Leikmaður númer 6 á HOS Florida 2014

Þá kynnum við til leiks, hinn risann á Florida, Ragnar Lárus Kristjánsson.  Þessi stóri og stæðilegi leikmaður hefur nú tekið golfið föstum tökum eftir þrolausa vinnu í Básum árum saman.  Hann er nú að berjast við bakið á sér þessa dagana og sækir sálfræði tíma til Reynis Stefánss á hverjum degi fyrir ferðina.  Sögur segja að hann sé allur að réttast við enda með mjög færan sálfræðing.  Ég læt flakka með fyrra lýsingar af Ragnari fyrir Spánarferð forðum.

Næstur á mælendaskrá er stóri maður með gælunöfnin – Ragnar Lárus Kristjánsson.  Hann er 4 Snuddan af 5 sem við kynnum til leiks.  Ragnar er alinn upp í Álftamýrinni og er mikill Framari og situr þar í stjórn.  Ragnar er mikill húmoristi og grínisti og hugsa ég að hann taki við hlutverkinu af Jóni Ara að bulla í mönnum.  Hann kemur úr handboltanum og spilaði þar sem línumaður.  Hann var sérstakur áhugamaður á yngri árum að fá æfingaleiki við meistaraflokk kvenna, wonder why, allavegana voru sumar blokkeringarnar ansi skrýtnar og ólöglegar.  Pilturinn spilaði  með öllum yngri landsliðum Íslands og spilaði nokkur ár í meistaraflokki Fram en endaði ferilinn í Breiðablik með fararstjóranum og Geira Hallsteinss.  Hann skoraði ófá mörkin úr hraðupphlaupum og lang fyrstur fram, en ástæðan var vanalega sú að hann var lengi að koma sér í vörn og við búnir að vinna boltann aftur.  Einnig var hann einn af fáum leikmönnum á Íslandi sem notaði harpix bara í vörn, enda margir mótherjar skrautlegir í framan eftir leik.  Þetta er fyrsta ferðin sem Ragnar kemur með okkur í golferð en hann hefur þó farið styttri ferðir til Englands.  Hann hefur ekki mikið verið að flagga sveiflunni undanfarin ár og er eini Íslendingurinn sem er í Golfklúbbi Bása en þess ber að geta að hann er klúbbmeistari þar frá árinu 2008 og unnið öll árin síðan.  Hann kom með þá hugmynd í gær að hafa lokamót SnuddHaren í Básum á næsta ári.  Hann kom þó sterkur inn í sumar og spilaði grimmt með okkur.  Virkilega ánægjulegt að sjá karlinn kominn á Mosó völlinn.  Þó forgjöfin sé ennþá há hefur hann alla burði til að ná góðum árangri og lækka hratt.   Það er ekki hægt að sleppa því að minnast á golfsýninguna sem hann setti upp fyrir austan á Neistaflugsgolfmótinu um verslunarmannahelgina.  Á einni brautinni þurfti að skjóta yfir ánna yfir á greenið, ca 100 metra högg (50 metra yfir ánna).  Ég var í hollinu á eftir honum og biðum við í 20 mínútur eftir að sýningu myndi ljúka.  Það fóru 12 bolta í ánna en einnig var fullt af fólki í klúbbhúsinu og varð vitni af sýningunni.  Eldri maður var með mér í holli og komst hann skemmtilega að orði „þetta verður ansi dýrt fyrir hann“.

 Eins og ég nefndi áður hefur hann fullt af gælunöfnin eins og sjá má í viðtalinu við hann.  Eitt viðurnefnið er lakkskórinn en hann mæti í leik í útandeildinni í fótbolta á sunndagsmorgni kl. 9 en var rekinn út af eftir 5 mínútna leik fyrir að vera í lakkskóm en hann var að koma beint af djamminu.  Hann á fleiri afrek á knattspyrnuvellinum en hann er gamall Íslandsmeistari í yngri flokkum.  Skemmtilegt atvik var líka þegar hann hreinsaði einu sinni frá að boltinn fór svo hátt upp í loftið að viðbótartíminn var 6 mínútur.

Fullt nafn:  Ragnar Lárus Kristjánsson

Gælunafn:  mörg í gegnum tíðina, á erfitt með að gera upp á milli

Hæð: 195 cm

Þyngd:  Aðeins of þungur – tek á því eftir ferðina  (5/2 kerfið hans Óla form)

Áhugamál: Allar íþróttir, í seinni tíð aðallega sem áhorfandi

Skóstærð:  47-48

Limastærð:  Breytileg, margir vilja meina að þetta sé í takti við skóstærð

Mottó:  Lifðu í lukku

Uppáhaldsfélagslið í ensku: Arsenal

Uppáhaldsfélagslið á Íslandi:  FRAM

Golfklúbbur: GKJ

Forgjöf: 30,9

Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft: 26,2 (þá skráði ég bara inn góðu hringina)

Besta skor á hring: 95

Flestir punktar á hring: 41

Vandræðalegasta golfmómentið: Fyrsta golfmótið á Grænanesvelli, þar sem Neistaflugsgolfmótið tafðist aðeins meðan undirritaður var að reyna að komast yfir Norðfjarðaránna á 8.braut

Uppáhaldsgolfvöllur: Grænanesvöllur

Tegund járnasett: Adams

Tegund driver: Ping

Tegund pútter: Man ekki – er með einn gamlan og góðan frá árinu 1987.  Mögulega nota ég tækifærið og fæ mér nýjan í ferðinni, þessi hefur ekki verið að virka og komin ágæt reynsla á hann.

Uppáhaldskylfan í pokanum: Sjöan

Lægsta skor á eina holu: 2

Hvernig gekk á HOS mótaröðinni 2014: Þetta var brekka eins og alltaf

Uppáhaldsleikmaður á HOS mótaröðinni:  Á erfitt með að gera upp á milli þessara snillinga.  Vilbergur Flóvent kom samt sterkur inn á mótaröðinni 2014.

Tommi eða Jenni: Þetta er eins og að biðja mann um að gera upp á milli barnanna sinna, það gerir maður ekki

Væntingar fyrir Florida 2014: Engar

Veistu hver er Tíðindamaður HOS mótaraðarinnar:  er það ekki Frú Hanna

Ertu með langan innkaupalista frá frúnni fyrir Florida ferðina: Eitthvað að bætast á listann þessa dagana

Þínar hugmyndir hvernig mótið muni þróast erlendis:   Svipað og hjá mínu liði í Pepsi deildinni í sumar – reddast samt allt fyrir rest.

Finnst þér að það eigi að leggja rassaboltarefsinguna niður:  Er ekki rétt að halda í fornar hefðir

Hrýtur þú: Aldrei orðið var við það

Hefur þú verið slæmur í baki: Já, allt of mikið Siggi minn – allt of mikið

Ef já, veistu ástæðuna fyrir því:  Doktor Reynir Stef hefur verið óspar á ráðleggingar, vinn nú eftir stífu prógrammi frá honum til að komast í lag fyrir ferð.

Ertu hræddur við krókódíla: Nei, það ættu allir að eiga einn

Mun Hemmi Haukss fara út fyrir rammann í ferðinni: Er Hemmi að fara með ????

Fararstjórinn óskar Hvíta hákarlinum góðs gengis og skemmtunar á Florida


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband