4.9.2025 | 12:44
Mót-16. Mosó. 1. september, 2025.
Sextánda og síðasta keppni sumarsins fyrir lokamót var haldin mánudaginn 1. september á Hlíðavelli. Birtu er farið að bregða snemmkvölds og því voru einungis voru spilaðar síðari níu holur vallarins. Enn og aftur var veðrið með miklum ágætum, bjart og hlýtt.
Ellefu spilarar freistuðu þess að laga stöðu sína fyrir lokamótið sem haldið verður sunnudaginn 7. September.
Það sást til Tómasar á elleftu holu uppi á klettasyllu að reyna Jóa Fel twistið frá vikunni áður að smella fugli beint ofan frá klettunum. Þrátt fyrir ágæta tilraun tókst Tómasi ekki að endutaka þann ótrúlega leik, en hann fær aukastig fyrir loftfimleikana.
Eggert náði ótrúlegu skori, 38 högg aðeins 2 yfir pari og 23 punktar. Stórglæsilegur árangur hjá Eggert sem er á miklu flugi þessa dagana. Gauti spilaði einnig fantavel og kom inn á 21 punkti. Tóti var svo þriðji spilarinn á frábæru skori eða 20 punktum.
Heildarstaðan er ansi jöfn og spennandi inn í lokamótið. Aðeins munar 5 stigum á fyrsta og fimmta sætinu. Segja má að sjö efstu spilarar séu allir í kjörstöðu til að tryggja sér sigurinn með góðri frammistöðu næsta sunnudag. Haffi og Eggert eru efstir og jafnir með 114 stig og Gauti í þriðja með 113 stig.
36 stig eru í boði á lokadeginum og því hefur sjaldan verið jafn mikil spenna um úrslit á lokadeginum.
Fyrirkomulag lokamótsins verður sent út í sérposti á morgun.
ÚRSLIT:
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 68799
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning