sig.Egill | 38 | |
2 | Hergeir | 37 | |
3 | Reynir | 36 | Last 6. 14 p. |
4 | Viktor | 36 | Last 6. 12 p. |
5 | Haffi | 36 | |
6 | Tryggvi | 35 | |
7 | Tommi | 31 | Last 6. 12 p. |
8 | Ragnar | 31 | Last 6. 10 p. |
9 | Eggert | 31 | |
10 | Jói | 28 | |
11 | Binni | 27 | |
12 | Gauti | 26 | Last 9. 18 p. |
13 | Tóti | 26 | Last 9. 12 p. |
14 | Ingvar | 21 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | 8.jún | 15,jún | Samtals |
1 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 50 | 48 | 298 |
2 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 40 | 54 | 292 |
3 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 46 | 44 | 284 |
4 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 54 | 270 | |
5 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 60 | 60 | 250 | |
6 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 36 | 40 | 236 |
7 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 42 | 226 | |
8 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 32 | 36 | 224 |
9 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 44 | 46 | 218 | |
10 | Binni | 26 | 36 | 72 | 38 | 34 | 206 | |
11 | Halli | 38 | 54 | 56 | 48 | 196 | ||
12 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 34 | 38 | 190 | |
13-14 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 28 | 186 | |
13-14 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 28 | 30 | 186 | |
15 | Gauti | 30 | 50 | 30 | 32 | 142 | ||
16 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 130 | |||
17 | Reynir | 30 | 46 | 50 | 126 | |||
18 | Hanna | 44 | 42 | 86 | ||||
19 | Óli | 46 | 24 | 70 |
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.