Las Colinas 2021 - leikmannakynning - ungir

Þá er komið að næsta snillingi hjá ungum.  Þetta er einn af mótstjóranum af Fram mótaröðinni.  Þessi maður er sennilega með einhverja bestu mætingu í golfferðirnar hjá okkur og lætur sig aldrei vanta.  Túkallinn er mikill gleðipinni og heldur ávallt uppi stuðinu.  Það er búið að gera margar leikmannakynningar um Halla og gríp ég hérna niður í eina þeirra.

„Þetta er aðal driffjöðurinn í golfhópnum, heldur utan um mótin, mótafyrirkomulagið, skipulagið og öllu því sem tilheyrir.  Halli er líka eigandi af síðunni, sem við skrifum inná, en upphaflega ætlaði hann að nota hana til að skrá andlega íhugun sína en eini vinirnir sem skráðu sig á síðuna hjá honum voru Guðjón L. Og Vítamínið.  Nú er síðan orðin aðalvettvangurinn til að halda utan um golfferðir, golfskipulag og allt sem tengist golfinu hjá Snuddu Haren.    Haraldur er enn einn Framarinn í hópnum, og enn ein handboltastjarnan í hópnum.  Hann er mikill spilamaður, margfaldur Íslandsmeistari í lokuðum bridge með fjórum laufum, 8 faldur bikarmeistari í félagsvist án atrennu og nú síðast Íslandsmeistari Tottenham klúbbsins í Olsen Olsen.   Hann þykir mjög lunkinn með allt sem hann setur í hendurnar á sér, sama hvort það sé kylfa, spil, spaðar eða kjuði.  Hann hefur séð um tónlistina í þessum ferðum við góðan orðstír framan af kvöldi , en það er þó ekki jafn fjölmennt á dansgólfinu undir morgun, þegar hann byrjar á Sigurrós………  Ef einhver sér Halla vera að leika MR. BEAN á kvöldin, þá er hann ekki að því, hann verður svona haltur og ráfar um eftir nokkra drykki.   Vinsamlegast styðjið við hann ef þið verðið vitni af þessu“

Ungir binda miklar vonir við þenna „gamla“ leikmann í unga hópnum.  Hann er fyrirliðinn okkar og mun leiða okkur til nýrra hæða í golfinu.  Hann þráir ekkert meira en að vinna gamla liðið.

Náði tali af kauða þegar hann var að æfa shjank í Básum.

 

  1. Haraldur Þór Gunnlaugsson
  2. Halli, Túkallinn,
  3. Hæð 178 í passanum
  4. Mjög gaman að komast loksins aftur í hópinn ungir, þar sem maður er allt of oft með þeim eldri þar sem maður mætir.
  5. Golf, bridge, baddi og only fans
  6. Lýstu sjálfum þér í nokkrum orðum, Rólegur, hóvær og bestur í golfi
  7. Skemmtileg saga úr þínu lífi. Að fá að kynnast Sigga mínum.
  8. Sturta eða bað, allan daginn sturta
  9. Uppáhaldsfélagslið í ensku, Spurs
  10. Uppáhaldsfélagslið á Íslandi, Fram
  11. Forgjöf, 15
  12. Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft, 12,6 að mig minnir
  13. Besta skor á hring, 75 slög í Bakkakoti par 70.
  14. Flestir punktar á hring, 47
  15. Vandræðalegasta golfmómentið. Að mörgu að taka en næstum búinn að drepa konu í sumar þegar boltinn flaug yfir grínið á 3.holu í haushæð. Hún gaf mér illt auga. Náði líka að skjóta í framrúðu á bíl í golfferð
  16. Uppáhaldsgolfvöllur, Las Colinas :)
  17. Tegund járnasett, Calloway Apex
  18. Tegund driverx, Ping G400 með Stiff skafti
  19. Tegund pútter, Taylormade Spider rauður
  20. Uppáhaldskylfan í pokanum, 60 gráðurnar þegar hann hlýðir.
  21. Hefur þú farið holu í höggi, eins og hann Siggi minn 2svar en aldrei á heimavellinum
  22. Hver er hæfileg refsing fyrir tapliðið á hverju degi í Las Colinas, drykkur á 19.holu að eigin vali.
  23. Hrýtur þú, kannast ekki við það.
  24. Hefur þú verið slæmur í baki. Aldrei
  25. Ef já, veistu ástæðuna fyrir því
  26. Passar síðasti golfbolur sem þú fékkst í golfferð erlendis. Já það var nokkuð vel valin stærðin hjá honum Skotta mínum.
  27. Hvað á að kjósa á laugardaginn, Hægri vinstri snú.
  28. Ertu bólusettur, Kallinn fékk Rollsinn
  29. Ertu með innkaupalista frá konunni, Má það?
  30. Væntingar fyrir Las Colinas 2021. Að spila á forgjöf og aðeins betur. Og að sjálfsögðu aðal málið að vinna gömlu brýnin.
  31. Hver verður sigurvegari á Las Colinas. Málarinn
  32. Hver mun koma mest á óvart. JB með nýja járnasettið.
  33. Annað sem þú vilt kom á framfæri: Hvað er hægt að ímynda sér betra í lífinu en að vera með öllum þessum snillingum í golfferð á einum besta velli Spánar??

Las Colinas 2021 - leikmannakynning - gamlir

Þá kynnum við til leiks snilling úr gamla liðinu.  Þessi leikmaður hefur ekki komið með okkur áður í golfferð þannig að það verður spennandi að sjá hvernig hann kemur út.  Hann kemur klárlega til að styrkja liðið hjá gömlum enda frábæri golfari og maður sem er gott að hafa með sér í Texas eða betri bolta.  Hann er alinn upp í villingahverfinu en sá þó ljósið eins og margir og kom í Fram þar sem hann stundaði knattspyrnu.  Eftir að hann hætti í knattspyrnunni fór hann að leggja stund við kylfuköst og á hann núverandi hæðarmet sem er 14 metrar beint upp í loft.  Einnig á hann ca 12 kylfur sem eru í 90° gráður út af sotlu.  Ég sendi honum þessa grein sem hér er skrifuð með dúfu þar sem ég er ekki viss um hvort hann sé með tölvu.  Þetta er leikmaður sem ungir þurfa að varast.

Ég hitti þennan geðþekka málara í smá spjall þar sem hann var að mála vitlaust hús í vesturbænum og að klára 12 kaffibollann fyrir hádegi.

 

  1. Fullt nafn Eggert Sverrisson
  2. Gælunafn The little big man
  3. Hæð 166 m
  4. Ungir eða gamlir - gamall
  5. Áhugamál Golf
  6. Lýstu sjálfum þér í nokkrum orðum Stórkostlegur í alla staði
  7. Skemmtileg saga úr þínu lífi Það var þegar Siggi Hall lýkti mér við Maradonna þegar ég var að spila við indíána í Washington 
  8. Sturta eða bað - Sturta
  9. Uppáhaldsfélagslið í ensku Liverpúl
  10. Uppáhaldsfélagslið á Íslandi Fram
  11. Forgjöf 12,8
  12. Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft 11,6
  13. Besta skor á hring 80
  14. Flestir punktar á hring 45
  15. Vandræðalegasta golfmómentið Þegar ég skaut í gamla manninn og hélt að hann væri dauður
  16. Uppáhaldsgolfvöllur  Nesið
  17. Tegund járnasett Ping
  18. Tegund driver Ping
  19. Tegund pútter Ping
  20. Uppáhaldskylfan í pokanum 60°
  21. Hefur þú farið holu í höggi Já
  22. Hver er hæfileg refsing fyrir tapliðið á hverju degi í Las Colinas Einn bjór og einn G og T
  23. Hrýtur þú Já
  24. Hefur þú verið slæmur í baki Já
  25. Ef já, veistu ástæðuna fyrir því Já
  26. Passar síðasti golfbolur sem þú fékkst í golfferð erlendis Já
  27. Hvað á að kjósa á laugardaginn Trúnaðarmál
  28. Ertu bólusettur Já
  29. Ertu með innkaupalista frá konunni Hvernig ég fjandanum á ég að geta það
  30. Væntingar fyrir Las Colinas 2021 Að vinna unga
  31. Hver verður sigurvegari á Las Colinas Ég
  32. Hver mun koma mest á óvart Jónas Björnsson
  33. Annað sem þú vilt kom á framfæri: Nei

Las Colinas 2021 - leikmannakynning

Þá er þetta loksins að bresta á að hægt sé að fara í golfferð eftir þetta C19 bíó.  Las Colinas varð fyrir valinu að þessu sinni og búið að henda saman í undurfagran og með eindæmum skemmtilegan hóp.  Hópnum er búið að skipta upp í ungir gamlir og mun keppnin taka mið af því.  Við ætlum fram að ferð að kynna leikmenn til leiks og hefjum leikinn á einum ungum.

 

SKOTTI

Þessi leikmaður er eini erlendi leikmaðurinn og orðinn illskiljanlegur á íslensku.  Hann er alinn upp í Víkingshverfinu og einn af mörgum sem spretta nú fram sem grjótharðir Víkingar.  Hann þroskaðist þó á lífsleiðinni og fór í Fram.  Hann var lunkinn leikmaður þrátt fyrir að vera sá eini sem hefur fallið um Alþýðublaðið í uppstökki.  Hann hefur dvalið stórum hluta ævi sinnar í Þýskalandi þar sem hann rekur klippistofu með frænda sínum PUFF.  Þar græða þeir á tá og fingri þó ekki að klippa fólk heldur fylla það með allskonar ódrekkandi snöfsum.  Vara við að kíkja þarna inn, þú endar á að koma blindfullur út og sköllóttur.  Það eru miklar vonir bundnar við þennan mikla golfmeistara enda hóf hann ferilinn ungur þrátt fyrir að kylfurnar voru frá því fyrir stríð.  Hann er nú kominn með alvöru sett og honum því ekkert að vanbúnaði. 

