26. Júní - mót nr. 8 -.....Akranes

Það voru flottar aðstæður sem mættu HOS-spilurum þegar þeir mættu á Florida-SKAGANN í gærkvöldi.  Völlurinn í toppstandi, veðrið gott þó örlítill svali léti á sér kræla þegar líða tók á kvöldið.  Skor keppanda var bara nokkuð gott á þessum langa velli með mörgu glompunum.

Viktor nýtti sér fjarveru Jóa og tók toppsætið með því að sigra á sínu fyrsta móti á mótaröðinni.  Viktor hefur verið að spila vel það sem af er sumri og er vel að sigrinum kominn. Til lukku með sigurinnsmile.  Mætingarhlutfall Viktors er fullkomið og til eftirbreytni fyrir aðra wink.

Meistaramótsvikan er framundan í klúbbnum og hvetur Tíðindamaðurinn alla sem hafa tök á að taka þátt í þeirri veislu. Líklega er það besta golfkennsla sem til er og virkileg prófraun á raunverulega getu í þessu skemmtilega sporti.

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Viktor36 
2Tryggvi34 
3Halli339
4Hanna33 
5Hergeir329
6Haukur32 
7Reynir30 
8Eggert29 
9Raggi279
10Binni27 
11Ingvar26 
12Sig.Egill22 

 

Staðan:

SætiNafn8.mai15.mai22.mai29.mai5.jún12.jún19.jún26.júnSamtals
1Viktor2634383440382840278
2Jói40384038424024 262
3Hergeir28 34 46143832192
4Haffi1430304038 36 188
5Halli3428262832  36184
6Binni2432 32 323222174
7Eggert20 24 50183426172
8Tryggvi  36363622 38168
9Ingvar 3632  303020148
10-11Sig.Egill102028  362218134
10-11Hanna30   44 2634134
12Haukur18  3034 1830130
13Tommi3640   2016 112
14Sig.Óli2226 26 1620 110
15Óli3822  48   108
16-17Írunn32    2640 98
16-17Reynir12   3028 2898
18Raggi K.162422    2486
19Tóti     34  34
20Stefán     24  24

 


19. Júní - mót nr. 7 -.....Mosó

Það voru 13 öflugir mættir í 7unda mót ársins. Veðráttan lét ekki að sér hæða. Fyrri helmingurinn leikinn í steikjandi sól og hita en seinni helmingurinn í heimskautakulda. Menn létu þetta ekki á sig fá og skorið var með allra besta mótið. 

Hergeir og Írunn léku frábært golf og komu bæði inná 41 pkt. en Írunn hafði það á betri seinni 9.  Það var því vel við hæfi að Írunn sigraði á kvennafrídeginum !  Vel gert og til lukku með fyrsta sigurinn Írunnsmile. Ekki laust við að maður finni aðeins til með fyrsta HOS-meistaranum að skila inn 41 pkt. en ná ekki sigri. Það eru bara svo ógnarsterkir kylfingar á á þessari sterkustu mótaröð landsins. Haffi kom inná 39 pkt. og einhver tímann hefði það nú dugað til sigurs en ekki þetta kvöld, frábært skor engu að síður.

Jói er mannlegur eftir allt saman og steig niður til jarðar með talsverðum dynk á nýrri forgjöf. Viktor fylgir enn sem skuggi og tók nokkur stig á toppmanninn. Haffi er ekki svo langt undan og á inni mót á forystusauðina. Ég spái því að þetta verði meira spennandi í lok sumars en það lítur út fyrir að vera augnablikinu.

Nú er búið aðlaga forgjafarmálin að viðsnúnum velli og kom talsvert óvart hvernig hún raðaðist upp og hversu miklar breytingar hafa orðið á forgjafaröð holanna, en frábær breyting engu að síðurcool.

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Írunn419
2Hergeir41 
3Haffi39 
4Eggert34 
5Binni33 
6Ingvar31 
7Viktor309
8Hanna30 
9Jói28 
10Sig.Egill28 
11Sig.Óli27 
12Haukur25 
13Tommi22 

Staðan:

SætiNafn8.mai15.mai22.mai29.mai5.jún12.jún19.júnSamtals
1Jói40384038424024262
2Viktor26343834403828238
3Haffi1430304038 36188
4Hergeir28 34 461438160
5Binni2432 32 3232152
6Halli3428262832  148
7Eggert20 24 501834146
8Tryggvi  36363622 130
9Ingvar 3632  3030128
10Sig.Egill102028  3622116
11Tommi3640   2016112
12Sig.Óli2226 26 1620110
13Óli3822  48  108
14-15Haukur18  3034 18100
14-15Hanna30   44 26100
16Írunn32    264098
17Reynir12   3028 70
18Raggi K.162422    62
19Tóti     34 34
20Stefán     24 24

12. Júní - mót nr. 6 -.....Mosó

Það voru 14 mættir í sjötta mót sumarsins sem fór fram í dandalablíðu í Mosó. Í fyrsta sinn var leikið frá nýja skálanum á viðsnúnum velli. Eitthvað eru forgjafamálin í flækju en verður vonandi allt komið í lag innan tíðar. Tekin var ákvörðun að telja pkt. útfrá gamla vellinum og sátu því allir við sama borð. 

Maður kvöldsins var sem oft áður Jói Fel og kom inná enn einu ævintýralegu skorinu.  Hann verður kominn í meistarflokk á Meistaramóti klúbbsins eftir tæpan mánuð ef hann heldur svona áfram.  Mjög vel gert Jói og "keep going"wink.

Viktor fylgir honum eins og skugginn og ætlar sér stóra hluti áður yfir lýkur.  Þeir kappar eru með fullt hús í mætingu og eru hálfnaðir á leiðinni en 12 mót munu telja þetta árið áður en kemur að lokamóti.

Tveir nýjir kappar mættu til leiks og stóðu sig með prýði.  Virkilega gaman að sjá Tóta Bjöss mættan með 2-járnið sem enginn getur slegið með nema hann laughing.

Sigurður Egill vaknaði loks til lífsins eftir æfingabúðir í Þýskalandi og kom inn á flottu skori. Af öðrum æfingaferðum er það að frétta að mótstjóri vor, Halli Hizbolla er staddur á Spáni og er að gera mjög góða hluti þar á "Tour de Spain-röðinni" sem er mótaröð fyrir "semi-slompaða" sumarfrísspilara, inntökuskilyrði er a.m.k. 3 G&T, 5 San Migel eða 1 líters kanna af Sangria áður en leikur hefst cool.

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Jói44 
2Viktor35 
3Sig.Egill339
4Tóti33 
5Binni319
6Ingvar31 
7Reynir30 
8Írunn279
9Stefán27 
10Tryggvi27 
11Tommi26 
12Eggert25 
13Sig.Óli239
14Hergeir23 

 

Staðan:

SætiNafn8.mai15.mai22.mai29.mai5.jún12.júnSamtals
1Jói403840384240238
2Viktor263438344038210
3Haffi1430304038 152
4Halli3428262832 148
5Tryggvi  36363622130
6Hergeir28 34 4614122
7Binni2432 32 32120
8Eggert20 24 5018112
9Óli3822  48 108
10Ingvar 3632  3098
11Tommi3640   2096
12Sig.Egill102028  3694
13Sig.Óli2226 26 1690
14Haukur18  3034 82
15Hanna30   44 74
16Reynir12   302870
17Raggi K.162422   62
18Írunn32    2658
19Tóti     3434
20Stefán     2424

5. Júní - RISAmót nr. 5 -.....Mosó

Það voru flottar aðstæður í fyrsta RISA-móti ársins. Steikjandi sól og góðviðri en svo rauk hann upp af og til, svona til að kæla menn niðurcool.

Vonast hafði verið eftir að leikið yrði frá nýja skálanum en þar sem frestun hefur orðið á opnun voru menn mættir til leiks á gamla staðinn....svona til að njóta í síðasta skipti (?) 19ándu á pallinum í frábæru sumarveðri.

Maður kvöldsins og fyrsti RISA-meistari ársins var Málarinn geðprúði, Eggert Stjórnarformaður Forseti Sverrisson. Hann fór hamförum á vellinum og skilaði 37 pkt. í hús og lækkun á forgjöf. Vel gert Eggi og til lukku með árangurinn.  Tíðindamaðurinn telur víst að karl sé vel vaknaður og til alls vís héðan í frá wink.

Atvik kvöldsins var að sögn á 18ándu braut þegar Tryggvi kláraði boltana sína í vatnið og víðar. Þá kom sér vel að stór göt voru á vösum meðspilara hans þ.a. TT gat klárað hringinn. Tryggvi hefur reykspólað af stað eftir að hann mætti í mótið og er strax búinn að koma sé fyrir í efri hlutanum. Það má segja að hann sé áskrifandi að 36 stigum í hverju móti laughing.

Jói er enn límdur í toppsætinu og Viktor fylgir honum eins og skuggi.

Aðrir þurfa að fara að girða sig í brók og koma sér í gírinn...embarassed

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Eggert37 
2Óli35 
3Hergeir32 
4Hanna319
5Jói31 
6Viktor299
7Haffi29 
8Tryggvi279
9Haukur27 
10Halli26 
11Reynir25 

 

Staðan:

SætiNafn8.mai15.mai22.mai29.mai5.júnSamtals
1Jói4038403842198
2Viktor2634383440172
3Haffi1430304038152
4Halli3428262832148
5-7Tryggvi  363636108
5-7Hergeir28 34 46108
5-7Óli3822  48108
8Eggert20 24 5094
9Binni2432 32 88
10Haukur18  303482
11Tommi3640   76
12-13Sig.Óli2226 26 74
12-13Hanna30   4474
14Ingvar 3632  68
15Raggi K.162422  62
16Sig.Egill102028  58
17Reynir12   3042
18Írunn32    32

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Júní 2017
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 67584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband