Leikmaður númer 5 á HOS Florida 2014

Þá er komið að mótstjóranum sjálfum frá HOS mótaröðinni, rándýr leikmaður.  Hann hefur haldið utan um mótaröðina hjá Snuddum og Haren í mörg ár og staðið sig með sóma.  Þetta er maðurinn sé fær sér rauðvín á föstudagskvöldum og sullar til klukkan 12 á miðnætti og er þá klár við tölvuna að skrá rástíma fyrir mánudagshópinn.  Vil nota tækifærið og þakka mótstjóranum þetta örláta starf, sem hefur verið leyst mjög vel af hendi.  Þá að pilti.  Hann kom sterkur inn á mótaröðinni í sumar og verið stigvaxandi.  Helstu fréttirnar eru þó þær að hann kláraði meistarmóti, 72 holur og gerði það með mikillil prýði og endaði í 2.sæti.  Innilega.  Hann spilaði svo besta hring lífsins í lokamótinu 81 högg og 41 punktur.

Ég er búin að lýsa Túkallinum svo oft að ég hendi inn fyrri lýsingu frá Spánarferð til upprifjunar

Jæja, þá er komið að mótstjóranum sjálfum, Haraldur Þór Gunnlaugsson.  Þetta er aðal driffjöðurinn í golfhópnum, heldur utan um mótin, mótafyrirkomulagið, skipulagið og öllu því sem tilheyrir.  Halli er líka eigandi af síðunni, sem við skrifum inná, en upphaflega ætlaði hann að nota hana til að skrá andlega íhugun sína en eini vinirnir sem skráðu sig á síðuna hjá honum voru Guðjón L. Og Vítamínið.  Nú er síðan orðin aðalvettvangurinn til að halda utan um golfferðir, golfskipulag og allt sem tengist golfinu hjá Snuddu Haren.    Haraldur er enn einn Framarinn í hópnum, og enn ein handboltastjarnan í hópnum.  Hann er mikill spilamaður, margfaldur Íslandsmeistari í lokuðum bridge með fjórum laufum, 8 faldur bikarmeistari í félagsvist án atrennu og nú síðast Íslandsmeistari Tottenham klúbbsins í Olsen Olsen.   Hann þykir mjög lunkinn með allt sem hann setur í hendurnar á sér, sama hvort það sé kylfa, spil, spaðar eða kjuði.   Haraldur hefur farið í ófáar golferðirnar með okkur.  Fyrst með Haren hópnum og svo hefur hann einnig farið í eina Snuddu ferð og það var akkúrat á Oasis Plantio fyrir 2 árum.  Hann hefur séð um tónlistina í þessum ferðum við góðan orðstír fram af kvöldi , en það er þó ekki jafn fjölmennt á dansgólfinu undir morgun, þegar hann byrjar á Sigurrós………  Eitthvað hefur heyrst að undirbúningurinn gangi illa hjá mótstjóranum þar sem hann eigi við eymsli að stríða.  Grunar þó að hann sé að beita einhver herkænsku hérna.    Ef einhver sér Halla vera að leika MR. BEAN á kvöldin, þá er hann ekki að því, hann verður svona haltur og ráfar um eftir nokkra drykki.   Vinsamlegast styðjið við hann ef þið verðið vitni af þessu.  Halli mun halda utan um allt mótafyrirkomulag úti og hefur hann nú þegar sent dagskrána.  Halli er mikill golfsnillingur og leiddi mótaröðina lengi vel fram að lokamóti í Borgarnesi, þar sem hann reið ekki feitum hesti, enda með hugann við norskar raflagnir. 

Hitti svo kauða þar sem hann var að kenna golf í Básum.  Námskeiðið sem hann stýrir þar er fyrir SHANK hópa.

 

Haraldur Þór Gunnlaugsson

Gælunafn

Túkallinn, Hipphopp Halli og ýmislegt fleira

Hæð

Passinn segir ennþá 178 cm en ég kvíð fyrir að fá nýjan passa

Þyngd

Líklega eittvað 10-15 kílóum yfir kjörþyngd, en mikið svakalega er ég stórbeinóttur.

Áhugamál

Passa að bakið sé í lagi, Sjá Liverpool tapa, golf, bridge, squash, badminton (hnit), billi og margt fleira

Skóstærð

Tveimur númerum stærri en konuleggurinn á Hegga

Limastærð

Lítil tippi lengjast mest

Mottó

Lífið er yndislegt

Uppáhaldsfélagslið í ensku

Tottenham

Uppáhaldsfélagslið á Íslandi

Fram

Golfklúbbur:

Kjölur

Forgjöf

Eftir nýjasta hittið 14.4

Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft

14.4

Besta skor á hring

81 högg

Flestir punktar á hring

47 punktar líklega annað árið í golfi.

Vandræðalegasta golfmómentið

Þau eru mörg en ég náði því um daginn að eiga vindhögg og það er langt síðan síðast.

Uppáhaldsgolfvöllur

Haren Golfpark

Tegund járnasett

Cobra

Tegund driver

TaylorMade R7, en nýi TaylorMade SLDR er mættur á undan mér til Florida

Tegund pútter

Ping Anser

Uppáhaldskylfan í pokanum

Það er breytilegt en eins og hjá Sigga V þá eru fleygjárnin líklega í mestu uppáhaldi

Lægsta skor á eina holu:

Örn á par 4

Hvernig gekk á HOS mótaröðinni 2014

Náði 3 sæti eftir að báðir mótherjar mínir fengu of góða makkera í Texas miðað við hversu slappir þeir voru.

Uppáhaldsleikmaður á HOS mótaröðinni

Þeir eru nú ansi margir en líklega er það helst Ásinn og Tvisturinn.

Tommi eða Jenni

Jenni er svo mikið krútt!

Væntingar fyrir Florida 2014

Stefni á sigur á punktamótaröðinni og að spila á forgjöf a.m.k. 4 hringi.

Veistu hver er Tíðindamaður HOS mótaraðarinnar

Nei en hvar er Digger?

Ertu með langan innkaupalista frá frúnni fyrir Florida ferðina

Hann lengist stöðugt 

Þínar hugmyndir hvernig mótið muni þróast erlendis

Þetta á eftir að verða svakalega spennandi. Ef bakið á Ragga heldur þá á hann eftir að koma sterkur inn. Óli á eftir að kalla For a.m.k. 5 sinnum á hring, Reynir verður flottur ef hann slær í gegn og Siggi nær sínum 3. holu í höggi á árinu. Hemmi kemur sterkur inn og parar fjórar í röð og fær síðan einn fugl en tapar samt og Axel nær sínum besta hring.

Finnst þér að það eigi að leggja rassaboltarefsinguna niður

Ég myndi nú ekki sakna þeirra mikið en ef þær ætta þá missir maður úr hálftíma hlátur á dag þannig að ég er on!

Hrýtur þú

Það hefur aldrei böggað mig.

Hefur þú verið slæmur í baki

Var hjá kíró í tvö ár þangað til ég fékk uppljómun og fékk að vita hvaða tvær ástæður gætu legið að baki.

Ef já, veistu ástæðuna fyrir því

Já.

Ertu hræddur við krókódíla

Í huganum er ég hræddur en aldrei verið í návígi við þannig skeppnu.

Mun Hemmi Haukss fara út fyrir rammann í ferðinni

Ég ætla rétt að vona það.

 

Fararstjórinn óskar mótstjóranum góðs gengis og skemmtunar á Florida


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband