Lokamót FRAM-mótaraðarinnar 2023.

Lokamót mánudags-FRAM mótaraðarinnar var leikið í Mosó sunnudaginn 17. september.

Fjórtán spilarar voru mættir til þessa úrslitaleiks. 

Aðstæður voru eins og jakkinn sem leikið er um; köflóttar.

Byrjuðum í ágætisveðri en fengum svo grenjandi rigningu á okkur og stinningsgolu. Sluppum inn í skála í hálfleik til að hlýja okkur aðeins fyrir seinni hálfleikinn. Aðstæður urðu bara fínar á seinni 9 holunum og meira að segja lét sú gula aðeins sjá sig þ.a. menn komu nokkuð þurrir inn á 19ándu holu.

Fyrir úrslitamótið var Jói með talsverða stigaforystu í handraðanum eða 66 stig á næsta mann sem var Sigurður Egill Vítamín. Tíðindamaður man ekki eftir jafnmikilli forystu fyrir lokamót eins og þetta árið.

Mótstjórnin hefur þó alltaf náð að kokka upp lokamót þ.a. ekkert er í hendi fyrr enn síðasta högg hefur verið slegið. Það var enginn breyting á þetta árið. 

Leikið var einstaklingskeppni í punktaleik þar sem 160 stig voru í boði fyrir sigurvegarann. Síðan var liðakeppni þar sem 60 stig voru í boði fyrir sigurliðið.  Á fullkomnum degi voru því samanlagt 220 stig í boði fyrir þann sem næði því.

Það var þó ekki Vítamínið sem gerði atlöguna heldur var mættur í stuði gamli kartöflubóndinn úr Safamýri og "defending champion" Hergeir Elíasson.  HE náði sér í 210 stig af þeim 220 sem voru í boði. Sama gerði reyndar annar snillingur sem almennt fer lítið fyrir á mánudagsmótaröðinni, Ingvar Stefánsson. Ingvar sigraði í einstaklingskeppni úrslitadagsins  með því að koma inná 38 pkt. sem er ansi vel af sér vikið m.v. veðuraðstæður.

Jói Fel náði sér í 120 stig á lokamótinum sem nægði honum til að sigra mótaröðina árið 2023 með 12 stiga mun. 

Glæsilega gert Jói og innilega til hamingju með sigurinn. Jói hefur staðið sig vel í sumar og var 100% mætingu sem er einstakt. Kappinn hefur lækkað um heila 10 í forgjöf frá því í vor. Hann setti sér markmið að komast undir 20 í forgjöf í sumar og það tókst heldur betur. Hann mætti með 17,8 í lokamótið og spilaði frábærlega á fyrri 9 holunum í dag (20 pkt.) en gaf talsvert eftir á seinni þegar utanyfirflíkunum fjölgaði vegna kulda og hreyfigetan minnkaði. Þetta hafðist þó allt að lokum og er Jói Fel verðskuldaður sigurvegari sumarins.

Eftir hringinn var sest inn í hátíðarsal Blik Bistro þar sem menn gæddu sér á ljómandi máltíð sem var skolað niður með góðum drykk. Sigurvegarinn var færður í köflótta Jakkann og bikarinn góði afhentur í 19ánda skipti. Að lokum var skálað fyrir sigurvegaranum og hver í sínu horni og hljóði höfðu menn heitstrengingar um að vinna hinn eftirsótta köflóttan Jakka með olnbogabótunum að ári.

 

ÚRSLIT EINSTAKLINGSKEPPNI.

SætiNafnPkt.BráðabanarStig
1Ingvar38 160
2Hergeir36 150
3Tommi34 140
4Viktor3312 pkt. á seinni 9130
5Haukur3311 pkt. á seinni 9120
6Eggert32 110
7Gauti3016 pkt. á seinni 9100
8Jói3010 pkt. á seinni 990
9Tóti2916 pkt. á seinni 980
10Sig.Egill2915 pkt. á seinni 970
11Hanna286 pkt. á síðustu 3 í umspili við Haffa60
12Haffi285 pkt. á síðustu 3 í umspili við Hönnu50
13Tyggvi2815 pkt. á seinni 940
14Viðar20 30

 

ÚRSLIT LIÐAKEPPNI.

SætiLiðPktBráðabanarStig
1Hergeir, Tryggvi, Tóti4420 pkt. á síðustu 860
2Gauti, Ingvar, Hanna4419 pkt á síðustu 850
3Tommi, Haffi3820 pkt. á síðustu 940
4Jói, Haukur3816 pkt. á síðustu 930
5Sig.Egill, Eggert3619 pkt. á síðustu 920
6Viktor, Viðar3617 pkt. á síðustu 610

 

LOKASTAÐAN 2023:

SætiNafnSamtals Stig
1Jói Fel698
2Hergeir686
3Tommi670
4Viktor622
5Sig.Egill602
6Haukur600
7Gauti592
8Tóti582
9Tryggvi572
10Haffi480
11Eggert452
12Hanna380
12Ingvar338
14Halli288
15Írunn140
16Beggi135
17Reynir78
18Viðar76
19Hilmar26

 

Að lokum til heiðurs siguurvegaranum...

       RO L E X         
  W E  P 
   JÓI FEL    
       
      A      
  HLÍÐAVÖLLUR 
  M Æ  
         

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 67559

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband