Mót-6. Mosó. 24. júní.

Það gekk á með hressilegum skúrum í Mósó í gær þar sem 13 spilarar kepptu um stigin í boði.

Skorið var óvenju jafnt og þurfti að grípa til skrifstofu-bráðabana í allnokkrum tilvikum.
Mótið vannst á 37 punktum og var það doktorinn geðþekki G Laxdal sem landaði sigrinum. Samspilarar Gauta sögðu hann hafa verið hreint magnaðan í sandinum og afrekaði að ná svokölluðu "sandsave í fjögur skipti á hringnum. 
Geri aðrir betur! Gauti hlýtur tilnefninguna sandmeistari og mætir næst í doppóttum bol (ala fjallameistarinn í Tour de France) og fær að sjálfsögðu aukastig að launum.
tour
Haffi spilaði solid golf og skilaði sér á 36 punktum í öðru sæti og Haukur í þriðja með 35 punkta.
Þrír spilarar voru svo jafnir í 4-6 sæti með 34 punkta, Hanna, Írunn og Tóti og þar þurfti að grípa til skrifstofu bráðabana til að úrskurða um röðun.
Hanna og Írunn voru báðar með 17 p á seinni níu en Hanna hafði betur með 6p (vs. 5p.) á síðustu 3 holunum. 
Tóti spilaði fantavel á fyrri níu (22 p.) en mun síður á seinni níu, sem nota bene voru fyrri níu holurnar í gær þar sem ræst var út á 10. holu.
 
Í heildarstigakeppninni hafa þau tíðindi gerst að Hergeir er ekki lengur í toppsætinu en hann hefur haldið í það síðan í annarri spilaviku. Haffi hefur nú tyllt sér í toppsætið og kuð það vera í fyrsta sinn sem hann vermir það sæti á öllum þeim fjölmörgu árum síðan hann hóf keppni í mótaröðinni. Sumir læra seint en læra þó. Minnt skal á að það er aðeins búið að spila 6 mót og enn eru fjölmörg mót eftir á mótaröðinni (amk 10). 
 
Í næstu viku verður meistaramót GM í gangi á Hlíðavelli og færist keppnin því líklega á annan völl af þeim sökum. Mótanefnd vinnur í málinu.
mot-6-a
mot-6-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-6-c

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • mot-7-c
  • mot-7-b
  • mot-7-a
  • mot-6-a
  • mot-6-c
  • mot-6-b
  • mot-6-a
  • tour
  • mot-5-d
  • mot-5-c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband