29. maí - mót nr. 4 -.....Mosó

Það voru 8 ljónsprækir mættir í Mosan í gærkvöldi til að berjast um stigin dýrmætu. Fínasta veður var en helvíti blautt og allir gegndrepa þegar þeir komu inn og iljuðu sér í síðasta skipti við einn kaldann, í gamla golfskálanum. Það fór svo að maður dagsins var Haffi frændi sem raðaði inn 35 pkt. og var í raun drullusvekktur að hafa ekki náð lækkun.  Sá kunni aldeilis vel við sig í "Manchester City-rigningunni".  Vel gert og til hamingju Haffi smile.

Jói með enn einn stórleikinn en pkt.söfnunin fer þó lækkandi og telst nú eðlileg!  Binni átti flott móment þegar hann náði með sinni einstöku tækni að láta boltann fleyta kerlingar á tjörninni við 17/18 braut þ.a. að hann skaust uppá bakkann hinumegin. Það eru ekki margir á túrnum sem geta leikið þetta eftirlaughing.

Næsta mót verður væntanlega leikið frá nýja golfskálanum og hver veit nema það hafi sálfræðileg áhrif á margan kylfinginn að byrja á núverandi 13. holu, hef þá sérstaklega í huga Sigga sjank og alla hina sem eru að berjast við sveifluna. Þetta kemur allt í ljós en þangað til...allir í stuði cool.

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Haffi35 
2Jói33 
3Tryggvi30 
4Viktor289
5Binni28 
6Haukur26 
7Halli24 
8Sig.Óli16 

 

Staðan:

SætiNafn8.mai15.mai22.mai29.maiSamtals
1Jói40384038156
2Viktor26343834132
3Halli34282628116
4Haffi14303040114
5Binni2432 3288
6Tommi3640  76
7Sig.Óli2226 2674
8Tryggvi  363672
9Ingvar 3632 68
10-11Hergeir28 34 62
10-11Raggi K.162422 62
12Óli3822  60
13Sig.Egill102028 58
14Haukur18  3048
15Eggert20 24 44
16Írunn32   32
17Hanna30   30
18Reynir12   12

22. maí - mót nr. 3 -.....Mosó

10 toppspilarar mættir til leiks í 3.mót ársins.  Ágætis hlýja í lofti en svolítill blástur. Bakarinn er heldur betur að láta til sín taka og sigrar á annað skiptið af þremur. Komið með kampavínið, jakkann og vindil handa manninum eða hvað?  Hafa aðrir sagt sitt síðasta? Held ekki. Sagan segir að mótið er ekki búið fyrr en feita konan hefur sungið sitt síðasta lag.  En engu að síður er þetta gríðarsterk byrjun hjá Kappanum. Vel gert Jóicool.  

Næsta mánudag verður völlurinn leikin í síðasta sinn á núverandi hátt þar sem nýtt klúbbhús verður tekið í gagnið daginn eftir og vellinum snúið þ.a. núverandi 13. hola verður sú fyrsta í framtíðinni.  Þetta gæti kannski haft áhrif á "skrifstofubráðabana" framtíðarinnar, hver veit ?

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Jói39 
2Viktor35 
3Tryggvi309
4Hergeir30 
5Ingvar30 
6Haffi29 
7Sig.Egill25 
8Halli22 
9Eggert21 
10Raggi K.15 

Staðan:

SætiNafn8.mai15.mai22.maiSamtals
1Jói403840118
2Viktor26343898
3Halli34282688
4Tommi3640 76
5Haffi14303074
6Ingvar 363268
7Hergeir28 3462
8Raggi K.16242262
9Óli3822 60
10Sig.Egill10202858
11Binni2432 56
12Sig.Óli2226 48
13Eggert20 2444
14Tryggvi  3636
15Írunn32  32
16Hanna30  30
17Haukur18  18
18Reynir12  12

 


15.maí - mót nr. 2-.....Mosó

Það voru 11 kátir karlar mættir á Hlíðavöll í annað mót ársins. Tíðindamaðurinn var ekki á staðnum og þurfti því treysta á Telefax frá Reuters-fréttastofunni varðandi fréttir af mótinu. En semsagt mótið fór allvel fram við ágætis veðuraðstæður. Tommi var maður kvöldsins og náði forgjafarlækkun, vel gert Tommi wink.  Tommi hefur verið að spila gríðarlega vel í þessu fyrstu mótum ársins og virðist til alls líklegur í sumar. Nýliðinn, Jói, heldur áfram að gera vel og heldur toppsætinu þó pkt.-skorið hafi lækkað aðeins frá fyrsta móti, líklega kominn með skráða forgjöf núna laughing

Ef rýnt er í stöðutöfluna þá sér maður t.d. að "Defending Champion", Halli, er búinn að koma sér vel fyrir í efri hlutanum og bíður átekta eins og köttur sem hefur komið auga á bráð. Það má líka sjá að gamlir Meistarar og Risar steinsofa ennþá en enginn skyldi vanmeta þá því það verða læti þegar þeir vaknasurprised.

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Tommi37 
2Jói34 
3Ingvar32 
4Viktor31 
5Binni29 
6Haffi27 
7Halli26 
8Sig.Óli25 
9Raggi24Seinni 9
10Óli24 
11Sig.Egill20 

 

Staðan:

SætiNafn8.mai15.maiSamtals
1Jói403878
2Tommi364076
3Halli342862
4Óli382260
5Viktor263460
6Binni243256
7Sig.Óli222648
8Haffi143044
9Raggi K.162440
10Ingvar 3636
11Írunn32 32
12Hanna30 30
13Sig.Egill102030
14Hergeir28 28
15Eggert20 20
16Haukur18 18
17Reynir12 12

8.maí - mót nr. 1 -...Mosó

Þá erum við lagðir af stað enn eitt árið með HOS-lestina. Fyrsta mót sumarsins var haldið skv. venju á Hlíðavelli í Mosó. Veðrið var í svalari kantinum og kalsablástur. Það gerði það að verkum að leikmenn, áttu í talsverðum erfiðleikum með boltaflug og spunasmile. Annars lítur völlurinn vel út og allar líkur eru á að flatir verði með allra besta móti í sumar. 

Það var greinilega mikill spenningur í mönnum og voru 16 manns voru mættir í þetta fyrsta mót. Eins og gengur þá var skorið af öllum stærðum og gerðum en eins og alltaf kom einn, sá og sigraði og í gærkvöldi var það nýji liðsmaðurinn á mótaröðinni, Jói Fel. Það víst hægt að segja með réttu að hann hafi tekið okkur í bakaríið, slíkir voru yfirburðirnir. Glæsileg byrjun Jói og haltu áfram að bæta þigwink

Aðstæður buðu ekki uppá kaldann á 19ándu í þetta sinn en í nánustu framtíð munum við njóta 19ándu á nýjum og flottum staðcool. Vert er að geta þess að í gamla skálanum er hægt að fá á hálfvirði, útrunnið Coke og Jólabjór. H.Elíasson lét þetta tilboð ekki framjá sér farawink 

 

Áríðandi tilkynning:

Ákveðið hefur verið að breyta stigagjöfinni í sumar þ.a:

40 stig verða í boði í fyrir sigurvegara og síðan með 2ja stiga millibili niður fyrir hina.

Risamót gefur síðan 50 stig með 2ja stiga millibili.

12 bestu mótin gilda (voru 10 í fyrra) og síðan eins og alltaf bætast stigin í lokamótinu við það.

Lokamótið verður Laugardaginn 2. september....punktur!

 

Úrslit kvöldsins og staða:

RöðNafnPkt.Bráðabanar SætiNafn8.mai
1Jói44  1Jói40
2Óli36  2Óli38
3Tommi32  3Tommi36
4Halli30Seinni 9 4Halli34
5Írunn3018.hola 5Írunn32
6Hanna30  6Hanna30
7Hergeir28  7Hergeir28
8Viktor27  8Viktor26
9Binni26  9Binni24
10Sig.Óli25  10Sig.Óli22
11Eggert24Seinni 9 11Eggert20
12Haukur24  12Haukur18
13Raggi23Seinni 9 13Raggi16
14Haffi23  14Haffi14
15Reynir20  15Reynir12
16Sig.Egill16  16Sig.Egill10

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Maí 2017
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband