27.8.2025 | 17:01
Mót-15. Mosó. 25. ágúst, 2025.
Fimmtánda keppni sumarsins var haldin mánudaginn 25. ágúst á Hlíðavelli. Spilað var í 18 stiga hita en miklum gusti, sérstaklega fyrri níu holurnar (seinni níu þar sem vellinum var snúið). Leifar af hitabylgju í Evrópu sköpuðu þessar veðuraðstæður. Fámennt var þennan dag enda var stór hópur spilara í "veiðiferð" á fljótunum. Þar rann mikill bjór til sjávar ef marka má samfélagsfærslu af hleðslu í bíla í upphafi ferðarinnar.
Einungis fimm spilarar mættu þennan mánudag og börðust af hörku við Kára. Meiðsli settu strik sitt í reikninginn. Doktorinn sjálfur meiddist á putta á fyrri níu og þurfti aðhlynningu frá meðspilurum til að geta haldið leik áfram. Þá spilaði Tryggvi með stokkbólgna löpp annan mánudaginn í röð. Aukastig þessarar viku fara til spilara sem fara hringinn á hörkunni, Gauta og Tryggva.
Árangur dagsins var í lægri kantinum enda tók glíman við suðurnesjarokið á og kostaði ófá högg. Einungis einn spilari var með yfir 30 punta. Haffi spilaði stabílt golf þrátt fyrir krefjandi aðstæður og landaði 32 punktum, þrátt fyrir að X-a 3 holur. Eggert náði 17 punktum á seinni níu (byrjað að spila á 10. holu) í mesta rokinu en náði ekki að fylgja því eftir á fyrri níu þegar á leiðog vindinn lægði og endaði með 29 p. Tryggvi kom einnig inn á 29 p. en Eggert hreppti annað sætið á betri seinni níu.
Enn og aftur eru breytingar á efsta sætinu. Haffi og Tóti hafa skipst á að leiða keppnina undanfarnar vikur og nú náði Haffi að komast á toppinn aftur.
Aðeins ein mánudagskeppni er eftir fyrir lokamótið. Líklega verður þar aðeins um 9 holur (seinni níu) að ræða mánudaginn 1. Sept. Það eru síðustu forvöð að bæta stöðu sína í listanum fyrir lokamótið, sem er til skoðunar að halda laugardaginn 20. sept.
ÚRSLIT:
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning