3. mót - Mosó, 16. maí -

Sumarið heilsaði loksins leikmönnum FRAM-mótaraðarinnar þetta mánudagskvöldið. Sól, hlýtt og talsverður austanvindur, sannkallað strandvallarveður. Völlurinn í fínu standi, flatir og brautir að þorna og harðna.

12 mættir; 11 leikmenn mótaraðarinnar og einn gestur. Skor leikmanna var almennt á lægra rófinu en einum tókst þó að sigra aðstæðurnar og var það enginn annar er en ástkær mótastjóri vor, Halli túkall. Halli Hizbolla, eins og JAÓ kallar meistarann, átti afbragðsdag á vellinum og skilaði inn 36 pkt. sem allir gætu verið ánægðir með við hvaða aðstæður sem er. Samkvæmt heimildum Tíðindamanns var það fyrst og fremst leikni kappanns á flötunum sem skóp þetta skor. Haraldur býr við einstakar aðstæður í dagvinnu sinni þar sem 30 mtr teppalagður gangur er fyrir utan skrifstofuna. Hefur heyrst að kappinn hafi skroppið óvenju oft í kaffi og vindil s.l. vetur og ekki skilað sér tilbaka í stólinn fyrr en 2-3 klst síðar, og allar rafmagnsteikningar í rugli en púttstrokan góð.

Staðan í mótinu er gríðarlega spennandi niður alla töfluna og eins gott að ekki komist vírus í sérsmíðaða tölvuforritið sem heldur utan um stöðuna.

Brátt líður að fyrsta RISA-móti sumarsins og spennandi að sjá hverju mótstjórinn stingur uppá.

 

ÚRSLIT:

SætiNafnPunktarBráðabanarVerðlauna-stigMætingar-stigSamtals
1Halli36 516
2Viktor32 314
3Ingvar3112 p. síðustu 6213
4Haukur319 p. síðustu 6112
5Tommi3116 p. seinni 9 11
6Jói30  11
7Sig.Egill27  11
8Gauti2617 p. seinni 9 11
9Haffi2616 p. seinni 9 11
10Hergeir24  11
11Tóti19  11

 

STAÐAN:

SætiNafnStig
1-2Haukur9
1-2Halli9
3-4Hergeir8
3-4Haffi8
5-7Tóti5
5-7Jói5
5-7Viktor5
8Sig.Egill4
9Ingvar3
10-11Eggert2
10-11Gauti2
12Tommi1

Bloggfærslur 17. maí 2022

Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 67584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband