Mót-8. Mosó. 8. júlí.

Mikið var undir í spilaviku 8 í mótaröðinni þar sem Hergeir hafði tilkynnt um Risamót. Það er heldur óvanalegt en kærkomin tilbreyting að risamót sé spilað á heimavellinum.
Margir hugsuðu gott til glóðarinnar og mættu þrettán spilarar til leiks. Veðrið var prýðilegt og skorið var bísna gott yfir línuna. 
Aldrei hafa jafn mörg úrslit ráðist á skrifstofu bráðabana eins og núna eða 7 af 10 efstu sætunum, þar af 4 spilarar með 33 punkta (sæti 7-10). Þetta gilti þó ekki um tvö efstu sætin en Viktor náði heilum 40 punktum með flottri spilamennsku, ekki síst á fyrri níu. Hanna kom var hársbreidd á eftir eftir stórgóðan hring með 39 punkta. Þá komu þrír spilarar jafnir með 38 punkta, Gauti, Tommi og Tóti. Þeir spiluðu allir mjög vel á seinni níu en Gauti sínu best á 22 punktum og tók því 3ja sætið. Tommi og Tóti voru jafnir á seinni níu með 21 punkt, jafnir á 3 síðustu holunum (7 p) en Tóti var með fleiri punkta á síðustu sex holunum. Tóti hreppir því fjórða sætið en Tommi það fimmta.
 
Tryggvi sem er þekktur fyrir að tæta í burtu eftir slæma hringi, virðist vera farinn að róast nokkuð með árunum. Hann byrjaði fyrri níu skelfilega og náði aðeins 5 punktum en hann gafst þó ekki upp og náði 18 punktum á seinni níu.  TT gerði stólpagrín að frammistöðu sinni í skálanum eftirá og hlýtur aukastig að launum en það er tvöfalt að þessu sinni vegna risamótsins.
 
Þar sem forystusauðurinn missteig sig illa í rísamótinu breyttist landslagið í heildarstigakeppninni talsvert mikið. Nú eru fjölmargir komnir í baráttuna og útlit fyrir harða keppni framundan. Haffi heldur forystunni 3ju vikuna í röð, en þó naumlega. Gauti er komin í annað sætið eftir góða frammistöðu undanfarið.
 
Hér að neðan eru töflur með úrslitum í spilaviku átta og staðan í heildarkeppninni.
 
mot-8-a
mot-8-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-8-c
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2025-lokamot-5
  • 2025-lokamot-4
  • 2025-Lokamot-3
  • 2025-Lokamot-2
  • 2025-Lokamot-1
  • Lokamot dagskra
  • 2025-16-B
  • 2025-16-A
  • 2025-15-B
  • 2025-15-A

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband