4.7.2017 | 11:47
3. júlí - mót nr. 9 -.....Brautarholt
Það voru 14 mættir á gullfallegan Brautarholtsvöll á Kjalarnesi í gærkvöldi. Fínasta veður var til golfiðkunar og flestir allkátir. Skor manna var svona og svona en völlurinn getur refsað ef menn slá ekki beint. Brautarholtið er ekki mjög langur völlur en skynsemin þarf að ráða ef ekki á að illa að fara. En hvenær ræður hún þegar menn eru að spila golf ?
Það voru forystusauðir mótsins sem tóku þetta með stæl og þurfti skrifstofubráðabana á 19ándu til að skera úr um sigurvegara. Annað mótið í röð sigrar Viktor á flottu skori og Jói, með nýtt PING-sett, hársbreidd á eftir. "Helvítis kylfurnar eru ekki að skila neinu" sagði Jói í lokin frekar svekktur með 34 pkt. . Þess má geta að Viktor var með 11 pkt. á fyrri 9 holunum en á fyrstu þrem holunum á seinni hring fékk hann 12 pkt. og var á -1 í höggleik! Hann endaði svo með 23 á seinni 9 sem er hraustlega gert. Til lukku með sigurinn Viktor
.
Annars voru fleiri "celeb" á vellinum þetta kvöld og rakst tíðindamaðurinn á fyrrum fyrirliða heimsmeistara Frakka, Didier Dechamps sem var þarna við leik. Lýsti hann mikilli ánægju með HOS-mótaröðina og hversu vel leikmenn hennar báru sig við leikinn eða með hans orðum "voulez vou...fokk you". Takk fyrir það Didier.
Úrslit kvöldsins:
Röð | Nafn | Pkt. | Bráðabanar |
1 | Viktor | 34 | 9 |
2 | Jói | 34 | |
3 | Haukur | 32 | |
4 | Hergeir | 31 | |
5 | Binni | 28 | |
6 | Sig.Egill | 26 | 3 |
7 | Eggert | 26 | |
8 | Reynir | 25 | 6 |
9 | Haffi | 25 | |
10 | Tóti | 23 | |
11 | Frikki | 22 | 9 |
12 | Tommi | 22 | |
13 | Raggi K. | 17 | |
14 | Sig.Óli | 8 |
Staðan:
Sæti | Nafn | 8.mai | 15.mai | 22.mai | 29.mai | 5.jún | 12.jún | 19.jún | 26.jún | 3.júl | Samtals |
1 | Viktor | 26 | 34 | 38 | 34 | 40 | 38 | 28 | 40 | 40 | 318 |
2 | Jói | 40 | 38 | 40 | 38 | 42 | 40 | 24 | 38 | 300 | |
3 | Hergeir | 28 | 34 | 46 | 14 | 38 | 32 | 34 | 226 | ||
4 | Haffi | 14 | 30 | 30 | 40 | 38 | 36 | 24 | 212 | ||
5 | Binni | 24 | 32 | 32 | 32 | 32 | 22 | 32 | 206 | ||
6 | Eggert | 20 | 24 | 50 | 18 | 34 | 26 | 28 | 200 | ||
7 | Halli | 34 | 28 | 26 | 28 | 32 | 36 | 184 | |||
8 | Tryggvi | 36 | 36 | 36 | 22 | 38 | 168 | ||||
9 | Haukur | 18 | 30 | 34 | 18 | 30 | 36 | 166 | |||
10 | Sig.Egill | 10 | 20 | 28 | 36 | 22 | 18 | 30 | 164 | ||
11 | Ingvar | 36 | 32 | 30 | 30 | 20 | 148 | ||||
12 | Hanna | 30 | 44 | 26 | 34 | 134 | |||||
13 | Tommi | 36 | 40 | 20 | 16 | 18 | 130 | ||||
14-15 | Sig.Óli | 22 | 26 | 26 | 16 | 20 | 14 | 124 | |||
14-15 | Reynir | 12 | 30 | 28 | 28 | 26 | 124 | ||||
16 | Óli | 38 | 22 | 48 | 108 | ||||||
17 | Raggi K. | 16 | 24 | 22 | 24 | 16 | 102 | ||||
18 | Írunn | 32 | 26 | 40 | 98 | ||||||
19 | Tóti | 34 | 22 | 56 | |||||||
20 | Stefán | 24 | 24 | ||||||||
21 | Frikki | 20 | 20 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2017 | 11:48
26. Júní - mót nr. 8 -.....Akranes
Það voru flottar aðstæður sem mættu HOS-spilurum þegar þeir mættu á Florida-SKAGANN í gærkvöldi. Völlurinn í toppstandi, veðrið gott þó örlítill svali léti á sér kræla þegar líða tók á kvöldið. Skor keppanda var bara nokkuð gott á þessum langa velli með mörgu glompunum.
Viktor nýtti sér fjarveru Jóa og tók toppsætið með því að sigra á sínu fyrsta móti á mótaröðinni. Viktor hefur verið að spila vel það sem af er sumri og er vel að sigrinum kominn. Til lukku með sigurinn. Mætingarhlutfall Viktors er fullkomið og til eftirbreytni fyrir aðra
.
Meistaramótsvikan er framundan í klúbbnum og hvetur Tíðindamaðurinn alla sem hafa tök á að taka þátt í þeirri veislu. Líklega er það besta golfkennsla sem til er og virkileg prófraun á raunverulega getu í þessu skemmtilega sporti.
Úrslit kvöldsins:
Röð | Nafn | Pkt. | Bráðabanar |
1 | Viktor | 36 | |
2 | Tryggvi | 34 | |
3 | Halli | 33 | 9 |
4 | Hanna | 33 | |
5 | Hergeir | 32 | 9 |
6 | Haukur | 32 | |
7 | Reynir | 30 | |
8 | Eggert | 29 | |
9 | Raggi | 27 | 9 |
10 | Binni | 27 | |
11 | Ingvar | 26 | |
12 | Sig.Egill | 22 |
Staðan:
Sæti | Nafn | 8.mai | 15.mai | 22.mai | 29.mai | 5.jún | 12.jún | 19.jún | 26.jún | Samtals |
1 | Viktor | 26 | 34 | 38 | 34 | 40 | 38 | 28 | 40 | 278 |
2 | Jói | 40 | 38 | 40 | 38 | 42 | 40 | 24 | 262 | |
3 | Hergeir | 28 | 34 | 46 | 14 | 38 | 32 | 192 | ||
4 | Haffi | 14 | 30 | 30 | 40 | 38 | 36 | 188 | ||
5 | Halli | 34 | 28 | 26 | 28 | 32 | 36 | 184 | ||
6 | Binni | 24 | 32 | 32 | 32 | 32 | 22 | 174 | ||
7 | Eggert | 20 | 24 | 50 | 18 | 34 | 26 | 172 | ||
8 | Tryggvi | 36 | 36 | 36 | 22 | 38 | 168 | |||
9 | Ingvar | 36 | 32 | 30 | 30 | 20 | 148 | |||
10-11 | Sig.Egill | 10 | 20 | 28 | 36 | 22 | 18 | 134 | ||
10-11 | Hanna | 30 | 44 | 26 | 34 | 134 | ||||
12 | Haukur | 18 | 30 | 34 | 18 | 30 | 130 | |||
13 | Tommi | 36 | 40 | 20 | 16 | 112 | ||||
14 | Sig.Óli | 22 | 26 | 26 | 16 | 20 | 110 | |||
15 | Óli | 38 | 22 | 48 | 108 | |||||
16-17 | Írunn | 32 | 26 | 40 | 98 | |||||
16-17 | Reynir | 12 | 30 | 28 | 28 | 98 | ||||
18 | Raggi K. | 16 | 24 | 22 | 24 | 86 | ||||
19 | Tóti | 34 | 34 | |||||||
20 | Stefán | 24 | 24 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2017 | 22:04
19. Júní - mót nr. 7 -.....Mosó
Það voru 13 öflugir mættir í 7unda mót ársins. Veðráttan lét ekki að sér hæða. Fyrri helmingurinn leikinn í steikjandi sól og hita en seinni helmingurinn í heimskautakulda. Menn létu þetta ekki á sig fá og skorið var með allra besta mótið.
Hergeir og Írunn léku frábært golf og komu bæði inná 41 pkt. en Írunn hafði það á betri seinni 9. Það var því vel við hæfi að Írunn sigraði á kvennafrídeginum ! Vel gert og til lukku með fyrsta sigurinn Írunn. Ekki laust við að maður finni aðeins til með fyrsta HOS-meistaranum að skila inn 41 pkt. en ná ekki sigri. Það eru bara svo ógnarsterkir kylfingar á á þessari sterkustu mótaröð landsins. Haffi kom inná 39 pkt. og einhver tímann hefði það nú dugað til sigurs en ekki þetta kvöld, frábært skor engu að síður.
Jói er mannlegur eftir allt saman og steig niður til jarðar með talsverðum dynk á nýrri forgjöf. Viktor fylgir enn sem skuggi og tók nokkur stig á toppmanninn. Haffi er ekki svo langt undan og á inni mót á forystusauðina. Ég spái því að þetta verði meira spennandi í lok sumars en það lítur út fyrir að vera augnablikinu.
Nú er búið aðlaga forgjafarmálin að viðsnúnum velli og kom talsvert óvart hvernig hún raðaðist upp og hversu miklar breytingar hafa orðið á forgjafaröð holanna, en frábær breyting engu að síður.
Úrslit kvöldsins:
Röð | Nafn | Pkt. | Bráðabanar |
1 | Írunn | 41 | 9 |
2 | Hergeir | 41 | |
3 | Haffi | 39 | |
4 | Eggert | 34 | |
5 | Binni | 33 | |
6 | Ingvar | 31 | |
7 | Viktor | 30 | 9 |
8 | Hanna | 30 | |
9 | Jói | 28 | |
10 | Sig.Egill | 28 | |
11 | Sig.Óli | 27 | |
12 | Haukur | 25 | |
13 | Tommi | 22 |
Staðan:
Sæti | Nafn | 8.mai | 15.mai | 22.mai | 29.mai | 5.jún | 12.jún | 19.jún | Samtals |
1 | Jói | 40 | 38 | 40 | 38 | 42 | 40 | 24 | 262 |
2 | Viktor | 26 | 34 | 38 | 34 | 40 | 38 | 28 | 238 |
3 | Haffi | 14 | 30 | 30 | 40 | 38 | 36 | 188 | |
4 | Hergeir | 28 | 34 | 46 | 14 | 38 | 160 | ||
5 | Binni | 24 | 32 | 32 | 32 | 32 | 152 | ||
6 | Halli | 34 | 28 | 26 | 28 | 32 | 148 | ||
7 | Eggert | 20 | 24 | 50 | 18 | 34 | 146 | ||
8 | Tryggvi | 36 | 36 | 36 | 22 | 130 | |||
9 | Ingvar | 36 | 32 | 30 | 30 | 128 | |||
10 | Sig.Egill | 10 | 20 | 28 | 36 | 22 | 116 | ||
11 | Tommi | 36 | 40 | 20 | 16 | 112 | |||
12 | Sig.Óli | 22 | 26 | 26 | 16 | 20 | 110 | ||
13 | Óli | 38 | 22 | 48 | 108 | ||||
14-15 | Haukur | 18 | 30 | 34 | 18 | 100 | |||
14-15 | Hanna | 30 | 44 | 26 | 100 | ||||
16 | Írunn | 32 | 26 | 40 | 98 | ||||
17 | Reynir | 12 | 30 | 28 | 70 | ||||
18 | Raggi K. | 16 | 24 | 22 | 62 | ||||
19 | Tóti | 34 | 34 | ||||||
20 | Stefán | 24 | 24 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2017 | 01:12
12. Júní - mót nr. 6 -.....Mosó
Það voru 14 mættir í sjötta mót sumarsins sem fór fram í dandalablíðu í Mosó. Í fyrsta sinn var leikið frá nýja skálanum á viðsnúnum velli. Eitthvað eru forgjafamálin í flækju en verður vonandi allt komið í lag innan tíðar. Tekin var ákvörðun að telja pkt. útfrá gamla vellinum og sátu því allir við sama borð.
Maður kvöldsins var sem oft áður Jói Fel og kom inná enn einu ævintýralegu skorinu. Hann verður kominn í meistarflokk á Meistaramóti klúbbsins eftir tæpan mánuð ef hann heldur svona áfram. Mjög vel gert Jói og "keep going".
Viktor fylgir honum eins og skugginn og ætlar sér stóra hluti áður yfir lýkur. Þeir kappar eru með fullt hús í mætingu og eru hálfnaðir á leiðinni en 12 mót munu telja þetta árið áður en kemur að lokamóti.
Tveir nýjir kappar mættu til leiks og stóðu sig með prýði. Virkilega gaman að sjá Tóta Bjöss mættan með 2-járnið sem enginn getur slegið með nema hann .
Sigurður Egill vaknaði loks til lífsins eftir æfingabúðir í Þýskalandi og kom inn á flottu skori. Af öðrum æfingaferðum er það að frétta að mótstjóri vor, Halli Hizbolla er staddur á Spáni og er að gera mjög góða hluti þar á "Tour de Spain-röðinni" sem er mótaröð fyrir "semi-slompaða" sumarfrísspilara, inntökuskilyrði er a.m.k. 3 G&T, 5 San Migel eða 1 líters kanna af Sangria áður en leikur hefst .
Úrslit kvöldsins:
Röð | Nafn | Pkt. | Bráðabanar |
1 | Jói | 44 | |
2 | Viktor | 35 | |
3 | Sig.Egill | 33 | 9 |
4 | Tóti | 33 | |
5 | Binni | 31 | 9 |
6 | Ingvar | 31 | |
7 | Reynir | 30 | |
8 | Írunn | 27 | 9 |
9 | Stefán | 27 | |
10 | Tryggvi | 27 | |
11 | Tommi | 26 | |
12 | Eggert | 25 | |
13 | Sig.Óli | 23 | 9 |
14 | Hergeir | 23 |
Staðan:
Sæti | Nafn | 8.mai | 15.mai | 22.mai | 29.mai | 5.jún | 12.jún | Samtals |
1 | Jói | 40 | 38 | 40 | 38 | 42 | 40 | 238 |
2 | Viktor | 26 | 34 | 38 | 34 | 40 | 38 | 210 |
3 | Haffi | 14 | 30 | 30 | 40 | 38 | 152 | |
4 | Halli | 34 | 28 | 26 | 28 | 32 | 148 | |
5 | Tryggvi | 36 | 36 | 36 | 22 | 130 | ||
6 | Hergeir | 28 | 34 | 46 | 14 | 122 | ||
7 | Binni | 24 | 32 | 32 | 32 | 120 | ||
8 | Eggert | 20 | 24 | 50 | 18 | 112 | ||
9 | Óli | 38 | 22 | 48 | 108 | |||
10 | Ingvar | 36 | 32 | 30 | 98 | |||
11 | Tommi | 36 | 40 | 20 | 96 | |||
12 | Sig.Egill | 10 | 20 | 28 | 36 | 94 | ||
13 | Sig.Óli | 22 | 26 | 26 | 16 | 90 | ||
14 | Haukur | 18 | 30 | 34 | 82 | |||
15 | Hanna | 30 | 44 | 74 | ||||
16 | Reynir | 12 | 30 | 28 | 70 | |||
17 | Raggi K. | 16 | 24 | 22 | 62 | |||
18 | Írunn | 32 | 26 | 58 | ||||
19 | Tóti | 34 | 34 | |||||
20 | Stefán | 24 | 24 |
Íþróttir | Breytt 20.6.2017 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2017 | 12:09
5. Júní - RISAmót nr. 5 -.....Mosó
Það voru flottar aðstæður í fyrsta RISA-móti ársins. Steikjandi sól og góðviðri en svo rauk hann upp af og til, svona til að kæla menn niður.
Vonast hafði verið eftir að leikið yrði frá nýja skálanum en þar sem frestun hefur orðið á opnun voru menn mættir til leiks á gamla staðinn....svona til að njóta í síðasta skipti (?) 19ándu á pallinum í frábæru sumarveðri.
Maður kvöldsins og fyrsti RISA-meistari ársins var Málarinn geðprúði, Eggert Stjórnarformaður Forseti Sverrisson. Hann fór hamförum á vellinum og skilaði 37 pkt. í hús og lækkun á forgjöf. Vel gert Eggi og til lukku með árangurinn. Tíðindamaðurinn telur víst að karl sé vel vaknaður og til alls vís héðan í frá .
Atvik kvöldsins var að sögn á 18ándu braut þegar Tryggvi kláraði boltana sína í vatnið og víðar. Þá kom sér vel að stór göt voru á vösum meðspilara hans þ.a. TT gat klárað hringinn. Tryggvi hefur reykspólað af stað eftir að hann mætti í mótið og er strax búinn að koma sé fyrir í efri hlutanum. Það má segja að hann sé áskrifandi að 36 stigum í hverju móti .
Jói er enn límdur í toppsætinu og Viktor fylgir honum eins og skuggi.
Aðrir þurfa að fara að girða sig í brók og koma sér í gírinn...
Úrslit kvöldsins:
Röð | Nafn | Pkt. | Bráðabanar |
1 | Eggert | 37 | |
2 | Óli | 35 | |
3 | Hergeir | 32 | |
4 | Hanna | 31 | 9 |
5 | Jói | 31 | |
6 | Viktor | 29 | 9 |
7 | Haffi | 29 | |
8 | Tryggvi | 27 | 9 |
9 | Haukur | 27 | |
10 | Halli | 26 | |
11 | Reynir | 25 |
Staðan:
Sæti | Nafn | 8.mai | 15.mai | 22.mai | 29.mai | 5.jún | Samtals |
1 | Jói | 40 | 38 | 40 | 38 | 42 | 198 |
2 | Viktor | 26 | 34 | 38 | 34 | 40 | 172 |
3 | Haffi | 14 | 30 | 30 | 40 | 38 | 152 |
4 | Halli | 34 | 28 | 26 | 28 | 32 | 148 |
5-7 | Tryggvi | 36 | 36 | 36 | 108 | ||
5-7 | Hergeir | 28 | 34 | 46 | 108 | ||
5-7 | Óli | 38 | 22 | 48 | 108 | ||
8 | Eggert | 20 | 24 | 50 | 94 | ||
9 | Binni | 24 | 32 | 32 | 88 | ||
10 | Haukur | 18 | 30 | 34 | 82 | ||
11 | Tommi | 36 | 40 | 76 | |||
12-13 | Sig.Óli | 22 | 26 | 26 | 74 | ||
12-13 | Hanna | 30 | 44 | 74 | |||
14 | Ingvar | 36 | 32 | 68 | |||
15 | Raggi K. | 16 | 24 | 22 | 62 | ||
16 | Sig.Egill | 10 | 20 | 28 | 58 | ||
17 | Reynir | 12 | 30 | 42 | |||
18 | Írunn | 32 | 32 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2017 | 11:12
29. maí - mót nr. 4 -.....Mosó
Það voru 8 ljónsprækir mættir í Mosan í gærkvöldi til að berjast um stigin dýrmætu. Fínasta veður var en helvíti blautt og allir gegndrepa þegar þeir komu inn og iljuðu sér í síðasta skipti við einn kaldann, í gamla golfskálanum. Það fór svo að maður dagsins var Haffi frændi sem raðaði inn 35 pkt. og var í raun drullusvekktur að hafa ekki náð lækkun. Sá kunni aldeilis vel við sig í "Manchester City-rigningunni". Vel gert og til hamingju Haffi .
Jói með enn einn stórleikinn en pkt.söfnunin fer þó lækkandi og telst nú eðlileg! Binni átti flott móment þegar hann náði með sinni einstöku tækni að láta boltann fleyta kerlingar á tjörninni við 17/18 braut þ.a. að hann skaust uppá bakkann hinumegin. Það eru ekki margir á túrnum sem geta leikið þetta eftir.
Næsta mót verður væntanlega leikið frá nýja golfskálanum og hver veit nema það hafi sálfræðileg áhrif á margan kylfinginn að byrja á núverandi 13. holu, hef þá sérstaklega í huga Sigga sjank og alla hina sem eru að berjast við sveifluna. Þetta kemur allt í ljós en þangað til...allir í stuði .
Úrslit kvöldsins:
Röð | Nafn | Pkt. | Bráðabanar |
1 | Haffi | 35 | |
2 | Jói | 33 | |
3 | Tryggvi | 30 | |
4 | Viktor | 28 | 9 |
5 | Binni | 28 | |
6 | Haukur | 26 | |
7 | Halli | 24 | |
8 | Sig.Óli | 16 |
Staðan:
Sæti | Nafn | 8.mai | 15.mai | 22.mai | 29.mai | Samtals |
1 | Jói | 40 | 38 | 40 | 38 | 156 |
2 | Viktor | 26 | 34 | 38 | 34 | 132 |
3 | Halli | 34 | 28 | 26 | 28 | 116 |
4 | Haffi | 14 | 30 | 30 | 40 | 114 |
5 | Binni | 24 | 32 | 32 | 88 | |
6 | Tommi | 36 | 40 | 76 | ||
7 | Sig.Óli | 22 | 26 | 26 | 74 | |
8 | Tryggvi | 36 | 36 | 72 | ||
9 | Ingvar | 36 | 32 | 68 | ||
10-11 | Hergeir | 28 | 34 | 62 | ||
10-11 | Raggi K. | 16 | 24 | 22 | 62 | |
12 | Óli | 38 | 22 | 60 | ||
13 | Sig.Egill | 10 | 20 | 28 | 58 | |
14 | Haukur | 18 | 30 | 48 | ||
15 | Eggert | 20 | 24 | 44 | ||
16 | Írunn | 32 | 32 | |||
17 | Hanna | 30 | 30 | |||
18 | Reynir | 12 | 12 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2017 | 09:50
22. maí - mót nr. 3 -.....Mosó
10 toppspilarar mættir til leiks í 3.mót ársins. Ágætis hlýja í lofti en svolítill blástur. Bakarinn er heldur betur að láta til sín taka og sigrar á annað skiptið af þremur. Komið með kampavínið, jakkann og vindil handa manninum eða hvað? Hafa aðrir sagt sitt síðasta? Held ekki. Sagan segir að mótið er ekki búið fyrr en feita konan hefur sungið sitt síðasta lag. En engu að síður er þetta gríðarsterk byrjun hjá Kappanum. Vel gert Jói.
Næsta mánudag verður völlurinn leikin í síðasta sinn á núverandi hátt þar sem nýtt klúbbhús verður tekið í gagnið daginn eftir og vellinum snúið þ.a. núverandi 13. hola verður sú fyrsta í framtíðinni. Þetta gæti kannski haft áhrif á "skrifstofubráðabana" framtíðarinnar, hver veit ?
Úrslit kvöldsins:
Röð | Nafn | Pkt. | Bráðabanar |
1 | Jói | 39 | |
2 | Viktor | 35 | |
3 | Tryggvi | 30 | 9 |
4 | Hergeir | 30 | |
5 | Ingvar | 30 | |
6 | Haffi | 29 | |
7 | Sig.Egill | 25 | |
8 | Halli | 22 | |
9 | Eggert | 21 | |
10 | Raggi K. | 15 |
Staðan:
Sæti | Nafn | 8.mai | 15.mai | 22.mai | Samtals |
1 | Jói | 40 | 38 | 40 | 118 |
2 | Viktor | 26 | 34 | 38 | 98 |
3 | Halli | 34 | 28 | 26 | 88 |
4 | Tommi | 36 | 40 | 76 | |
5 | Haffi | 14 | 30 | 30 | 74 |
6 | Ingvar | 36 | 32 | 68 | |
7 | Hergeir | 28 | 34 | 62 | |
8 | Raggi K. | 16 | 24 | 22 | 62 |
9 | Óli | 38 | 22 | 60 | |
10 | Sig.Egill | 10 | 20 | 28 | 58 |
11 | Binni | 24 | 32 | 56 | |
12 | Sig.Óli | 22 | 26 | 48 | |
13 | Eggert | 20 | 24 | 44 | |
14 | Tryggvi | 36 | 36 | ||
15 | Írunn | 32 | 32 | ||
16 | Hanna | 30 | 30 | ||
17 | Haukur | 18 | 18 | ||
18 | Reynir | 12 | 12 |
Íþróttir | Breytt 24.5.2017 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2017 | 08:40
15.maí - mót nr. 2-.....Mosó
Það voru 11 kátir karlar mættir á Hlíðavöll í annað mót ársins. Tíðindamaðurinn var ekki á staðnum og þurfti því treysta á Telefax frá Reuters-fréttastofunni varðandi fréttir af mótinu. En semsagt mótið fór allvel fram við ágætis veðuraðstæður. Tommi var maður kvöldsins og náði forgjafarlækkun, vel gert Tommi . Tommi hefur verið að spila gríðarlega vel í þessu fyrstu mótum ársins og virðist til alls líklegur í sumar. Nýliðinn, Jói, heldur áfram að gera vel og heldur toppsætinu þó pkt.-skorið hafi lækkað aðeins frá fyrsta móti, líklega kominn með skráða forgjöf núna
.
Ef rýnt er í stöðutöfluna þá sér maður t.d. að "Defending Champion", Halli, er búinn að koma sér vel fyrir í efri hlutanum og bíður átekta eins og köttur sem hefur komið auga á bráð. Það má líka sjá að gamlir Meistarar og Risar steinsofa ennþá en enginn skyldi vanmeta þá því það verða læti þegar þeir vakna.
Úrslit kvöldsins:
Röð | Nafn | Pkt. | Bráðabanar |
1 | Tommi | 37 | |
2 | Jói | 34 | |
3 | Ingvar | 32 | |
4 | Viktor | 31 | |
5 | Binni | 29 | |
6 | Haffi | 27 | |
7 | Halli | 26 | |
8 | Sig.Óli | 25 | |
9 | Raggi | 24 | Seinni 9 |
10 | Óli | 24 | |
11 | Sig.Egill | 20 |
Staðan:
Sæti | Nafn | 8.mai | 15.mai | Samtals |
1 | Jói | 40 | 38 | 78 |
2 | Tommi | 36 | 40 | 76 |
3 | Halli | 34 | 28 | 62 |
4 | Óli | 38 | 22 | 60 |
5 | Viktor | 26 | 34 | 60 |
6 | Binni | 24 | 32 | 56 |
7 | Sig.Óli | 22 | 26 | 48 |
8 | Haffi | 14 | 30 | 44 |
9 | Raggi K. | 16 | 24 | 40 |
10 | Ingvar | 36 | 36 | |
11 | Írunn | 32 | 32 | |
12 | Hanna | 30 | 30 | |
13 | Sig.Egill | 10 | 20 | 30 |
14 | Hergeir | 28 | 28 | |
15 | Eggert | 20 | 20 | |
16 | Haukur | 18 | 18 | |
17 | Reynir | 12 | 12 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2017 | 10:15
8.maí - mót nr. 1 -...Mosó
Þá erum við lagðir af stað enn eitt árið með HOS-lestina. Fyrsta mót sumarsins var haldið skv. venju á Hlíðavelli í Mosó. Veðrið var í svalari kantinum og kalsablástur. Það gerði það að verkum að leikmenn, áttu í talsverðum erfiðleikum með boltaflug og spuna. Annars lítur völlurinn vel út og allar líkur eru á að flatir verði með allra besta móti í sumar.
Það var greinilega mikill spenningur í mönnum og voru 16 manns voru mættir í þetta fyrsta mót. Eins og gengur þá var skorið af öllum stærðum og gerðum en eins og alltaf kom einn, sá og sigraði og í gærkvöldi var það nýji liðsmaðurinn á mótaröðinni, Jói Fel. Það víst hægt að segja með réttu að hann hafi tekið okkur í bakaríið, slíkir voru yfirburðirnir. Glæsileg byrjun Jói og haltu áfram að bæta þig.
Aðstæður buðu ekki uppá kaldann á 19ándu í þetta sinn en í nánustu framtíð munum við njóta 19ándu á nýjum og flottum stað. Vert er að geta þess að í gamla skálanum er hægt að fá á hálfvirði, útrunnið Coke og Jólabjór. H.Elíasson lét þetta tilboð ekki framjá sér fara
Áríðandi tilkynning:
Ákveðið hefur verið að breyta stigagjöfinni í sumar þ.a:
40 stig verða í boði í fyrir sigurvegara og síðan með 2ja stiga millibili niður fyrir hina.
Risamót gefur síðan 50 stig með 2ja stiga millibili.
12 bestu mótin gilda (voru 10 í fyrra) og síðan eins og alltaf bætast stigin í lokamótinu við það.
Lokamótið verður Laugardaginn 2. september....punktur!
Úrslit kvöldsins og staða:
Röð | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Sæti | Nafn | 8.mai | |
1 | Jói | 44 | 1 | Jói | 40 | ||
2 | Óli | 36 | 2 | Óli | 38 | ||
3 | Tommi | 32 | 3 | Tommi | 36 | ||
4 | Halli | 30 | Seinni 9 | 4 | Halli | 34 | |
5 | Írunn | 30 | 18.hola | 5 | Írunn | 32 | |
6 | Hanna | 30 | 6 | Hanna | 30 | ||
7 | Hergeir | 28 | 7 | Hergeir | 28 | ||
8 | Viktor | 27 | 8 | Viktor | 26 | ||
9 | Binni | 26 | 9 | Binni | 24 | ||
10 | Sig.Óli | 25 | 10 | Sig.Óli | 22 | ||
11 | Eggert | 24 | Seinni 9 | 11 | Eggert | 20 | |
12 | Haukur | 24 | 12 | Haukur | 18 | ||
13 | Raggi | 23 | Seinni 9 | 13 | Raggi | 16 | |
14 | Haffi | 23 | 14 | Haffi | 14 | ||
15 | Reynir | 20 | 15 | Reynir | 12 | ||
16 | Sig.Egill | 16 | 16 | Sig.Egill | 10 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2016 | 21:59
8. Okt...mót nr. 21. Lokamót HOS-2016. -Mosó-
Það voru 8 grjótharðir mættir í lokamót HOS-2016 sem haldið var á Hlíðavelli í Mosó þetta árið. Aðstæður voru krefjandi svo ekki sé meira sagt. Ágætishiti í lofti m.v. árstíma en Kári blés kröftuglega. Menn alls óvanir svona vindi eftir frábært sumar í dandalablíðu. Alls voru 70 stig í boði fyrir sigur í tveimur í keppnum. 40 stig fyrir einstaklingskeppni og 30 stig fyrir liðakeppni. Raðað var í liðin eftir stöðu keppanda fyrir mótið (efsti og neðsti o.s.frv). Haffi frændi kom sá og sigraði og tók öll 70 stigin sem í boði voru. Haffi lék frábært golf og skoraði 32 pkt. í erfiðum aðstæðum. Virkilega vel gert Haffi og stubbaknús á kallinn sem mætti með "glutemus maximus" pinnstífan eftir erfiða morgunæfingu í ræktinni.
Eftir 21 mót og mótaröð sem teygði sig yfir heila 5 mánuði þá réðust loks úrslitin í dag. Eins og alltaf hefur verið lagt upp með þá skiptir lokamótið mjög miklu máli og hefur mótanefndin lagt mikið uppúr því að sem flestir geti átt möguleika þegar að því kemur. En auðvitað skiptir miklu máli að koma sér vel fyrir áður en að því kemur.
Og þá er komið að því að segja;
"The champion golfer of the year with score of 349 points and winner of the checked blazer with the sueded elbow-pads is"....
HARALDUR ÞÓR GUNNLAUGSSON
Úrslit dagsins:
Einstaklingskeppni | Liðakeppni | Úrslit dagsins | |||||||||||
Röð | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig | Röð | Lið | Pkt | Bráðabanar | Stig | Stig úr lokamóti | |||
1 | Haffi | 32 | 40 | 1 | Haffi / Halli | 38 | 30 | Haffi | 70 | ||||
2 | Eggert | 29 | 9 | 37 | 2 | Raggi / Viktor | 36 | 6 | 27 | Viktor | 61 | ||
3 | Viktor | 29 | 34 | 3 | Tommi / Haukur | 36 | 24 | Eggert | 58 | ||||
4 | Tommi | 27 | 31 | 4 | Siggi / Eggert | 34 | 21 | Halli | 55 | ||||
5 | Sig.Egill | 26 | 28 | Tommi | 55 | ||||||||
6 | Halli | 24 | 25 | Sig.Egill | 49 | ||||||||
7 | Raggi L. | 22 | 22 | Raggi L. | 49 | ||||||||
8 | Haukur | 21 | 19 | Haukur | 43 |
Lokastaða HOS-2016:
Sæti | Nafn | 2.maí | 9.maí | 16.maí | 23.maí | 30.maí | 6.júní | 13.júní | 20.júní | 27.júní | 4.júlí | 11.júlí | 18.júlí | 25.júlí | 1.ágúst | 5.ágúst | 8.ágúst | 15.ágúst | 22.ágúst | 29.ágúst | 5.sept. | Samtals | 10 bestu | 8.okt Lokamót | Samtals |
1 | Halli | 20 | 22 | 28 | 25 | 28 | 30 | 29 | 40 | 40 | 26 | 24 | 24 | 336 | 294 | 55 | 349 | ||||||||
2 | Eggert | 29 | 27 | 20 | 26 | 26 | 27 | 28 | 30 | 29 | 22 | 27 | 27 | 38 | 20 | 24 | 25 | 425 | 288 | 58 | 346 | ||||
3 | Haukur | 30 | 29 | 27 | 28 | 22 | 27 | 28 | 27 | 34 | 23 | 26 | 30 | 26 | 24 | 28 | 34 | 443 | 295 | 43 | 338 | ||||
4 | Raggi L.Kr. | 25 | 21 | 25 | 29 | 25 | 29 | 28 | 28 | 30 | 34 | 30 | 21 | 30 | 19 | 374 | 288 | 49 | 337 | ||||||
5 | Viktor | 27 | 23 | 21 | 26 | 24 | 29 | 26 | 18 | 36 | 19 | 26 | 28 | 303 | 266 | 61 | 327 | ||||||||
6 | Haffi | 23 | 30 | 29 | 23 | 20 | 28 | 27 | 23 | 25 | 25 | 253 | 253 | 70 | 323 | ||||||||||
7 | Sig. Egill | 21 | 24 | 23 | 24 | 21 | 25 | 29 | 26 | 24 | 28 | 26 | 30 | 26 | 327 | 261 | 49 | 310 | |||||||
8 | Tommi | 24 | 26 | 24 | 29 | 21 | 26 | 25 | 19 | 28 | 20 | 16 | 23 | 23 | 21 | 325 | 249 | 55 | 304 | ||||||
9 | Tryggvi | 19 | 26 | 28 | 40 | 27 | 27 | 28 | 29 | 24 | 32 | 29 | 28 | 27 | 32 | 396 | 300 | 300 | |||||||
10 | Binni | 22 | 28 | 22 | 30 | 29 | 20 | 38 | 18 | 26 | 25 | 22 | 22 | 27 | 27 | 40 | 396 | 292 | 292 | ||||||
11 | Hanna | 25 | 22 | 20 | 22 | 36 | 30 | 28 | 34 | 29 | 36 | 282 | 282 | 282 | |||||||||||
12 | Reynir | 27 | 22 | 25 | 20 | 25 | 28 | 38 | 20 | 29 | 23 | 257 | 257 | 257 | |||||||||||
13 | Hergeir | 27 | 26 | 24 | 21 | 23 | 36 | 14 | 30 | 38 | 239 | 239 | 239 | ||||||||||||
14 | Ingvar | 20 | 24 | 30 | 16 | 22 | 30 | 18 | 22 | 20 | 30 | 232 | 232 | 232 | |||||||||||
15 | Sig. Óli | 26 | 29 | 26 | 26 | 26 | 25 | 16 | 28 | 22 | 224 | 224 | 224 | ||||||||||||
16 | Írunn | 30 | 23 | 24 | 21 | 30 | 12 | 140 | 140 | 140 | |||||||||||||||
17 | Tóti | 25 | 32 | 24 | 14 | 95 | 95 | 95 | |||||||||||||||||
18 | Beggi | 28 | 21 | 30 | 79 | 79 | 79 | ||||||||||||||||||
19 | Kjartan | 30 | 30 | 17 | 77 | 77 | 77 | ||||||||||||||||||
20 | Raggi Hil. | 21 | 32 | 53 | 53 | 53 | |||||||||||||||||||
21 | Óli | 23 | 23 | 23 | 23 | ||||||||||||||||||||
22 | Ingólfur | 18 | 18 | 18 | 18 |
Að lokum til heiðurs sigurvegaranum:
R | O | L | E | X | ||||||||
W | E | L | L | P | L | A | Y | E | D | |||
H | A | L | L | I | ||||||||
S | E | E | Y | O | U | |||||||
A | T | |||||||||||
H | L | Í | Ð | A | V | Ö | L | L | U | R | ||
M | O | S | F | E | L | L | S | B | Æ | |||
2 | 0 | 1 | 7 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar