4.Mót. -Mosó 24.maí-

Það voru 15 mættir á Hlíðavöll á öðrum degi hvítasunnu til að berjast um stigin dýrmætu. Ekki leit neitt sérstaklega vel út með veðrið í upphafi, ausandi rigning en þó hlýrra en undanfarna mánudaga. Svo rættist úr þessu öllu eftir ca. hálftíma með dandalablíðu og fínum aðstæðum til að leika gott golf.  Menn létu ekki segja sér það tvisvar og ævintýralegt skor var gert upp að loknum hringnum.

Það var enginn annar Vilbergur Flóvent, sem mætir alltof sjaldan, sem fagnaði sigri á glæsilegu skori eða 42 pkt. Að vísu þurfti bráðabana til því Viktor skilað einnig inn 42 pkt. en það dugði því miður ekki til í þetta sinn þar sem Beggi skilaði inn betra skori á seinni 9. 

Þeir sem sáu til síkáta flugmannsins Begga, segja að pútterinn hafi verið á "autopilot"...öllu stýrt beint til lendingar í holunni. 

Fleiri voru að gera góða hluti. Jói segist búinn að leysa gátuna með púttinn þ.a. búast má við miklu úr þeirri átt í næstu mótum. Tommi vaknaði til lífsins og komi inná 38 pkt. og hefur vafalaust skilað inn góðu skori í höggleik. 

Gauti heldur áfram að leika vel og er aftur sestur á toppinn. Þegar menn mæta til leiks í rauðum buxum þá má búast við einhverju miklu.

Baráttan heldur áfram næsta mánudag og ef ég þekki mótstjórann rétt að þá verður slegið í RISA-mót. Það má enginn láta það framhjá sér fara. Meira um það síðar.

 

Úrslit kvöldsins:

SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Beggi4224.pkt. á seinni 9
2Viktor4223.pkt. á seinni 9
3Jói40 
4Gauti39 
5Tommi38 
6Haukur37 
7Halli35 
8Sig.Egill3314 pkt. á síðustu 6
9Hanna3312 pkt. á síðustu 6
10Hergeir3219. pkt á seinni 9
11Ingvar32 
12Tryggvi3120 pkt. á seinni 9
13Haffi31 
14Jón Ari30 
15Eggert29 

 

STAÐAN:

SætiNafn3.mai10.mai17.mai24.maiSamtals
1Gauti60545048212
2Tóti506060 170
3-6Eggert46504626168
3-6Tommi40285446168
3-6Jói36344850168
3-6Viktor38324454168
7Jón Ari48483828162
8Sig.Egill30464240158
9-10Tryggvi44363432146
9-10Hergeir32423636146
11Haukur5444 44142
12Halli4240 42124
13-14Haffi 38 3068
13-14Ingvar340 3468
15Beggi   6060
16Írunn  40 40
17Hanna   3838
18Ólafur 30  30

3.Mót. -Mosó 17.maí-

11 kvikindi mættu þennan mánudaginn í týpísku maí veðri, þurrt, nokkrar gráður og smá vindur.  Að vanda voru síðustu holurnar leiknar í of fáum gráðum.  Tóti stal senunni í kvöld og henti í heila 42 punkta.  Heyrðist samt að hann hafi ekki verið alveg ánægður og taldi upp einhverja punkta sem hann hefði getað gert betur.   En frábær hringur hjá kappanum og verðskuldaður, enda duglegur að æfa og spila. 

Annars er skorið að lagast hjá öllum og fleiri og fleiri að henda í 30 punkta plús.  Gauti ennþá stabíll og spilar bara á 34-36 punktum.  Myndlistamaðurinn virðist einnig vera að vakna.  Defending Champion er eitthvað lúinn núna á vordögum og eins og var vitað er erfitt að bera græna jakkann á herðunum, bæði þröngur og þungur. 

Það bar helst til tíðinda að 2 herramenn spóluðu í burt eftir hringinn umvafnir spilaskuldum og er þeirra nú leitað af helstu handrukkurum landsins.   

Á 19 holunni beið svo mikill glaðningur þegar Binnsi Freyr tók á móti hópnum.  Héldum að hann væri að heilsa upp á okkur en þá var hann bara að bíða eftir Gauta og panta hjá honum skrúfur, hnjáliði , hnédempara, olnbogahlífar, verkjatöflur og skurðaðgerðir, þannig að hann gæti spilað golf.  Gauti sagði honum bara að fá sér golfbíl. 

Ég vil þakka ritaranum fyrir einstaklega góð störf þennan mánudaginn enda með einstaklega fallega rithönd.  Takk ÁS.  Fyrir hönd Ásana þökkum við tíðindamanninum traustið að fá að halda utan um þessa hjörð af snillingum þennan mánudaginn.    Geri ráð fyrir að Diggerinn og Túkall mæti næst og taki við keflinu.  Sennilega stutt í stórmót sem Defending Champion mun stóla á í sumar.

 

ÚRSLIT KVÖLDSINS:

SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Tóti42 
2Tommi35 
3Gauti3422 p. á seinni 9
4Jói3419 p. á seinni 9
5Eggert3212 p. á síðustu 6
6Viktor3210 p. á síðustu 6
7Sig.Egill30 
8Írunn2917 p. á seinni 9
9Jón Ari2912 p. á seinni 9
10Hergeir28 
11Tryggvi24 

 

STAÐAN:

SætiNafn3.mai10.mai17.maiSamtals
1Tóti506060170
2Gauti605450164
3Eggert465046142
4Jón Ari484838134
5Tommi402854122
6-7Jói363448118
6-7Sig.Egill304642118
8-9Tryggvi443634114
8-9Viktor383244114
10Hergeir324236110
11Haukur5444 98
12Halli4240 82
13Írunn  4040
14Haffi 38 38
15Ingvar340 34
16Ólafur 30 30

 


2.Mót. -Mosó 10.maí-

Það voru 14 mættir á Hlíðavöll til að berjast um stigin dýrmætu á FRAM-mótaröðinni. Sól, vindur og lágt hitastig tók á móti spilurunum, keimlíkt því sem var í fyrsta mótinu. Völlurinn er uppþornaður eftir einmuna þurrkatíð í vor. Grínin eru dálítið að stríða mönnum þar sem vindur og þurrkur leika stórt hlutverk þar. Þegar þetta skrifað hefur hellirignt í hálfan dag þ.a. nú má vænta að allt taki við sér og grasið fari að spretta. Þá lagast væntanlega grín og karginn tekur við sér.

Skor manna batnaði aðeins frá fyrsta mótinu og fleiri skiluðu sér yfir 30 pkt. markið þó að engar flugeldasýningar hafi verið. 

Tóti kom inná fínum 36 pkt. sem tryggði honum fyrsta sigur sumarsins. Fast á hæla hans mætti Gauti með sína "vanalegu" 35 pkt. eða alveg eins og í fyrsta mótinu. Þetta þýðir að hann hefur hlammað sér fast í efsta sætið mótaraðarinnar.

Annars er þetta frekar jafnt niður töfluna og má vænta sviptinga í sætaröðun svona í byrjun sumars.

 

ÚRSLIT
SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Tóti36 
2Gauti35 
3Eggert33 
4Jón Ari329
5Sig.Egill326
6Haukur32 
7Hergeir31 
8Halli30 
9Haffi299
10Tryggvi29 
11Jói27 
12Viktor26 
13Ólafur25 
14Tommi23 

 

STAÐAN:

SætiNafn3.mai10.maiSamtals
1Gauti6054114
2Tóti5060110
3Haukur544498
4-5Jón Ari484896
4-5Eggert465096
6Halli424082
7Tryggvi443680
8Sig.Egill304676
9Hergeir324274
10Viktor383270
11Jói363470
12Tommi402868
13Haffi 3838
14Ingvar34034
15Ólafur03030

 


1.Mót. -Mosó 3.maí-

FRAM-mótaröðin er hafin.  Eins alvörudeildir sbr. PepsiMax deildin, Olísdeildin, Bundesligan og fleiri slíkar, hefur HOS-mótaröðin fengið nýtt heiti og mun nú héðan í frá nefnast FRAM-mótaröðin. Löngu tímabær breyting enda fátt sem sameinar menn meira en gamla góða FRAM. Háttvirtur Mótastjóri kom með þessa frábæru uppástungu síðla kvölds, staddur í Fljótshlíðinni, á lokamóti síðasta árs. Honum var þetta hjartans mál, var mikið niðri fyrir þar sem hann stóð í hvíta dressinu, góðglaður og hress. Líklega ekki margir sem tóku eftir tilkynningunni á þeirri stundu enda Smith´s háttstilltir á fóninum og flestir úti á palli að dansa.

En nú er þetta orðið að veruleika, FRAM-mótaröðin er hafin. Það var því við hæfi að einn af bestu sonum FRAM, sem eins og margir góðir FRAMARAR, á rætur í Ármanni, hafi komið séð og sigrað á fyrsta móti ársins og það á afmælisdegi sínum! Til lukku með sigurinn Gauti og til hamingju með daginn.

Annars heilsaði Mosó okkur með nokkuð týpísku maí-veðri, skínandi sól og kalsablæstri. Sannkallað gluggaveður. Völlurinn lítur vel út og flatirnar góðar.

Skorið nokkuð gott á hjá 3 efstu en enginn flugeldasýning. Spennan var nokkuð meiri í neðri hlutanum og nokkrir bráðabanar leiknir á 19ándu holu. Meistari síðasta árs, TT,  fer varlega af stað í titilvörninni er engu að síður mættur óvenjusnemma til leiks þetta árið. Hefur oft mætt til leiks með kríunni.

Margfaldur meistari Hergeir mætti með spánýja rafmagnskerru til leiks og mátti sjá nokkrur prjón hér og þar um völlinn. Bara smá stillingaratriði eins og í golfinu sjálfu laughing.

 

ÚRSLIT
SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Gauti35 
2Haukur34 
3Tóti32 
4Jón Ari29 
5Eggert28 
6Tryggvi279
7Halli27 
8Tommi259
9Viktor25 
10Jói25 
11Ingvar249
12Hergeir24 
13Sig.Egill23 

 

 

STAÐAN
SætiNafnSTIG
1Gauti60
2Haukur54
3Tóti50
4Jón Ari48
5Eggert46
6Tryggvi44
7Halli42
8Tommi40
9Viktor38
10Jói36
11Ingvar34
12Hergeir32
13Sig.Egill30

5.sept. LOKAMÓT. -Hella og Hellishólar-

Sól skein í heiði þegar leikmenn HOS-mótaraðarinnar héldu austur yfir Hellisheiði til að berjast í úrslitaorrustu um HAREN-jakkann og til að fá nafn sitt greypt á silfurbikarinn fagra sem fylgir sæmdinni. Sumir voru sparibúnari en aðrir í tilefni dagsins og mætti t.d. mótstjóri í glæsilegu dressi sem hæfði deginum, alhvítu frá toppi til táar og með hvít sólgleraugu í stíl. Svalara verður það ekki.

Létt var yfir mönnum er komið var á fyrri leikstað dagsins sem var Strandavöllur á Hellu. Fyrirkomulagið kunnuglegt; Tvö 9 holu mót sem bæði innihéldu einstaklingskeppni og liðakeppni. Strandavöllur heilsaði með fremur lágu hitastigi og meiri vind en spár höfðu gert ráð fyrir. Þetta lagaðist þó er á daginn leið og var komin bongoblíða þegar á seinni hluta keppninnar leið. Mjög fínt skor sást hjá mörgum leikmanninum. Til að mynda kom ríkjandi meistari H.Elíasson inná 21 pkt. á fyrri 9 holunum og hélt í veika von um að geta mögulega skákað tveimur efstu mönnum mótaraðarinnar, Tryggva og Sigga.

Tryggvi sem var náttúrulega í bílstjórasætinu fyrir mót var alveg ískaldur og passaði að sjá alltaf til lands og spilaði sitt venjulega örugga golf sem tryggði honum á endanum góðri forystu fyrir lokaslaginn á seinni leikstað dagsins sem var á Hellishólum.

Hanna kom svo sterk inn í seinna mótinu á Hellu og skoraði glæsilega 20 pkt. og tryggði sér sigur þar.

Liðakeppnin var síðan aldrei spurning, hvorki á fyrri né seinni hring. Þar sigraði glæsilegasta klædda lið keppninar, Haraldur, Hanna og Írunn örugglega.  Bændur í sveitinni hreinlega stöðvuðu mjaltir til að líta dýrðina augum; Halli eins og stórstjarna frá Hollywood,  strollaði um völlinn með tvær dömur sér við hlið.

Á meðan leikmenn nærðu sig á ungverskri gúllassúpu reiknuðu mótastjóri og töflumeistari út stöðuna og röðuðu í lið fyrir seinni hluta dagsins. Eftir talsverða útreikninga og marga skrifstofubráðabana lágu úrslit eftir Hellu ljós fyrir; Halli og Írunn höfðu sigur í samanlögðu stigaskori. H.Elíasson kom svo þriðji.

Var nú haldið í Fljótshlíðina nánar tiltekið á Þverárvöll á Hellishólum. Þar skyldi síðasti bardaginn háður. Fyrirkomulagið var tveggja manna TEXAS-scramble.

Veður var orðið hið besta, hlýtt og stillt. Thule-inn var farinn að fljúga og menn að heldur betur farnir að kætast. Sá hvítklæddi var nú kominn með sólgula peysu yfir axlirnar og hafði þá lúkkkið breyst úr Hollywood stjörnu yfir í sólbrúnan Svía á skútu í sænska skerjagarðinum.

Skemmst er frá því að segja að eftir hörkuspennandi keppni og nokkra skrifstofubráðabana sigruðu Jói og Hanna TEXAS-inn.

Þar með var allt ráðið og nú var haldið í fordrykk til Ingvars og Kristínar sem hafa byggt sér glæsilega aðstöðu í Fljótshlíðinni. Þar var ekki í kot vísað. Smurt og með því var á boðstólum eins og tíðkast í sveitum landsins og var veitingunum gerð góð skil. Hafðu þökk fyrir Ingvar...þetta var alveg 100% hjá þér.

Enn og aftur var haldið af stað og nú var næsti áningarstaður, Kötlusel sem er stórglæsilegur búgarður Tomma og Írunnar. Á þessum tíma voru menn orðnir söngglaðir og enn voru mjaltir truflaðar í sveitinnni en nú með fögrum söng þegar tekið var hressilega undir laginu  "Take on me" með norsku hljómsveitinni AHA.

Í Kötluseli var slegið í stórkostlega lokahátíð.  Nautasteik með alles, skolað niður með rauðu. Írskt kaffi og að lokum ómælt G & T.  Við þökkum Tomma og Írunni kærlega fyrir móttökurnar. Það er ómetanlegt að geta fengið inni í svona glæsilegum vistarverum þegar mótið er gert upp.

Eftir að menn höfðu gert veitingum skil hófst svo verðlaunaafhendingin.

Meistari síðaðasta árs H.Elíasson afklæddist nú jakkanum og  færði golfmeistara ársins 2020, Tryggva Tryggva, í HAREN-jakkann. Mótstjóri afhenti svo meistaranaum bikarinn til varðveislu í eitt ár.  Það var ekki laust við tár sæjust á hvarmi hjá mönnum við athöfnina.  Tryggvi hélt stutta og hnitmiðaða þakkarræðu þar sem hann sagðist afar stoltur af afrekinu enda löng og erfið leið farin til að sigra þetta mót. Að vísu hafði síðar á orði nánar tiltekið þegar komið var heim til höfðuborgarinnar og menn ýmist sofnaðir eða orðnir sauðdrukknir að hann hefði eiginlega verið að vinna fyrstu alvöru Rónakeppnina !

Í fyrsta sinn í sögu mótsins var dregið úr skorkortum og var það vel til fundið hjá formanni afhendingarnefnda, Sig.Agli, að koma þessum ómissandi lið allra golfmóta að. Ef einhverjir voru svekktir að missa af jakkanum þá var það heldur betur bætt upp þarna.

Eftir allt þetta tóku við almenn fagnaðarlæti. DJ Dr. Gauti sá tónlistavalið og það þýddi bara eitt...menn fóru út á pall að dansa. Tíðindamann rekur ekki í minni að dansað hafi verið áður á lokahófinu og vonandi er sú hefð komin til að vera. Ekkert jafnendurnærandi en góður dans við félagann eftir erfiðan dag á golfvellinum.

Að lokum kvaddi Tommi hópinn með gítarslætti og söng þar sem allir tóku undir í "Ferðalokum".

Stemmingin var fullkomnuð þar og frábær endir á góðu golfsumri.

 

HELLA
     EinstaklingskeppniLiðakeppni 
Liðskipan á Hellu SætiNafnMót-1.Mót-2.Mót-1.Mót-2.Stig á Hellu
Mót-1 (fyrri 9)Mót-2 (seinni 9) 1-2Írunn50564040186
   1-2Halli52544040186
Tryygvi-HaffiTryggvi-Tommi 3Hergeir60523236180
Sig.Egill-TommiSig.Egill-Haffi 4Hanna36604040176
   5Tryggvi58463632172
Haukur-EggertHaukur-Raggi 6Tommi54582432168
Tóti-RaggiTóti-Eggert 7Jói56422836162
   8Haffi44443628152
Hergeir-GautiHergeir-Jói 9Sig.Egill46502428148
Viktor-JóiViktor-Gauti 10Tóti48402024132
   11Gauti42363220130
Halli-Írunn-HannaHalli-Írunn-Hanna 12Eggert38481624126
   13Viktor32342820114
   14Haukur40381616110
   15Ragnar34322016102
   16Ingvar    0

 

HELLISHÓLAR
TEXAS SCRAMBLE
SætiLiðNettó höggBráðabanar. Færri högg á síðustu 3.Stig
1JóiHanna26 60
2HaukurGauti27 56
3HalliTommi28 52
4Sig.EgillRaggi291048
5TryggviÍrunn291144
6ViktorHaffi291340
7HergeirIngvar30 36
8EggertTóti33 32

 

 

LOKASTAÐA 2020
SætiNafn11 bestuHellaHellishólarSamtals stig
1Tryggvi65817244874
2Sig.Egill65414848850
3Hergeir60218036818
4Jói59016260812
5Haukur62211056788
6Tóti61013232774
7Halli52018652758
8Tommi53616852756
9Viktor59211440746
10Haffi54215240734
11Gauti54613056732
12Eggert52212632680
13Hanna44017660676
14Jón Ari47600476
15Ingvar434036470
16Binni46200462
17Ragnar26210248412
18Írunn018644230
19Reynir19600196
20Beggi17400174
21Óli700070

 

 

Til heiðurs HAREN-meistara ársins 2020:

 

       RO L E X         
  W E  P 
    TRYGI    
       
      A      
  HLÍÐAVÖLLUR 
  M Æ  
         

 

Þáttakendur í sveitinnni hjá Ingvari:

Lokamot_2020 

 


18. Mót. -Bakkakot 31. ágúst-

Það voru 15 kraftmikilir leikmenn mættir í Bakkakotið til að leika í síðasta mánudagsmóti sumarsins. Bakkakotið tók á móti hópnum með sæmilega hlýju veðri og litlum vind en miklum dembuskúrum inná milli. Tíðindamaðurinn hefur ekkert farið á Bakkakotið í sumar en líklega er völlurinn í sínu besta ástandi svona síðsumars.

Bakkakot er að mörgu leiti skemmtilegur golfvöllur og er sýnd veiði en ekki gefin. Leikmenn fá lága vallarforgjöf og verða því að sýna sínar bestu hliðar ef skor á að vera gott. Enda fór svo að fæstir náðu sínu besta fram fyrir utan 3 efstu sætin. Það var enginn annar en Binni Stef. sem skaraði fram úr þetta kvöldið og skilaði inn góðum 36 pkt. Um leið krækti hann sér í sinn fyrsta sigur í sumar. Kappinn var vel útbúinn í slarkinu, á upphituðum Rollsinum með koníkastár í hanskahólfinu. Þetta er alvörucool.

Nú má segja að deildarkeppninni sé lokið og deildarmeistari hefur verið krýndur.  Til lukku með toppsætið TT. Þetta hefur verið ótrúlega spennandi í sumar og aldrei hafa jafnmargir náð 11 móta markinu. Þetta leiðir því til þess að margir munu vera um hitunina þegar úrslitaorrustan verður háð um næstu helgi. Það verða mörg stig í boði sem leggjast við það sem menn hafa halað inn í sumar.

Það verður alvöruveisla á suðurlandinu um næstu helgi og leggur Tíðindamaður til að menn næri sig vel, fari snemma að sofa og séu hóflegir í kynlífinu alla vikuna til að vera eldklárir næstkomandi laugardag...það dugir ekkert minna tilcool.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðab.
1Binni36 
2Jón Ari35 
3Tóti33 
4Eggert32 
5Haukur30Last 9. 19 p.
6Siggi30Last 9. 16 p.
7Gauti30Last 9. 15 p.
8Beggi29Last 9. 12 p.
9Ingvar29Last 9. 10 p.
10Jói28Last 9. 17 p.
11Halli28Last 9. 14 p.
12Hergeir24 
13Tryggvi23 
14Viktor22 
15Ragnar20 

 

STAÐAN:

SætiNafn11.mai18.maí25.maí1.jún8.jún15.jún22.jún29.jún6.júl13.júl20.júl27.JÚL3.ágú7.ágú10.ágú17.ágú24.ágú31.ágúSamtals11 Bestu
1Tryggvi5440406046445860 245480488060 5830836658
2Sig.Egill604228 606080484446447260  408044808654
3Haukur4838508054 524238406062366434466046850622
4Tóti462854 2830605448324254 6654365450736610
5Hergeir50503266405466446038365038  606232778602
6Viktor42346064504848385060 64 5830344828756592
7Jói303248463236563054483848546248547236824590
8Gauti  305030326436 344652465250446442672546
9Haffi 364448444662  36 564260464252 614542
10Tommi36483862 4250   3446407236 66 570536
11Eggert32 34523438545046444058 5438  48622522
12Halli3854 5648 7228 4248   44 5634520520
13Jón Ari446026   4446 54 66   384454476476
14Binni 2636723834 34 26    40504660462462
15Hanna   4442  404030506044 4248  440440
16Ingvar34244258 284632 50  50 32  38434434
17Ragnar404422543640           26262262
18Reynir 3046  50  4228        196196
19Beggi             5628 5040174174
20Óli 4624               7070

 


17. Mót. -Leiran 24. ágúst, RISAMÓT-

Leiran var leikvöllur 17ánda mánudagsmóts sumarsins. Af því tilefni ákvað Mótstjórinn að blása til óvænts Risamóts. Var það vel til fundið enda hópurinn mættur á flottan útivöll. Veðrið lék við leikmenn, hægur vindur framan af og síðan kvöldstilla þegar seinni hlutinn var leikin.

Skorið var frábært hjá stórum hluta hópsins og mikil spenna um sætaröðun enda sérstaklega dýrmæt stig í boði þegar Risamót er leikið.

Það var hinn eldheiti Sig.Egill sem skilaði inn besta skorinu þetta kvöldið, 41 pkt. á diskinn takk fyrir. Glæsilega gert Sigurður. Næstu menn voru svo sem ekkert slor heldur, Jói og Tommi voru með 39 pkt. og háðu grimman skrifstofubráðabana um annað sætið sem Jói hirti. Eins og kom fram í síðasta pistli þá er Jói heldur betur að laga stöðu sína eftir að hann náði 11 mótum.  Hann er á góðri leið með að skipta út fyrri hluta sumarsins fyrir miklu betri seinni hluta. Þetta er hægt ef menn mæta vel í mótin.

Nú er komin upp hörkuspenna um toppsætið. Sig.Egill saxaði vel á TT og munar aðeins 4 stigum á þeim fyrir síðasta mánudagsmót sumarsins. Þeir kappar hafa heldur betur trompað síðustu mót og hafa til skiptis unnið 6 mót af síðustu 7. Enginn furða að þessir menn leiði mótið. Það er líka hörkuspenna um 3.sætið. Aðeins 28 stig skilja að 3.sætið og það 7unda þ.a. einhverjar breytingar geta á sér stað áður en haldið verður á lokaballið, 5.sept.

Búið er að gefa út leikstaði lokamótsins. Haldið verður á Suðurlandið og leiknar 18 holur á Hellu og 9 holur á Hellishólum. Mótastjóri er þögull sem gröfin um útfærslu lokamótsins en hann mun gefa tilkynningu út um það þegar nær dregur.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðab.
1Sig.Egill41 
2Jói39Last 9. 23 p.
3Tommi39Last 9. 21 p.
4Gauti38 
5Hergeir35 
6Haukur34 
7Tryggvi33Last 9. 19 p.
8Halli33Last 9. 17 p.
9Tóti32 
10Haffi30 
11Beggi28Last 9. 18 p.
12Viktor28Last 9. 13 p.
13Binni27 
14Jón Ari25 

 

 

STAÐAN:

SætiNafn11.mai18.maí25.maí1.jún8.jún15.jún22.jún29.jún6.júl13.júl20.júl27.JÚL3.ágú7.ágú10.ágú17.ágú24.ágúSamtals11 Bestu
1Tryggvi5440406046445860 245480488060 58806658
2Sig.Egill604228 606080484446447260  4080764654
3Haukur4838508054 5242384060623664344660804618
4Hergeir50503266405466446038365038  6062746602
5Tóti462854 2830605448324254 66543654686596
6Viktor42346064504848385060 64 58303448728592
7Jói3032484632365630544838485462485472788590
8Haffi 364448444662  36 564260464252614542
9Gauti  305030326436 3446524652504464630538
10Tommi36483862 4250   3446407236 66570536
11Eggert32 34523438545046444058 5438  574508
12Halli3854 5648 7228 4248   44 56486486
13Hanna   4442  404030506044 4248 440440
14Jón Ari446026   4446 54 66   3844422422
15Binni 2636723834 34 26    405046402402
16Ingvar34244258 284632 50  50 32  396396
17Ragnar404422543640           236236
18Reynir 3046  50  4228       196196
19Beggi             5628 50134134
20Óli 4624              7070

16. Mót. -Mosó 17. ágúst-

Það voru 11 ferskir og fallegir leikmenn mættir í 16. mót sumarsins. Leikið var við frábærar aðstæður í Mosanum. Hægviðri, hlýtt og frábærar vallaraðstæður sem gátu boðið uppá gott skor leikmanna. Enda fór svo að hinn stabíli reynslubolti, Hergeir Elíasson lét ekki bjóða sér svona aðstæður tvisvar og nældi sér í 39 pkt. með því að leika á 81 höggi. Vel gert Heggi og annar sigur sumarsins í húsi hjá kappanum.

Staðan á toppnum breyttist ekki eftir keppni kvöldsins. TT situr þar sem fastast þrátt fyrir að vera reykspóla hringveginn þessa dagana. Sig.Egill náði ekki að nýta tækifærið og minnka bilið. Hinsvegar drógu næstu menn aðeins á forystusauðina. Það má segja að mikið kapphlaup sé hafið um 3ja sætið.

Nú eru tvö mánudagsmót eftir á þessu keppnistímabili. Toppmæting hefur verið í sumar. Jói hefur mætt í öll mótin til þessa og nýtur þess að geta tekið vel til í sínu skori. Tíðindamaður lítur svo á að mótið sé galopið og úrslit munu ekki ráðast fyrr en síðasta pútt hefur verið slegið.

 

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðab.
1Hergeir3981 högg !
2Jói36 
3Binni35 
4Hanna33 
5Haukur32Last 9. 17 p.
6Gauti32Last 9. 16 p.
7Haffi31 
8Sig.Egill30 
9Jón Ari29 
10Tóti27 
11Viktor23 

 

STAÐAN:

SætiNafn11.mai18.maí25.maí1.jún8.jún15.jún22.jún29.jún6.júl13.júl20.júl27.JÚL3.ágú7.ágú10.ágú17.ágúSamtals11 Bestu
1Tryggvi5440406046445860 245480488060 748644
2Sig.Egill604228 606080484446447260  40684616
3Haukur4838508054 52423840606236643446744598
4Viktor42346064504848385060 64 583034680582
5Hergeir50503266405466446038365038  60684578
6Tóti462854 2830605448324254 665436632574
7Jói30324846323656305448384854624854716556
8Haffi 364448444662  36 5642604642562526
9Eggert32 34523438545046444058 5438 574508
10Gauti  305030326436 34465246525044566506
11Tommi36483862 4250   3446407236 504504
12Hanna   4442  404030506044 4248440440
13Halli3854 5648 7228 4248   44 430430
14Ingvar34244258 284632 50  50 32 396396
15Jón Ari446026   4446 54 66   38378378
16Binni 2636723834 34 26    4050356356
17Ragnar404422543640          236236
18Reynir 3046  50  4228      196196
19Beggi             5628 8484
20Óli 4624             7070

 

 


15. Mót. -Mosó 10. ágúst-

Það voru 14 mættir í Mosó í gærkvöldi til að berjast um stigin dýrmætu. Veðrið var sæmilegt a.m.k. framan af. Rigningarsuddi og svo hvessti þegar á leið. Hlíðavöllur var í toppstandi enda Íslandsmótinu nýlokið. HOS-mótaröðin fékk að kljást við sömu pinnastaðsetningar og voru á lokadegi Íslandsmótsins. Flatirnar hafa sjálfsagt aldrei verið betri, rennisléttar og hraðar. Karginn var hærra sleginn og þar af leiðandi erfiðar að slá úr honum.

Annað mótið í röð og það þriðja af síðustu fjórum sigrar Tryggvi Tryggva. Þessi fyrrum HOS-meistari hefur heldur betur sett í fluggírinn núna síðsumars og skilar hverju meistaraskorinu inn á fætur öðru. Að vísu fékk TT dágóða keppni um efsta sætið frá Tóta og réðust úrslitin í hörkuspennandi bráðabana á 19ándu holu. Talandi um bráðabana þá voru leiknir fimm slíkir og er ljóst að menn eru gefa allt í þetta á síðustu metrunum.

Staðan á toppnum í mótinu er að skýrast. Það stefnir í tveggja hesta hlaup um deildarmeistaratitilinn milli TT og Sigga nema eitthvað stórkostlegt gerist hjá næstu mönnum fyrir neðan. Staðan fyrir neðan er reyndar mjög þétt. Mjög góð mæting hefur verið í sumar og rekur Tíðindamann ekki minni til að fleiri hafi náð að skila inn ellefu mótum sem telja en þetta árið. Það er frábært og eiga leikmenn heiður skilið fyrir það.

Það eru þrjú mánudagsmót eftir áður en kemur að lokaballinu þar sem allt mun ráðast. 

Nú er komin tími til að girða sig í brók cool.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðab.
1Tryggvi37Last 9. 19 p.
2Tóti37Last 9. 18 p.
3Gauti34 
4Jói33Last 9. 18 p.
5Haffi33Last 9. 16 p.
6Halli30 
7Hanna28Last 6. 9 p.
8Binni28Last 6. 7 p.
9Eggert27Last 6. 10 p.
10Tommi27Last 6. 8 p.
11Haukur26 
12Ingvar23Last 9. 15 p.
13Viktor23Last 9. 12 p.
14Beggi18 

 

STAÐAN:

SætiNafn11.mai18.maí25.maí1.jún8.jún15.jún22.jún29.jún6.júl13.júl20.júl27.JÚL3.ágú7.ágú10.ágúSamtals11 Bestu
1Tryggvi5440406046445860   245480488060748644
2Sig.Egill604228 606080484446447260  644616
3Haukur4838508054 524238406062366434698590
4Viktor42346064504848385060 64 5830646582
5Hergeir50503266405466446038365038  624556
6Tóti462854 2830605448324254 6654596540
7Jói303248463236563054483848546248662538
8Haffi 364448444662  36 56426046520520
9Eggert32 34523438545046444058 5438574508
10Tommi36483862 4250   3446407236504504
11Gauti  305030326436 344652465250522492
12Halli3854 5648 7228 4248   44430430
13Ingvar34244258 284632 50  50 32396396
14Hanna   4442  404030506044 42392392
15Jón Ari446026   4446 54 66   340340
16Binni 2636723834 34 26    40306306
17Ragnar404422543640         236236
18Reynir 3046  50  4228     196196
19Beggi             56288484
20Óli 4624            7070

14. Mót. - Öndverðarnes FRAM OPEN 7. ágúst, RISAMÓT-

FRAM OPEN var vettvangur 14.móts HOS-mótaraðarinnar. Leikið var velli Múraranna í Öndverðarnesi. Aðstæður voru krefjandi, nokkur vindur og dembuskúrir af og til. Í heildina mættu 60 golfarar til leiks og átti HOS-mótaröðin 10 leikmenn þeirra á meðal. Vilbergur Flóvent mætti loks til leiks eftir að hafa tekið sér alllangt hlé frá keppnisgolfi. Kappinn er búinn að vera í æfingabúðum á Hellishólum í allt sumar og getur Tíðindamaður staðfest að Beggi er ansi efnilegur og ætlar að taka þetta alvarlega á næsta ári. Að sjálfsögðu taldi þetta sem RISAmót á HOS-mótaröðinni og því var um feit stig að slást. Leikið var í skugga COVID-19 og leikreglur samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. 

Skorið var í öllum regnboganslitum en sigurvegarinn skar sig þó vel úr hópnum. Það var enginn annar en Tryggvi T. sem kom inná stórkostlegum 42 pkt. Þetta var hraustlega gert hjá TT en dugði þó einungis í annað sætið í FRAM OPEN. Tommi krækti i 38 pkt. og skilaði það honum 3ja sætinu í FRAM OPEN.

Fleiri verðalaun féllu HOS -mönnum í skaut. Gauti tók nándarverðlaun 5.holu (308 cm frá holu) og það undir mikilli pressu fjölda áhorfenda að sögn heimildarmanns. Beggi tók svo nándaverðlaunin á 18. holu (287 cm frá holu) undir lítilli pressu.

Þau tíðindi hafa nú gerst að sætaskipti hafa átt sér á toppnum. TT er sestur í bílstjórasætið, albúinn að reykspóla í jakkanum með bikarinn undir hönd. Sig.Egill ákvað að hlýða Víði og mætti ekki til leiks en ákvað þess í stað að aka vestur á firði. Það gæti reynst dýrkeypt á endasprettinum. Samkvæmt kollega Tíðindamannsins, blaðamanni Bæjarins Bezta á Ísafirði,  þá er Vitamínið komið með hrikalegt tak í bakið eftir ferðalagið. Er hann þá komin í hóp með Mótastjóranum sem sat heima í dag með tak í bakinu. Veit Reynir af þessu ? cool

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðab.Sæti í FRAM OPEN
1Tryggvi42 2
2Tommi38 3
3Tóti36 8
4Haukur32 16
5Jói29 28
6Haffi28Last 9.32
7Viktor28 33
8Beggi27Last 934
9Eggert27 37
10Gauti22 50

 

STAÐAN:

SætiNafn11.mai18.maí25.maí1.jún8.jún15.jún22.jún29.jún6.júl13.júl20.júl27.JÚL3.ágú7.ágúSamtals11 Bestu
1Tryggvi5440406046445860 2454804880688624
2Sig.Egill604228 606080484446447260 644616
3Haukur4838508054 5242384060623664664590
4Viktor42346064504848385060 64 58616582
5Hergeir50503266405466446038365038 624556
6Jói3032484632365630544838485462614522
7Tóti462854 2830605448324254 66542514
8Eggert32 34523438545046444058 54536504
9Haffi 364448444662  36 564260474474
10Gauti  305030326436 3446524652472472
11Tommi36483862 4250   34464072468468
12Halli3854 5648 7228 4248   386386
13Ingvar34244258 284632 50  50 364364
14Hanna   4442  404030506044 350350
15Jón Ari446026   4446 54 66  340340
16Binni 2636723834 34 26    266266
17Ragnar404422543640        236236
18Reynir 3046  50  4228    196196
19Óli 4624           7070
20Beggi             565656

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A
  • 2025-8-B
  • 2025-8-a
  • 2025-7-B
  • 2025-7-A
  • 2025-6-b
  • 2025-6-a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband