5. mai...HOS nr. 1.

Þá er HOS-mótaröðin 2015 hafin eftir langt og strangt undirbúningstímabil. Eins og flestir vita er þetta hin eina sanna íslandsmeistaramótsröð og sigurvegari hennar er sannarlega langbesti kylfingur Íslands og þó víðar væri leitað. Það voru 16 góðir spilarar mættir í fyrsta mót ársins.  Með stuttum fyrirvara ákváð mótstjóri að halda RISA-mót og Ryder-keppni. Þess má geta að engin mótaröð í heiminum, s.s. PGA né European-tour, hafa risamót í upphafi vertíðar. Ef þetta sýnir ekki þvílíka yfirburðarstöðu sem HOS-motaröðin hefur í heiminum þá veit ég ekki hvaðlaughing.

Að mótinu í gær.  Það blés allhressilega á Hlíðavelli en síðan brast á dandalablíða á kafla. Sumir náðu alveg fyrirtaksskori við þessar frekar erfiðu aðstæður. Ný andlit sáust í mótinu sem ætla sér stóra hluti á stóra sviðinu. Það má segja að stelpurnar og Reynir hafi stolið senunni. Stelpurnar með því að vinna alla mögulega leiki í Ryder-keppninni og Reynir með mjög góðu skori auk "almost hole-in-one but no cigar" á fyrstu holu.

Þá eru það úrslit Ryder-keppninnar:

HvitirGulirStig
Raggi Kr. / IngvarBinni / Beggi1-1
Hanna / ÍrunnHergeir / Haffi3-0
Reynir / HaukurHalli / Daði1,5 - 1,5
Raggi Hil. / Sig. EgillTommi / Sig. Óli1-2
 Samtals6,5 - 4,5

Til hamingju Hvítir! Þið eigið inni einn kaldann hjá gulumtongue-out.

 

Hér eru úrslit kvöldsins:

SætiNafnPkt.Athugasemdir
1Írunn35 
2Reynir33betri seinni 9
3Halli33 
4Hanna29betri seinni 9
5Heggi29 
6Raggi Hil.28 
7Raggi Kr.27betri síðustu 6
8Sig. Óli27 
9Sig. Egill26 
10Tommi25betri síðustu 3
11Haukur25 
12Ingvar24 
13Binni22 
14Haffi21 
15Daði19 
16Beggi6Hætti efir 9 holur

 

Og þá eru það fyrsta stigataflan:

SætiNafn5.maí
1Írunn40
2Reynir38
3Halli36
4Hanna34
5Heggi32
6Raggi Hil.30
7Raggi Kr.28
8Sig. Óli26
9Sig. Egill24
10Tommi22
11Haukur20
12Ingvar18
13Binni16
14Haffi14
15Daði12
16Beggi10

 

 

 


Óli flengdi menn að lokum

Þá eru komin lokaúrslit í golfið á Florida 2014. Það fór svo að enginn átti séns í Óla og hann hafði 15 stiga forskot á PGA kennarann að lokum. Hann fékk 160 dollara fyrir sigurinn sem eru nokkrum núllum minna en Fedex mótaröðin er að greiða út. Við væntum þessa að þessi klyfingur verði ekki lengi að ná forgjöfinni niður fyrir 20 næsta sumar. Lokastaðan er eftirfarandi þar sem fjórir bestu hringir telja:

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Day 7 HOS Florida 2014

Glæsilegu lesendur og aðdáendur Hallahipp.  

Viljum byrja á því að þakka öll innlitin og lesninguna á síðunni.  Við erum komnir á næst síðasta dag ferðarinnar, shit hvað þetta líður hratt.  Öll skrif lágu niðri í gær á síðunni þar sem talvan var í viðgerð í svokölluðu "clean the keyboard" eftir að einn gleymdi að sleppa tölvunni áður en hann kastaði sér í laugina.

Annars var dagurinn í gær nokkuð góður.  Farið var á Skyview golf course sem er snilldarvöllur í um 10 mínútna fjarlægð frá okkur.  Það var vaknað snemma, áttum rástíma klukkan 8.  Ekki voru allir mættir á teig á réttum tíma en Halli gleymdi tíum heima og þurfti að snúa við.  Þrír aðrir mættu of seint en þeir voru að koma beint úr verslunarferð í Tampa en þar er ein stærsta undirfatabúð í USA.  Annars gekk golfið vel þegar allir voru mættir til leiks.  Stöðuna má sjá í færslunni á neðan.  Menn voru á rosalegu skori og menn á gráa svæðinu allir kandídadar í rössun.  Óli frændi var alveg að meika það og setti í 46 punkta.  Aðrir voru í ruglinu þó svo að nokkrir lækkuðu í forgjöf, en það þykir nú ekki merkilegt í þessum hópi. Sumir náðu þó í nokkra puntka í sundlauginni en þar voru gefin 10 punktar fyrir hverja tá sem dýft var í laugina.   Nú hófst mikil reikistefna eftir hringinn þar sem 6 manns úr hópnum vildum allir fara í meiri búðir.  Eftir mikla samninga tókst að henda saman í 9 holu Texas, þar sem liðin spiluðu bæði undir pari.  SVO VAR FARIÐ Í BÚÐIR AFTUR.  Gærkveldið var svo í rólegri í kantinum en hent var í eitt pizzupartý.    Gamla liðið sofnaði allt eftir 10 fréttirnar en kjúklingarnir voru að standa sig margir hverjir.  Siggi og Hemmi enduðu á trúnó til klukkan 6.

Þá að deginum í dag.  Heimavöllurinn var spilaður í dag.  Menn fengu að lúlla aðeins lengur en vanalega þar sem planið var bara 18 holur.  Menn mættu á teig rétt fyrir klukkan 11.  Mikil flugeldasýning var í klæðnaði enda búið að detta í nokkrar búðirnar.  Frændi var í svo skærum litum að hinir spiluðu allir með sólgleraugu þrátt fyrir að það væri skýjað.  Annars gekk golfið bara vel, 2 spiluðu til lækkunar , ÁSINN OG FRÆNDINN.  En þess ber að gera að Óli frændi spilaði eins og fífl í dag þrátt fyrir lækkun.  Aðrir voru á gráa svæðinu en golfkennarinn okkar Ragnar Lárus var að útskrifa nemendur í dag og slóg því bara með til gamans og gaf ráðleggingar og tips.  Svo var kíkt á 19 holuna á eftir en nýji barinn var að opna þar í gær.  Í því tilefni var boðið upp á svarta bolta.  Þar duttu menn í salatið og baunirnar en skammtarnir af mat þarna voru hálf aumingjallegir.  Því var farið beint á Mac Donalds á eftir.

Það er rétt að minnast á það að PGA golfskóla Ragnar Lárusar lauk í dag með útskrift á 3 nemendum.  Tveir náðu en einn féll.  Námskeiðið er skipt upp í nokkra þætti.   Þrátt fyrir að menn náðu prófinu féllu menn í nokkrum þáttum.  Óli féll í Anger Management, Axel féll í bóklegu um "tímastjórnun" og Hemmi féll í vélritun.  Eins og þið sjáið þá var námskeið mjög fjölbreytt og krefjandi.  Næsta námskeið hjá Ragnari er á Jullliete Falls í október en þar verður boðið upp á nýjan þátt en það heitir sjálfstjórnun á barnum og bannað að stara".  Þess ber að geta að Ragnar lærður PGA kennari frá Grænlandi með lægstu forgjöf á golfvöllum sem eru þaktir ísi.  

Annar þakkar hópurinn fyrir sig, veit ekki hvort það koma fleir færslur þar sem það er ferðadagur á morgun en stefnt er á að spila 18 holur á morgun.

 HOS Florida þakkar fyrir sig..................over and out.  Kveðja frá strákunum

ps . sérstök kveðja á Tíðindamanninn og Bobby Fischer

ps. ÁSINN er bestur 


Day 5 - allir komnir í enskuna

Elsku Íslendingar, Snuddur, Haren , SnudduHaren og aðrir.  Þá er dagur 5 að baki í HOS Florida 2014.  Engin færsla var sett inn í gær og einungis staðan send.  Gaman að sjá komment frá fornleifafræðingnum og Tíðindamanninum.  Í gær var spilaður völlur sem heitir Juliette Falls, en sá völlur var valinn 10 besti völlur í USA árið 2012.  Heimsókn HOS mun sennilega koma þessum velli í fyrsta sætið í ár, enda var barist um að fá okkur á vellina hér í USA.  Flestir spiluðu gott golf í gær þar, Óli henti í 41 punkt og voru menn sem enduðu í 33 punktum rassaðir.  Tókum svo 9 holu Texas þar sem 55 ára og eldri unnu kjúklingana.  Gærkvelið endað á ABBABEE og var okkur heilsað "takk fyrir síðast".  Halli and the gang mætt.  Menn byrjuðu á G og T nema Vítamínið og Túkallið hentum í einn 007 kokteil , með 8 kílóum af salt á barminum, dassa af hinum ógleymanlega TEkíla og smá lime.  Ógleymanlegur drykkur en Halli elskaði þetta enda bragðskynið farið á þessum aldri.  Enn og aftur var happyhour, menn pöntuðu tvöfaldan skammt, alveg óvart.  því miður var karokí ekki í boði þetta kveld en engu að síður hélt HOS hópurinn uppi stuðinu.  

 

Ræs and shæn var eldsnemma í morgun þar sem hópurinn átti rás kl 8.   Þetta byrjaði vel í morgun þar sem annar bíllinn var að verða bensínlaus og við á síðasta snúning í að ná rástíma.  Þá voru góð ráð dýr og vildi svo vel til að einn í hópnum var svo mikið mál og "tankaði hann".  Ferðinni var heitið á CItrus Spring sem var valinn annar besti völlur í heiminum, árið 1887.  Hann stóð sannarlega undir nafni.  Svona vel hirtur og flottur völlur hefur maður aldrei séð áður.  Green keeperinn mesti snilingur allra tíma, gráhærður með sítt að aftan í tagl.  Vel gert.  Maður fylltist spenningi og öryggistilfinningu.  Hvað um það menn hófu leik.  Brautirnar voru aðeins í loðnari kantinum en "NORÐAN menn US segja að það sé rosa gott", sagði gráni.  Hér voru hlutirnir að gerast, eftir 18 holur, skelltu 3 í lækkun, Óli formi frændi hent í 38 kvikindi eins og Hvíti hákarlinn.  Þetta var ekki neitt, Haraldur túkall setti upp sýningu og 43 punktum, þannig að hann lækkaði forgjöfin vel í daga og er komin því með 45,1.  Heggi sagði samt eftir hringinn "hann var ekkert sérstakur, þetta var engin flugeldasýning", einmitt.

Nokkrir vildu svo halda áfram en aðrir ekki.  Heggi, Siggi, Reynir, Halli og Hemmi tóku 18 holu Texas á Júlíu Falli.  Hinir fóru í Wallmart, en þar var 2 fyrir 1 af golfboltum og ekki veitti af. 

Endað var í ala Óla Tudda Benn upp í húsi.   Kokkurinn búinn að standa sig eins og hetja.

Nú er í gangi óskalagakeppni, hver fékk að velja eitt lag.  Hemmi valdi Framlagið, Raggi valdi Gullvagninn, Heggi valdi "The Gardener" með Pink Floyd, Halli valdi "kaffibrúsakarlana" og Óli frændi valdi Britney Spears.  Aðrir voru út á túní valalagi.

Þangað til seinna................við erum farnir að sofa or not..............

Kveðja til hinna HOS , Seve , Tíðindamannsins og Begga golfara.  Góða nótt Jenni minn

kveðja

HOS Flordia 2014 

Látum þetta duga í bil 


Staðan eftir fyrstu 4 dagana

 

stadan....... meira síðar 

Dagur 3

Daginn, við vilijum biðja afsökunar á því hversu slappar færslunar voru á degi 1 og 2.  Það er bara ein ástæða fyrir því , to much alcahol.  Að vísu setti Halli einn Miller lite yfir tölvuna hjá Reyni í gær og var hún því ekki tiltæk í gær..  Hvað um það við erum mættir.  Ferðadagurinn gekk vel, áfengis birgðarnar kláruðust í vélinni og allt efitr plani.  Daginn eftir voru teknar 36 holur (dagur 2 Haukur B).  Byrjað var á 4 manna Texas.  Siggi, Reynir, Raggi og Óli unnu H-in 3 og Axel, vel gert.  Þetta var ekki í spilunum.  Svo var punktaleikur og henti Vítamínið í 37 kvikindi og aðrir minna.  Kveldið var svo tileinkað Applebees, en það er svona fjölskyldlustaður með karókí ívafi.  Eftir góða steik og 67 kokteila, var kominn tími til að keyra þetta í gang.  Mótstjórinn ákvað að þetta yrði kveldið hans.  Hann ákvað að draga liðið í karókí.  Fyrstir á svið voru Halli, Siggi og Raggi.  Okei Raggi tók að vísu bakröddina.  Það var ekki spurning, við áttum salinn.  Mótstjórinn fannst ekki nóg komið og skellti í annað lag.  Spursarinn ákvað að næst yrði sungið YNWA.  Liverpool menn og Halli mættu á sviðið.  Reynir, Siggi, Hemmi og Halli áttu salinn, þvílíík fagnaðarlæti í salnum. Salurinn tók vel undir og fór það svo að lokum að Halli & The Gang var fór aftur á svið eftir að hafa verið beðnir um óskalag..... YMCA sem reyndar er oft ruglað við lag eftir Eirík Fjalar eða skrifað oft XXYX. Sumir fengu samt ekki sinn besta Kokteil.  Eftir að Hos hópurinn hafði slegið í gegn á sviðinu þá var komið að tíma Túkallsins.  Nú átti að ná í einn góðann kokteil.  Hann prufaði 11 stóla við barinn en aldrei fékk hann afgreiðslu á barnum.  Vinirnir voru kallaði til en það gekk ekki heldur.  Ástæðan kom svo í ljós stuttu síðar, framkvæmdastjóri staðarins kom og skýrði þetta út.  "Þið erum búnir með ykka áfengis kvóta".  Við pöntuðum reikninginn og þá skildum við hann, reikningurinn var 3,5 metra strímill.  

Það verður samt að minnast á þátt aðalleikonunar úr Every body loves Raymond.  Hún var á staðnum og náði fljótt ástarsambandi við hópinn.  Það endaði þannig að einn úr hópnum flaug með hana yfir til Las Vegas og þau settu upp hringa.  Love hearts. 

Annars var spilaðar 18 holur í dag á Skyview Course.  Raggi og Hallil settu gott mót.  Staðan mun fylgja hér á eftir en samanlagðir punktar á bestu 4 munum telja.  Frábær völlur og allt að gerast.  Gamla fólkið var svo sent í búðina en 4 vaskir fóru í Texas 9 holur.  Nenni ekki að ræða það.  

Annars eru allir góðir, Hemmi er farinn út fyrir rammann, Óli er hættur að telja kindur áður en hann fer að sofa og telur nú bara kóngulær, Túkallinn er með nýja hatt, Heggi er að vinna í garðinum (allt annað að sjá garðinn), Reynir er að þurrka tölvuna, Axel er að lifna við í golfinu, Raggi er ennþá í aulahúmórnum.

 

Over and out

Hos Florida 2014 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Dagur 2

Byrjuðum í Texas i morgun. Keppnin var griðarlega spennandi, annað liðið spilaði á 2 yfir en hitt á 3 yfir en núna þurfum við að fara syngja meira á Applebee's, meira seinna. Get ég fengið óskalag..........Y.M.C.A

Dagur 1

Pass

Síðastur en ekki sístur

Jæja það er ekki seinna að vænna en kynna síðasta liminn.  Það eru 7 tímar núna í brottför þegar þetta er ritað og mikill spenningur kominn í hópinn.  Ég ætla ekkert að bregða út af vananum og hendi inn lýsingu sem Ragnar Lárus gerði á karlinn fyrir Spánarferðina.

Síðast en alls ekki síst kynnum við fararstjórann til leiks. Sigurður Egill „Vítamín/Mæjó“ Þorvaldsson er síðasta Snuddan sem kynnt er til leiks.  Hann er eins og margir í hópnum uppalinn í Framhverfinu, fyrst á Háaleitisbraut og síðar í Álftamýrinni, þar sem þeir feðgar héldu bestu partýin.  Siggi hóf síðar búskap með Röggu sinni í Álftamýrinni og var heimili þeirra alltaf opið fyrir félaganna, og ekki voru veislur þeirra síðri en feðganna.

Siggi er þeim hæfileikum gæddur að hann er góður í öllum íþróttum sem hann kemur nálægt.  Margfaldur Íslandsmeistari í handbolta með yngri flokkum Fram, unglingalandsliðsmaður í þeirri grein, spilar enn fótbolta í hæsta gæðaflokki í utandeildinni og í enn meiri gæðum á fimmtudagskvöldum í Álftamýrarskóla.  Þá er hann aðaldriffjöðurin í Harlem Globetrotters hópnum sem hittist í körfubolta á þriðjudögum í Árbænum.    Ekki lætur Siggi þar við sitja, heldur stundar golfið af miklum krafti, svo miklum að hann er kallaður Torfi í þröngum vinahóp, en grastorfurnar fá sko sannarlega að finna fyrir því þegar Siggi sveiflar og er uppá sitt besta. Siggi er einmitt frægur fyrir virkilega skemmtilegar sveiflur og verður spennandi að sjá hvaða sveiflu hann mætir með til Spánar.

Siggi er mikill félagsmálafrömuður.  Hann situr í stjórn handknattleiksdeildar Fram þar sem hann sér um alla heimaleiki félagsins, er í foreldraráði bæði hjá HK og Breiðablik – í handbolta, fótbolta og körfu, dansráði hjá djassballetskóla Báru og verður farastjóri með 50 spræka Hkinga í keppnisferð til Svíþjóðar milli jóla og nýárs.  Sigurður er fremstur meðal jafningja í foreldrahóp hjá Breiðablik sem kalla sig „Grænu flíspeysurnar“ og hannaði m.a annars slagorðið „ Ekkert hik Breiðablik“.   Þá má ekki gleyma hans mikilvæga starfi sem ritara Snuddanna, en það starf tekur líklega mestan tíma af öllu fyrrnefndu og heilt ritsafn sem liggur eftir hann á þeim vettvangi.  Þá er hann einnig formaður húsfélagsins Lautasmára 8.

Fyrrgreindu sinnir Siggi af miklum áhuga og eljusemi ásamt því að vera aðalfararstjóri í Snuddu-Haren ferðinni til Spánar, aðstoðarmótastjóri Snuddu-Haren mótaraðarinnar og formaður afhendingar- og afmælisnefndar. 

Ál er hans ær og kýr, en hann hefur starfað í álverinu í Straumsvík frá 17 ára aldri – er leiðtogi þar, slökkviliðstjóri og formaður skemmtinefndar og starfsmannafélagsins.

Sigurður er líklegur til stórafreka á Spáni og líklegur til að vinna verðlaun fyrir flottustu sveifluna og glæsilegustu dressin. Það er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér „Er hans tími kominn“ .  Bjóðum fararstjórann og dugnaðarforkinn Sigga sæta velkominn til leiks:

Hitti svo karlinn fyrir framan spegilinn á klósettinu í Álverinu og náði tal af honum.

 

Fullt nafn: Sigurður Vítamín Þorvaldsson

 

Gælunafn: Vítamínið

 

Hæð: Rétt tæplega Hemmi

 

Þyngd: 102 kg – pure muscles

 

Áhugamál: Jenni Duddurrddu, pólítíkin á Samúa

 

Skóstærð: Helmingi stærri en Heggi

 

Limastærð:  Konan er sátt, liggur oftast niður með vinstri skálminni

 

Mottó: Ná Jenna

 

Uppáhaldsfélagslið í ensku: YNWA og Wimbledon

 

Uppáhaldsfélagslið á Íslandi: Ekki KR

 

Golfklúbbur: GKJ núna, hef þó fengið fullt af tilboðum og núna nýjasta er frá ST Andrews eftir að kvennfólki var heimiluð þátttaka

 

Forgjöf: Fáranlega lág, 14,9 – bíð eftir að stutta spilið kikki inn og rikkurinn fari

 

Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft: 13,5

 

Besta skor á hring: 80 högg – double á 17 og 18. shit

 

Flestir punktar á hring: fjörtíuogeitthvað

 

Vandræðalegasta golfmómentið: Þegar Reynir henti sér út úr bílnum þegar húsflugan flaug þar í gegn.  Einnig er náttúrlega hálfvandræðanlegt að vera alltaf að setja holu í höggi og aðrir líta illa út.

 

Uppáhaldsgolfvöllur: Arcos Garden og Sherry, vona að ég fái nýjan uppáhaldsvöll eftir Florida ferðina

 

Tegund járnasett:  Handsmíða og logsoðið Callaway X 18 – voða flott

 

Tegund driver; Matti B – 49 og svo Púlli

 

Tegund pútter:  Magnað verkfæri - Dísey

 

Uppáhaldskylfan í pokanum:  Fáranleg spurning - Pútterinn

 

Lægsta skor á eina holu: 1  - Ásinn

 

Hvernig gekk á HOS mótaröðinni 2014: Byrjaði illa með vorverki en endaði með bakverki

 

Uppáhaldsleikmaður á HOS mótaröðinni:  Hér er komið saman mikið úrval af miklum snillingum.  Er erfitt að gera upp á milli þeirra.  Mér finnst mjög gaman af Tryggva malarspól, Jenna mús þegar hún mætir, Binnsi er sígildur (sá einhver boltann minn). HLHHH flokkurinn er einnig flottur og miklir snillingur.  Snuddurnar bera þó alltaf af á velli.

 

Tommi eða Jenni:  Tommi allann daginn, hann vinnur alltaf (nema í teiknimyndum sem eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum).

Væntingar fyrir Florida 2014: Sóttsvartur og skjálfandi á teig á hverjum morgni.  Aumir rassar eftir refsingar.

 

Veistu hver er Tíðindamaður HOS mótaraðarinnar:  Hallur Hallsson

 

Ertu með langan innkaupalista frá frúnni fyrir Florida ferðina: Hann er ekki kominn enn.

 

Þínar hugmyndir hvernig mótið muni þróast erlendis:  Ég á von á því að strax í Keflavík muni menn komast á skrið og trompa strax á fyrsta degi.  Þetta mun svo fjara út þegar líða tekur á ferðina.  Í golfinu mun Halli og Raggi byrja mjög sterkt en svo fjarar undan þeim.  Ásinn siglir þessu í höfn eins og vanalega.

 

Finnst þér að það eigi að leggja rassaboltarefsinguna niður: Aldrei  á meðan ég er í þessum félagsskap, þvert á móti ætti að bæta í og jafnvel rassa á milli hringja eða á hring.  Í holu keppni ætti að rassa eftir hverja holu.  Boltinn er kominn í töskuna.

 

 

Hrýtur þú: Ekki segir hún , þó Raggi og Reynir hafi aðra skoðun eftir að hafa legið nokkur skipti undir sæng hjá mér.

 

Hefur þú verið slæmur í baki:  Aldrei

 

Ef já, veistu ástæðuna fyrir því: Spurðu Reyni

 

Ertu hræddur við krókódíla:  Elska Lacoste, ég skal passa ykkur úti stelpur mínar

 

Mun Hemmi Haukss fara út fyrir rammann í ferðinni:  Það er ekki fræðilegur í helvíti.  Gæti hins vegar að ramminn muni stækka í ferðinni.

Góða ferð Sigurður minn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A
  • 2025-8-B
  • 2025-8-a
  • 2025-7-B
  • 2025-7-A
  • 2025-6-b
  • 2025-6-a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 68642

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband