Mót-13. Mosó. 11. ágúst, 2025.

Ef einhver trúir ekki álögum á tölunni 13 þá gæti það hafa breyst síðasta mánudag. Þrettánda keppni sumarsins var sú fámennasta til þessa, aðeins fimm spilarar mættu til leiks.  Ástæðan var mögulega sú að það var ekta íslenskt skítaveður, rok og rigning.  Það fór líka svo að ákveðið var að láta slag standa eftir fyrri níu holurnar, því menn voru þá þegar orðnir gegnblautir og hraktir. Þetta var samanleg ákvörðun hópsins.
 
Skorið á fyrri níu var það lakasta sem hefur sést í sumar, aðeins 11,8 punktar að meðaltali.
 
Einn spilari virtist þó nokkuð ónæmur fyrir veðuraðstæðum þennan dag (honum sjálfum til mikillar furðu) og skilaði 16 punktum í hús. Haffi, sem er ríkjandi meistari, landaði þarna öðrum sigrinum í röð á Hliðarvelli og nánast með sömu uppskrift og vikuna áður, með því að spila á bogey. Eftir að hafa X-að fyrstu holuna þá spilaði hann næstu átta holur á sínu pari, 6x holur á bogey, eina á pari og eina á double bogey.  Þetta hljómar kannski ekkert afrek en þeir sem voru á staðnum og voru að kljást við vindinn og rigninguna geta vitnað um það að það var ekki auðvelt að spila gott golf þennan eftirmiðdag. Gauti heldur einnig áfram að spila vel og kom annar á 13 punktum.
 
Enn breytist staðan í heildarstigakeppninni.  Haffi er nú orðinn efstur og Tóti í öðru sæti. Átta spilarar hafa nú náð því að spila 10 keppnir í sumar og fer leikurinn að snúast um að losa út lélegu mót sumarsins í þeim keppnum sem eftir eru fram að lokamóti.
 
ÚRSLIT:
2025-13-aSTAÐAN:
2025-13-B

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-13-B
  • 2025-13-a
  • 2025-12-b
  • 2025-12-a
  • 2025-11-B
  • 2025-11-A
  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.8.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 68693

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband