20.9.2024 | 11:47
Mót-16. Mosó. 26. ágúst.
Hér kemur síðbúin samantekt á spilaviku 16 sem leikin var 26. ágúst.
Vegna þess hve seinir rástímar náðust fyrir tvö hollana var tekin ákvörðun um að láta aðeins fyrri níu holurnar gilda í mótaröðinni sökum birtuskilyrða. Eitt hollið fór fyrr af stað og kláraði allar 18 holurnar en aðeins fyrri níu töldu hjá þeim í mótaröðinni líkt og hjá öðrum.
Tryggerinn var í stuði og landaði 20 punktum á fyrri níu og vann með yfirburðum. Málarinn síkáti (nema þegar hann er ósáttur með spilamennsku sína) skilaði einnig góðum fyrri níu með 17 punkta. Ríkjandi meistari, Jói Fel, minnti loks á sig í sumar með solid 16 punktum og var þriðji.
Í heildarstigakeppninni gerðust þau tíðindi helst að Eggert þjarmar nú verulega að Hergeiri í efsta sætinu og aðeins munar einum punkti. Svokallaður suðupunktur!
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 68647
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.