28. maí...RISA-mót nr. 4...Akranes

Það voru 16 mættir í fjórða mót "sumarsins" sem haldið var á Akranesi í gærkvöldi. Veðrið lofaði góðu á fyrri 9 holunum en svo tók að blása og kólna verulega. Menn voru því nokkuð veðurbarðir þegar mætt var á 19ándu til uppgjörs. Að sjálfsögðu var splæst í RISA-mót þar sem þetta var fyrsti útivöllur sumarsins og mótastjóri hefur alltaf haft fyrir reglu að halda a.m.k. eitt risamót í mánuði. Það var því ekki seinna að vænna þar sem þessi blautasti maí frá upphafi mælinga er að renna sitt skeið...og megi hann fara norður (aðallega) og niður þ.e. maí-mánuðurinn 2018yell.

Menn létu þó ekki veðrið aftra sér frá góðu skori og sumir bara allgóðu eins og t.d. Óli formaður á glæsilegum 37 pkt. og smálækkun á forgjöf. Tommi er líka að spila vel þessa dagana og virðast Skotalandsæfingaferðir koma sterkar inn í þessar aðstæður.

Á næsta mánudag verður kominn júní og tíðindamaðurinn sver það við skegg spámannsins að leikið verður við a.m.k. +10° á Celcius kvarða, fjandinn hafi það cool.

 

Úrslit kvöldsins:

SætiNafnPkt.B.banar
1Óli37 
2Tommi35 
3Tryggvi33síðustu 6
4Tóti33 
5Halli31 
6Hergeir30 
7Haukur29 
8Jói28 
9Eggert26seinni 9
10Ingólfur26 
11Haffi25 
12Írunn24 
13Jón Ari20 
14Viktor1718ánda
15Raggi L.K.17 
16Sig.Egill15 

 

STAÐAN
SætiNafn7.maí14.maí21.maí28.maíSamtals
1Halli32384042152
2Hergeir34283640138
3Haukur28342438124
4Tommi 363848122
5Jói30322236120
6Tóti26 3444104
7Viktor3640 24100
8Haffi 30303090
9Tryggvi40  4686
10Írunn 26262880
11Sig.Egill 22282070
12Raggi L.K. 24162262
13Hanna38 20 58
14Óli   5050
15Jón Ari  182644
16Eggert   3434
17-18Hemmi  32 32
17-18Ingólfur   3232

21. maí...Mót nr. 3...Mosó

Það voru 13 mættir í þriðja mót sumarsins sem leikið var í Sunny Mosó í gærkvöldi. Loksins viðraði sæmilega til golfiðkunar og fór það vel í nokkra leikmenn en eitthvað síður í aðra, séð útfrá punktaskori.

Gamall HAREN-meistari, Jón Ari gleðipinni, mætti til leiks eftir ca. 2 ára fjarveru. Voru þá sameinaðir á ný; Tommi og Jenni. Búast má þá við nokkrum hröðum eltingarleikjum í sumarcool.  Einnig mætti í fyrsta sinn á árinu Hemmi Hauks, körfuboltasnillingur, og er til mikils vænst af honum enda ekki óvanur að plassera boltum í göt. Að sögn eftir hring sagði Hemmi, aðalmálið í sumar væri að vinna mini-túrinn á Laugarvatni en sá túr samanstendur af, honum, gufurúgbrauðsdrengnum Hergeiri og Þjálfa (Sig.Egill). 

Maður gærkvöldsins var mótastjórinn sjálfur, Halli, með flott skor og er til alls vís með nýju kylfurnar.  Alveg sjóðheitur í sumarkuldanum.  Tommi og Hergeir háðu æsilegan skrifstofubráðabana á 19ándu holu þar sem Tommi hafði það á betra skori á 18.holu, jafnara verður það ekkilaughing.

 

Úrslit kvöldsins:

SætiNafnPkt.B.banar
1Halli36 
2Tommi3318ánda
3Hergeir33 
4Tóti316
5Hemmi31 
6Haffi28 
7Sig.Egill27 
8Írunn259
9Haukur25 
10Jói25 
11Hanna24 
12Jón Ari21 
13Raggi L.K.18 

 

STAÐAN
SætiNafn7.maí14.maí21.maíSamtals
1Halli323840110
2Hergeir34283698
3Haukur28342486
4Jói30322284
5Viktor3640 76
6Tommi 363874
7-8Haffi 303060
7-8Tóti26 3460
9Hanna38 2058
10Írunn 262652
11Sig.Egill 222850
12-13Tryggvi40  40
12-13Raggi L.K. 241640
14Hemmi  3232
15Jón Ari  1818

14. maí...Mót nr. 2...Mosó

Annað mót ársins fór fram á Hlíðavelli í gærkvöldi. 10 mættir og þar af 5 í fyrsta sinn á árinu. Hægt og rólega birtast menn á vellinum, svona mis-rykugir eftir veturinn. Sumir hafa ákveðið að reykspóla af stað en aðrir halda aftur af sér og bíða eftir rétta tækifærinu til að springa út.

Eftir að hafa fengið ískalda sturtu af fersku regni/hagli á fyrstu 2-3 holunum þá lagaðist veðrið og var bara skaplegt fram eftir kvöldi, reyndar í kaldara lagi. Menn voru svo rétt komnir inn í skála þegar næsta gusa kom.

Menn kvöldsins voru Viktor og Halli og má segja þeir hafi verið í sérflokki og skiluðu báðir inn flottu skori. Það bar til tíðinda að Halli náði 8 pkt. á Nesinu þrátt fyrir að hafa strikað helming holanna út þ.e. 2 af 4. Örn á 13. holu og fugl á 15. holu sáu til þess. Þeir sem sáu til sögðu engu hafi munað að örninn hafi orðið að Albatros (3 undir pari)...það hefði verið eitthvaðcool.

Þó ekki sé hægt að ráða mikið í stöðuna þá samt má segja að títtnefndir, Viktor og Halli, hafi lagt ágætlega í púkkið eftir fyrstu tvö mótin.

Næsta mót verður haldið næsta mánudag en þá er annar í Hvítasunnu og spurning hvort mótastjóri geri eitthvað spes í tilefni dagsinsinnocent.

 

Uppgjör kvöldsins:

ÚRSLIT
SætiNafnPkt.B.banar
1Viktor36 
2Halli35 
3Tommi29 
4Haukur289
5Jói28 
6Haffi25 
7Hergeir239
8Írunn23 
9Raggi L.K.21 
10Sig.Egill15 

 

Staðan:

STAÐAN
SætiNafn7.maí14.maíSamtals
1Viktor364076
2Halli323870
3-5Hergeir342862
3-5Jói303262
3-5Haukur283462
6Tryggvi40 40
7Hanna38 38
8Tommi 3636
9Haffi 3030
10-11Tóti26 26
10-11Írunn 2626
12Raggi L.K. 2424
13Sig.Egill 2222

7. maí...Mót nr. 1...Mosó

Það var vel við hæfi að fyrstu kríur sumarsins sæjust á Hlíðavelli á sama tíma og HOS-2018 lagði af stað s.l. mánudagskvöld. Það voru þó aðeins 8 jaxlar sem létu sjá sig enda aðstæður erfiðar; kalt, blautt og vindur. Mótstjóri tók skynsamlega ákvörðun og skar mótið niður í 14 holur og var því leik á Blikastaðanesi sleppt. Menn reyndu að púsla saman einhverju skori og á endanum voru flestir á svipuðu róli og þurfti bráðabana til að útkljá frá þriðja sæti niður í það sjötta. Maður dagsins var enginn annar en sigurvegari síðasta árs; Tryggvi Tryggva. Hann náði að skrapa  saman 23 punktum sem dugði honum til sigurs, Hanna fylgdi þó fast á eftir með punkti minna.  TT var flottur á fyrsta teig með spánýjan dræver og var ekkert að velta því fyrir sér að hausinn á drævernum væri enn i plastinu þegar hann sló sitt fyrsta högg, taldi það bara betra þar sem mikil rigning væri og algjör óþarfi að bleyta nýju kylfunasmile. Þessi taktík dugði TT til sigurs og ljóst að hann mætir firnasterkur í titilvörnina.  Allir voru svo kátir í lokin á 19ándu þegar skorið var gert upp. Hlökkum til næsta mánudags og vonum að þá verði farið að glitta meira í sumarið. Allavegana lítur völlurinn vel út og verður í flottu standi enda dugar ekkert minna fyrir mótaröð þeirra bestu wink.  

 

Uppgjör kvöldsins:

ÚRSLIT
SætiNafnPkt.B.banar
1Tryggvi23 
2Hanna22 
3Viktor19síð. 9
4Hergeir19 
5Halli19 
6Jói19 
7Haukur18 
8Tóti17 

 

Staðan:

STAÐAN 2018
SætiNafn7.maí
1Tryggvi40
2Hanna38
3Viktor36
4Hergeir34
5Halli32
6Jói30
7Haukur28
8Tóti26

Mánudagsmótaröðin leggur af stað. Fyrirkomulagið 2018.

Gleðilegt sumar öllsömul !

Þá rennur HOS-lestin af stað enn eitt árið. Gamlir rebbar í bland við einhverja nýja birtast á brautarpallinum.  Allir ætla sér jakkann og bikarinn í haust en eins og alltaf er aðeins einn útvalinn.  Núverandi meistari, TT, hefur átt annansaman tíma frá því hann sigraði s.l. haust við allskonar uppákomur sem fylgir heiðrinum, framkoma í spjallþáttum og viðtöl í glanstímaritum er eitthvað sem sigurvegarinn verður að þola.

Fyrirkomulag sumarsins verður með sama sniði og áður utan þess að nú munu 11 bestu mótin gilda í stað 12 áður.  Hæsta forgjöf sem gefin verður er 36.

Skilmálarnir eru því þessir:

40 stig verða í boði í fyrir sigurvegara og síðan með 2ja stiga millibili niður fyrir hina.

Risamót gefur síðan 50 stig með 2ja stiga millibili.

11 bestu mótin gilda og síðan eins og alltaf bætast stigin í lokamótinu við það.

Hæsta forgjöf gefin er 36.

Ef menn eru jafnir er heðfbundinn skrifstofubráðabani leikin á  19ándu holu.

Lokamótið verður eigi síðar en Laugardaginn 8. september.

 

Góða skemmtun og munið eftir því "að slá í gegn" !


Höfundur

Haraldur Þór
Haraldur Þór

Um bloggið

Golfferð til Haren

Tónlistarspilari

a_Þórormur - Traustur_vinur

Nýjustu myndböndin

20190908_204608

VID-20160924-WA0013

VID-20160919-WA0023

VID-20160922-WA0008

VID-20160920-WA0027

VID-20160922-WA0005

Driverinn

Hátt og stutt

Himmi beini

Heatland course

Maí 2018
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Dagskrá spánn 2023
  • dagskrá spánn 2023
  • Lokastaðan
  • mótskráin
  • golf
  • Lokamot_2020
  • Rástímar í Póllandi
  • rástímar
  • rástímar
  • 20190908 204629

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 67647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband