Las Colinas - leikmannakynning - aldraðir

Þá kynnum við til leiks meistara úr liði aldraðra.  Þessi snillingur var með okkur á Spáni 2012 og mjög ánægjulegt að endurnýja kynni við hann í golfferðum.  Af viðtölunum að dæma búast flestir við að þessi leikmaður muni koma mest á óvart.  Kannski ekki að ástæðulausu enda maðurinn kominn með nýtt golfsett ásamt því að verða með forgjöf á bilinu 10 til 25.  Jónas hefur öll íþróttagenin í sér , þannig að þetta sport ætti ekki að vefjast fyrir honum.  Þetta verður því spennandi. 

Nýlega tók hann við sem formaður IPA á Íslandi, eftir að hafa verið sérlegur ráðgjafi í smökkunardeildinni hjá þeim.  Geri ráð fyrir að þetta concept fari í mikla útrás hjá honum. 

Ég náði tali af þessum snilling þegar hann var að æfa stutta spilið í snjókomunni á Akureyri.

 

  1. Fullt nafn: Jónas Björnsson
  2. Gælunafn: Keisari/Forseti
  3. Hæð: 178,9
  4. Ungir eða gamlir: Gamlir
  5. Áhugamál: Skíði/hjól/skot/fisk-veiði/útivist
  6. Lýstu sjálfum þér í nokkrum orðum: Meistari, draumur hverrar mannsekju, karls eða konu
  7. Skemmtileg saga úr þínu lífi: Hent útaf árshátíð Álftamamýrarskóla fyrir að láta yngri bekking (Palla svarta) smygla fyrir mig einum miniature inná árshátíðina í kraganum á Millet úlpunni sinni. Palli tekinn í yfirheyrslu inni hjá Steini aðstoðayfirkennara þar sem hann brotnaði saman og kjaftaði frá.  Mér hent út allsgáðum, ekki sáttur að hafa ekki fengið pizzuna sem ég hafði borgað fyrir og var innifalin. Fór svo að lokum að 2 kennarar komu með pizzusneiðina til mín sem ég stóð í vetrarkuldanum og réttu mér hana út um póstlúguna!  Það var svo hringt í foreldra mína daginn eftir og þeir spurðir hvað ætti að gera við vínið sem tekið var af syni þeirra.  Fór svo að lokum að því var hellt niður í vitna viðurvist.
  8. Sturta eða bað: Sturta
  9. Uppáhaldsfélagslið í ensku: United, West Ham
  10. Uppáhaldsfélagslið á Íslandi: Fram
  11. Forgjöf: 19
  12. Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft: 12,7
  13. Besta skor á hring: 79
  14. Flestir punktar á hring: 54
  15. Vandræðalegasta golfmómentið: Bráðabani í meistaramóti í Mosó, upphafshögg á 1. teig (gamla), sjankaði útí sjó, víti sjankað að girðingu!
  16. Uppáhaldsgolfvöllur: Jaðar
  17. Tegund járnasett: Taylor Made SIM 2 Max +1, enn í plastinu
  18. Tegund driver: Taylor Made Sim 2 Max, bein innspýting
  19. Tegund pútter: Odyssey 2-Ball
  20. Uppáhaldskylfan í pokanum: Driver
  21. Hefur þú farið holu í höggi: Nei, en er að fara breytast
  22. Hver er hæfileg refsing fyrir tapliðið á hverju degi í Las Colinas: Round á 19. holu
  23. Hrýtur þú: JÁ
  24. Hefur þú verið slæmur í baki: JÁ
  25. Ef já, veistu ástæðuna fyrir því: JÁ
  26. Passar síðasti golfbolur sem þú fékkst í golfferð erlendis: JÁ
  27. Hvað á að kjósa á laugardaginn: C en er B-maður
  28. Ertu bólusettur: JÁ
  29. Ertu með innkaupalista frá konunni: Nei, dótturinni
  30. Væntingar fyrir Las Colinas 2021: Bestu dagar lífs míns
  31. Hver verður sigurvegari á Las Colinas: Gamlir-HB
  32. Hver mun koma mest á óvart: ÉG
  33. Annað sem þú vilt kom á framfæri: Já, mun fara holu í höggi í þessarri ferð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A
  • 2025-8-B
  • 2025-8-a
  • 2025-7-B
  • 2025-7-A
  • 2025-6-b
  • 2025-6-a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 68647

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband