27. júní....mót nr. 9. -Mosó-

Það voru 11 mættir í gærkvöldi á Hlíðavöllinn fagra.  Talsverður blástur fyrstu 2-3 holurnar en datt svo í dandalablíðu.  Skorið var í betri kantinum í þetta sinn og miklir skrifstofubráðabanar háðir á 19. holunni yfir einum köldum.

Ingvar sigraði á túrnum í fyrsta sinn í ár á flottum 37 pkt. Hann fær smá forgjafarlækkun í verðlaun. Vel gert Ingvar cool.

Tryggvi kom með góða endurkomu eftir smáfrí og sigraði HB með því að vera betri á síðustu 2 holunum ! Það gerist varla meira spennandi.

Smáhik kom í undanfarna velgegni Binna enda gleymdi hann kríuvarnarbúningnum í bílnum fyrir hringinn. Hann tók minniháttar reykspól í burtu eftir hringinn, samt varla þannig að það merkti í mölina á planinu laughing.

Eggert er maðurinn um þessa mundir. Grjótfastur í efsta sæti með mjög flotta og stabíla spilamennsku og útkomu. 

Nú er meistaramótsvika framundan og mótastjóri þarf að leggja höfuðið í bleyti hvar og hvenær næsta mót verður haldið. Mosó er lokaður næsta mánudag þ.a. kannski verður farið á útivöll og langþráð risamót haldið.  Nánar um það í tölvupóstum.

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Ingvar37 
2Eggert339
3Tryggvi332
4Haukur33 
5Sig.Óli32 
6Tommi319
7Írunn316
8Haffi31 
9Hanna30 
10Viktor29 
11Binni28 

 

Staðan:

SætiNafn2.maí9.maí16.maí23.maí30.maí6.júní13.júní20.júní27.júníSamtals
1Eggert292720262627283029242
2Haukur30292728 22272827218
3Haffi233029232028 2723203
4Tommi242624 292126 25175
5Raggi Kri.252125292529   154
6Binni2228 22  302920151
7Halli2022282528    123
8Sig. Egill2124232421    113
9Sig. Óli26     292626107
10Hanna 2522  20  2289
11Beggi28 21 30    79
12-13Hergeir27 26 24    77
12-13Írunn  30 23   2477
14-15Reynir   272225   74
14-15Ingvar   20 24  3074
16Tryggvi    1926  2873
17Viktor    2723  2171
18Kjartan   30 30   60
19Tóti       25 25
20Óli 23       23
21Raggi Hil.   21     21

20. júní....mót nr. 8. -Mosó-

Það voru 6 laufléttir mættir á Hlíðavöll í gærkvöldi. Veðrið var flott, skýjað, smávindur og hlýtt. Ekkert til fyrirstöðu til að spila frábært golf.

Þór Björnsson mætti í fyrsta skipti á árinu og átti stórleik á köflum með gamla Ping-eye 2-járnið að vopni. Gamli stórmeistarinn Lee Trevino sagði eitt sinn að Guð gæti ekki einu sinni slegið með 2-járni, en Tóti fór létt með það.

Það var hinsvegar Eggert Sverrisson sem átti frábæran dag við Leirvoginn og skoraði heila 37 pkt. og sigraði loksins H.Bragason eftir 4 ára og 198 daga baráttu við kallinn.  Hlaut Eggert ískaldan Gull að launum. Vel gert Eggert.

Tvö móment standa uppúr eftir gærkvöldið. Eggert var að spila hina lævísu 16.braut og var kominn á góðan stað eftir drive-ið.  Annað höggið hans lenti hinsvegar inn í rósarunnanum við æfingasvæðið þar sem boltinn fannst inn í þyrnigerðinu. Meðspilarnir hvöttu kappann til að taka víti enda lífshættulegt að hætta sér inn í þennan karga og talsverð óvissa með útkomuna.  Eggert skeytti engu um þessi ráð og óð inn og sló boltan 3-4 mtr. tilbaka út úr þessu sem var býsna vel gert.  Hinsvegar kvartaði hann yfir þyrnum sem stóðu fastir í afturendanum á honum. Þá vildu meðspilarar ekkert aðstoða. Þarna lá boltinn 79 mtr frá holu. Ekki þarf að spyrja að leikslokum...Eggert setti hann beint í holu og easy-par niðurstaðan, takk fyrir.

Hitt mómentið átti hinn frábæri leikmaður Binni Stef.  Þegar kappinn hélt útá nesið klæddi hann sig í s.k. Kríu-brynju sem samanstendur af anorakk og hjálm.  Þar barðist hann um í varpinu, kaldsveittur á bakinu og allt snarvitlaust, allar kríurnar gerðu áras á þetta virki sem virkaði eins og segull á þær. Útskitinn og lemstraður komst hann á 10.braut og lauk leik með glæsibrag.

 

IMG_4239

Sökum tæknilegra vandamála birtist myndin á hlið. Binni klár í nesið 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úrslit kvöldsins.

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Eggert37 
2Binni3419
3Haukur3416
4Haffi26 
5Sig. Óli24 
6Tóti20 

 

Staðan.

SætiNafn2.maí9.maí16.maí23.maí30.maí6.júní13.júní20.júníSamtals
1Eggert2927202626272830213
2Haukur30292728 222728191
3Haffi233029232028 27180
4Raggi L.Kr.252125292529  154
5Tommi242624 292126 150
6Binni2228 22  3029131
7Halli2022282528   123
8Sig. Egill2124232421   113
9Sig. Óli26     292681
10Beggi28 21 30   79
11Hergeir27 26 24   77
12Reynir   272225  74
13Hanna 2522  20  67
14Kjartan   30 30  60
15Írunn  30 23   53
16Viktor    2723  50
17Tryggvi    1926  45
18Ingvar   20 24  44
19Tóti       2525
20Óli 23      23
21Raggi Hil.   21    21

13. júní....mót nr. 7. -Mosó-

Einungis A-liðið var mætt á Stade de Hlíðavöllur s.l. mánudagskvöld til að berjast um stigin.  B-liðið var við æfingar í Frakklandi og C-liðið á púttnámskeiði á Tenerife. Sól og blíða heilsaði mönnum við Leirvoginn og aðstæður hinar bestu.  Sigurður Óli mætti loks eftir mikla þrautargöngu á Spáni (800 km) og mætti segja manni að 18 holur hringur væri lítið sem ekkert mál héðan í frá. "Defending champion" var greinilega búinn að hlaða batteríið vel og kom inná 80 höggum og 39 pkt. Leiðinda 3-pútt á 17. skemmdi fyrir 79 höggunum. Frábær endurkoma Siggismile.

Maður kvöldsins var þó engin annar en Binni Stef.  Kappinn jafnaði sitt besta höggleiksskor frá upphafi, 92 högg.  Þetta skilaði kalli heilum 40 pkt. og góðri lækkun á forgjöf. Binni hafði, eins og Siggi, verið á Spáni í æfingarbúðum í 2 vikur fyrir þetta mót. Hann hafði þó aðeins hægar um sig í labbinu og skv. Trackwell-appinu þá gekk hann 1,3 km á þessum hálfa mánuði (aðallega útí supermarkað að kaupa bjór). En golf er líka tækni- og hugarsport og var Binninn meira í slíkum æfingum sem eru að skila honum þessari flottu niðurstöðusmile.

Mótaröðin heldur áfram næsta mánudag og aldrei að vita nema 1-2 leynigestir mæti til leiks enda uppfylla þeir öll skilyrði vel þ.e. gamlir góðir Framararsmile .

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Binni40 
2Sig. Óli39 
3Eggert31 
4Haukur29 
5Tommi28 

 

Staðan:

SætiNafn2.maí9.maí16.maí23.maí30.maí6.júní13.júníSamtals
1Eggert29272026262728183
2Haukur30292728 2227163
3Raggi K.252125292529 154
4Haffi233029232028 153
5Tommi242624 292126150
6Halli2022282528  123
7Sig. Egill2124232421  113
8Binni2228 22  30102
9Beggi28 21 30  79
10Hergeir27 26 24  77
11Reynir   272225 74
12Hanna 2522  20 67
13Kjartan   30 30 60
14Sig. Óli26     2955
15Írunn  30 23  53
16Viktor    2723 50
17Tryggvi    1926 45
18Ingvar   20 24 44
19Óli 23     23
20Raggi H.   21   21

6. júní....mót nr. 6. -Mosó-

Það voru 11 mættir í dandalablíðu og hita á Hlíðavöll í gærkvöldi. Völlurinn í frábæru ásigkomulagi eftir að hafa verið notaður á Eimskipa-mótröð þeirra næst-bestu um helgina.  En eins og allir vita þá er mótaröð þeirra bestu leikin á mánudagskvöldum og engin undantekning var þar á í gær. Allflestir á mjög góðu skori.  Kjartan er með fullt hús, tvisvar mætt, tvisvar sigrað. Vel gert Kjartan.  Af öðrum má nefna Ragga L Kr. sem er að koma gríðasterkur inn. Á náttborðinu hjá honum er bókin "How to win golf-tournaments" eftir Lance Armstrong. Þar hefur hann lært ýmis brögð t.d. að hætta telja vindhögg og svo það nýjasta að sjá um að skrifa skorið. Þetta hefur fleytt honum á nýja staði í mótinu. Raggi þú ert frábærsmile.

Tíðindamaðurinn varð vitni að mögnuðum leik hjá Tomma á hinni erfiðu 13.holu. Hann byrjaði á því að setja teighöggið sitt í gilið, svona ca. 130-140 mtr frá flöt. Hann sló upp úr gilinu í glompuna fyrir framan flötina. Úr glompunni sló hann boltann inn á flöt ca. 4-5 mtr frá pinna og setti svo að lokum púttið í fyrir pari, takk fyrir túkall.   Þetta er svo léttur og einfaldur leikur!

Staðan á þremur efstu er afar jöfn. Eggert leiðir eins tíðindamaðurinn spáði í síðasta pistli.

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Kjartan38 
2Raggi L Kr.36 
3Haffi34 
4Eggert33 
5Tryggvi32 
6Reynir3118
7Ingvar3113
8Viktor28 
9Haukur26 
10Tommi24 
11Hanna2113 holur.

 

Staðan:

SætiNafn2.maí9.maí16.maí23.maí30.maí6.júníSamtals
1Eggert292720262627155
2Raggi Kr.252125292529154
3Haffi233029232028153
4Haukur30292728 22136
5Tommi242624 2921124
6Halli2022282528 123
7Sig. Egill2124232421 113
8Beggi28 21 30 79
9Hergeir27 26 24 77
10Reynir   27222574
11Binni2228 22  72
12Hanna 2522  2067
13Kjartan   30 3060
14Írunn  30 23 53
15Viktor    272350
16Tryggvi    192645
17Ingvar   20 2444
18Sig. Óli26     26
19Óli 23    23
20Raggi Hil.   21  21

30. maí....mót nr. 5. -Mosó-

Þar sem mánudagsmótið var í seinni kantinum þá gat Tíðindamaðurinn ekki mætt þar sem yfirvinnubann er í gangi hjá félagi íslenskra Flugumferðastjóra (FÍF). Fyrir lævísa innsláttarvillu er Tíðindamaðurinn skráður í það félag í stað FÍT (Félag íslenskra Tíðindamanna). Tíðindamaðurinn grætur þetta ekki og heimtar nú 30% launahækkun ofan á milljónina á mánuði frá vinnuveitanda sínum og eiganda vefmiðilsins (Sjá mynd hérna vinstra megin af pípureykjandi barni)laughing.

Sem betur fer var þó fréttaritari á staðnum til að taka helstu punkta. Rjómablíða var í Mosó á þessu 5. HOS-móti.  Nýr maður mætti til leiks, stór-Framarinn Viktor Guðmundsson og stóð sig feykivel. Og loksins eru allir mættir á Hlíðavöll; Fyrst mætir Tjaldurinn, svo Krían og loks Tryggvi og þá er sumarið komið. Það er reyndar ekki hægt að segja að kappinn hafi reykspólað af stað í mótinu en hann veit af reynslu að þetta er langhlaup.  

Maður dagsins er svo kjötmeistarinn, Vilbergur Flóvent sem tók kótilettuna á þetta og skellti í 36 pkt. þrátt fyrir að hafa leikið sama leik og Raggi Hilm síðast, þ.e. að slá eigin bolta í sjálfan sigembarassed

Nýr maður er svo sestur í bílstjórasætið í mótinu enginn annar en Eggert Sverrisson. Ef ég þekki kauða rétt þá lætur hann það ekki auðveldlega af hendi.

Skúbb dagsins:

Heyrst hefur að næsta mót verði Risa-mót, jafvel leikið á útivelli á Sunnudag.  Við bíðum spenntir.

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Beggi36 
2Tommi331
3Halli332
5Viktor321
6Eggert322
7Raggi L Kr.323
4Heggi291
9Írunn292
8Reynir26 
10Sig.Egill23 
11Haffi191
12Tryggvi192

Staðan:

SætiNafn2.maí9.maí16.maí23.maí30.maíSamtals
1Eggert2927202626128
2 - 3Haffi2330292320125
2 - 3Raggi L.Kr.2521252925125
4Halli2022282528123
5Haukur30292728 114
6Sig. Egill2124232421113
7Tommi242624 29103
8Beggi28 21 3079
9Hergeir27 26 2477
10Binni2228 22 72
11Írunn  30 2353
12Reynir   272249
13Hanna 2522  47
14Kjartan   30 30
15Viktor    2727
16Sig. Óli26    26
17Óli 23   23
18Raggi Hil.   21 21
19Ingvar   20 20
20Tryggvi    1919

23. maí....mót nr. 4. -Mosó-

Það þurfti bara smávætu og þá sprungu menn út eins og sumarblóm. 11 mættir og allflestir að spila vel.  3 efstu með mikla forgjafarlækkun.  Ragnar Lárus hitti naglann á höfuðið á 19ándu..."bara hætta telja vindhöggin þá lagast skorið verulega" laughing.

Annars er saga dagsins af Ragnari Hilmars. Eins og flestir vita er hann atvinnumaður í golfi og því við miklu að búast. En þar sem hann er pro þá er hann vanur rennisléttu bermúdagrasi heima í Leirdalnum. Nema hvað á 6. braut slær hann ágætisdræv sem reyndar fer út í íslenska náttúru og kemur 50 mtr. tilbaka af aldagömlu hraungrjóti. Þar liggur boltinn í móanum með grjót allt um kring. Raggi tekur sitt trausta 7járn (sem betur fer því fyrst hélt hann rándýru 7tré sem TaylorMade útvegar atvinnumönnum).  Þegar höggið ríður af flýgur hausinn af 7járninu eins og maður gæti ímyndað sér brotin þyrluspaða þjóta af. Tíðindamaðurinn stóð með hljóðnemann ekki allfjarri og þakkar almættinu fyrir staðsetninguna þegar hausinn kom fljúgandi. Kúlan hinsvegar, fór af miklu afli ofarlega í innanvert lærið á Ragga, talsvert nærri, tveimur afar verðmætum kúlum (dúsín af slíkum kúlum er mun dýrara en dúsín af Pro V1). Allt endar um síðir og kúlan fór ofan í holuna í 13ánda höggi með 4 vítahöggum. Eftir þessar svaðilfarir sló Raggi, hálfhaltur, miklu betur og allt strikbeint laughing. En það er allavegana á hreinu hver tekur vítin í þessum hóp smile.

Við fögnum því að Reynir Stefáns er mættur á svæðið og gerði hann það með miklum bravúr og setti í 33 kvikindi.  Ingvar mætti einnig í fyrsta skipti á árinu. Það lá því vel við að þeir Liverpool félagar, hann og Sig.Egill skoruðu á þá grjóthörðu Arsenal-menn Ragnar Lárus og Binna. Þar þurfti ekki að spyrja að leikslokum, Skytturnar tóku það. Arsenal mennirnir voru síðan kokhraustir á 19ándu og sögðust treysta sér til að vinna þá aftur, klæddir í skósíða Nike/Wenger-svefnpokasmile. Sjáum til næsta mánudag.

Annars mætti nýr maður á svæðið, Kjartan Ragnarsson, fyrrverandi formaður Fram og tannlæknir (það varla leikfært í HOS-mótaröðinni nema að það sé a.m.k. einn formaður Fram við leik)laughing.  Við bjóðum hann velkominn. Sá kann aldeilis að fylla í holurnar og skoraði 42 pkt. Við erum spenntir fyrir framhaldinu.

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Kjartan42 
2Raggi L K.3921
3Haukur3920
4Reynir33 
5Eggert3218
6Halli3213
7Sig. Egill31 
8Haffi29 
9Binni28 
10Raggi Hil.26 
11Ingvar23 

 

Staðan:

SætiNafn2.maí9.maí16.maí23.maiSamtals
1Haukur30292728114
2Haffi23302923105
3Eggert29272026102
4Raggi L.Kr.25212529100
5Halli2022282595
6Sig. Egill2124232492
7Tommi242624 74
8Binni2228 2272
9Hergeir27 26 53
10Beggi28 21 49
11Hanna 2522 47
12Írunn  30 30
13Kjartan   3030
14Reynir   2727
15Sig. Óli26   26
16Óli 23  23
17Raggi Hil.   2121
18Ingvar   2020

16. maí....mót nr. 3. -Mosó-

Það voru 11 alsgáðir og góðir mættir á annan dag hvítasunnu til að berjast um stigin dýrmætu. Ekki varð vart við áberandi lykt af mönnum eftir langa helgi sem ber vott um hækkandi meðalaldur leikmannasmile. Veðrið var þokkalegt m.v. árstíma en dálítill svali í lofti gerði það að verkum að boltar og grafítsköft urðu aðeins meira "stiff" sem aftur kom niður á boltaflugi, lengdum og bakspuna snillinganna laughing.  Írunn mætti í fyrsta sinn og kom sá og sigraði með heilum 37 pkt. og fínni lækkun á forgjöf. Vel gert Írunn og til hamingju.   Haffi tók "groundhog day" á þetta og skilaði nákvæmlega eins skori og síðasta mánudag, bæði högg og punktar, alveg eins á fyrri og seinni...alveg magnað. Muna að ljósrita kortið í lit fyrir næsta mánudag Haffi minnsmile. Í fjarveru Tryggva tók Beggi að sér að reykspóla í burtu. Alveg nauðsynlegt að halda í hefðirnar.  Retro Stefan lét sig vanta annan mánudaginn í röð þrátt fyrir meldingar um annað. Mótastjóri hótaði að færa hann á gestalistann...hann getur þó bjargað ærunni með því að bjóða völdum meðspilurum uppá kaldann. 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Írunn37 
2Haffi34 
3Halli32 
4Haukur31 
5Hergeir2812
6Raggi L.289
7Tommi27 
8Sig.Egill26 
9Hanna25 
10Beggi23 
11Eggert20 

Staðan:

SætiNafn2.maí9.maí16.maíSamtals
1Haukur30292786
2Haffi23302982
3Eggert29272076
4Tommi24262474
5Raggi L.Kr.25212571
6Halli20222870
7Sig. Egill21242368
8Hergeir27 2653
9Binni2228 50
10Beggi28 2149
11Hanna 252247
12Írunn  3030
13Sig. Óli26  26
14Óli 23 23

9. maí....mót nr. 2. -Mosó-

Sjaldan hefur sést fallegri hópur en þeir sem mættu til leiks á öðru móti HOS-mótaraðarinnar.  Veðrið var fínt,  sól og örlítill vindur til að kæla menn.  Greinilegar framfarir eru á hópnum frá fyrsta móti og skorið hefur batnað í takt við það. Það bar til tíðinda að Hafsteinn sigraði í fyrsta skipti á mótaröðinni.  Skoraði flotta 20 pkt. á seinni níu og setti um leið persónulegt höggleiksmet á seinni (41 högg). Til lukku með það Haffi wink.  

Gömlu Zetorarnir Halli og Sig. Egill eru hægt og rólega að trekkja sig í gang og skoruðu á þriðja tug punkta eftir að hafa skorað á annan tug í fyrsta mótinu. Verður það á fjórða tug í næsta móti ?...við bíðum spenntir laughing.  

Skemmtilegt atvik átti sér stað á seinni hlutanum þegar Óli sagði Ragnari Lárusi að hann væri í "zone-inu" eftir að Raggi hafði hitt tvö góð drive í röð. Í kjölfarið paraði Raggi hina erfiðu 16ándu braut.  Fór svo eitthvað hugsa og efast tilvist þessa "zones" og hvarf þá jafnskjótt úr því og hann hafði lent í því og urðu punktarnir ekki fleiri eftir það laughing.  Meira um "zone-ið" síðar surprised.

 

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Haffi34 
2Haukur32 
3Binni31 
4Eggert30 
5Tommi29 
6Hanna28 
7Sig.Egill26 
8Óli24 
9Halli22 
10Raggi L.Kr.18 

 

Staðan:

SætiNafn2.maí9.maíSamtals
1Haukur302959
2Eggert292756
3Haffi233053
4 - 5Tommi242650
4 - 5Binni222850
6Raggi L.Kr.252146
7Sig. Egill212445
8Halli202242
9Beggi28 28
10Hergeir27 27
11Sig. Óli26 26
12Hanna 2525
13Óli 2323

2. maí. Mót nr. 1 -Mosó-

"Here we go again".  Þá er HOS-draumaleikhúsið lagt af stað enn eitt árið.  Sýningin verður mögnuð þetta árið.  Leikendur aldrei komið jafnvel undirbúnir til leiks.  Menn búnir að vera í æfingabúðum jafnt á St. Andrews, USA, Spáni, Básum og úti á Nesi. Það má því búast við miklum göldrum á vellinum í sumar.

Hlíðavöllur heilsaði þetta árið með norð-vestan kalda og fjári mikilli skítalykt í lofti. Menn héldu þó sprækir af stað út vorið og buðum gestum og gangandi uppá "show" hér og þar um völlinn. Í lok dags reyndist skorið ekkert sérstakt en hinsvegar mjög jafnt og gripið til skrifstofubráðabana um nokkur sæti.  2 neðstu sætin voru hinsvegar kyrfilega frátekin af Halla og Sigurði Egil...það gengur bara betur næst félagar eða eins og þeir segja í leikhúsinu þá má ekki allt ganga upp á general-prufunni...tu tu cool

Úrslit kvöldsins:

RöðNafnPkt.Bráðabanar
1Haukur31 
2Eggert3017
3Beggi3013
4Hergeir29 
5Sig. Óli2713
6Raggi L.Kr.2711
7Tommi26 
8Haffi2313
9Binni238
10Sig. Egill19 
11Halli16 

 

Staðan:

SætiNafn2.maí
1Haukur30
2Eggert29
3Beggi28
4Hergeir27
5Sig. Óli26
6Raggi L.Kr.25
7Tommi24
8Haffi23
9Binni22
10Sig. Egill21
11Halli20

 


Extra!! Extra!!! Strákarnir fastir í Barcelona

Goggi, Túkallin og Vítamínid misstu af vélinni heim vegna seinkunnar á tengiflugi og sitja núna á Ibis ad fa ser einn fyrir svefninn. Koma vonandi heim á morgun kútarnir.

Over and out


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A
  • 2025-8-B
  • 2025-8-a
  • 2025-7-B
  • 2025-7-A
  • 2025-6-b
  • 2025-6-a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 68653

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband