Mót-7. Grindavík. 30. júní, 2025.

Sjöunda mót sumarsins var fært til Grindavíkur vegna Meistaramóts á Hlíðarvelli. Ekki var um stórmót að ræða þar sem það hafði þegar verið haldið stórmót í júní tveimur vikum áður á Akranesi.
Grindavík tók hressilega á móti níu spilurum og bættust allmörg vindstig í verðið á leiðinni úr bænum. Menn voru því að berjast við hvassan vind allan tímann og komu all veðurbarðir í hús eftir hringinn.
 
Eiginlega hefðu allir níu átt skilið aukastig fyrir að þrautseigjuna að klára hringinn en Salamónsdómurinn er að enginn fær aukastig í þetta skiptið.
 
Skor var með lægsta móti (tæplega 28 p að meðaltali) og aðeins þrír náðu 30 punktum eða meira, Tryggvi með 34 p, Halli með 32 p. Og Tóti með 30 punkta. Glæsilega gert í krefjandi aðstæðum.
 
Tryggvi er kominn á mikið flug og hefur náð forystu í heildarstigakeppninni með 5 stiga forskot á Tóta í 2. sæti.
Beita þurfti skrifstofu bráðabana í tvígang. Gauti hafði Sigga með betri síðustu 6 holurnum. En einna mest spennandi keppnin var milli Hergeirs og Jóa Fel um Jumbósætið. Báðir áttu erfiðan dag með aðeins 24p. Báðir voru með 12 og 12 á fyrri og seinni. Báðir voru með 7 á fyrstu 3 holunum á seinni níu og sama punktafjölda á seinni 6 og seinni þremur. Þurfti því að grípa til þess ráðs að skoða árangur á 18. Holu til að skera úr um sigurvegarann. Báðir spiluðu þar par 3 holu á fimm höggum. Jói átti forgjöf á holuna og fékk einn punkt en Hergeir engan. Þessi æsispennandi Jumbókeppni lauk því með sigri Jóa Fel.
 
ÚRSLIT:
2025-7-A
STAÐAN:
2025-7-B

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2025-lokamot-5
  • 2025-lokamot-4
  • 2025-Lokamot-3
  • 2025-Lokamot-2
  • 2025-Lokamot-1
  • Lokamot dagskra
  • 2025-16-B
  • 2025-16-A
  • 2025-15-B
  • 2025-15-A

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband