Færsluflokkur: Íþróttir

Mót-7. Brautarholt. 1. júlí.

Vegna meistaramótsviku á Hlíðarvelli var spilað í Brautarholtinu í þetta skiptið. Að venju gildir einnig hringur spilaður í meistaramóti á spiladegi. Það átti við í einu tilviki.
Það var blés hressilega á spilara þennan mánudaginn í Brautarholtinu, sérstaklega á fyrri níu en aðeins skaplegri aðstæður voru á seinni níu. Það sést líka vel á skorinu að flestir bættu og jafnvel stórbættu punktaskorið á seinni níu.
 
Eggert "El Chapo" lét þó vindinn ekki á sig fá og skilaði hreint ótrúlegum hring á 37 punktum. Frábærlega gert í krefjandi aðstæðum. Haukur spilaði einnig mjög vel á 33 punktum sem skilaði öðru sæti. Þriðja sætið náðist á 28 punktum og var það Haffi sem spilaði í rokinu á Hlíðarvelli í meistaramótinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem 3ja sætið fer undir 30 punkta, en hingað til hefur þurft hið minnsta 33 punkta til að landa 3ja sætinu. Þetta skor endurspeglar vel þær krefjandi aðstæður sem spilað var við þennan mánudag.
 
Hér að neðan má sjá úrslit 7. spilaviku. Haffi leiðir í heildarstigakeppninni aðra vikuna í röð, en hann er einn tveggja spilara sem hafa spilað allar sjö spilavikurnar og fleiri mót telja því hjá honum en flestum öðrum. 
 
mot-7-amot-7-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-7-c
 
 
 

Mót-6. Mosó. 24. júní.

Það gekk á með hressilegum skúrum í Mósó í gær þar sem 13 spilarar kepptu um stigin í boði.

Skorið var óvenju jafnt og þurfti að grípa til skrifstofu-bráðabana í allnokkrum tilvikum.
Mótið vannst á 37 punktum og var það doktorinn geðþekki G Laxdal sem landaði sigrinum. Samspilarar Gauta sögðu hann hafa verið hreint magnaðan í sandinum og afrekaði að ná svokölluðu "sandsave í fjögur skipti á hringnum. 
Geri aðrir betur! Gauti hlýtur tilnefninguna sandmeistari og mætir næst í doppóttum bol (ala fjallameistarinn í Tour de France) og fær að sjálfsögðu aukastig að launum.
tour
Haffi spilaði solid golf og skilaði sér á 36 punktum í öðru sæti og Haukur í þriðja með 35 punkta.
Þrír spilarar voru svo jafnir í 4-6 sæti með 34 punkta, Hanna, Írunn og Tóti og þar þurfti að grípa til skrifstofu bráðabana til að úrskurða um röðun.
Hanna og Írunn voru báðar með 17 p á seinni níu en Hanna hafði betur með 6p (vs. 5p.) á síðustu 3 holunum. 
Tóti spilaði fantavel á fyrri níu (22 p.) en mun síður á seinni níu, sem nota bene voru fyrri níu holurnar í gær þar sem ræst var út á 10. holu.
 
Í heildarstigakeppninni hafa þau tíðindi gerst að Hergeir er ekki lengur í toppsætinu en hann hefur haldið í það síðan í annarri spilaviku. Haffi hefur nú tyllt sér í toppsætið og kuð það vera í fyrsta sinn sem hann vermir það sæti á öllum þeim fjölmörgu árum síðan hann hóf keppni í mótaröðinni. Sumir læra seint en læra þó. Minnt skal á að það er aðeins búið að spila 6 mót og enn eru fjölmörg mót eftir á mótaröðinni (amk 10). 
 
Í næstu viku verður meistaramót GM í gangi á Hlíðavelli og færist keppnin því líklega á annan völl af þeim sökum. Mótanefnd vinnur í málinu.
mot-6-a
mot-6-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-6-c

Mót-5. Mosó. 17.júní.

Þjóðhátíðardeginum 17. júní var fagnað með 5. mótinu á Fram mótaröðinni.

Veðrið var ákaflega stillt, 10 gráður og skýjað og hreyfi vart vind. Spila-aðstæður voru því mjög góðar enda skiluðu allir spilarar sér í hús með yfir 30 punkta með einni undantekningu.
Krían sem hefur verið ansi spök í sumar var komin í mikinn ham og eirði engum sem hætti sér út á varplendur þeirra. Sumir urðu þó verr úti en aðrir í þessari baráttu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd :D
mot-5-a
 
TT var í feiknastuði í dag og landaði 40 punktum og þar með sigrinum í annað sinn í sumar. Hanna skilaði 38 punktum í hús, þar af 22 p. á seinni níu og varð í öðru sæti. Ingvar kom á hæla hennar með 37 punkta en hann nagar sig líklega í handarbökin fyrir lakan endasprett (ala Rory Mcllroy á US open) þar sem núllaði tvær síðustu holurnar.
Fyrsti gestaspilari sumarsins mætti með stæl. Þar var hinn knái Jón Ari á ferðinni í golfbíl. Hann er þekktur fyrir fádæma stabila spilamennsku og skilaði að venju fjölmörgum punktum í hús (36) og ennþá fleiri bröndurum.
Það var dómur spilara á 19. holu að Haffi ætti skilið aukastig fyrir hetjulega baráttu við Kríurnar. Þess má geta að hann þurfti að koma við í Nettó á heimleiðinni að kaupa Ariel Ultra. 
 
Í heildarstigakeppninni er toppbaráttan hnífjöfn og spennandi. Hergeir er með 1 stig forystu á Ingvar og 2ja stiga forskot á Haffa í 3ja sætinu. 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-5-b
mot-5-c
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-5-d
 
 
 

Mót-4. Leiran, 10. júní. -RISAMÓT-

Fyrsta Risamót sumarsins var haldið á Leirunni í Sunny KEF síðasta mánudag.

Ekið var úr dandala blíðu í borginni í talsvert meiri blástur sunnan með sjó. Jói Fel kvartaði mest yfir veðurbreytingunni enda kom hann úr Majorca veðri í Hveragerði og var vel sólbakaður. 
Tíu spilarar voru mættir til að berjast um tvöfalda pottinn. Lítil keppni varð um efsta sætið því Ingvar kom sá og sigraði með nokkrum yfirburðum. Hann skilaði 42 punktum í hús og er það langbesti árangur sumarsins á mótaröðinni. Glæsilega gert Ingvar.
Mikil og hörð keppni var aftur á móti um annað sætið og þegar í hús var komið voru þrír kappar, Eggert, Gauti og Haffi allir jafnir með 35 punkta. Kom þá til hins alræmda skrifstofu bráðabana. Gauti var með frábærar fyrri níu (22 p.) en hafði gefið eftir á seinni níu. Eggert og Haffi voru jafnir með 18 punkta á seinni níu og aftur jafnir eftir 12 holur (24 p). Haffi hafði loks 2. sætið með fleiri punkta á síðustu þremur holunum (7 p vs 4 p.). 
Tommi náði þeim ótrúlega árangri að vera parakóngur í sínu holli en ennfremur með langflest X. Á seinni níu paraði hann 3x holur en núllaði 5x. Ótrúlegar sveiflur í spilamennskunni og þrátt fyrir hvert sjankið á fætur öðru hélt Tommi í góða skapið og fær hann aukastig að launum. Þar sem um risamót er að ræða tvöfaldast aukastig.
 
Í heildarkeppninni heldur Hergeir í forystuna en er nú með naumt forskot á Haffa og Ingvar sem koma í næstu sætum. Allt galopið ennþá enda fjölmörg mót eftir.
 
mot-4-a
 
 
mot-4-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-4-c

Mót-3. Mosó, 3. júní.

Þrátt fyrir kulda og trekk var mjög góð mæting á 3ju spilaviku Fram mótaraðarinnar.

14 spilarar voru mættir til leiks, margir vel dúðaðir, enda vel hvasst og hitastig einhverjar 6-7 gráður (raunhitastig að teknu tilliti til vindkælingar nálægt 3 gráðum).
 
Veðurskilyrðin höfðu talsverð áhrif á punktasöfnun spilara því það var í lægri kantinum þessa vikuna. Tryggvi Tryggva skilaði sér í efsta sætið með 34 punkta eftir að hafa leitað til golfkennara að leiðrétta sveifluna eftir fyrri golfkennara í vor. Greinilega góður business í því meðal golfkennara að skemma golfsveiflur ;-)
Tóti og Haffi komu í 2-3 sæti með 33 punkta. 
 
Mótaröðin er enn skammt á veg komin og þess má glöggt sjá merki að efstu fjórir í heildarstigaröðinni eru allir meðal þeirra sem hafa spilað öll 3 mótin til þessa. Hergeir hefur tekið forystuna en Tóti er skammt undan. Víst er að það er nóg eftir af stigum í pottinum og næsta víst að fleiri spilarar munu blanda sér í baráttuna.
 
Hér eru úrslit gærdagsins ásamt heildarstöðu Fram mótaraðarinnar eftir 3 umferðir. 
Vegna kulda flýttu margir sér heim eftir spilamennskuna og engin fær aukastig að þessu sinni.
 
mot-3-a
 
 
mot-3-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mot-3-c

Mót-2. Mosó, 27. maí

Það viðraði vel fyrir gott skor í annarri spilaviku Fram mótaraðarinnar. Hægur vindur og smá blautt á þannig að flatir tóku vel við. Níu spilarar voru mættir til leiks og skorið var yfir 30 hjá öllum nema tveimur og þrír með skor til lækkunar (skv gamla kerfinu) með meira en 36 punkta. Vel gert strax í maí.

Halli spilaði eins og kóngur og sullaði allflestum púttum ofan í sama hversu langt frá holunni boltinn var. Hergeir og Gauti voru einnig að spila mjög vel með 38 og 37 punkta. Tóti er einnig með sterka byrjun á mótaröðinni með gott skor aðra vikuna í röð.
 
Nú hafa alls 15 spilarar tekið þátt í mótaröðinni og útlit fyrir hörkukeppni. Minnt er á að 10 bestu mót hjá hverjum spilara gilda í sumar. Enn er því tækifæri fyrir gamalkunnug andlit (Beggi, Reynir, Jón Ari,...) sem ekki hafa mætt ennþá að rífa upp settið og mæta til leiks að viku.
 
Einungis þeir sem eru að spila í mótaröðinni verða metnir til stiga í hverri viku. Þeir sem mæta í gestahlutverki 1-3x yfir sumarið fá því ekki stig og spila sér því til ánægju og fyrir félagsskapinn. Þetta er gert til að skekkja ekki innbyrðis keppni þeirra sem eru í baráttunni yfir sumarið.
 
Haukur fær aukastig í þessari viku fyrir að halda uppi góðri stemningu á 19. holu þrátt fyrir erfiðan dag á vellinum, þar sem tannmissir og saursýni komu við sögu. Algerlega til eftirbreytni að láta ekki dapurt punktaskor skemma fyrir góða skapinu.
 
 
mot-2-a
 
 
 
mot-2-b
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
mota-2-c

Mót-1. Mosó, 20.maí.

Golfsumarið á Fram mótaröðinni er hafið með 18 holum mánudaginn 20. mai. Þrettán spilarar mættu til leiks í þokkalegum aðstæðum. Það blés nokkuð framan af og síðan gerði góðan skúr um miðbikið en ekkert til að kvarta mikið yfir.
 
Skor spilara var upp og ofan en samt býsna gott í upphafi tímabils. Viktori tókst að ná 38 punktum einkum fyrir frábæra fyrri níu (21 p) og stendur uppi sem sigurvegari vikunnar. Hergeir landaði 34 punktum í öðru sæti og Írunn heldur góðum takti og var í 3ja sæti með 33 punkta.
Hér að neðan er úrtslitatafla með punktaskori og stigaskori allra spilara.
 
Stigagjöfin verður þannig í sumar að 10 hæstu punktaskorin hverja viku fá stig (Eurovision stigagjöfin, 1-8, 10, 12).  Að auki fá spilarar 1 stig fyrir mætingu. 10 hæstu stigaskor hvers spilara mynda lokaniðurstöðu sumarsins.
 
Nýjung er sú að heimild er fyrir veitingu aukastiga (max 3 stig) fyrir eftirtektarverð tilþrif á vellinum, áhugaverðan klæðnað, skemmtilegar sögur á 19. holu, eða aðra framgöngu til eftirbreytni. 
Í þetta sinn fær einn aðili aukastig. Siggi var vart lentur á Íslandi frá Köben og gerði ekki ráð fyrir að spila þennan mánudag, en kom sér strax á völlinn og harkaði sér í gegnum 18 holur. Vel gert og algerlega til eftirbreytni.
 
 
mot-1
 

Spánn 2023

Hér eru drög að dagskrá fyrir Spánarmótið 2023. Við stefnum á að spila a.m.k. 27 holur á dag og tvær keppnir í gangi. Fyrri keppnin er einstaklingskeppni punktaleikur með forgjöf þar sem þrjú bestu skorin af fimm gilda sem Spánarmeistari 2023. Verðlaunin ekki að verri endanum sem verða 240 Evrur, sem gæti þýtt að einhver verður að skila inn áhugamannaskírteininu á næstu leiktíð.

Hin keppnin sem sumir munu örugglega leggja sig meira fram en aðrir er keppnin milli ungra vs. gamla. Gamlir hafa harma að hefna eftir að að þeir lutu í gras 2021. Í þeirri keppni verður keppt í betri bolta, Ryder og nokkrum texas leikjum. Stigagjöf verður þannig að í hverju holli verður keppt um eitt stig eða samtals þrjú stig í hverjum leik fyrir utan Ryderkeppnina þar sem mesti möguleiki stiga í holli er þrjú stig eða samtals níu stig. 

Við förum betur í gegnum þetta þegar út verður komið. 

Góða skemmtun

 

 

 

Dagskrá spánn 2023


Lokamót FRAM-mótaraðarinnar 2023.

Lokamót mánudags-FRAM mótaraðarinnar var leikið í Mosó sunnudaginn 17. september.

Fjórtán spilarar voru mættir til þessa úrslitaleiks. 

Aðstæður voru eins og jakkinn sem leikið er um; köflóttar.

Byrjuðum í ágætisveðri en fengum svo grenjandi rigningu á okkur og stinningsgolu. Sluppum inn í skála í hálfleik til að hlýja okkur aðeins fyrir seinni hálfleikinn. Aðstæður urðu bara fínar á seinni 9 holunum og meira að segja lét sú gula aðeins sjá sig þ.a. menn komu nokkuð þurrir inn á 19ándu holu.

Fyrir úrslitamótið var Jói með talsverða stigaforystu í handraðanum eða 66 stig á næsta mann sem var Sigurður Egill Vítamín. Tíðindamaður man ekki eftir jafnmikilli forystu fyrir lokamót eins og þetta árið.

Mótstjórnin hefur þó alltaf náð að kokka upp lokamót þ.a. ekkert er í hendi fyrr enn síðasta högg hefur verið slegið. Það var enginn breyting á þetta árið. 

Leikið var einstaklingskeppni í punktaleik þar sem 160 stig voru í boði fyrir sigurvegarann. Síðan var liðakeppni þar sem 60 stig voru í boði fyrir sigurliðið.  Á fullkomnum degi voru því samanlagt 220 stig í boði fyrir þann sem næði því.

Það var þó ekki Vítamínið sem gerði atlöguna heldur var mættur í stuði gamli kartöflubóndinn úr Safamýri og "defending champion" Hergeir Elíasson.  HE náði sér í 210 stig af þeim 220 sem voru í boði. Sama gerði reyndar annar snillingur sem almennt fer lítið fyrir á mánudagsmótaröðinni, Ingvar Stefánsson. Ingvar sigraði í einstaklingskeppni úrslitadagsins  með því að koma inná 38 pkt. sem er ansi vel af sér vikið m.v. veðuraðstæður.

Jói Fel náði sér í 120 stig á lokamótinum sem nægði honum til að sigra mótaröðina árið 2023 með 12 stiga mun. 

Glæsilega gert Jói og innilega til hamingju með sigurinn. Jói hefur staðið sig vel í sumar og var 100% mætingu sem er einstakt. Kappinn hefur lækkað um heila 10 í forgjöf frá því í vor. Hann setti sér markmið að komast undir 20 í forgjöf í sumar og það tókst heldur betur. Hann mætti með 17,8 í lokamótið og spilaði frábærlega á fyrri 9 holunum í dag (20 pkt.) en gaf talsvert eftir á seinni þegar utanyfirflíkunum fjölgaði vegna kulda og hreyfigetan minnkaði. Þetta hafðist þó allt að lokum og er Jói Fel verðskuldaður sigurvegari sumarins.

Eftir hringinn var sest inn í hátíðarsal Blik Bistro þar sem menn gæddu sér á ljómandi máltíð sem var skolað niður með góðum drykk. Sigurvegarinn var færður í köflótta Jakkann og bikarinn góði afhentur í 19ánda skipti. Að lokum var skálað fyrir sigurvegaranum og hver í sínu horni og hljóði höfðu menn heitstrengingar um að vinna hinn eftirsótta köflóttan Jakka með olnbogabótunum að ári.

 

ÚRSLIT EINSTAKLINGSKEPPNI.

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Ingvar38 160
2Hergeir36 150
3Tommi34 140
4Viktor3312 pkt. á seinni 9130
5Haukur3311 pkt. á seinni 9120
6Eggert32 110
7Gauti3016 pkt. á seinni 9100
8Jói3010 pkt. á seinni 990
9Tóti2916 pkt. á seinni 980
10Sig.Egill2915 pkt. á seinni 970
11Hanna286 pkt. á síðustu 3 í umspili við Haffa60
12Haffi285 pkt. á síðustu 3 í umspili við Hönnu50
13Tyggvi2815 pkt. á seinni 940
14Viðar20 30

 

ÚRSLIT LIÐAKEPPNI.

SætiLiðPktBráðabanarStig
1Hergeir, Tryggvi, Tóti4420 pkt. á síðustu 860
2Gauti, Ingvar, Hanna4419 pkt á síðustu 850
3Tommi, Haffi3820 pkt. á síðustu 940
4Jói, Haukur3816 pkt. á síðustu 930
5Sig.Egill, Eggert3619 pkt. á síðustu 920
6Viktor, Viðar3617 pkt. á síðustu 610

 

LOKASTAÐAN 2023:

SætiNafnSamtals Stig
1Jói Fel698
2Hergeir686
3Tommi670
4Viktor622
5Sig.Egill602
6Haukur600
7Gauti592
8Tóti582
9Tryggvi572
10Haffi480
11Eggert452
12Hanna380
12Ingvar338
14Halli288
15Írunn140
16Beggi135
17Reynir78
18Viðar76
19Hilmar26

 

Að lokum til heiðurs siguurvegaranum...

       RO L E X         
  W E  P 
   JÓI FEL    
       
      A      
  HLÍÐAVÖLLUR 
  M Æ  
         

 

 


Lokamót - Stigagjöf og ráshópar

 

Lokamótið fer fram í MOSÓ á sunnudaginn, 17. sept.

 

Mæting hjá öllum er kl. 13, og helst ekki mikið seinna.

 

Fyrsti ráshópur fer út á 1. teig kl. 13:33 og svo koll af kolli.

Fyrsti ráshópur fer svo í gegn á 10. teig kl. 15:48 og svo koll af kolli.  

Ráshópar, lið, haldast út allan hringinn., þ.e. engar breytingar gerðar í hálfleik.

 

Fyrirkomulagið er:

1. Einstaklingskeppni (pkt).

2. Liðakeppni (betra pkt. á holu pr. lið).

ATH. tvö lið eru skipuð 3 mönnum og hafa því 3 sjénsa á besta skori liðs.

 

Einn í hverju holli sér um að slá skorið inn í Golfbox.

MUNA !: ekki senda neitt inn fyrr en mótið hefur verið gert upp. 

 

Hvert holl tekur með sér skorkort og skráir betra skorið í liðkeppninni inná kortið.

 

Lið nr.Ráshópar
1JóiHaukur
2ViktorViðar
   
3Sig.EgillEggert
4TommiHaffi
   
5GautiIngvar
 Hanna 
   
6TryggviHergeir
 Tóti 

 

STIGAGJÖF:

SætiEinstaklingsLið
116060
215050
314040
413030
512020
611010
7100 
890 
980 
1070 
1160 
1250 
1340 
1430 

 

STAÐAN FYRIR LOKAHRINGINN - feitletraðir eru þáttakendur í lokamóti:

SætiNafnSTIG
1Jói578
2Sig.Egill512
3Tommi490
4Viktor482
5Hergeir476
6Tryggvi472
7Haukur450
8-9Gauti442
8-9Tóti442
10Haffi390
11Eggert322
12Halli288
13Hanna270
14Írunn140
15Beggi135
16Ingvar128
17Reynir78
18Viðar36
19Hilmar19

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2025-lokamot-5
  • 2025-lokamot-4
  • 2025-Lokamot-3
  • 2025-Lokamot-2
  • 2025-Lokamot-1
  • Lokamot dagskra
  • 2025-16-B
  • 2025-16-A
  • 2025-15-B
  • 2025-15-A

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband