6.8.2025 | 10:08
Mót-11. Mosó. 4. ágúst, 2025.
Ellefta og fámennasta keppni sumarsins fór fram í frábæru veðri í lok Verzlunarmannahelgarinnar á Hlíðarvelli. Þeir sem mættu til leiks voru ekki sviknir af aðstæðunum því eftir rok og rigningu um helgina brast á æðislegt veður seinnipart mánudagsins. Völlurinn var enn rakur og flatirnar tóku því vel við. Spilararnir sjö nýttu sér vallaraðstæður vel og úr varð hæsta meðalskor á mótaröðinni í ár (31,1 punktur).
Sumir spiluðu hreint frábærlega á mánudaginn. Hergeir spilaði fyrri níu á 2 yfir pari (7x pör takk fyrir og 2x skollar) og 21 punktur, 16 punktar á seinni níu skilaði honum 37 punktum. Eggert sýndi snilli sína á seinni níu með 5x pörum og 4x skollum og 21 punkur í hús á seinni níu og 34 punktar alls. Þrátt fyrir þessa snilld tókst Hafsteini að skáka þeim félögum og öðrum spilurum dagsins og hreppa efsta sætið, með einhverri mestu jafnaðar spilamennsku sem sést hefur á vellinum, 2 pör, 2 double bogey og 14 bogey. Eins og einhver sagði "leiðinlegt golf er gott golf!". Hafsteinn spilaði fyrri níu á 18 punktum og seinni níu á 19 punktum, samtals 37 punktar.
Skondið atvik varð á 13 flöt (par 5) þar sem Hergeir púttaði fyrir fugli af ca. 2ja metra færi. Hann var mjög afslappaður yfir púttinu og setti boltann örugglega ofaní án allra fagnaðarláta (eini fugl dagsins). Þegar frændinn óskaði Hergeiri til hamingju með fuglinn þá kom undrunarsvipur á Hergeir sem hélt að hann væri að pútta fyrir pari. Flottur fugl í höfn hjá Hergeiri og það er kannski bara betra að vita ekki að maður sé að pútta fyrir fugli
.

Í heildarstigakeppninni er Hergeir í forystu, Tryggvi í öðru og Hafsteinn er kominn upp í þriðja sætið. Bæði Haffi og Hergeir hafa spilað 11 keppnir og fellur því slakasti árangur þeirra út fyrir skori gærdagsins. Nokkrir aðrir spilarar (4x) eru með 9 keppnir. Sumir eiga fleiri keppnir inni og eiga það reyndar flestir sameiginlegt að vera fyrir neðan miðbik töflunnar eins og hún stendur í dag. Það eru því góð tækifæri fyrir marga spilara að blanda sér í baráttuna um bikarinn. Stærsta helgi sumarsins er framundan með stórmóti á föstudaginn (Fram open á Flúðum) og svo mánudagsmóti í kjölfarið. Þrefaldir vinningspunktar í boði fyrir þá sem hitta á réttan takt á næstu dögum.
ÚRSLIT:
STAÐAN:
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 68661
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning