Færsluflokkur: Íþróttir
12.9.2023 | 09:28
18. mót. -Mosó- 11. september
Síðasta mánudagsmótið var leikið í Mosó þetta árið við fínar aðstæður. Völlurinn er í sínu besta formi og veðrið var eins og tíðindamaður man það þegar skólinn byrjaði að hausti - sól og aðeins farið að kólna.
Haldið var í hefðina að hafa a.m.k. eitt RISA-mót í mánuði. Þetta mun þó vera í fyrsta sinn sem RISA-mót hefur verið haldið þegar einungis eru leiknar 9 holur. Því var spennan mikil og gríðarlegur skrifstofubráðabani leikinn á 19ándu holu.
Að lokum var það Tommi sem bar sigur úr bítum og það í fyrsta sinn á þessu ári. Þessi sigur tryggði honum 3. sætið í deildarkeppninni.
Um næstu helgi verður leikið til úrslita i FRAM-mótaröðinni árið 2023. Jói fer með þægilega forystu inn í það mót. Menn hafa þó verið aðeins að kroppa í forystu hans síðustu vikur. Samkvæmt venju verður massi af stigum í boði í lokamótinu þ.a. að það þýðir ekkert fyrir forystusauðin að slaka á þegar hungraðir hákarlar sitja næstu sætum.
Tölvupóstur verður sendur út síðar í þessari viku um staðsetningu og fyrirkomulag. Þegar þetta er skrifað er mikil veður-óvissa fyrir helgina og gæti farið svo að fresta þyrfti þessu fram á sunnudag. Eins hefur verið mikil vandræði með að finna leikstað og er allt opið í þeim efnum ennþá.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Tommi | 19 | 7 pkt. á síðustu 3 holum | 60 |
2 | Viktor | 19 | 5 pkt. á síðustu 3 holum | 52 |
3 | Tóti | 17 | 3 pkt. á 18. holu | 46 |
4 | Gauti | 17 | 2 pkt. á 18 holu | 44 |
5 | Sig.Egill | 16 | 2 pkt. á 18 holu. Umspil við Eggert. | 42 |
6 | Eggert | 16 | 1 pkt. á 18 holu. Umspil við Sigga. | 40 |
7 | Haukur | 16 | 2 pkt. á 18 holu. Umspil við Tryggva. | 38 |
8 | Tryggvi | 16 | 1 pkt. á 18 holu. Umspil við Hauk. | 36 |
9 | Hanna | 15 | 3 pkt. á 18 holu | 34 |
10 | Hergeir | 15 | 1 pkt. á 18 holu | 32 |
11 | Jói | 13 | 30 | |
12 | Írunn | 12 | 28 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | Samtals Stig |
1 | Jói | 578 |
2 | Sig.Egill | 512 |
3 | Tommi | 490 |
4 | Viktor | 482 |
5 | Hergeir | 476 |
6 | Tryggvi | 472 |
7 | Haukur | 450 |
8-9 | Gauti | 442 |
8-9 | Tóti | 442 |
10 | Haffi | 390 |
11 | Eggert | 322 |
12 | Halli | 288 |
13 | Hanna | 270 |
14 | Írunn | 140 |
15 | Beggi | 135 |
16 | Ingvar | 128 |
17 | Reynir | 78 |
18 | Viðar | 36 |
19 | Hilmar | 26 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2023 | 11:24
17. mót. -Mosó- 4. september
Næstsíðasta mánudagsmótið var haldið í Mosó við fínar aðstæður - finna má lyktina af haustinu í loftinu.
Leiknar voru 9 holur eins og undanfarið hefur verið gert. Alveg magnað hvað menn hafa verið að skora vel á 9 holunum.
18ánda og síðasta mánudagsmótið er svo framundan. Mótstjóri gaf út að það yrði RISA-mót svo það er til mikils að vinna.
Lokamótið, sem haldið verður laugardaginn 16. sept er svo í vinnslu. Nánar um allt það í vikunni.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Haukur | 20 | 7 pkt. á síðustu 3 | 40 |
2 | Viktor | 20 | 5 pkt. á síðustu 3 | 36 |
3 | Tóti | 19 | 8 pkt. á síðustu 3 | 32 |
4 | Sig.Egill | 19 | 6 pkt. á síðustu 3 | 30 |
5 | Tommi | 17 | 28 | |
6 | Eggert | 15 | 5 pkt. á síðustu 3 | 26 |
7 | Jói | 15 | 3 pkt. á síðustu 3 | 24 |
8 | Gauti | 14 | 22 | |
9 | Haffi | 13 | 6 pkt. á síðustu 3 | 20 |
10 | Hergeir | 13 | 5 pkt á síðustu 2 | 18 |
11 | Halli | 11 | Þar af 6 pkt. á síðustu 3 ![]() | 16 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | Samtals Stig |
1 | Jói | 548 |
2 | Sig.Egill | 470 |
3 | Hergeir | 444 |
4 | Tryggvi | 436 |
5-6 | Tommi | 430 |
5-6 | Viktor | 430 |
7 | Haukur | 412 |
8 | Gauti | 398 |
9 | Tóti | 396 |
10 | Haffi | 390 |
11 | Halli | 288 |
12 | Eggert | 282 |
13 | Hanna | 236 |
14 | Beggi | 135 |
15 | Ingvar | 128 |
16 | Írunn | 112 |
17 | Reynir | 78 |
18 | Viðar | 36 |
19 | Hilmar | 26 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2023 | 12:18
16. mót. -Mosó- 28. ágúst
Það var góð mæting s.l. mánudagskvöld þegar leiknar voru 9 holur við ágætis aðstæður í Mosó. Leiknar voru seinni 9 holur vallarins.
Skor helmings hópsins var bara allgott á meðan neðri hlutinn var síðri. Viktor fór þó alveg hamförum og skoraði 25 pkt. á 9 holum. Skor sem jafnvel einhver hefði þegið á 18 holum fyrr í sumar. Viktor tengdi þarna saman tvo sigra á mánudagsmótaröðinni og virðist vera á góðu rönni.
Mikið var um bráðabana á 19ándu holu sem búast má við því þegar 9 holur eru leiknar. Líklega verða 9 holu mót það sem eftir er þar sem dagsbirtu er tekið að halla og búið að skipta vellinum upp í tvo 9 holu velli. Samt aldrei að vita hvað mótastjórinn er með upp í erminni.
Staðan í mótinu breyttist lítisháttar þar sem Jói situr sem fastast á toppnum. Sig.Egill dró þó aðeins á hann og eygir smávon um kraftaverk á síðustu metrunum. Talsverðar sveiflubreytingar hafa verið hjá kappanum í sumar og nú skal stutta spilið tekið í gegn. Talsverð eftirsjá mun þó verða ef vippið tekur yfir 70 - 80 mtr höggin. En kannski fær maður að sjá einn svona kveðju-rykk í vippunum ef allt fer í skrúfuna í hausnum.
Undirbúningur er hafinn fyri lokamótið sem leikið verður 17.sept. Meira um það þegar nær dregur.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Viktor | 25 | 40 | |
2 | Halli | 19 | 3 pkt. á 18 holu | 36 |
3 | Tryggvi | 19 | 2 pkt. á 18 holu | 32 |
4 | Sig.Egill | 18 | 7 pkt. á síðustu 3 holum | 30 |
5 | Hergeir | 18 | 6 pkt. á síðustu 3 holum | 28 |
6 | Haffi | 17 | 1 pkt. á holu 10 | 26 |
7 | Haukur | 17 | 0 pkt. á holu 10 | 24 |
8 | Tommi | 16 | 22 | |
9 | Gauti | 15 | 5 pkt. á síðustu 3 holum | 20 |
10 | Tóti | 15 | 4 pkt. á síðustu 3 holum | 18 |
11 | Ingvar | 14 | 7 pkt. á síðustu 3 holum | 16 |
12 | Hanna | 14 | 5 pkt. á síðustu 3 holum | 14 |
13 | Írunn | 13 | 12 | |
14 | Jói | 10 | 10 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | Samtals Stig |
1 | Jói | 524 |
2 | Sig.Egill | 440 |
3 | Tryggvi | 436 |
4 | Hergeir | 426 |
5 | Tommi | 402 |
6 | Viktor | 394 |
7 | Gauti | 376 |
8 | Haukur | 372 |
9 | Haffi | 370 |
10 | Tóti | 364 |
11 | Halli | 272 |
12 | Eggert | 256 |
13 | Hanna | 236 |
14 | Beggi | 135 |
15 | Ingvar | 128 |
16 | Írunn | 112 |
17 | Reynir | 78 |
18 | Viðar | 36 |
19 | Hilmar | 26 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2023 | 23:00
15. mót. -Mosó- 21. ágúst
Það var fámennt en góðmennt í Mosanum þetta mánudagskvöldið. Eftir fádæma góðviðris vikur var kuldaboli mættur í öllu sínu veldi. Talsverð afföll urðu á leikdegi en má telja næsta víst að þar hafi lágskyggni nokkurra leikmanna ráðið mestu. Stór hópur mánudagsspilara hafði þá haldið norður yfir heiðar til golfiðkunar og almennrar gleði, má segja að gleðin hafi yfirtekið golfið og þreyta setið í mannskapnum.
Þá var bara meira til skiptanna fyrir hina sem mættu. Viktor gerði mjög gott mót og sigraði í fyrsta sinn í sumar. Meðspilarar hans sögðu að hann hefði notað "lowball" tækni sem ekki er á allra færi. Það spyr enginn að því hvernig slátturinn er þegar 38 pkt. liggja í húsi.
TT mætti aftur til leiks, aðeins ryðgaður að sögn en ekkert til að tala um og kappinn verður kominn á fullt í næsta móti.
Tíðindamaðurinn rak svo lestina og gerði lítið annað en að negla boltanum í hollið á undan. Mátti víst litlu muna að Haffi yrði áttund hærri í röddinni og jafnvel gjaldgengur í Vínardrengjakórinn þegar bolti tíðindamannsins strauk kúlurnar á milli stóru tánna.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Viktor | 38 | 40 | |
2 | Hanna | 37 | 36 | |
3 | Tóti | 34 | 32 | |
4 | Tommi | 33 | 18 pkt. á seinni 9 | 30 |
5 | Tryggvi | 33 | 16 pkt. á seinni 9 | 28 |
6 | Haffi | 25 | 13 pkt. á seinni 9 | 26 |
7 | Jói | 25 | 12 pkt. á seinni 9 | 24 |
8 | Haukur | 24 | 22 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | Samtals Stig |
1 | Jói | 514 |
2 | Sig.Egill | 410 |
3 | Tryggvi | 404 |
4 | Hergeir | 398 |
5 | Tommi | 380 |
6 | Gauti | 356 |
7 | Viktor | 354 |
8 | Haukur | 348 |
9 | Tóti | 346 |
10 | Haffi | 344 |
11 | Eggert | 256 |
12 | Halli | 236 |
13 | Hanna | 222 |
14 | Beggi | 135 |
15 | Ingvar | 112 |
16 | Írunn | 100 |
17 | Reynir | 78 |
18 | Viðar | 36 |
19 | Hilmar | 26 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2023 | 21:08
14. mót. -Brautarholt- 14. ágúst, RISA-mót
Slegið var upp RISA-móti þegar haldið var á Brautarholtsvöll í 14. mót sumarsins. Tíðindamaðurinn var fjarverandi í þetta skiptið en samkvæmt blaðbera hallahipp þá voru aðstæður mjög góðar. Veðrið lék við leikmenn.
Halli kom sterkur inn í mótinu og skilaði inn flottu skori sem tryggði honum fyrsta sigur sumarsins. Aðrir voru síðri og ljóst að völlurinn getur reynst erfiður viðureignar.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Halli | 37 | 60 | |
2 | Haffi | 32 | 52 | |
3 | Sig.Egill | 31 | 46 | |
4 | Tommi | 30 | 44 | |
5 | Tóti | 29 | 42 | |
6 | Írunn | 28 | 16 pkt. á seinni 9 | 40 |
7 | Hergeir | 28 | 15 pkt. á seinni 9 | 38 |
8 | Viktor | 26 | 36 | |
9 | Jói | 25 | 34 | |
10 | Gauti | 24 | 32 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | Samtals Stig |
1 | Jói | 490 |
2 | Sig.Egill | 410 |
3 | Hergeir | 398 |
4 | Tryggvi | 376 |
5 | Gauti | 356 |
6 | Tommi | 350 |
7 | Haukur | 326 |
8 | Haffi | 318 |
9-10 | Viktor | 314 |
9-10 | Tóti | 314 |
11 | Eggert | 256 |
12 | Halli | 236 |
13 | Hanna | 186 |
14 | Beggi | 135 |
15 | Ingvar | 112 |
16 | Írunn | 100 |
17 | Reynir | 78 |
18 | Viðar | 36 |
19 | Hilmar | 26 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2023 | 11:32
13. mót. -Mosó- 7. ágúst
Það voru engin grið gefin og menn sóttir í tjöldin til að leika á frídegi Verslunarmanna. Einu sem voru undanþegnir mætingarskyldu voru þeir sem voru að vinna við verslunarstörf - allt í anda frídagsins.
Veðrið lék við leikmenn eins og það hefur eiginlega alltaf gert í júlí og það sem er af ágúst.
Skor eftstu þriggja var frábært og þar fór fremstur, eins og oft áður í sumar, Jói Fel. JF hefur ansi oft verið að skila inn í kringum 40 pkt. og er erfitt að keppa við það. En frábært hjá kappanum sem er í stöðugri framför og hægt rólega ætti forgjöfin að endurspegla það.
Nú er staðan í mótinu þannig að það er eiginlega JF á klúðra þessu. TT kom með yfirlýsingu að hann yrði líklegaekki með næstu 3 mót þ.a. þetta lítur vel út fyrir JF. Ekki má þó afskrifa næstu menn, ásana, sem eru þrautreyndir keppnismenn og eiga oftast ás upp í erminni. Svo styttist í lokamótið og þar hafa stundum átt sér miklar sviptingar. Þetta er því alls ekki búið enn.
Þegar þetta er skrifað þá hefur FRAM-Open verið blásið af. Mótið hefur verið hluti af mánudagsmótaröðinni og var það því talsverður skellur að því hafi verið aflýst. Mótastjóri kom því með mótleik og skellir í RISA-mót næsta mánudag, þar sem leikstaðurinn verður hinn fallegi Brautarholtsvöllur. Vonum bara að veðrið verði gott og frábært útsýni til allra átta.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Jói | 41 | 40 | |
2 | Eggert | 39 | 36 | |
3 | Haffi | 38 | 32 | |
4 | Gauti | 33 | 30 | |
5 | Tommi | 32 | 28 | |
6 | Haukur | 31 | 26 | |
7 | Írunn | 30 | 20 p. á seinni 9 | 24 |
8 | Hergeir | 30 | 15 p. á seinni 9 | 22 |
9 | Sig.Egill | 26 | 20 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | Samtals Stig |
1 | Jói | 456 |
2 | Tryggvi | 376 |
3 | Sig.Egill | 364 |
4 | Hergeir | 360 |
5 | Haukur | 326 |
6 | Gauti | 324 |
7 | Tommi | 306 |
8 | Viktor | 278 |
9 | Tóti | 272 |
10 | Haffi | 266 |
11 | Eggert | 256 |
12 | Hanna | 186 |
13 | Halli | 176 |
14 | Beggi | 135 |
15 | Ingvar | 112 |
16 | Reynir | 78 |
17 | Írunn | 60 |
18 | Viðar | 36 |
19 | Hilmar | 26 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2023 | 11:39
12. mót. -Mosó- 31. júlí
Það var flott mæting i 12. mót sumarsins. Veðrið gott og völlur í toppstandi.
Sig.Egill, maðurinn í rauðu golfpeysunni, sigraði glæsilega og kom inná 41 pkt. Sig.Egill hefur verið í stífum æfingum í allt sumar og er til alls líklegur þegar sumarið er á enda og vetur tekur við.
Hörkubráðabanar voru leiknir á 19ándu holu um nánast öll sæti.
Jói og Tryggvi leiða mótið en Ásarnir fylgja þeim eins og skuggar.
Næsta mót verður haldið á frídegi verzlunarmanna og má búast vikð einhverjum timbruðum til leiks - það hefur stundum verið ávísun á gott skor, en getur þó brugðið til beggja átta, stutt á milli sælu og ælu.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Sig.Egill | 41 | 40 | |
2 | Írunn | 37 | 36 | |
3 | Viktor | 35 | 17 p. á seinni 9 | 32 |
4 | Tryggvi | 35 | 16 p. á seinni 9 | 30 |
5 | Jói | 34 | 20 p. á seinni 9 | 28 |
6 | Ingvar | 34 | 17 p. á seinni 9 | 26 |
7 | Haukur | 33 | 24 | |
8 | Haffi | 31 | 22 | |
9 | Tommi | 30 | 20 p. á seinni 9 | 20 |
10 | Hergeir | 30 | 15 p. á seinni 9 | 18 |
11 | Hanna | 25 | 16 p. á seinni 9 | 16 |
12 | Eggert | 25 | 11 p. á seinni 9 | 14 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | Samtals Stig |
1 | Jói | 416 |
2 | Tryggvi | 376 |
3 | Sig.Egill | 344 |
4 | Hergeir | 338 |
5 | Haukur | 300 |
6 | Gauti | 294 |
7-8 | Tommi | 278 |
7-8 | Viktor | 278 |
9 | Tóti | 272 |
10 | Haffi | 234 |
11 | Eggert | 220 |
12 | Hanna | 186 |
13 | Halli | 176 |
14 | Beggi | 135 |
15 | Ingvar | 112 |
16 | Reynir | 78 |
17-18 | Viðar | 36 |
17-18 | Írunn | 36 |
19 | Hilmar | 26 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2023 | 10:38
11. mót. -Mosó- 24. júlí
Veðrið lék við spilarana í 11. móti sumarsins þegar leikið var samkvæmt venju í Mosó.
Júlímánuðuðr hefur verið fínn veðurfarslega séð. Ótrúlegt samt að þurfa að hafa orð á því lok júlí að vallaraðstæður séu að verða góðar, en svona lék nú kalda vorið völlinn.
Skorið var allgott hjá flestum og að lokum stóð uppi nokkuð óvæntur sigurvegari sem hefur lítið látið að sér kveða í sumar. Í stuttu spjalli við Tíðindamanninn þá taldi sigurvegarinn sig búinn að leysa gátuna...enn og aftur. Tíðindamaðurinn er eldri en tvævetra í faginu og hefur fylgst með viðkomandi nokkuð lengi og veit að ekkert er fjarri sannleikanum.
Jói og Tryggvi halda sig í nokkuð öruggri fjarlægð frá öðrum á stöðulistanum. Hópurinn á eftir er nokkuð þéttur.
Nú hefst síðasti þriðjungur mótsins og ef menn ætla gera atlögu að toppnum þá er þetta rétti tíminn til að láta til sín taka.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Haukur | 41 | 40 | |
2 | Gauti | 40 | 36 | |
3 | Tommi | 38 | 32 | |
4 | Tryggvi | 37 | 30 | |
5 | Jói | 36 | 28 | |
6 | Tóti | 34 | 26 | |
7 | Beggi | 31 | 24 | |
8 | Haffi | 30 | 22 | |
9 | Hergeir | 28 | 20 | |
10 | Sig.Egill | 26 | 18 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | Samtals Stig |
1 | Jói | 388 |
2 | Tryggvi | 346 |
3 | Hergeir | 320 |
4 | Sig.Egill | 304 |
5 | Gauti | 294 |
6 | Haukur | 276 |
7 | Tommi | 258 |
8-9 | Tóti | 246 |
8-9 | Viktor | 246 |
10 | Haffi | 212 |
11 | Eggert | 206 |
12 | Halli | 176 |
13 | Hanna | 170 |
14 | Beggi | 104 |
15 | Ingvar | 86 |
16 | Reynir | 78 |
17 | Viðar | 36 |
18 | Hilmar | 26 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2023 | 15:56
10. mót. -Mosó- 17. júlí
Það voru 12 mættir í Mosann til að berjast um stiginn dýrmætu.
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið hörkugóð mæting í allt sumar. Menn greinilega tilbúnir að fórna miklu eins t.d að fresta sumarfríum með fjölskyldunni til að keppa á mótaröðinni.
Það var þó einn sem blés á þetta og mætti heldur betur ferskur eftir 3 vikna frí í hitanum á Ítalíu.
Stórsöngvarinn og CITY-maðurinn, Haffi frændi, var heldur betur sjóðheitur á mánudagskvöldið og skellti í 39 pkt. eftir fríið.
Kæra barst innan tilskilins frests eftir að móti lauk og var hún tekin til greina af mótstjórn enda var Mótstjórinn sjálfur sakamaður í því máli. Almennt séð er Mótstjórinn tæknisinnaður maður en er þó alfarið á móti rafrænum skorkortum og vill helst af öllu taka upp aftur gamla góða blýantinn og þykkan pappír. Hann hefur nú sagt sig frá öllu rafrænum ritarastörfum út leiktíðina. Þá er nú gott að eiga tæknitröllið og litla málarann á kantinum til að taka við sem Aðalritari. Sá hefur nú gaman af snjalltækinu.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Haffi | 39 | 40 | |
2 | Hergeir | 38 | 19 p. á seinni 9 | 36 |
3 | Gauti | 38 | 18 p. á seinni 9 | 32 |
4 | Hanna | 37 | 30 | |
5 | Tommi | 36 | 28 | |
6 | Viktor | 35 | 26 | |
7 | Eggert | 32 | 24 | |
8 | Tryggvi | 31 | 18 p. á seinni 9 | 22 |
9 | Sig.Egill | 31 | 16 p. á seinni 9 | 20 |
10 | Halli | 30 | 18 | |
11 | Jói | 26 | 14 p. á seinni 9 | 16 |
12 | Haukur | 26 | 12 p. á seinni 9 | 14 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | Samtals Stig |
1 | Jói | 360 |
2 | Tryggvi | 316 |
3 | Hergeir | 300 |
4 | Sig.Egill | 286 |
5 | Gauti | 258 |
6-7 | Tóti | 246 |
6-7 | Viktor | 246 |
8 | Haukur | 236 |
9 | Tommi | 226 |
10 | Eggert | 206 |
11 | Haffi | 190 |
12 | Halli | 176 |
13 | Hanna | 170 |
14 | Beggi | 104 |
15 | Ingvar | 86 |
16 | Reynir | 78 |
17 | Viðar | 36 |
18 | Hilmar | 26 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2023 | 01:48
9. mót. -Öndverðarnes- 10. júlí, RISA-mót
Til að varpa ljósi að þau vandamál sem horfa við mótanefnd , þessara saklausu mánudagsmóta, þá var staðan þannig fyrir 9unda mótið að eftirspurnin var meiri en framboðið þ.e. af rástímum.
Þá er gott að eiga Hauk í horni og gríðarlegan öflugan sponsor sem er í okkar tilviki er Reynir Stefáns aka Retro Stefan.
Kappinn sá, sem hefur alltof sjaldan sést á mánudögum í gengum tíðina, gengur alltaf í málin þegar á þarf að halda.
Reynir reddaði rástímum fyrir sirkusinn á heimavelli sínum í Öndverðarnesi og úr varð enn eitt risamótið.
Það er gaman frá því að segja að mánudags FRAM-mótaröðin er í raun sambland af tveimur vinarhópum, eldri og yngri.
Báðir hóparnir eiga rætur sínar að rekja í FRAM.
Ekki má samt gleyma frábærum félögum, afleggjurum, sem eiga sínar rætur t.d. í KR, Víking og jafnvel langt út á land (Garðabæ).
Eldri hópurinn samanstendur af mannskap er fæddur á sjöunda áratug síðustu aldar en sá yngri er fæddur á áttunda áratugnum.
Yngri hópurinn kallar sig "Snuddurnar" en sá eldri kennir sig við "Þórorm" en golfarmur þess hóps er þó mest þekktur sem "HAREN-hópurinn".
Golfstíll- og leikur þessar hópa er gerólíkur.
Eldri spila almennt, fágaðan, agaðan og mjög lipran leik á meðan þeir yngri leika eitthvað sambland af rúbbý og skvassi.
Það var því var virkilega gaman að sjá atvinnumanninn frá Þýsklandi, Hilmar aka Skotta, mættan með þeim ungum. Lyfti þeim sannarlega á hærra plan.
Vertu ávallt velkominn Herr Hilmar.
Af mótinu sjálfu er það helst að frétta að nýbakaður Meistaramóts-sigurvegari í flokki 50+ hjá GM m/forgjöf mætti heldur betur sperrtur til leiks og sigraði á glæsilegur 43 punkta skori.
Heimamaðurinn á Öndinni Beggi Fló, lék sinn besta hring á árinu og kom annar í mark. Aðrir voru síðri.
Við Þökkum Reyni kærlega fyrir golfhringinn á flottum velli. Þú átt 14 bjóra inni á barnum.
Baráttan heldur áfram næsta mánudag.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Jói | 43 | 60 | |
2 | Beggi | 38 | 52 | |
3 | Hanna | 37 | 21 p. á seinni 9 | 46 |
4 | Haukur | 37 | 17 p. á seinni 9 | 44 |
5 | Gauti | 36 | 42 | |
6 | Tommi | 35 | 17 p. á seinni 9 | 40 |
7 | Halli | 35 | 14 p. á seinni 9 | 38 |
8 | Hilmar | 33 | 36 | |
9 | Tóti | 31 | 34 | |
10 | Viktor | 28 | 32 | |
11 | Sig.Egill | 27 | 17 p. á seinni 9 | 30 |
12 | Eggert | 27 | 12 p. á seinni 9 | 28 |
13 | Hergeir | 26 | 16 p. á seinni 9 | 26 |
14 | Ingvar | 26 | 15 p. á seinni 9 | 24 |
15 | Reynir | 25 | 22 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 15.mai | 22.mai | 29.maí | 5.jún | 12.jún | 19.jún | 26.jún | 3.júl | 10.júl | Samtals Stig |
1 | Jói | 30 | 22 | 24 | 40 | 60 | 30 | 38 | 40 | 60 | 344 |
2 | Tryggvi | 36 | 26 | 40 | 30 | 52 | 24 | 60 | 26 | 294 | |
3 | Sig.Egill | 18 | 32 | 28 | 44 | 40 | 52 | 22 | 30 | 266 | |
4 | Hergeir | 32 | 30 | 36 | 42 | 36 | 34 | 28 | 26 | 264 | |
5 | Tóti | 40 | 24 | 24 | 28 | 28 | 32 | 36 | 34 | 246 | |
6 | Gauti | 40 | 28 | 22 | 30 | 18 | 46 | 42 | 226 | ||
7 | Haukur | 30 | 14 | 46 | 12 | 44 | 32 | 44 | 222 | ||
8 | Viktor | 26 | 36 | 32 | 32 | 32 | 10 | 20 | 32 | 220 | |
9 | Tommi | 20 | 36 | 20 | 38 | 26 | 18 | 40 | 198 | ||
10 | Eggert | 22 | 26 | 34 | 32 | 40 | 28 | 182 | |||
11 | Halli | 28 | 20 | 16 | 20 | 36 | 38 | 158 | |||
12 | Haffi | 24 | 28 | 26 | 18 | 40 | 14 | 150 | |||
13 | Hanna | 22 | 42 | 30 | 46 | 140 | |||||
14 | Beggi | 24 | 28 | 52 | 104 | ||||||
15 | Ingvar | 22 | 16 | 24 | 24 | 86 | |||||
16 | Reynir | 26 | 30 | 22 | 78 | ||||||
17 | Viðar | 36 | 36 | ||||||||
18 | Hilmar | 26 | 26 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar