18.7.2025 | 12:43
Mót-8. Mosó. 14. júlí, 2025.
Áttunda keppni sumarsins átti að fara fram 7. júlí á Hlíðarvellinum en þann dag kom gul veðurviðvörun, mikill blástur og gerði hellirigningu seinnipartinn. Keppninni var því blásið af. Þetta er í annað sinn í sumar sem hætt hefur verið við mánudagsgolf vegna veðurs. Það er afar óvanalegt og sér í lagi þar sem verðrið í sumar hefur að mestu leyti verið með miklum ágætum.
Það sannaðist þann 14. Júlí þegar keppnin fór fram á heitasta degi sumarsins. Bongóblíða, 18-20 stig, léttskýjað og lítill vindur, 11 spilarar voru mættir til leiks og árangurinn lét ekki á sér standa.
Spilamennskan var mjög góð. Meðalstigasöfnun spilara á hringnum var 34,4 p en það er næst hæsta punktasöfnun á mótaröðinni í ár og aðeins 0,1 p undir besta meðalskorinu frá 19. maí . Lægsta skorið (Júmbósætið) var 30 punktar en til samanburðar þá dugðu 30 punktar til 3ja sætis í Grindavík 2 vikum áður.
Menn mættu misvel græjaðir til leiks í blíðunni. Fótabúnaður Jóa var þó allsérstakur og lék hann á forláta inniskóm þar sem golfskórnir gleymdust í Hveragerði. Að auki skar hann smá tíma af stórafmæli bróður síns til að mæta á golfvöllinn (alvöru dedication) og fær hann aukastig að launum.
Siggi Ás rústaði keppninni með súperhring og fékk 43 punkta. Þar af fékk hann 23 punkta á átta holum á fyrri níu. Hreint frábær árangur! Haffi og Tryggvi komu næstir með 38 p. Haffi hafði betur í skrifstofubráðabana (betri síðustu 6 holurnar) og hlýtur því 2. Sætið og Tryggvi það þriðja. Tryggvi heldur áfram að spila fantavel og er nú með 10 stiga forskot í heildarkeppninni.
ÚRSLIT:
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 68584
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning