24.6.2025 | 09:15
Mót-4. Mosó. 9. júní, 2025.
Fjórða keppni sumarsins fór fram við vindasamar og kuldalegar aðstæður þann annan í Hvítasunnu á Mosó sl. mánudag. Keppni vikunnar áður var felld niður vegna storms. Mætingin var með besta móti, 12 spilarar mættir og í fyrsta sinn í sumar fóru einhverjir stigalausir heim , þ.e. utan mætingapunktar. Haukur og Hanna mættu til leiks í fyrsta sinn í sumar og eru þau boðin sérstaklega velkomin. Allir sauðirnir hafa þá skilað sér til húsa utan Ingvar en óvíst er með stöðuna á honum eftir handarbrot í vetur.
Blásturinn og aðstæðurnar höfðu sýnileg áhrif á spilamennskuna, því aldrei hafa færri punktar dugað fyrir sigri á mánudagsmótaröðinni í ár. Tveir voru hæstir með 31 punkt, Tóti og Eggert. Skrifstofubráðabaninn var æsispennandi, báðir jafnir á seinni níu, báðir jafnir á síðustu þremur holunum en Tóti hafði betur með hærra skor á síðustu 6 holunum. Púttin hjá Tóta hafa verið með afbrigðum góð í sumar og hann er núna farinn að anda ofan í hálsmálið á Viktori í heildarstigakeppninni. Bæði Viktor og Tóti hafa unnið tvær mánudagskeppnir það sem af er.
Spilarar fara misjafnlega hratt af stað í stigasöfnun. Athygli vekur að Ásinn tekur því rólega. Bent skal á að Ásinn getur bæði verið hæsta og lægsta spilið eftir því hvað verið er að spila hverju sinni. Enginn skyldi því afskrifa Ásinn strax. Mögulega einhver sálfræðihernaður í gangi ;-)
ÚRSLIT:
STAÐAN:
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 68697
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.