4.8.2020 | 23:08
13. Mót. -Mosó 3. ágúst-
Það voru 10 mættir á frídegi verzlunarmanna og léku golf við topp aðstæður á Hlíðavelli. Veðrið gat ekki verið betra til golfleiks, skýjað, sæmilega hlýtt framanaf og hægviðri. Völlurinn í sínu besta ástandi enda framundan Íslandsmót í golfi.
Flestir létu þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara og léku mjög gott golf og skiluðu inn fínu skori. Spennan var mikil á 19ándu holu og skrifstofubráðabani allsráðandi um flest sæti.
Það var engin annar en heitasti leikmaður sumarsins, Sigurður Ás, Majónes og Vítamín sem kláraði en eitt mótið með glæstum sigri eftir að hafa leikið afburðarvel á seinni 9 holum vallarins. Ekki í fyrsta skipti í sumar sem seinni 9 holurnar skila Sigga sigri. Þessi kappi kann sannarlega á þennan leik.
Tíðindamaðurinn ákvað að reyna kenningu sem hefur verið sett fram í sumar. Kenningin gengur semsagt út á það að sá sem leikur með Ingvari í holli muni standa uppi sem sigurvegari kvöldsins. Ekki gekk þessi kenning eftir og til að bæta gráu ofan á svart þá gerði Tíðindamaðurinn alveg uppá bak og skilaði að lokum inn "all time low" punktaskori. Ekki er þó hægt að kenna Ingvari um slakan árangur meðspilara síns enda lék Ingvar sjálfur flott golf og skilaði sér í gott sæti. Hugsanlega hefði hann getað gert enn betur ef hugurinn hefði verið "all in", því að meðan á leik stóð var kappinn ansi upptekin í símanum við að selja búslóðina sína. Tókst honum t.d. að selja forláta hillusamstæðu úr IKEA, þurrkarann og þvottavélina á meðan holurnar 18 voru leiknar. Þetta er ákveðið afrek og verður seint leikið eftir.
Næsta mót samkvæmt dagskrá er á föstudaginn kemur, en þá verður hið árlega FRAM OPEN. Að sjálfsögðu verður slegið í RISA-mót að því tilefni. 19 manns hafa tekið þátt HOS-mótaröðinni og eru því gjaldgengir til stigasöfnunar. Skorið í FRAM OPEN, eins og það birtist á golf.is, mun ráða röðun í sæti á HOS-mótaröðinni.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Sig.Egill | 36 | Last 9. 23 p. |
2 | Jói | 36 | Last 9. 19 p. |
3 | Ingvar | 35 | Last 9. 22 p. |
4 | Tryggvi | 35 | Last 9. 19 p. |
5 | Gauti | 35 | Last 9. 17 p. |
6 | Hanna | 33 | |
7 | Haffi | 32 | Last 9. 23 p. |
8 | Tommi | 32 | Last 9. 15 p. |
9 | Hergeir | 31 | |
10 | Haukur | 20 | LAST ! |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | 8.jún | 15.jún | 22.jún | 29.jún | 6.júl | 13.júl | 20.júl | 27.JÚL | 3.ágú | Samtals | 11 Bestu |
1 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 60 | 60 | 80 | 48 | 44 | 46 | 44 | 72 | 60 | 644 | 616 | |
2 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 46 | 44 | 58 | 60 | 24 | 54 | 80 | 48 | 608 | 584 | |
3 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 54 | 52 | 42 | 38 | 40 | 60 | 62 | 36 | 600 | 564 | |
4 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 50 | 48 | 48 | 38 | 50 | 60 | 64 | 558 | 558 | ||
5 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 40 | 54 | 66 | 44 | 60 | 38 | 36 | 50 | 38 | 624 | 556 |
6 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 32 | 36 | 56 | 30 | 54 | 48 | 38 | 48 | 54 | 552 | 490 |
7 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 34 | 38 | 54 | 50 | 46 | 44 | 40 | 58 | 482 | 482 | ||
8 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 28 | 30 | 60 | 54 | 48 | 32 | 42 | 54 | 476 | 476 | ||
9 | Gauti | 30 | 50 | 30 | 32 | 64 | 36 | 34 | 46 | 52 | 46 | 420 | 420 | |||
10 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 44 | 46 | 62 | 36 | 56 | 42 | 414 | 414 | ||||
11 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 42 | 50 | 34 | 46 | 40 | 396 | 396 | ||||
12 | Halli | 38 | 54 | 56 | 48 | 72 | 28 | 42 | 48 | 386 | 386 | |||||
13 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 28 | 46 | 32 | 50 | 50 | 364 | 364 | ||||
14 | Hanna | 44 | 42 | 40 | 40 | 30 | 50 | 60 | 44 | 350 | 350 | |||||
15 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 44 | 46 | 54 | 66 | 340 | 340 | ||||||
16 | Binni | 26 | 36 | 72 | 38 | 34 | 34 | 26 | 266 | 266 | ||||||
17 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 36 | 40 | 236 | 236 | |||||||
18 | Reynir | 30 | 46 | 50 | 42 | 28 | 196 | 196 | ||||||||
19 | Óli | 46 | 24 | 70 | 70 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2020 | 15:15
12. Mót. - Nesvöllur 27. júlí, RISAMÓT-
Það hvítfryssaði á Faxaflóanum þegar 13 leikmenn HOS-mótaraðarinnar mættu á Nesvöllinn í gærkvöldi. Tilefnið var ærið, RISA-mót var framundan. Aðstæður semsagt nokkuð erfiðar, stífur vindur af norð-vestri en glampandi sól og ca. 12 stiga hiti. Íslenskt sumar í sinni tærustu mynd.
Nesvöllurinn stendur alltaf fyrir sínu. Fínasta stand er á vellinum og grínin flott, nema kannski 9unda sem var pínu hrátt. Tíðindamanni hefur alltaf þótt Nesvöllurinn vera sýnd veiði en langt frá því að vera gefin. Hann er svona úlfur í sauðagæru, lítur meinleysislega út en svo poppa hætturnar upp hingað og þangað þegar menn þræða sig um völlinn.
Talandi um úlf í tíglóttri peysu þá var það engin annar en Tryggvi Tryggva sem sigraði RISA-mótið að þessu sinni en með naumindum þó þar sem heitasti prinsinn á mótaröðinni, Sig.Egill, kom inná sama skori og úr varð blóðugur skrifstofubráðabani þar sem Tryggvi hafði betur. TT er slóttugur sem úlfur og veit nákvæmlega hvenær taka skal slemmuna eða reykspóla í burt þegar ekkert er að hafa. Frábærlega að verki staðið TT og flott skor hjá ykkur Sigga við krefjandi aðstæður.
Mikið var um jafnglími í RISAmótinu og þurfti að útkljá mörg einvígin á 19ándu holu.
Nú er mótið komið á nýjan stað. 12 mótum lokið og tveir spilarar byrjaðir að henda út skori. Sex aðrir kláruðu svo sitt ellefta mót. Stóru tíðindin eru að Sig.Egill er sestur á toppinn og hefur sett nýtt viðmið við aðra að ná.
Nú fer pakkinn alldeilis að þéttast og hver sigur skiptir gríðarlegu máli. Stutt er í næsta RISA-mót þegar FRAM-open verður leikið. Þetta verður svakalegt í haust .
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Tryggvi | 37 | Last 9. 21p |
2 | Sig.Egill | 37 | Last 9. 17p |
3 | Jón Ari | 36 | |
4 | Viktor | 34 | Last 9. 19p |
5 | Haukur | 34 | Last 9. 17p |
6 | Hanna | 31 | |
7 | Eggert | 30 | Last 9. 16p |
8 | Haffi | 30 | Last 9. 15p |
9 | Tóti | 30 | Last 6. 10p |
10 | Gauti | 30 | Last 6. 7p |
11 | Hergeir | 29 | |
12 | Jói | 28 | |
13 | Tommi | 22 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | 8.jún | 15.jún | 22.jún | 29.jún | 6.júl | 13.júl | 20.júl | 27.júL | Samtals | 11 Bestu |
1 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 60 | 60 | 80 | 48 | 44 | 46 | 44 | 72 | 584 | 584 | |
2 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 54 | 52 | 42 | 38 | 40 | 60 | 62 | 564 | 564 | |
3 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 46 | 44 | 58 | 60 | 24 | 54 | 80 | 560 | 560 | |
4 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 50 | 48 | 48 | 38 | 50 | 60 | 64 | 558 | 558 | |
5 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 40 | 54 | 66 | 44 | 60 | 38 | 36 | 50 | 586 | 554 |
6 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 34 | 38 | 54 | 50 | 46 | 44 | 40 | 58 | 482 | 482 | |
7 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 28 | 30 | 60 | 54 | 48 | 32 | 42 | 54 | 476 | 476 | |
8 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 32 | 36 | 56 | 30 | 54 | 48 | 38 | 48 | 498 | 468 |
9 | Halli | 38 | 54 | 56 | 48 | 72 | 28 | 42 | 48 | 386 | 386 | ||||
10 | Gauti | 30 | 50 | 30 | 32 | 64 | 36 | 34 | 46 | 52 | 374 | 374 | |||
11 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 44 | 46 | 62 | 36 | 56 | 372 | 372 | ||||
12 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 42 | 50 | 34 | 46 | 356 | 356 | ||||
13 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 44 | 46 | 54 | 66 | 340 | 340 | |||||
14 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 28 | 46 | 32 | 50 | 314 | 314 | ||||
15 | Hanna | 44 | 42 | 40 | 40 | 30 | 50 | 60 | 306 | 306 | |||||
16 | Binni | 26 | 36 | 72 | 38 | 34 | 34 | 26 | 266 | 266 | |||||
17 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 36 | 40 | 236 | 236 | ||||||
18 | Reynir | 30 | 46 | 50 | 42 | 28 | 196 | 196 | |||||||
19 | Óli | 46 | 24 | 70 | 70 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2020 | 11:03
11. Mót. -Hveragerði 20. júlí-
Það voru 11 mættir í 11.mót sumarsins sem haldið var á hinum fallega Gufudalsvelli í Hveragerði. Aðstæður voru frábærar. Rjómablíða og hlýtt. Völlurinn í flottu ásigkomulagi og umhverfið engu líkt. Ef gluggað er í annála þá kemur í ljós að síðast þegar HOS-lestin á ferðinni í Hveragerði þá var það árið 2016. Þá sigraði hinn snjalli spilari TT. Í sögustund eftir það mót kom í ljós að TT hafði verið sveitapiltur þarna í Gufudalnum og komið að uppbyggingu vallarins. Það kemur því ekki á óvart að TT skili inn góðu skori á þessum velli þar sem hann þekkir hverja þúfu.
Það dugði þó ekki til í gærkvöldi þar sem Mister Mosó var mættur á stuttbuxum og sportsokkum og nældi sér í 35 pkt. og sinn annan sigur á mótaröðinni þetta sumarið. Í örstuttu spjalli við Tíðindamanninn sagði Misterinn að hann hafi undirbúið sig óvenjuvel fyrir mótið með því að taka sér frí frá vinnu og liggja í sólbaði og heitum potti á ótilteknum stað á suðurlandinu til að ná góðri tengingu við svæðið.
Nú hefur mótaröðin náð á þann stað að 11 mót eru búin og tveir leikmenn klárað þau öll, Hergeir og Jói. Hergeir situr í efsta sætinu og hefur sett viðmið fyrir aðra að ná. Nú byrja þeir félagar að taka til í skori sínu og henda út hringjum.
Tíðindamaður spáir mikilli stöðuþéttingu eftir því sem á líður. Það lítur út fyrir þetta verði mest spennandi mótaröð frá upphafi og margir verða tilkallaðir en eins og alltaf aðeins einn útvalinn.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Haukur | 35 | |
2 | Tryggvi | 34 | Last 9. 20p |
3 | Hanna | 34 | Last 9. 16p |
4 | Halli | 33 | |
5 | Gauti | 32 | |
6 | Sig.Egill | 31 | Last 9. 22p |
7 | Tóti | 31 | Last 9. 17p |
8 | Eggert | 31 | Last 9. 16p |
9 | Jói | 30 | |
10 | Hergeir | 28 | |
11 | Tommi | 24 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | 8.jún | 15.jún | 22.jún | 29.jún | 6.júl | 13.jún | 20.júl | Samtals |
1 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 40 | 54 | 66 | 44 | 60 | 38 | 36 | 536 |
2 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 60 | 60 | 80 | 48 | 44 | 46 | 44 | 512 | |
3 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 54 | 52 | 42 | 38 | 40 | 60 | 502 | |
4 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 50 | 48 | 48 | 38 | 50 | 60 | 494 | |
5 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 46 | 44 | 58 | 60 | 24 | 54 | 480 | |
6 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 32 | 36 | 56 | 30 | 54 | 48 | 38 | 450 |
7 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 34 | 38 | 54 | 50 | 46 | 44 | 40 | 424 | |
8 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 28 | 30 | 60 | 54 | 48 | 32 | 42 | 422 | |
9 | Halli | 38 | 54 | 56 | 48 | 72 | 28 | 42 | 48 | 386 | |||
10 | Gauti | 30 | 50 | 30 | 32 | 64 | 36 | 34 | 46 | 322 | |||
11 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 44 | 46 | 62 | 36 | 316 | ||||
12 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 28 | 46 | 32 | 50 | 314 | |||
13 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 42 | 50 | 34 | 310 | ||||
14 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 44 | 46 | 54 | 274 | |||||
15 | Binni | 26 | 36 | 72 | 38 | 34 | 34 | 26 | 266 | ||||
16 | Hanna | 44 | 42 | 40 | 40 | 30 | 50 | 246 | |||||
17 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 36 | 40 | 236 | |||||
18 | Reynir | 30 | 46 | 50 | 42 | 28 | 196 | ||||||
19 | Óli | 46 | 24 | 70 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2020 | 16:45
10. Mót. -Mosó 13. júlí-
Það var valin maður í hverju rúmi þegar 10.mótið fór fram við kjöraðstæður á Hlíðavelli. Að þessu sögðu reyndist "bara" pláss fyrir 16 en ekki 17 spilara sem höfðu skráð sig til leiks. Hinn snjalli mótastjóri og bridsspilari ákvað skv. fyrirfram gefnum líkum, að skilja einn eftir við skráningu í þeirri vissu að einhver myndi "beila" á mánudaginn. Auðvitað gekk þetta plan ekki upp ! Eftir sat valmennið Raggi með sárt ennið og Mótastjórinn ekki lengur á jólakortalistanum . Við látum þetta ekki gerast aftur.
Skor mánudagsins var allgott hjá langflestum og miklir skrifstofubráðabanar háðir yfir einum svellköldum í lokin. Því var fleygt að TT hafi leiðst lítil fjölmiðlaumfjöllun um sig og því ákveðið að slaufa leik á 9undu holu til að taka duglegt reykspól í burtu svo eftir væri tekið.
Það var engin annar en hinn eitursvali Viktor sem sigraði þetta mánudagskvöldið og hefur þá sigrað í tveimur mótum á árinu. Bísna vel gert hjá Viktori sem nartar nú í sigggróna hæla forystusauðsins H.Elíassonar. Ekkert sérstaklega geðslegt að vera svona nærri toppnum .
Næsta mót verður leikið á útivelli, nánar tiltekið á Nesvellinum góða, öðrum heimavelli litla Málarans. Þeir sem hafa ekki fengið nóg af kríunni munu fá nóg af henni þar. Að vísu segir Málarinn að krían á Nesinu sé miklu spakari en villingarnir sem halda til á Hlíðavelli. Hver trúir því?
Það kemur allt í ljós næsta mánudag.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Viktor | 39 | |
2 | Jón Ari | 37 | |
3 | Ingvar | 36 | |
4 | Jói | 35 | Last 9. 20p |
5 | Sig.Egill | 35 | Last 9. 18p |
6 | Eggert | 34 | Last 9. 18p |
7 | Halli | 34 | Last 9. 17p |
8 | Haukur | 32 | |
9 | Hergeir | 31 | Last 9. 19p |
10 | Haffi | 31 | Last 9. 16p |
11 | Gauti | 30 | Last 6. 14p |
12 | Tóti | 30 | Last 6. 10p |
13 | Hanna | 29 | |
14 | Reynir | 26 | |
15 | Binni | 24 | |
16 | Tryggvi | 10 | Front 9. Reykspól |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | 8.jún | 15,jún | 22.jún | 29.JÚN | 6.JÚL | 13.JÚL | Samtals |
1 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 40 | 54 | 66 | 44 | 60 | 38 | 500 |
2 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 50 | 48 | 48 | 38 | 50 | 60 | 494 |
3 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 60 | 60 | 80 | 48 | 44 | 46 | 468 | |
4 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 54 | 52 | 42 | 38 | 40 | 442 | |
5 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 46 | 44 | 58 | 60 | 24 | 426 | |
6 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 32 | 36 | 56 | 30 | 54 | 48 | 412 |
7 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 34 | 38 | 54 | 50 | 46 | 44 | 384 | |
8 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 28 | 30 | 60 | 54 | 48 | 32 | 380 | |
9 | Halli | 38 | 54 | 56 | 48 | 72 | 28 | 42 | 338 | |||
10 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 44 | 46 | 62 | 36 | 316 | |||
11 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 28 | 46 | 32 | 50 | 314 | ||
12-13 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 42 | 50 | 276 | ||||
12-13 | Gauti | 30 | 50 | 30 | 32 | 64 | 36 | 34 | 276 | |||
14 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 44 | 46 | 54 | 274 | ||||
15 | Binni | 26 | 36 | 72 | 38 | 34 | 34 | 26 | 266 | |||
16 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 36 | 40 | 236 | ||||
17-18 | Reynir | 30 | 46 | 50 | 42 | 28 | 196 | |||||
17-18 | Hanna | 44 | 42 | 40 | 40 | 30 | 196 | |||||
19 | Óli | 46 | 24 | 70 |
Íþróttir | Breytt 15.7.2020 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2020 | 22:41
9. Mót. -Mosó 6. júlí-
Það voru 9 mættir í 9unda mót sumarsins. Það er talsvert færra en verið hefur í sumar. Örugglega margir lagðir af stað í ferðalög og annað fjör sem fylgir árstímanum. Það kemur þó ekki fyrir að mótaröð þeirra bestu haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Það var rjómablíða í Leirvognum og ekkert til fyrirstöðu til að skora vel. Völlurinn í toppstandi enda meistarmót klúbbsins ný-yfirstaðið. Það urðu því talsverð vonbrigði þegar mótið var gert upp á nítjándu holu hversu skorið var dapurt nema hjá einum spilara og sá var ekkert að tvínóna við þetta. Margfaldur meistari mótaraðarinnar, Hergeir Elíasson tók sig til og sló 79 högg og setti í 40 punkta. Þetta er ekkert annað en snilldarspilamennska og kappinn er sjóðheitur um þessar mundir.
Með þessu sigri treysti Hergeir stöðu sína á toppnum. Það er í raun ótrúlegt að þetta hafi verið fyrsti sigur hans í sumar þar sen spilamennskan hefur verið afbragð. Hann hefur verið mjög stabíll og sjaldan verið utan topp 5 á mánudögum og það telur grimmt á langri mótaröð. Gamli maraþonhlauparinn, með danskar Prins í rassvasanum, þekkir það .
Eitt er þó víst; að hart verður barist...allt til enda.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Hergeir | 40 | 79 högg !! |
2 | Jói | 32 | |
3 | Viktor | 29 | Last 9. 16 p. |
4 | Tóti | 29 | Last 9. 14 p. |
5 | Eggert | 28 | |
6 | Sig.Egill | 26 | |
7 | Reynir | 25 | |
8 | Hanna | 23 | |
9 | Haukur | 22 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | 8.jún | 15,jún | 22.jún | 29.JÚN | 6.JÚL | Samtals |
1 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 40 | 54 | 66 | 44 | 60 | 462 |
2 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 50 | 48 | 48 | 38 | 50 | 434 |
3 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 60 | 60 | 80 | 48 | 44 | 422 | |
4-5 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 46 | 44 | 58 | 60 | 402 | |
4-5 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 54 | 52 | 42 | 38 | 402 | |
6 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 32 | 36 | 56 | 30 | 54 | 364 |
7 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 28 | 30 | 60 | 54 | 48 | 348 | |
8 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 34 | 38 | 54 | 50 | 46 | 340 | |
9 | Halli | 38 | 54 | 56 | 48 | 72 | 28 | 296 | |||
10 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 44 | 46 | 62 | 280 | |||
11 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 42 | 50 | 276 | |||
12 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 28 | 46 | 32 | 264 | ||
13 | Gauti | 30 | 50 | 30 | 32 | 64 | 36 | 242 | |||
14 | Binni | 26 | 36 | 72 | 38 | 34 | 34 | 240 | |||
15 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 36 | 40 | 236 | |||
16 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 44 | 46 | 220 | ||||
17 | Reynir | 30 | 46 | 50 | 42 | 168 | |||||
18 | Hanna | 44 | 42 | 40 | 40 | 166 | |||||
19 | Óli | 46 | 24 | 70 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2020 | 16:59
8. Mót. -Mosó 29. júní-
Enn og aftur var góð mæting á mánudagsmótaröðina og hart barist um stigin. Blíðskaparveður var í Mosanum og völlurinn í frábæru standi enda Meistaramótsvika að hefjast. Samkvæmt vallarstjóra þá hefur grasspretta verið allra mesta og besta móti þetta sumarið. Því fá menn að kynnast ef þeir lenda utan brauta. Karginn er sérstaklega þéttur þetta árið.
Karginn var ekkert að þvælast fyrir toppspilurunm sem allir eru þekktir fyrir að slá strikbeint og gætu þess vegna leikið á inniskóm.
Maður kvöldsins var TT sem skilaði 39 pkt í hús á stuttbuxum í hitabylgjunni. Þessi fyrrum HOS-meistari er búinn að læða sér hægt og rólega uppá toppinn við hlið kartöflubóndans úr Safamýri.
Af öðrum spilurum sem minntu á sig má nefna Tóta sem skilaði inn flottu skori og sama má segja um málarann. Tíðindamaður fylgdi málaranum um völlinn og getur staðfest að sjaldan hafi jafnmörg færi á fugla-skori verið jafn illa nýtt. Alltaf of stuttur, litli málarinn .
Spennan heldur áfram að magnast og er þétt setið á toppnum og í kringum hann.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Tryggvi | 39 | |
2 | Tóti | 37 | |
3 | Eggert | 35 | |
4 | Sig.Egill | 34 | Last 9. 19 p. |
5 | Jón Ari | 34 | |
6 | Hergeir | 33 | Last 9. 21 p. |
7 | Haukur | 33 | |
8 | Hanna | 32 | |
9 | Viktor | 31 | |
10 | Gauti | 30 | |
11 | Binni | 29 | |
12 | Ingvar | 28 | |
13 | Jói | 27 | Last 9. 14 p |
14 | Halli | 27 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | 8.jún | 15,jún | 22.jún | 29.JÚN | Samtals |
1-2 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 40 | 54 | 66 | 44 | 402 |
1-2 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 46 | 44 | 58 | 60 | 402 |
3 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 50 | 48 | 48 | 38 | 384 |
4 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 60 | 60 | 80 | 48 | 378 | |
5 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 54 | 52 | 42 | 364 | |
6 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 32 | 36 | 56 | 30 | 310 |
7 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 28 | 30 | 60 | 54 | 300 | |
8 | Halli | 38 | 54 | 56 | 48 | 72 | 28 | 296 | ||
9 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 34 | 38 | 54 | 50 | 294 | |
10 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 44 | 46 | 62 | 280 | ||
11 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 42 | 50 | 276 | ||
12 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 28 | 46 | 32 | 264 | |
13 | Gauti | 30 | 50 | 30 | 32 | 64 | 36 | 242 | ||
14 | Binni | 26 | 36 | 72 | 38 | 34 | 34 | 240 | ||
15 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 36 | 40 | 236 | ||
16 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 44 | 46 | 220 | |||
17-18 | Reynir | 30 | 46 | 50 | 126 | |||||
17-18 | Hanna | 44 | 42 | 40 | 126 | |||||
19 | Óli | 46 | 24 | 70 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2020 | 19:10
7. Mót. - Brautarholt 22.júní, RISAMÓT-
Það voru 14 kappar mættir í annað risamót árisins sem var haldið á hinum frábæra Brautarholtsvelli á Kjalarnesi. Veðrið var hið ágætasta og lítill vindur sem annars getur spilað stóra rullu á þessum velli.
Almennt var skorið í mótinu í lakari kantinum og aðeins fjórir spilarar náðu yfir 30 punktum. Það kom þó ekki veg fyrir það að einn spilari náði líklega að setja mótsmet þegar heilum 45 pkt. var skilað í kassann á 19ándu holu. Það er náttúrulega heitasti prinsinn á mótaröðinni, Sigurður Egill, sem skutlar í svona tölur. Þetta var bæði hraustlega og vel gert Sigurður og innilega til lukku með árangurinn sem er engu líkur þessa dagana. Kappinn er búinn að vinna 4 mót af þeim 6 sem hann hefur tekið þátt í. Það er örugglega líka met.
Aðrir góðir þetta kvöld voru fyrrum meistarar Halli og Hergeir sem skiluðu inn flottu skori. Þá náði nýliðinn sem er þó búinn að vera á póstlistanum frá upphafi, Dr. Gauti, rosaflottu skori. Leiða menn líkum að því að þarna hafi konan hans spilað stórt hlutverk, þar sem Kjalarnesið eru hennar æskuslóðir og ekki ólíklegt að þarna hafi þau leiðst um Brautarholtið löngu áður en golfvöllurinn kom til sögunnar.
´Defending Champion´ Hergeir El. er nú kominn á kunnulega slóðir og er sestur á toppinn í bili að minnsta kosti. Margir snjallir spilarar fylgja fast á eftir. Mætingin hefur verið frábær í sumar og spáir Tíðindamaðurinn að þetta verði sumar mikilla sviptinga.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Sig.Egill | 45 | |
2 | Halli | 36 | |
3 | Hergeir | 35 | |
4 | Gauti | 34 | |
5 | Haffi | 28 | Last 6. 11 p. |
6 | Tóti | 28 | Last 6. 6 p. |
7 | Tryggvi | 28 | |
8 | Jói | 27 | |
9 | Eggert | 25 | Last 9. 13 p. |
10 | Haukur | 25 | Last 9. 10 p. |
11 | Tommi | 24 | |
12 | Viktor | 23 | |
13 | Ingvar | 19 | |
14 | Jón Ari | 12 | 9 holur. |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | 8.jún | 15,jún | 22.jún | Samtals |
1 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 40 | 54 | 66 | 358 |
2 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 50 | 48 | 48 | 346 |
3 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 46 | 44 | 58 | 342 |
4 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 60 | 60 | 80 | 330 | |
5 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 54 | 52 | 322 | |
6-7 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 32 | 36 | 56 | 280 |
6-7 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 44 | 46 | 62 | 280 | |
8 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 42 | 50 | 276 | |
9 | Halli | 38 | 54 | 56 | 48 | 72 | 268 | ||
10 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 28 | 30 | 60 | 246 | |
11 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 34 | 38 | 54 | 244 | |
12 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 36 | 40 | 236 | |
13 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 28 | 46 | 232 | |
15-15 | Binni | 26 | 36 | 72 | 38 | 34 | 206 | ||
14-15 | Gauti | 30 | 50 | 30 | 32 | 64 | 206 | ||
16 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 44 | 174 | |||
17 | Reynir | 30 | 46 | 50 | 126 | ||||
18 | Hanna | 44 | 42 | 86 | |||||
19 | Óli | 46 | 24 | 70 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2020 | 23:16
6. Mót. -Mosó 15.júní-
Tíðindamaður var fjarverandi þegar 6.mótið fór fram en sem betur fer á hann Hauk í horni sem hljóp í skarðið og skýrði hann frá atburðum á eftirfarandi hátt;
Ásarnir á eldi
14 kvikindi mættu í fínu veðri þennan mánudaginn. Ingvar einnig mættur vel tímanlega og með allt meðferðis. Einn gestur var mættur í mótið en hann varð gríðarlega svekktur strax upp í skála þegar hann sá að Jón Ari var í raun 2 metrar og gráhærður. Raggi nennti heldur ekki í Tomma og Jenna leikinn við hann.
Í fyrsta sinn í sögunni kom upp eineltismál og það barst kæra strax að leik loknum. Það vildi þannig til að strax á fyrstu holu stal Tóti boltanum hans Eggerts og neitaði að segja honum hvar hann væri. Jói Fel vildi taka þátt í leiknum og keyrði nýju rafmagnskerrunni beint á Eggert í miðri sveiflu eftir að hann var kominn með nýjan bolta. Þetta var orðið einskonar hópefli fyrir alla nema Eggert. Kæran var strax tekin fyrir og vísað frá. Í eineltisteymi Harenmótaraðarinnar sitja Þór Björnsson og Jóhannes Felixsson.
Krían var í stuði á nesinu og sáust margar regnhlífar á lofti og jafnvel 150 metrar á milli þeirra í sama holli. Tommi ákvað að snapchata kríuna á meðan hún var að ráðast á hann. Það gekk ljómandi vel þangað til að hann fattaði að hann stóð upp á æðarkollu sem lá á hreiðri sínu.
Setningin þetta er svo auðvelt sport heyrðist óma út um allan völl oft og títt ásamt setningunni djöfull er ég góður í þessu. Alvöru Gorgeir.
Höfuðpaurar mótaraðarinnar tóku sér frí þennan mánudaginn. Haraldur var upptekinn að djúpsteikja fish and chips fyrir erlenda ferðamenn á Stapanum og Haukur var með Europris chipnámskeið.
Háværar raddir voru um að þetta hafi verið RISAmót.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Sig.Egill | 38 | |
2 | Hergeir | 37 | |
3 | Reynir | 36 | Last 6. 14 p. |
4 | Viktor | 36 | Last 6. 12 p. |
5 | Haffi | 36 | |
6 | Tryggvi | 35 | |
7 | Tommi | 31 | Last 6. 12 p. |
8 | Ragnar | 31 | Last 6. 10 p. |
9 | Eggert | 31 | |
10 | Jói | 28 | |
11 | Binni | 27 | |
12 | Gauti | 26 | Last 9. 18 p. |
13 | Tóti | 26 | Last 9. 12 p. |
14 | Ingvar | 21 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | 8.jún | 15,jún | Samtals |
1 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 50 | 48 | 298 |
2 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 40 | 54 | 292 |
3 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 46 | 44 | 284 |
4 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 54 | 270 | |
5 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 60 | 60 | 250 | |
6 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 36 | 40 | 236 |
7 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 42 | 226 | |
8 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 32 | 36 | 224 |
9 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 44 | 46 | 218 | |
10 | Binni | 26 | 36 | 72 | 38 | 34 | 206 | |
11 | Halli | 38 | 54 | 56 | 48 | 196 | ||
12 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 34 | 38 | 190 | |
13-14 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 28 | 186 | |
13-14 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 28 | 30 | 186 | |
15 | Gauti | 30 | 50 | 30 | 32 | 142 | ||
16 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 130 | |||
17 | Reynir | 30 | 46 | 50 | 126 | |||
18 | Hanna | 44 | 42 | 86 | ||||
19 | Óli | 46 | 24 | 70 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2020 | 10:27
5. Mót. -Akranes 8.júní-
Garðavöllur á Akranesi var vettvangur 5.móts HOS-mótaraðarinnar. Florida-Skaginn heilsaði með óvenjugóðum aðstæðum í þetta skiptið, logn, skýjað og raki í lofti. Völlur Skagamanna í flottu standi eins alltaf þó blautur væri. Þó Garðavöllur sé á flatlendi og léttur á fót er hann frekar langur og með mjög mörgum hindrunum í formi sandbönkera og vatnstorfæra. Flestir leikmenn fengu að spreyta sig á hættunum einhverstaðar á vellinum. Það kom þó ekki fyrir að skorið væri almennt gott eins og verið hefur þetta sumarið á mótaröðinni.
Enginn lék þó betur en Sigurður Egill sem skilaði heilum 42 pkt. í hús, sem er aldeilis frábært skor á alla kanta. Þó Tíðindamaður hafi ekki fylgt hollinu hans þá reiknar hann með að high-draw-dræv og sjóðheit pútt af +50 mtr. hafi verið inni hjá kappanum. Siggi hefur þá sigrað í tveimur mótum af þeim fjórum sem hann hefur mætti í. Það má því búst við miklum afrekum hjá honum á mótaröðinni í sumar.
Staðan er galopin og pakkinn þéttur.
ÚRSLIT:
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Sig.Egill | 42 | |
2 | Haukur | 37 | |
3 | Viktor | 35 | |
4 | Halli | 34 | Last 9. 19 p. |
5 | Tryggvi | 34 | Last 9. 17 p. |
6 | Haffi | 32 | |
7 | Hanna | 30 | |
8 | Hergeir | 29 | Last 9. 12 p. |
9 | Binni | 29 | Last 9. 11 p. |
10 | Ragnar | 28 | Last 9. 12 p. |
11 | Eggert | 28 | Last 9. 10 p. |
12 | Jói | 27 | |
13 | Gauti | 25 | |
14 | Tóti | 24 |
STAÐAN:
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | 8.jún | Samtals |
1 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 54 | 270 |
2 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 50 | 250 |
3 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 46 | 240 |
4 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 40 | 238 |
5-6 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 36 | 196 |
5-6 | Halli | 38 | 54 | 56 | 48 | 196 | |
7 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 60 | 190 | |
8 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 32 | 188 |
9 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 184 | |
10-11 | Binni | 26 | 36 | 72 | 38 | 172 | |
10-11 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 44 | 172 | |
12 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 158 | |
13 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 28 | 156 | |
14 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 34 | 152 | |
15 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 130 | ||
16 | Gauti | 30 | 50 | 30 | 110 | ||
17 | Hanna | 44 | 42 | 86 | |||
18 | Reynir | 30 | 46 | 76 | |||
19 | Óli | 46 | 24 | 70 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2020 | 11:35
4. Mót. - Mosó 1.júní, RISAMÓT-
Það voru 14 mættir í fyrsta RISA-mót sumarsins sem haldið var á Hlíðavelli í þetta skiptið. Fleiri voru þó skráðir upphaflega en voru löglega afsakaðir þar sem þeir sváfu yfir sig í fyrstu tjaldútilegu sumarsins.
Völlurinn var í toppstandi eftir talsvert rigningarveður og grínin tóku vel við. Ekki oft sem boltaför sjást svona greinilega á Hlíðavelli.
Eins og undanfarin mót þá eru menn að skila inn frábæru skori. Annað mótið í röð vinnst það á 40 pkt.! Nú dugar ekkert minna en besta frammistaða til að eiga möguleika á sigri.
Í stuttu viðtali við Tíðindamanninn sagði sigurvegari kvöldsins hafa verið gráupplagður þetta kvöld enda sleppt öllum ferðalögum og mætt með rúsínuputta eftir að hafa legið í ný-uppsettum heitum potti í 3 daga við heimili sitt.
Mikil þéttni er á toppnum á mótaröðinni og eftir hvert mót er hrært vel upp í stöðunni. Minni á að 11 bestu mótin telja þ.a. raunstaðan birtist ekki fyrr en fyrstu menn ná þeim.
-Úrslit kvöldsins-
Sæti | Nafn | Pkt. | Bráðab. |
1 | Haukur | 40 | |
2 | Binni | 37 | |
3 | Hergeir | 36 | |
4 | Viktor | 34 | |
5 | Tommi | 33 | |
6 | Tryggvi | 32 | |
7 | Ingvar | 31 | Last 9. 17 p. |
8 | Halli | 31 | Last 9. 13 p. |
9 | Ragnar | 28 | |
10 | Eggert | 27 | Last 9. 17 p. |
11 | Gauti | 27 | Last 9. 15 p. |
12 | Haffi | 27 | Last 9. 14 p. |
13 | Jói | 25 | |
14 | Hanna | 13 | 9 holur. |
-STAÐAN-
Sæti | Nafn | 11.mai | 18.maí | 25.maí | 1.jún | Samtals |
1 | Haukur | 48 | 38 | 50 | 80 | 216 |
2 | Viktor | 42 | 34 | 60 | 64 | 200 |
3 | Hergeir | 50 | 50 | 32 | 66 | 198 |
4 | Tryggvi | 54 | 40 | 40 | 60 | 194 |
5 | Tommi | 36 | 48 | 38 | 62 | 184 |
6 | Ragnar | 40 | 44 | 22 | 54 | 160 |
7 | Ingvar | 34 | 24 | 42 | 58 | 158 |
8 | Jói | 30 | 32 | 48 | 46 | 156 |
9 | Halli | 38 | 54 | 56 | 148 | |
10 | Binni | 26 | 36 | 72 | 134 | |
11-12 | Jón Ari | 44 | 60 | 26 | 130 | |
11-12 | Sig.Egill | 60 | 42 | 28 | 130 | |
13-14 | Tóti | 46 | 28 | 54 | 128 | |
13-14 | Haffi | 36 | 44 | 48 | 128 | |
15 | Eggert | 32 | 34 | 52 | 118 | |
16 | Gauti | 30 | 50 | 80 | ||
17 | Reynir | 30 | 46 | 76 | ||
18 | Óli | 46 | 24 | 70 | ||
19 | Hanna | 44 | 44 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Golfferð til Haren
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 68653
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar