Mót-5. Skaginn. 16. júní, 2025.

Blásið var til stórmóts í fimmtu keppni sumarsins. Haldið var upp á Skaga og spilað þar við prýðilegar aðstæður.  10 spilarar voru mættir til leiks en einhverjir voru erlendis í æfingabúðum.  Ingvar lét loks sjá sig á mótaröðinni og eru þá allir spilarar á listanum komnir á blað.
 
Spilamennskan var upp og ofan, en heldur meira ofan samt. Meðalstigasöfnun spilara á hringnum var aðeins 26,7 p en það er lægsta punktasöfnun á mótaröðinni í ár. Hæsta meðalpunktasöfnun pr. spilara var 19. Maí sl en þá reyndist hún vera heild 34,5 p.
 
Það hvarflaði að tíðindaritara að ógilda eitt hollið á hringum þar sem þeir skiluðu inn skori á ævafornan hátt, blað og blýant. Bent skal á nú er árið 2025 runnið upp og einungis er tekið við skori á rafrænan hátt. Aðrar skilaaðferðir líkt og skeytasendingar, fax og mors-hnit eru vinsamlegast afþökkuð.
 
Tryggvi lék manna best þetta skiptið og landaði 37 p. og efsta sætinu. Hergeir (33 p) og Gauti (32 p.) komu í næstu sætum þar á eftir. Þessi tíðindi þétta stöðutöfluna talsvert og nú eru fleiri farnir að blanda sér í baráttuna. Tóti velti Viktori af toppnum en það munar aðeins einu stigi á milli þeirra.
 
Lítið var rætt eftur hringinn enda framorðið, miðaldra menn orðnir þreyttir og búið að loka barnum. Heyrðust þó tíðindi af Haraldi víðförla sem sló fallegt innáhögg á flöt og fagnaði um stund þar til honum var bent á að hann ætti reyndar að spila á næstu flöt við hliðina (samliggjandi flatir). Halli hlýtur aukastig fyrir skemmtilegan misskilning og fær aukastig að launum sem tvöfaldast vegna stórmóts.
 
ÚRSLIT:
2025-5-aSTAÐAN:
2025-5-b

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-13-B
  • 2025-13-a
  • 2025-12-b
  • 2025-12-a
  • 2025-11-B
  • 2025-11-A
  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 68697

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband