4.7.2024 | 11:46
Mót-7. Brautarholt. 1. júlí.
Vegna meistaramótsviku á Hlíðarvelli var spilað í Brautarholtinu í þetta skiptið. Að venju gildir einnig hringur spilaður í meistaramóti á spiladegi. Það átti við í einu tilviki.
Það var blés hressilega á spilara þennan mánudaginn í Brautarholtinu, sérstaklega á fyrri níu en aðeins skaplegri aðstæður voru á seinni níu. Það sést líka vel á skorinu að flestir bættu og jafnvel stórbættu punktaskorið á seinni níu.
Eggert "El Chapo" lét þó vindinn ekki á sig fá og skilaði hreint ótrúlegum hring á 37 punktum. Frábærlega gert í krefjandi aðstæðum. Haukur spilaði einnig mjög vel á 33 punktum sem skilaði öðru sæti. Þriðja sætið náðist á 28 punktum og var það Haffi sem spilaði í rokinu á Hlíðarvelli í meistaramótinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem 3ja sætið fer undir 30 punkta, en hingað til hefur þurft hið minnsta 33 punkta til að landa 3ja sætinu. Þetta skor endurspeglar vel þær krefjandi aðstæður sem spilað var við þennan mánudag.
Hér að neðan má sjá úrslit 7. spilaviku. Haffi leiðir í heildarstigakeppninni aðra vikuna í röð, en hann er einn tveggja spilara sem hafa spilað allar sjö spilavikurnar og fleiri mót telja því hjá honum en flestum öðrum.
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 68648
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.