Ég náði honum í smá spjall á milli þess sem hann var að klippa sköllótta fólkið.

 

 

  1. Fullt nafn: Hilmar Magnús Bjarnason
  2. Gælunafn: Ísí, Malli, Skotti, Seve, der Hüne,
  3. Hæð: 1,87
  4. Ungir eða gamlir: er þette grín spurning ? Auðvitað ungir
  5. Áhugamál: Ke....og bj... segi bara sport almennt
  6. Lýstu sjálfum þér í nokkrum orðum: vinur vina minna
  7. Skemmtileg saga úr þínu lífi: er enn að skrifa hana
  8. Sturta eða bað: fer eftir aðstæðum
  9. Uppáhaldsfélagslið í ensku: Mikki og félagar í Arsenal – go Gunners go
  10. Uppáhaldsfélagslið á Íslandi: VíkFra
  11. Forgjöf: alltof lág
  12. Lægsta forgjöf sem þú  hefur haft: 11,9
  13. Besta skor á hring: 79
  14. Flestir punktar á hring: 44
  15. Vandræðalegasta golfmómentið: þegar húsflugan flaug inn í golfbílinn okkar Reynis og Reynir henti sér út úr bílnum af hræðslu
  16. Uppáhaldsgolfvöllur: Jakobsberg
  17. Tegund járnasett: Titleist
  18. Tegund driver: Titleist
  19. Tegund pútter: pútter
  20. Uppáhaldskylfan í pokanum: allavega ekki járn 3
  21. Hefur þú farið holu í höggi: já, hver hefur það ekki
  22. Hver er hæfileg refsing fyrir tapliðið á hverju degi í Las Colinas: bolti í rass og umgangur drykkja í Klúbbhúsinu
  23. Hrýtur þú: læt Sigurð um það
  24. Hefur þú verið slæmur í baki: geri allt rétt og oft
  25. Ef já, veistu ástæðuna fyrir því: já – Reynir getur líka útskírt það nánar
  26. Passar síðasti golfbolur sem þú fékkst í golfferð erlendis: já
  27. Hvað á að kjósa á laugardaginn: má hvergi kjósa
  28. Ertu bólusettur: já
  29. Ertu með innkaupalista frá konunni: nei
  30. Væntingar fyrir Las Colinas 2021: góður hópur = frábær ferð
  31. Hver verður sigurvegari á Las Colinas: Roy – er með alltof há forgjöf og á seinustu vikum búinn med alla PGA kennara á Skerinu
  32. Hver mun koma mest á óvart: gamlir – halda sennilega vel í unga
  33. Annað sem þú vilt kom á framfæri: YOLO

FRAM-mótaröðin, Grafarholt og Korpa -Lokamót og lokastaða-

FRAM-mótaröðinni var slúttað með glæsilegum hætti laugardaginn 11. sept. Lokamótið þetta árið fór fram á völlum GR í Grafarholti og Korpu. Það var okkar góði félagi Reynir Stefánsson, sem sést alltof sjaldan á mánudögum, sem átti heiðurinn af staðarvalinu að þessu sinni. Reyni eru færðar bestu þakkir fyrir þetta höfðinglega boð sem er ekki alveg sjálfgefið að fá á þessu árstíma þegar barist er um alla rástíma.

Fyrir lokamótið var H.Bragason í kjörstöðu, með 46 stiga forystu á næsta mann, Jóa Fel,  sem hafði átt góðu gengi að fagna seinnihluta sumars og hafði lagað stöðu sína allverulega á listanum.

Leiknar voru 36 holur þennan dag með sitthvoru fyrirkomulaginu.

Um morguninn var leikin hefðbundin punktaleikur í Grafarholti, bæði sem einstaklingskeppni auk liðakeppni. 

Þarna voru samanlagt 180 stig í boði.

Eftir að leik lauk í Grafarholti og allir höfðu skilað inn skorkorti þá var efnt til e.k. happadrættis þar sem 8 efstu menn fengu að draga með sér einhvern af 8 neðstu og myndaði það skor tveggja manna liðs.  

Það fór þannig að Hergeir sigraði einstaklingskeppnina og hlaut 100 stig að launum. Jón Ari gerði góða ferð í happadrættinu og dró Halla út sem gerði það að verkum að þeir félagarnir unnu liðakeppnina og fengu sín 80 stigin hvor. Það var einmitt téður Halli og svo Eggert sem náðu í flestu stigin samanlagt í Grafarholti, alls 168 stig, Hergeir skammt undan með 164 stig og Tommi þriðji með 160 stig.

Eftir þetta var mótið endureiknað og ný staða tekin áður en haldið var á Korpu. Liðin í TEXAS voru fundin út eftir nýju stöðunni.

Þegar þarna er komið við sögu hefur Jói sótt 28 stig á forystusauðinn og ekki nema 18 stig sem skilja þá að. Framundan var 18 holu TEXAS bardagi þar sem 100 stig voru í boði fyrir sigurvegara.

Liðin í TEXAS voru; 

Tóti-Binni / Halli-Raggi

Hergeir-Ingvar / Jón Ari-Reynir

Tommi-Tryggvi / Eggert-Hanna

Jói-Haffi / Haukur-Viktor

Tíðindamaður hefur fylgst með mótaröðinni í 17 ár og hefur en oftar en ekki séð að þegar allt er að fara til fjandans hjá forystusauðunum að þá kemur TEXAS-félaginn til hjálpar og bjargar síðustu höggunum eða setur síðasta púttið í sem síðan skiptir öllu máli. Þ.a. var það í lokahollinu þetta árið, Haffi raðaði púttunum í holu eins og drekka vatn. Það var eins holurnar væru 1 mtr í þvermál þegar hann púttaði. Viktor setti pútt í á 17. holu fyrir pari sem H.Bragason var búinn að klikka á. Það var dýrmætt þegar upp var staðið svo ekki sé meira sagt.

TEXAS-inn fór að lokum þ.a. að Jói og Haffi sigruðu og hlutu 100 stigin. Tommi og Tryggvi í öðru sæti, Halli og Raggi í þriðja.

Jói hafði sótt 16 stig til viðbótar á H.Bragason en það dugði því miður ekki til fyrir Jóa því enn skildu 2 stig. Nær komast menn ekki og H. Bragason fagnaði sætum sigri á mótaröðinni 2021.

Það mátti sjá tár á hvarmi á pallinum við Korpúlfsstaði þegar fráfarandi meistari TT, færði H.Bragason í hlýjan köflóttan jakkann og færði honum stórlaskaðan farandbikarinn fyrir sigurinn. Stundirnar gerast vart stærri í golfheiminum ! 

Tíðindamaður þakkar öllum keppendum fyrir sumarið og vonast til að sjá sem flesta mætta á teig, fyrsta mánudag í maí 2022.

  

Úrslit í lokamóti:

        Staðan eftir Grafarholt Korpa -TEXSAS-  
SætiNafnStig fyrir lokamót Grafarholt -Einstaklingskeppni-Grafarholt -Liðakeppni-Stig í Grafarholti SætiNafnStig Stig Samtals stig
1Haukur672 6852120 1Haukur792 84 876
2Jói626 8068148 2Jói774 100 874
3Tommi600 8476160 3Tommi760 96 856
4Tóti586 4460104 4Eggert752 88 840
5Eggert584 9672168 5Hergeir734 72 806
6Hergeir570 10064164 6-7Tóti690 76 766
7Viktor556 405696 6-7Jón Ari690 80 770
8Jón Ari538 7280152 8Halli680 92 772
9Tryggvi516 5252104 9Viktor652 84 736
10Halli512 8880168 10Haffi648 100 748
11Haffi496 9260152 11Tryggvi620 96 716
12Hanna406 6076136 12Hanna542 88 630
13Ingvar302 5672128 13Ingvar430 72 502
14Reynir134 4864112 14Reynir246 80 326
15Binni56 6468132 15Binni188 76 264
16Raggi0 7656132 16Raggi132 92 224

 

LOKASTAÐA FRAM-mótaraðarinnar 2021:

Lokastaða FRAM-mótaraðarinnar 2021
SætiNafnStig
1Haukur876
2Jói874
3Tommi856
4Eggert840
5Hergeir806
6Halli772
7Jón Ari770
8Tóti766
9Haffi748
10Viktor736
11Tryggvi716
12Hanna630
13Gauti622
14Sig.Egill536
15Ingvar502
16Reynir326
17Binni264
18Raggi224
19Beggi194
20Írunn134
21Valli48
22Ólafur30

 

Snillingarnir á lokamóti FRAM-mótaraðarinnar 2021:

 

golf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

       RO L E X         
  W E  P 
    HAUK    
       
      A      
  HLÍÐAVÖLLUR 
  M Æ  
         

 


20. mót. -Brautarholt 6. ágúst, RISAmót-

Síðasta mánudagmót sumarsins fór fram í Brautarholti á Kjalarnesi. Að sjálfsögðu var slegið í RISAmót af því tilefni. Að þessu sinni voru leiknar 12 holur vallarins. Veðrið var allgott framanaf en síðan brast skyndilega á með roki og rigningu þegar menn voru að leika síðustu 3 holurnar.

Skor manna var svona og svona en það þurfti mikla bráðabana til að skera úr um sæti yfir dósabjór í skálanum eftir mót. 

20 mót hafa verið leikin í sumar og er það líklega metfjöldi. Byrjuðum snemma og hættum seint. Framundan er lokamótið og þar verður aldeilis slegið í klárinn þegar Grafarholtið og Korpan verða leikin í beit.  Hundruðir stiga verða í boði sem leggjast beint við það sem menn hafa safnað sér í sumar þ.a. enginn skyldi halda að mótið sé búiðcool.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Haukur24 
2Haffi216 p. á síðustu 3
3Jói213 p. á síðustu 3
4Eggert205 p. á síðustu 3
5Tommi204 p. á síðustu 3
6Sig.Egill18 
7Viktor17 
8Hergeir157 p. á síðustu 3
9Írunn154 p. á síðustu 3
10Tóti152 p. á síðustu 3

 

STAÐAN:

SætiNafn3.mai10.mai17.mai24.mai31.mai7.jún14.jún21.jún28.jún5.júl12.júl19.júl26.júl2.águ6.águ9.águ16.agu23.águ30.águ6.sepSamtals11 bestu
1Haukur5444 44805438803834504458 526038505480952672
2Jói3634485066  64442648406436624450604866886626
3Gauti60545048585054624248 46 547254543642 884622
4Tommi4028544656443672304454  44 4860386062816600
5Tóti506060 6046346050504448  504044403852826586
6Eggert46504626524044 32464060 38803448464664838584
7Hergeir32423636543830 60544642723454 4248 56776570
8Viktor3832445450364058 32423866 6432 42 58726556
9Jón Ari4848382864 60 4840   48 50 4450 566538
10Sig.Egill30464240 4850 46   5440584646 3660642536
11Tryggvi4436343272    2860508046   34  516516
12Halli4240 42486042 5438  6242 42    512512
13Haffi 38 30 3432 3436 546060   324472526496
14Hanna   3862 46664042  52 60     406406
15Ingvar34  3446 28  30 36    4054  302302
16Beggi   60 42  26     66     194194
17Viðar            50505636    192192
18-19Reynir        3660     38    134134
18-19Írunn  40               4054134134
20Binni            56       5656
21Valli      48             4848
22Ólafur 30                  3030

19. mót. -Bakkakot 30. ágúst-

Það voru fínar aðstæður í 19. móti sumarsins sem leikið var á flottum Bakkakotsvelli þetta mánudagskvöldið. Veðrið var frábært, stafalogn og skýjað. Völlurinn var blautur og karginn þykkur.  Flatirnar í sínu besta standi.

Bakkakot er skemmtilegur völlur. Stuttur en þá er sagan bara hálfsögð þar sem flatir er flestar litlar í fermetrum talið og þarf talsverða nákvæmni í innáhöggum ef skora á vel. Forgjöf manna spilar svo stóra rullu þar sem ekki fæst neitt gefið þar. Út úr þessu fæst oft gott höggleiksskor en punktar fáir miðað við höggafjöldann.

Það var lögfræðingurinn í hópnum sem tók stóru stigin þetta kvöldið.  Tommi lék afbragðsgolf og kom inná 75 höggum og 35 punktum.  Vel að verki staðið Tommi og til lukku með annann sigur sumarsins á mótaröðinni.  Tommi hefur verið að sækja í sig veðrið að undnaförnu og sigrað á tveimur af síðustu þremur mótum.

H.Bragason bætti stöðu sína á toppnum og í ótímabærri sigurvímu hefur sést til hans við að máta blazer-jakka í betri herrafataverslunum landsins.

Annars er staðan ansi þétt og ljóst að margir munum verða um hitunina í lokamótinu þar sem fjöldi stiga verður í boði.  Þangað til er þó eitt mánudagsmót eftir.  Heyrst hefur að það verði risamót. Nánar um það síðar.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Tommi35 
2Haukur33 
3Jón Ari32 
4Jói317 p.á síðustu 3
5Eggert316 p. á síðustu 3
6Haffi29 
7Gauti2713 p. á seinni 9
8Írunn2711 p. á seinni 9
9Tóti26 
10Siggi25 

 

STAÐAN:

SætiNafn3.mai10.mai17.mai24.mai31.mai7.jún14.jún21.jún28.jún5.júl12.júl19.júl26.júl2.águ6.águ9.águ16.agu23.águ30.águSamtals11 bestu
1Haukur5444 44805438803834504458 5260385054872636
2Gauti60545048585054624248 46 547254543642884622
3Jói3634485066  644426484064366244506048820604
4Tommi4028544656443672304454  44 48603860754582
5Tóti506060 6046346050504448  5040444038774578
6Eggert46504626524044 32464060 388034484646774564
7Hergeir32423636543830 60544642723454 4248 720552
8Jón Ari4848382864 60 4840   48 50 4450566538
9Viktor3832445450364058 32423866 6432 42 668536
10-11Sig.Egill30464240 4850 46   5440584646 36582516
10-11Tryggvi4436343272    2860508046   34 516516
12Halli4240 42486042 5438  6242 42   512512
13Haffi 38 30 3432 3436 546060   3244454454
14Hanna   3862 46664042  52 60    406406
15Ingvar34  3446 28  30 36    4054 302302
16Beggi   60 42  26     66    194194
17Viðar            50505636   192192
18Reynir        3660     38   134134
19Írunn  40               408080
20Binni            56      5656
21Valli      48            4848
22Ólafur 30                 3030

18. mót. -Mosó 23. ágúst-

Það voru 12 fallegir og fjörugir mættir í 18.mót sumarsins sem leikið var að vanda á Hlíðavelli í Mosó. Hann var dálítið hvass þetta mánudagskvöldið en hlýtt í lofti sem gerði þetta alltsaman bærilegt. 

Að þessu sinni var punkta-skor í samræmi við það sem áður sést í gegnum árin á þessari mótaröð. Óvenjulág punktasöfnun kom í hús af loknum leik svona í samanburði við það menn hafa verið að upplifa í sumar. Mesta spennan hljóp í botnbaráttuna þar sem þrjár síðustu holurnar skáru úr um júmbósætið.

Það var að lokum Jói sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins og tók sinn fyrsta sigur þetta sumarið. Jói hefur farið mikinn síðustu mánudaga og hefur heldur betur tekið til í stigasöfnun sinni og þar af leiðandi plasserað sér kyrfilega í 3.sætið í töflunni.

Fyrir mót hefði Tíðindamaður ekki sett nema svona 34% líkur á að Ingvar hefði getað náð öðru sæti. Ingvar blés á þann hlutfalla-reikning og var 97,7% viss um það og hlaut svo það sæti að lokum.

Doktorinn var á sínum fyrsta OFF-degi þetta sumarið og það kostaði hann efsta sætið í stigatöflunni. Hyggur hann á hefndir að 7 dögum liðnum.

Prúðasti leikmaður mótaraðarinnar náði svo loks að láta fleygjárnið finna fyrir því þegar hann mætti á 19ándu holu með hálft járnið með sér. Menn verða greinilega ekki sviknir af stálinu í PING, alveg ótrúlegt að þetta hafi ekki gerst fyrrinnocent.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Jói34 
2Ingvar31 
3Haukur30 
4Hergeir29 
5Eggert2817 p. á seinni 9
6Jón Ari2814 p. á seinni 9
7Viktor27 
8Tóti2614 p. á seinni 9
9Tommi2613 p. á seinni 9
10Gauti2414 p. á seinni 9
11Tryggvi246 p. á síðustu 3
12Haffi245 p. á síðustu 3

 

STAÐAN:

SætiNafn3.mai10.mai17.mai24.mai31.mai7.jún14.jún21.jún28.jún5.júl12.júl19.júl26.júl2.águ6.águ9.águ16.agu23.águSamtals11 bestu
1Haukur5444 44805438803834504458 52603850818626
2Gauti60545048585054624248 46 5472545436842622
3Jói3634485066  6444264840643662445060772600
4Tóti506060 6046346050504448  50404440736578
5Tommi4028544656443672304454  44 486038694562
6Eggert46504626524044 32464060 3880344846728558
7Hergeir32423636543830 60544642723454 4248720552
8Viktor3832445450364058 32423866 6432 42668536
9-11Sig.Egill30464240 4850 46   5440584646 546516
9-11Tryggvi4436343272    2860508046   34516516
9-11Jón Ari4848382864 60 4840   48 50 44516516
12Halli4240 42486042 5438  6242 42  512512
13Haffi 38 30 3432 3436 546060   32410410
14Hanna   3862 46664042  52 60   406406
15Ingvar34  3446 28  30 36    4054302302
16Beggi   60 42  26     66   194194
17Viðar            50505636  192192
18Reynir        3660     38  134134
19Binni            56     5656
20Valli      48           4848
21Írunn  40               4040
22Ólafur 30                3030

17. mót. -Mosó 16. ágúst-

Það var fámennt í 17. móti sumarsins en góðmennt samkvæmt venju. Veðrið stillt og fínt. Örlítil rigningarskúr gerði vart við sig en þurrt annars. 

Völlurinn er sínu besta standi fyrir utan að búið er að gata flatirnar sem hefur áhrif á rúllið í púttunum. Flatirnar verða frábærar eftir viku þegar allt er gróið.

Eins og venjulega var skor efstu manna frábært. Standardinn er orðinn ansi hár ef menn vilja ná inná topp 3.

Það var engin annar en meistarinn frá 2019 sem sigldi sigrinum heim þetta kvöldið. Tommi var þarna að krækja sér í sinn fyrsta sigur á mótaröðinni í sumar. Kappinn hefur verið á talsverðu skriði í síðustu mótum og halað inn dýrmæt stig og er til alls líklegur á lokakaflanum.

Það kemur ekki á óvart Mr. Steady G. Laxdal hefði náð öðru sætinu. Sá er aldeilis búinn að slá í gegn í sumar. Það er varla að kappinn hafi farið niður fyrir topp 3 á mánudögum. Stigasöfnun hans er svo góð að hann er að henda út skori sem aðrir gæfu höndina fyrir (Gauti gæti svo mögulega aðstoðað við að setja hana á aftur cool).

Staðan í mótinu er gríðarlega spennandi og taflan þéttist bara og þéttist. Nú fer að styttast í lokamótið en dagsetning hefur verið ákveðin, laugardagurinn 11.sept. Verið er að vinna að  undirbúningi mótsins og verður afar líklegt að telja að mótið verði haldið á höfuðborgarsvæðinu þetta árið.

Það þarf ekki að minna menn á það að í lokamótinu ræðst þetta allt saman. En það eru þó enn 3 mánudagsmót þangað til og góð tækifæri til laga stöðuna.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Tommi39 
2Gauti3814 p. síðustu 6
3Jói3811 p. síðustu 6
4Eggert35 
5Sig.Egill34 
6Tóti31 
7Hergeir30 
8Ingvar28 
9Haukur22 

 

STAÐAN:

SætiNafn3.mai10.mai17.mai24.mai31.mai7.jún14.jún21.jún28.jún5.júl12.júl19.júl26.júl2.águ6.águ9.águ16.aguSamtals11 bestu
1Gauti60545048585054624248 46 54725454806622
2Haukur5444 44805438803834504458 526038768620
3Jói3634485066  64442648406436624450712580
4Tóti506060 6046346050504448  504044696578
5Tommi4028544656443672304454  44 4860656562
6Eggert46504626524044 32464060 38803448682552
7Hergeir32423636543830 60544642723454 42672540
8Viktor3832445450364058 32423866 6432 626530
9Sig.Egill30464240 4850 46   5440584646546516
10Halli4240 42486042 5438  6242 42 512512
11Tryggvi4436343272    2860508046   482482
12Jón Ari4848382864 60 4840   48 50 472472
13Hanna   3862 46664042  52 60  406406
14Haffi 38 30 3432 3436 546060   378378
15Ingvar34  3446 28  30 36    40248248
16Beggi   60 42  26     66  194194
17Viðar            50505636 192192
18Reynir        3660     38 134134
19Binni            56    5656
20Valli      48          4848
21Írunn  40              4040
22Ólafur 30               3030

16. mót. -Mosó 9. ágúst-

Það er ekki slegið slöku við á FRAM-mótaröðinni. Strax á mánudegi eftir RISA-mót á föstudegi voru 13 mættir til að berjast um stiginn mikilvægu. 

Veðrið var fínt þ.a. leikmenn létu ekki segja sér tvisvar að leika gott golf við fínar aðstæður á Hlíðavelli. Flatirnar voru hraðar eins og oft er á þessum velli. Það tók á taugarnar hjá sumum, þegar þurfti að 3-,4- eða 5-pútta til að koma litla hvíta boltanum í holuna. En svona er karakaterinn í þessum velli, harðar og hraðar flatir.

Bráðabana þurfti til að skera úr um efsta sætið að þessu sinni. En báðir leikmenn skiluðu inn afbragðsskori og erfitt að tapa þegar menn koma inn með 40 pkt. Enn og aftur er mótið að vinnast á 40 pkt. sem er alveg ótrúlegt skor viku eftir viku.

Nú fer að styttast í annan endann á mánudagsmótaröðinni og vinna við lokamótið er komin á fullt. Mótastjórinn er þögull sem gröfin en vonandi verður tilkynnt fljótlega um staðsetningu ofl.

Áður en kemur af lokamótinu eru þó nokkur mánudagsmót og ekki seinna að vænna fyrir menn að hala inn nokkur stig til viðbótar til að vera í góðu færi á lokamótinu. Útlit er fyrir spennandi lokakafla.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Haukur4020 p. á seinni 9
2Gauti4018 p. á seinni 9
3Jón Ari37 
4Tommi33 
5Sig.Egill32 
6Jói3113 p. á síðustu 6
7Halli3111 p. á síðustu 6
8Tóti29 
9Reynir28 
10Viðar26 
11Eggert25 
12Viktor24 
13Daði13Gestur

 

STAÐAN:

 

SætiNafn3.mai10.mai17.mai24.mai31.mai7.jún14.jún21.jún28.jún5.júl12.júl19.júl26.júl2.águ6.águ9.águSamtals11 bestu
1Haukur5444 44805438803834504458 5260730620
2Gauti60545048585054624248 46 547254752616
3Tóti506060 6046346050504448  5040652578
4Jói3634485066  644426484064366244662566
5Eggert46504626524044 32464060 388034634542
6Tommi4028544656443672304454  44 48596538
7Hergeir32423636543830 60544642723454 630534
8Viktor3832445450364058 32423866 6432626530
9Halli4240 42486042 5438  6242 42512512
10Sig.Egill30464240 4850 46   54405846500500
11Tryggvi4436343272    2860508046  482482
12Jón Ari4848382864 60 4840   48 50472472
13Hanna   3862 46664042  52 60 406406
14Haffi 38 30 3432 3436 546060  378378
15Ingvar34  3446 28  30 36    208208
16Beggi   60 42  26     66 194194
17Viðar            50505636192192
18Reynir        3660     38134134
19Binni            56   5656
20Valli      48         4848
21Írunn  40             4040
22Ólafur 30              3030

15. mót. -Öndverðarnes, FRAM-Open 6. ágúst- -RISAmót-

FRAM open var vettvangur 15. móts FRAM-mótaraðarinnar. Að venju var leikið RISA-mót þegar Fram open er annarsvegar.  11 leikmenn mánudagsmótaraðarinnar létu sjá sig í Öndverðarnesi. Öndverðarnesið var í flottu standi og veðrið mjög gott og hlýtt. Góð hitaskúr kom svo í lok mótsins og sá til þess að allir komu blautir inn. Sumir voru þá búnir að bleyta talsvert í sér að innan, sem er bara gott. 

Alls voru 84 keppendur í mótinu og ekki er hægt að segja annað en að árangur mánudagsspilarana hafi verið frábær í heildinni.  Af 11 efstu leikmönnum mótsins voru 6 úr mánudagshópnum. Enginn lék þó betur en "the little big man", eins og Olli kallaði Eggert Sverrisson. Eggert gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið á 41 pkt. sem er ekkert annað en glæsilegt skor.  Gauti hlaut 3ja sætið á 38 pkt.  Sá sem nagar sig í handarbökin er Jói. JF skoraði 37 pkt. í mótinu á hámarksforgjöf mótsins sem var 24.  Á fullri forgjöf hefði hann nælt sér 42 pkt. en skv. áralangri venju er full forgjöf ekki í boði í þessu móti og telur því ekki í mánudagsmótaröðinni.  Fleiri verðlaun féllu mánudagsspilurunum í té; Hanna sigraði í höggleik kvenna og Hergeir var næstur holu þegar hann "skallaði" einn inn undir meterinn frá holu.

Tíðindamaður segir bara vel að verki staðið mánudagsspilarar. Þið voruð mánudagshópnum til mikils sóma.  

Eggert var glaður mjög að loknu móti og hellti heldur betur uppá borðfélaga sína og aðra sem vildu og endaði á því að kaupa sér 7 bjóra í nesti fyrir heimferðina sem að sjálfsögðu endaði í Ölver cool.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPkt.Bráðabanar
1Eggert41 
2Gauti38 
3Beggi37Seinni 9
4Viktor37 
5Jói37 
6Hanna36 
7Sig.Egill33Seinni 9
8Viðar3318.hola
9Hergeir33 
10Haukur32 
11Tóti23 

 

STAÐAN:

SætiNafn3.mai10.mai17.mai24.mai31.mai7.jún14.jún21.jún28.jún5.júl12.júl19.júl26.júl2.águ6.águSamtals11 bestu
1Gauti60545048585054624248 46 5472698610
2Haukur5444 44805438803834504458 52670598
3Tóti506060 6046346050504448  50612578
4Jói3634485066  6444264840643662618558
5Eggert46504626524044 32464060 3880600542
6Hergeir32423636543830 60544642723454630534
7Viktor3832445450364058 32423866 64594530
8Tommi4028544656443672304454  44 548520
9Tryggvi4436343272    2860508046 482482
10Halli4240 42486042 5438  6242 470470
11Sig.Egill30464240 4850 46   544058454454
12Jón Ari4848382864 60 4840   48 422422
13Hanna   3862 46664042  52 60406406
14Haffi 38 30 3432 3436 546060 378378
15Ingvar34  3446 28  30 36   208208
16Beggi   60 42  26     66194194
17Viðar            505056156156
18Reynir        3660     9696
19Binni            56  5656
20Valli      48        4848
21Írunn  40            4040
22Ólafur 30             3030

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2025-10-B
  • 2025-10-A
  • 2025-9-B
  • 2025-9-A
  • 2025-8-B
  • 2025-8-a
  • 2025-7-B
  • 2025-7-A
  • 2025-6-b
  • 2025-6-a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 68647

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband