27.8.2025 | 16:57
Mót-14. Mosó. 18. ágúst, 2025.
Fjórtánda keppni sumarsins var haldin mánudaginn 18. ágúst á Hlíðavelli við golfaðstæður eins og þær gerast bestar. Frábært verður í kjölfar talsveðrar rigningar, hlýtt og bjart, blautur völlur og flatirnar tóku vel við innáhöggum. Völlurinn sjálfur er í frábæru standi eftir gott sumar og góða vallarhirðu.
Árangur þeirra átta spilara sem mættu til að keppast um stigin létu heldur ekki á sér standa. Niðurstaðan varð ekki bara besta heldur langbesta meðalskor sumarsins, 34,9 punktar að meðaltali. Enginn spilaði undir 30 p. og hæsta skor var 40 p.
Jói Fel mætti til leiks í sérmerktri Fram treyju tileinkaðri minningu Bryndísar Klöru og leit vel út á fyrsta teig. Hann hefur verið að ströggla mikið með bakið í sumar en fékk núna nýjar pillur hjá doksa og þær svínvirkuðu. 40 punktar í hús hjá JF og þar af setti hann einhvern ótrúlegasta fugl sumarsins á 11. Braut þar sem hann sló þriðja högg uppi á klettunum vinstra megin við brautina, ca. 50 metra frá pinna. Boltinn sveif glæsilega að holu, lenti rétt við pinna og beint ofaní. Jói fær aukastig fyrir outfittið og annað aukastig fyrir þennan glæsilega fugl.
Fleiri spiluðu vel þennan dag. Í sætum tvö og þrjú voru Tóti (39 p.) og Hergeir (37 p.) en þeir spiluðu jafnt og flott golf allan hringinn.
Enn og aftur eru sviftingar í heildarstigatöflunni. Haffi stoppaði stutt á toppnum og nú tyllir Tóti sér í efsta sætið en stór hópur er þar skammt undan. Það er nokkuð ljóst að það stefnir í spennandi lokamót í ár þar sem fjöldi spilara á góðan sjens á bikarnum og jakkanum eftirsótta.
ÚRSLIT:
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 68718
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning