Mót-9. Brautarholt. 21. júlí, 2025.

Áfram mallar mótaröðin og nú er komið að umfjöllun um níunda mót sumarsins sem var haldið 21. júlí á nývígðum 18 holu velli í Brautarholti.
Áður höfðu 12 holur verið spilaðar á Brautarholti en nú eru 6 nýjar brautir komnar til viðbótar. Og þvílíkar brautir og þvílíkur völlur. Ég held að ég tali fyrir hönd margra að þarna sé kominn flottasti 18 holu völlur landsins. Og í tilefni þess var skellt í Stórmót. 
Vallaraðstæður voru góðar; hægviðri, nokkuð hlýtt en þykk gosmóða lá yfir höfuðborgarsvæðinu þennan mánudag. Brautarholtið er engu að síður erfiður völlur og það sást á skorinu því meðalpunktasöfnun spilara var 28,7 p eða tæpum 6 punktum lægri en vikuna áður á Hlíðarvelli.
 
Þrátt fyrir mismunandi skor þá skemmtu menn sér hið besta þetta fallega sumar síðaftan utan að það fréttist af einum spilara sem flýtti sér af vettvangi eftir hringinn þannig að hann myndi ekki drepa neinn sökum svengdar. Við nefnum engin nöfn en málaranestið hefur greinilega klárast snemma þennan daginn laughing.
 
11 spilarar voru mættir til leiks og segja má að úrslitin hafi ráðist á seinni níu holunum og þar með sex nýju holunum. Haffi og Viktor  leiddu eftir fyrri níu holurnar með 20 og 18 punkta en skitu rækilega í brók á seinni níu og gáfu eftir toppsætin. Tommi, Gauti og Hergeir héldu hins vegar vel á spöðunum á seinni níu og löndu þremur efstu sætunum. Tómas spilaði fanta vel 35 punktum. Gauti og Hergeir voru jafnir með 33 punkta en Gauti hafði betur á seinni níu. 
 
Þar sem tveir efstu menn mótaraðarinnar eftir átta umferðir voru fjarverandi var viðbúið að leikar myndu jafnast eitthvað eftir þessa keppni. Tryggvi leiðir mótið ennþá en Hergeir er hástökkvari vikunnar og er kominn í annað sætið fast á hæla Tryggva. Haffi og Gauti eru síðan jafnir í 3ja sæti.  Enn eru allmörg mót eftir á sumrinu og því næg tækifæri til að blanda sér í baráttuna.
 
ÚRSLIT:
2025-9-ASTAÐAN:
2025-9-B

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimm?
Nota HTML-ham

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A
  • 2025-8-B
  • 2025-8-a
  • 2025-7-B
  • 2025-7-A
  • 2025-6-b
  • 2025-6-a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 12
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 68637

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband