Færsluflokkur: Íþróttir
4.7.2024 | 11:46
Mót-7. Brautarholt. 1. júlí.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2024 | 11:39
Mót-6. Mosó. 24. júní.
Það gekk á með hressilegum skúrum í Mósó í gær þar sem 13 spilarar kepptu um stigin í boði.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2024 | 10:08
Mót-5. Mosó. 17.júní.
Þjóðhátíðardeginum 17. júní var fagnað með 5. mótinu á Fram mótaröðinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2024 | 11:23
Mót-4. Leiran, 10. júní. -RISAMÓT-
Fyrsta Risamót sumarsins var haldið á Leirunni í Sunny KEF síðasta mánudag.
Íþróttir | Breytt 18.6.2024 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2024 | 11:18
Mót-3. Mosó, 3. júní.
Þrátt fyrir kulda og trekk var mjög góð mæting á 3ju spilaviku Fram mótaraðarinnar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2024 | 11:07
Mót-2. Mosó, 27. maí
Það viðraði vel fyrir gott skor í annarri spilaviku Fram mótaraðarinnar. Hægur vindur og smá blautt á þannig að flatir tóku vel við. Níu spilarar voru mættir til leiks og skorið var yfir 30 hjá öllum nema tveimur og þrír með skor til lækkunar (skv gamla kerfinu) með meira en 36 punkta. Vel gert strax í maí.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2024 | 10:52
Mót-1. Mosó, 20.maí.
Íþróttir | Breytt 13.6.2024 kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2023 | 22:10
Spánn 2023
Hér eru drög að dagskrá fyrir Spánarmótið 2023. Við stefnum á að spila a.m.k. 27 holur á dag og tvær keppnir í gangi. Fyrri keppnin er einstaklingskeppni punktaleikur með forgjöf þar sem þrjú bestu skorin af fimm gilda sem Spánarmeistari 2023. Verðlaunin ekki að verri endanum sem verða 240 Evrur, sem gæti þýtt að einhver verður að skila inn áhugamannaskírteininu á næstu leiktíð.
Hin keppnin sem sumir munu örugglega leggja sig meira fram en aðrir er keppnin milli ungra vs. gamla. Gamlir hafa harma að hefna eftir að að þeir lutu í gras 2021. Í þeirri keppni verður keppt í betri bolta, Ryder og nokkrum texas leikjum. Stigagjöf verður þannig að í hverju holli verður keppt um eitt stig eða samtals þrjú stig í hverjum leik fyrir utan Ryderkeppnina þar sem mesti möguleiki stiga í holli er þrjú stig eða samtals níu stig.
Við förum betur í gegnum þetta þegar út verður komið.
Góða skemmtun
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2023 | 22:38
Lokamót FRAM-mótaraðarinnar 2023.
Lokamót mánudags-FRAM mótaraðarinnar var leikið í Mosó sunnudaginn 17. september.
Fjórtán spilarar voru mættir til þessa úrslitaleiks.
Aðstæður voru eins og jakkinn sem leikið er um; köflóttar.
Byrjuðum í ágætisveðri en fengum svo grenjandi rigningu á okkur og stinningsgolu. Sluppum inn í skála í hálfleik til að hlýja okkur aðeins fyrir seinni hálfleikinn. Aðstæður urðu bara fínar á seinni 9 holunum og meira að segja lét sú gula aðeins sjá sig þ.a. menn komu nokkuð þurrir inn á 19ándu holu.
Fyrir úrslitamótið var Jói með talsverða stigaforystu í handraðanum eða 66 stig á næsta mann sem var Sigurður Egill Vítamín. Tíðindamaður man ekki eftir jafnmikilli forystu fyrir lokamót eins og þetta árið.
Mótstjórnin hefur þó alltaf náð að kokka upp lokamót þ.a. ekkert er í hendi fyrr enn síðasta högg hefur verið slegið. Það var enginn breyting á þetta árið.
Leikið var einstaklingskeppni í punktaleik þar sem 160 stig voru í boði fyrir sigurvegarann. Síðan var liðakeppni þar sem 60 stig voru í boði fyrir sigurliðið. Á fullkomnum degi voru því samanlagt 220 stig í boði fyrir þann sem næði því.
Það var þó ekki Vítamínið sem gerði atlöguna heldur var mættur í stuði gamli kartöflubóndinn úr Safamýri og "defending champion" Hergeir Elíasson. HE náði sér í 210 stig af þeim 220 sem voru í boði. Sama gerði reyndar annar snillingur sem almennt fer lítið fyrir á mánudagsmótaröðinni, Ingvar Stefánsson. Ingvar sigraði í einstaklingskeppni úrslitadagsins með því að koma inná 38 pkt. sem er ansi vel af sér vikið m.v. veðuraðstæður.
Jói Fel náði sér í 120 stig á lokamótinum sem nægði honum til að sigra mótaröðina árið 2023 með 12 stiga mun.
Glæsilega gert Jói og innilega til hamingju með sigurinn. Jói hefur staðið sig vel í sumar og var 100% mætingu sem er einstakt. Kappinn hefur lækkað um heila 10 í forgjöf frá því í vor. Hann setti sér markmið að komast undir 20 í forgjöf í sumar og það tókst heldur betur. Hann mætti með 17,8 í lokamótið og spilaði frábærlega á fyrri 9 holunum í dag (20 pkt.) en gaf talsvert eftir á seinni þegar utanyfirflíkunum fjölgaði vegna kulda og hreyfigetan minnkaði. Þetta hafðist þó allt að lokum og er Jói Fel verðskuldaður sigurvegari sumarins.
Eftir hringinn var sest inn í hátíðarsal Blik Bistro þar sem menn gæddu sér á ljómandi máltíð sem var skolað niður með góðum drykk. Sigurvegarinn var færður í köflótta Jakkann og bikarinn góði afhentur í 19ánda skipti. Að lokum var skálað fyrir sigurvegaranum og hver í sínu horni og hljóði höfðu menn heitstrengingar um að vinna hinn eftirsótta köflóttan Jakka með olnbogabótunum að ári.
ÚRSLIT EINSTAKLINGSKEPPNI.
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðabanar | Stig |
1 | Ingvar | 38 | 160 | |
2 | Hergeir | 36 | 150 | |
3 | Tommi | 34 | 140 | |
4 | Viktor | 33 | 12 pkt. á seinni 9 | 130 |
5 | Haukur | 33 | 11 pkt. á seinni 9 | 120 |
6 | Eggert | 32 | 110 | |
7 | Gauti | 30 | 16 pkt. á seinni 9 | 100 |
8 | Jói | 30 | 10 pkt. á seinni 9 | 90 |
9 | Tóti | 29 | 16 pkt. á seinni 9 | 80 |
10 | Sig.Egill | 29 | 15 pkt. á seinni 9 | 70 |
11 | Hanna | 28 | 6 pkt. á síðustu 3 í umspili við Haffa | 60 |
12 | Haffi | 28 | 5 pkt. á síðustu 3 í umspili við Hönnu | 50 |
13 | Tyggvi | 28 | 15 pkt. á seinni 9 | 40 |
14 | Viðar | 20 | 30 |
ÚRSLIT LIÐAKEPPNI.
Sæti | Lið | Pkt | Bráðabanar | Stig |
1 | Hergeir, Tryggvi, Tóti | 44 | 20 pkt. á síðustu 8 | 60 |
2 | Gauti, Ingvar, Hanna | 44 | 19 pkt á síðustu 8 | 50 |
3 | Tommi, Haffi | 38 | 20 pkt. á síðustu 9 | 40 |
4 | Jói, Haukur | 38 | 16 pkt. á síðustu 9 | 30 |
5 | Sig.Egill, Eggert | 36 | 19 pkt. á síðustu 9 | 20 |
6 | Viktor, Viðar | 36 | 17 pkt. á síðustu 6 | 10 |
LOKASTAÐAN 2023:
Sæti | Nafn | Samtals Stig |
1 | Jói Fel | 698 |
2 | Hergeir | 686 |
3 | Tommi | 670 |
4 | Viktor | 622 |
5 | Sig.Egill | 602 |
6 | Haukur | 600 |
7 | Gauti | 592 |
8 | Tóti | 582 |
9 | Tryggvi | 572 |
10 | Haffi | 480 |
11 | Eggert | 452 |
12 | Hanna | 380 |
12 | Ingvar | 338 |
14 | Halli | 288 |
15 | Írunn | 140 |
16 | Beggi | 135 |
17 | Reynir | 78 |
18 | Viðar | 76 |
19 | Hilmar | 26 |
Að lokum til heiðurs siguurvegaranum...
R | O | L | E | X | ||||||||
W | E | L | L | P | L | A | Y | E | D | |||
J | Ó | I | F | E | L | |||||||
S | E | E | Y | O | U | |||||||
A | T | |||||||||||
H | L | Í | Ð | A | V | Ö | L | L | U | R | ||
M | O | S | F | E | L | L | S | B | Æ | |||
2 | 0 | 2 | 4 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2023 | 11:01
Lokamót - Stigagjöf og ráshópar
Lokamótið fer fram í MOSÓ á sunnudaginn, 17. sept.
Mæting hjá öllum er kl. 13, og helst ekki mikið seinna.
Fyrsti ráshópur fer út á 1. teig kl. 13:33 og svo koll af kolli.
Fyrsti ráshópur fer svo í gegn á 10. teig kl. 15:48 og svo koll af kolli.
Ráshópar, lið, haldast út allan hringinn., þ.e. engar breytingar gerðar í hálfleik.
Fyrirkomulagið er:
1. Einstaklingskeppni (pkt).
2. Liðakeppni (betra pkt. á holu pr. lið).
ATH. tvö lið eru skipuð 3 mönnum og hafa því 3 sjénsa á besta skori liðs.
Einn í hverju holli sér um að slá skorið inn í Golfbox.
MUNA !: ekki senda neitt inn fyrr en mótið hefur verið gert upp.
Hvert holl tekur með sér skorkort og skráir betra skorið í liðkeppninni inná kortið.
Lið nr. | Ráshópar | |
1 | Jói | Haukur |
2 | Viktor | Viðar |
3 | Sig.Egill | Eggert |
4 | Tommi | Haffi |
5 | Gauti | Ingvar |
Hanna | ||
6 | Tryggvi | Hergeir |
Tóti |
STIGAGJÖF:
Sæti | Einstaklings | Lið |
1 | 160 | 60 |
2 | 150 | 50 |
3 | 140 | 40 |
4 | 130 | 30 |
5 | 120 | 20 |
6 | 110 | 10 |
7 | 100 | |
8 | 90 | |
9 | 80 | |
10 | 70 | |
11 | 60 | |
12 | 50 | |
13 | 40 | |
14 | 30 |
STAÐAN FYRIR LOKAHRINGINN - feitletraðir eru þáttakendur í lokamóti:
Sæti | Nafn | STIG |
1 | Jói | 578 |
2 | Sig.Egill | 512 |
3 | Tommi | 490 |
4 | Viktor | 482 |
5 | Hergeir | 476 |
6 | Tryggvi | 472 |
7 | Haukur | 450 |
8-9 | Gauti | 442 |
8-9 | Tóti | 442 |
10 | Haffi | 390 |
11 | Eggert | 322 |
12 | Halli | 288 |
13 | Hanna | 270 |
14 | Írunn | 140 |
15 | Beggi | 135 |
16 | Ingvar | 128 |
17 | Reynir | 78 |
18 | Viðar | 36 |
19 | Hilmar | 19 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar