Mót-4. Mosó. 9. júní, 2025.

Fjórða keppni sumarsins fór fram við vindasamar og kuldalegar aðstæður þann annan í Hvítasunnu á Mosó sl. mánudag. Keppni vikunnar áður var felld niður vegna storms. Mætingin var með besta móti, 12 spilarar mættir og í fyrsta sinn í sumar fóru einhverjir stigalausir heim , þ.e. utan mætingapunktar. Haukur og Hanna mættu til leiks í fyrsta sinn í sumar og eru þau boðin sérstaklega velkomin. Allir sauðirnir hafa þá skilað sér til húsa utan Ingvar en óvíst er með stöðuna á honum eftir handarbrot í vetur.
 
Blásturinn og aðstæðurnar höfðu sýnileg áhrif á spilamennskuna, því aldrei hafa færri punktar dugað fyrir sigri á mánudagsmótaröðinni í ár. Tveir voru hæstir með 31 punkt, Tóti og Eggert. Skrifstofubráðabaninn var æsispennandi, báðir jafnir á seinni níu, báðir jafnir á síðustu þremur holunum en Tóti hafði betur með hærra skor á síðustu 6 holunum. Púttin hjá Tóta hafa verið með afbrigðum góð í sumar og hann er núna farinn að anda ofan í hálsmálið á Viktori í heildarstigakeppninni. Bæði Viktor og Tóti hafa unnið tvær mánudagskeppnir það sem af er.
 
Spilarar fara misjafnlega hratt af stað í stigasöfnun. Athygli vekur að Ásinn tekur því rólega. Bent skal á að Ásinn getur bæði verið hæsta og lægsta spilið eftir því hvað verið er að spila hverju sinni. Enginn skyldi því afskrifa Ásinn strax. Mögulega einhver sálfræðihernaður í gangi ;-)
 
ÚRSLIT:
2025-4-A
STAÐAN:
2025-4-B

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-13-B
  • 2025-13-a
  • 2025-12-b
  • 2025-12-a
  • 2025-11-B
  • 2025-11-A
  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 68697

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband