Reynir sigurvegari í Alcaidesa

Thad var enginn annar en Goggi mega sem rulladi upp motinu a Alcaidesa. Rigning og almennur slappleiki gerdi thad ad verkum ad ekkert var spilad á sídasta degi. 

Til Hamingju Reynir


Ennþá kalt á toppnum!!

Spiluðum 36 holur í dag með svipuðu fyrirkomulagi, nema að við tókum í leiðinni þátt í lokamóti Heimsferða á staðnum. Túkallinn og Malli saman í liði og að sjálfsögðu í fyrsta holli hvað forgjöf varðar. Seinni hringur sömu lið í Texas og tvær rauðvín teknar með á hringinn og bara  einn bjór á mann:)


Halli og Malli náðu á fyrstu þremur holunum að vinna  upp forgjöfina (3högg) og það stefndi í afhroð hjá Gogga og Vítamíninu. Að sjálfsögðu má aldrei afskrifa þá félaga og Goggi kom sterkur inn með góðum fugli sem var settur í af löngu færi og þeir félagar komu sterkir til baka og áttu tvö högg eftir 12 holur. Þá duttu Hilmar og túkallinn í gang og náðu þremur fuglum á fjórum holum og á meðan klikkuðu snillingarnir aðeins og þeir sáu ekki til sólar eftir það.Niðurstaðan varð sú að Manni og Hallahipp spiluðu á parinu án forgjafar plús 3 á fyrri og mínus þrír á seinni. Goggi og Mr.V 7 höggum á eftir fyrir utan forgjöf. Spennan magnast, Reynir efstur en tveir einu stigi á eftir.
Staðan:

dagur 6


Kalt á toppnum!!!

Góður dagur að baki, 36 holur teknar í dag og sama dagskrá. Betri bolti og punktaleikur í fyrri hring og Texas í seinn. Goggi og Malli á móti Vítamíninu og Túkallinum!!! Gríðalega spennandi betri bolti þar sem Malli fór á kostum á seinni og setti tvo fugla þegar mótherjarnir klikkuðu aðeins og þeir unnu á jöfnu og betri seinni. Færsla frá tíðindamanninum kemur fljótlega en svona eru úrslitin eftir 6 daga:

dagur 6


Staðan eftir 5.dag

Elsku kútarnir mínir. Við höfum náð 36 holum síðust þrjá daga og spennan er gríðarleg. Goggi leiðir frekar óvænt en aðrir stutt á eftir. Dagskráin er alltaf eins. Betri bolti milli liða og einstaklingskeppni annan hringinn og Texas hinn hringinn. Það verður eitthvað meira sett inn á eftir fyrir þá sæm býða spenntir. dagur 5

 


Day funf, alles klar

Nú erum við gamlir!!! Áttum rástíma kl 10 og vorum vaknaðir kl 8!! Aldrei verið jafn tímalega á teig og biðum í 40 mínútir eftir að komast út. Skelfilegt, sumir orðnir gamlir! Menn farnir að vakna á nóttinni til að pissa En Golfið í dag byrjaði á Texas HAlli Hipp og Roy á móti Manna og Sigga sæta sem unnu með einu hoggi. Rass!!! Seinni 18 voru sömu lið, betri bolti og einstaklings keppni. Annan daginn í röð vann Roy 34 punktar, Vítamínir 33 pkt og Hipp með 32, aðrir minna. Í betri boltanum unnu Hipp og Roy með 2 punktum. Lífið er ferlega erfitt hérna úti, sól og 28 stiga hita. Að sjálfsöðu er 33 manna hópur frá Heimsferðum kominn í helstu leikina með okkur.

Ha !! Sko !! dansa !!neiiii  Ha - sko !! Túkalinn hefur aldrei dansað jafn mikið seinustu 10 ár :-)  er búinn að vera einn að leika í 5 daga. Einna helst að segja frá að Siggi og Knútur eru að skipuleggja næstu Suddu/Haren ferð með Stínu. Los Lagos !! Lífið er........yndisl............

Jæja 36 kvikindi lögð í dag.  Verðum að játa að við erum ekki að nýta okkur "all included#" í drykkjunum, or not.

Black and white þema á barnum í kvöld.  Mættum allir í bleiku.  Eina sem var þurrt eftir sundlaugaferðir.  Early ris á morgun í nýjan völl. 7.45, já sæll, hættum sennilega fyrir klukkan fimm út af því.

Refsingar á eftir, rassar, boltinn glerharður...........cant wait.

Love you all

ps. er konan þín með bílpróf, nei bíllinn var svona þegar ég keypti hann

 

Elskum ykkur öll, líka Digger og Ásinn, Axel, Haffa, Tomma og alla hina mánudagsgúrkurnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Dagur 4

Jæja steikur

Dagur 4 , gleymdist að skrifa í gær, Halli gat ekki vistað eftir langa vist, þeas félagsvist.  Skelltum okkur í golf í dag.  Brakandi blíða 25 kvikind og smá sólargeisli,  Reynir henti í vörn 89 enn brann samt á bakinu, þó að hann hafi verið í bol.  Teknar voru 36 holur þennan daginn , allt golfholur.  Reynir og Malli voru saman í liði og unnu þeir Sigga og Halla (þeir sem eru ekki bunir að átta sig á því þá erum við 4 í golfferð).  Reynir var hógvær og var ekkert að láta aðra vita að hann hafi unnið.  Hann var auðmýktin uppmáluð og var alls ekki að nudda okkur upp úr tapinu.  Annars mættum við og seint í matinn eins og vanalega, en fengum þó allavegna nokkrar gúrkur og síðasta tómatinn.  Ég held að íslendingahópurinn sé farinn að kannast við okkur.  Annars var ekki djúsað lengi í gær, duttum í koju um 6.30.  Morgunmatur 7.30. 

 

Fyrir ykkur sem voru að fylgjast með nuddinu hjá Mucles Boy þá var það afboðað þar sem hann treysti sér ekki í það.  Hann fékk endurgreitt, auk þess að hann fékk frí sólarvörn, númer 89.

Annar voru komin úrslit með stöðunni eftir dag 4 en fljótlega annað kvöld (samt sama kvöld) kemur staðan og ferðasagan eftir dag 5.

 

Over and out

Later

 

ps. þeir sem hafa ekki heyrt í kaffibrúsakörlunum eiga margt eftir

 

PPS. Hefur konan þín bílpróf, Nei bíllinn var svona þegar ég fékk hannn


Staðan eftir fjóra daga

Jæja þá er komin staða eftir fyrsta alvöru hringinn okkar en það voru kláraðar 36 holur í dag. Aukastigin fyrir sundlaugaleikinn eru ekki ennþá komnin inn en Goggi og Vítamínið eru rólegir ennþá enda komnir á fimmtugsaldurinn og aðeins farið að hægja á þeim.stadan eftir 4.daga


Dagur 3, rigning og aftur rigning

Það er ekki hægt að segja að veðrið leiki við okkur hér á Spáni en það var 4 manna texas í dag þar sem 32 manna hópur Heimsferða tók þátt. Sigurður var æstur í að taka þátt og við félagarnir ákváðum að láta  það eftir honum í þetta sinn. Allir í sitt hvoru hollinu þennan daginn og voru flestir okkar að draga vagninn fyrir sín liið.

Það fór nú svo að eftir endalausa rigningu þá heltist fólk úr lestinni og að endingu var mótið flautað af eftir níu holur. Það gengur mjög vel að prufa allar tegundir sem barinn hefur upp á að bjóða og við vorum búnir að ná 10 mismunandi tegundir áður en við duttum í kokteilana á barnum. Siggi og Reynir búnir að vera rólegir í sundleiknum en Halli og Malli búnir að stand sína pligt vel.

 

Eftir golfið var farið í bæjarferð.  Skottast var til Gíbraltar.  Allir að taka passana með þar sem þetta er sjálftætt ríki undir breskum sængum.  Þarna búa um 30.000 manns.  Tekin var túr með leiðsögumanni upp á Gíbraltarklettinn.  Menn mismunandi lofthrædddir en allir skottuðust af stað.  Kletturinn er 420 metrar hár og var keyrt upp í 384 metra hæð.  Þarna er mikil saga.  Inn í klettinum er stór hellir sem var skoðaður.  Kletturinn er þekktur fyrir apana sem þar búa.  Virkilega vingjarnlegir og ferskir.  Þeir komum meira að segja inn í bíl og tóku smá rúnt með okkur.

 

Það er einnig gaman að segja frá því að á Gíbraltar eru umferðar ljós fyrir umferð bíla yfir flugbrautina.  Hópurinn var akkúrat staddur upp á klettinum þegar hann sá Take off hjá British Airways og öll umferð stopp í borginni á meðan.

Kvöldinu var svo slúttað á veitingastaðnum Gauchos á Gíbraltar, þvert að ráðleggingar frá K fararstjóra.  Óþekkir strákar.

 

En tókum samt nokkra upp á hóteli áður en við fórum að sofa.  Einhverjir kíktu á Froðudiskó.

 

Kveðja

SnudduHaren 2015


Daytona, nei Day two

Sælar nær og fjær

Nú er dagur tvö að renna sitt skeið.  Við strákanrir sitjum á barnum eftir 18 rétta máltíð, sem var sú besta sem við höfum fengið í svona golfferðum. 

Annars byrjaði dagurinn með grenjandi rigningu og ekki golffært.  Við notuðum því tímann og ég og Halli skiptum um herbergi og færðu okkur til Roy og Manna (já og reyndar Nonna líka).  Það er hurð á milli herbergjana og því talsvert líf á heimilinu núna.  ´Við reyndum að fara í golf í dag eftir að það stytti upp en völlurinn var lokaður vegna bleyta og því fengum við ekki að fara í golf.  Keppnismaðurinn Túkall henti því í eina keppni á púttflötinni. Liðin voru, Vítamínið og túkallinn á móti Roy og Manna.  Á sama tíma voru vígðir nýjir búningar sem ungfrú Þýskaland keypti fyrir afgangs evrur sem hann átti eftir frá því að vann elleftu deildina í handbolta í Þýskalandi en þeir unnu úrslitaleikinn 5-4 á móti "Wunderbar".  Hilmar með rautt spjald í þeim leik þegar hann heimtaði að fá forgjöf fyrir leikinn.  Til að trompa allt bað svo Herra Roy um forgjöf í dag í púttkeppni, já þið heyrðuð rétt, forgjöf í púttkeppni.  Annnars var þetta jafnt og spennandi en á endanum unnu Vítamín og Túkall í bráðabana á 19 holu (ekki barnum samt).  Seinni partinn henti hópurinn sér svo í gufuna og pottinn.  Þar var bannað að vera í skýlum og því var hópurinn á Evu klæðunum og nokkuð stressaðir.  Halli byrjaði að kíkja inn í gufuna til að tékka hvort við værum ekki örugglega einir  en þá kom í ljós ung kona um nírætt, brjóst niður fyrir nafla , mis síða samt og Halli hrökklaðist frá hurðinni.  Við bitum í okkur kjark aftur og skottuðumst inn.  Eftir smá samtal við frúnna kom í ljós að þetta var ungfrú Gíbraltar 1867.  Flaggstöngin lyftist mis mikið.  EFtir vel heppnaða gufuferð, pantaði Roy sér nudd á miðvikudaginn hjá HERRA MUCLES BOY, hann er víst roslega fær í þessu. 

Þessu til viðbótar henti formaður leikjanefndar í nokkra leiki í dag ,HA, sko, vinstri og fleira.  Þannig að Halli er búinn að dansa svolítið í dag og orðinn þreyttur.  Sitjum núna á barnum með kaffi og konna.  Rástími 8.15 í fyrramálið hjá Glanna þannig ég þarf að hætta þessu og fara heim að svæfa hann.

 

Látum heyra í okkur aftur á morgun.

 

Knús og kremja á alla okkar vini á skerinu, mömmukoss á hina.

 

Kveðja

Alcaidesa 2015


Ferðaskýrsla, dagur 1, af stað

Dottið af stað úr Lækjasmáranum um fjögur á leiðinni út í flugstöð mikill spenningur, átta daga golfferð framundan með frábærum félögum. Fengum þau gleðitíðindi fljótlega að það væri seinkun á vélinni en við keyrðum þetta að sjálfsögðu í gang. Vorum á barnum að spila trekant til að byrja með en eftir frekari seinkanir. Fengum með okkur í lið barþjóninni í kana og áfram var keyrt. Eftir 7 tíma seinkun var haldið flogið af stað og ýmsir leikir spilaðir á leiðinni. Siggi var sérstaklega ánægður með Lestarspilið en var fljótlega skip útaf þegar hann skelli sér á klóið. Sungið eins  og vilteysingar á leiðinni í rútunni, ABBA var málið og allir tóku undir við fjöldasöng Sigurðar. Loksins fengumm við að knúsa Malla og það var skrúfusleikur á alla. 5 stig í boði fyrir sundlaugina á fyrsta degi en mennn orðnir gamlir þannig að ekkert varð úr sundsprettii í þetta sinn. Enginn  man hvað klukkan var þegar menn fóru í koju en allir spenntir fyrir fyrsta golfdegi.

Knús og kossar til allra 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A
  • 2025-8-B
  • 2025-8-a
  • 2025-7-B
  • 2025-7-A
  • 2025-6-b
  • 2025-6-a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband